Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 11

Neytendablaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 11
skipta sér af þvi hvað fólk borðar. Þá sé mataræði einstaklingsbundið og einsleitar ráðleggingar um mataræði eigi ekki við alla. Nestle svarar því til að ábyrgð neyt- enda sé mikil en hins vegar taka þeir ákvarðanir í markaðsumhverfi þar sem matvælaframleiðendur eyða svimandi háum upphæðum til þess að hafa áhrif á það hvernig almenningur borðar. Það hvað miklum peningum er varið í auglýsingar fer ekki fram hjá neinum. Hins vegar sjá fæstir þau sambönd sem matvælaframleiöendur hafa við þingmenn, opinberar stofnanir, háskóla og samtök ýmiss konar. Nestle spyr því hvort það sé ekki fullmikil einföldun að tala um að mataræði sé spurning um pers- ónulegt frelsi á sama tíma og ítök og áhrif matvælaframleiðenda eru jafn mikil og raun ber vitni. Matvælaframleiðendur ekki gagnrýndir Nestle bendir á að matvælaframleiðendur rétt eins og fyrirtæki sem selja sígarettur, lyf eða aðrar neysluvörur, setji hagsmuni hluthafa ofar hagsmunum neytenda. Markmiðið sé auðvitað fyrst og fremst að selja meira og auka hagnaö. Að því leyti skera matvælaframleiðendur sig ekki úr. Hins vegar eru aðferðir tóbaks- og lyfjaframleiðenda gagnrýndar mun meir en aðferðir matvælaiðnaðarins og það sé óeðlilegt í Ijósi þess hversu mikilvægur málaflokkurinn er. Breytt áhersla Ef breyta á mataræði fólks til hins betra þarf fyrst og fremst að fræða fólk betur og auka „næringarlæsi" almennings. Það þarf að brýna fyrirfólki að borða minna, jafnvel þótt slíkt sé óvinsælt hjá matvælaframleiðendum. Þá hafa framleiðendur í auknum mæli beint sjónum sínum að börnum með tilheyr- andi markaðssetningu og er þá aukaatriði hvort um sé að ræða mat sem börn ættu yfirhöfuð að borða. Nestle telur einnig að banna eigi ruslfæðisauglýsingar í barna- tíma sjónvarps og í skólum og að skóla- mötuneyti eigi að bjóða upp á mat sem uppfyllir manneldismarkmið. Þá á að banna villandi heilsufullyrðingar og gera matvælaframleiðendum skylt að gefa alltaf upp upplýsingar um næringarinni- hald á matvælum. Miðað við lýsingu Nestle á ástandinu og þeim miklu áhrifum sem matvælaframleiðendur hafa í Bandaríkj- unum er þó ekki ástæða til bjartsýni. BP Nýlega var samþykkt löggjöf í Kaliforníu- fylki sem bannar gos og ruslfæði í skólum. Hugmyndir og lagafrumvörp þessa efnis hafa áður komiö fram en ekki náð fram að ganga. Skólarnir hafa fjárhagslegan ávinning af samvinnu við matvæla- eða gosdrykkjaframleiðendur en fyrirtækin styrkja skólana gegn því að fá aðgang að mikilvægum markaði, þ.e.a.s. börnum. Matvælapframítinn ruglingslegur fyrir börn Fram til 1991 haföi verið stuðst við the „basic four" eða fjóra helstu fæðuflokkana (mjólkurvörur, korn- meti, fisk og kjöt) án þess að gert væri upp á milli þeirra. Næringarfræðingar á vegum USDA (U.S. Department of Agriculture) unnu hins vegar að skýrari ráðleggingum í formi fæðupíramíta sem myndi senda skýrari skilaboð til almennings. Vegna harðra mótmæla frá kjöt- og mjólkurframleiðendum var hætt við að gefa út ráðleggingar í formi fæðupíramíta árið 1991. Þessi uppstilling fæðuhópa eftir mikilvægi hugnaðist ekki mjólkur- og kjötframleiðendum sem mótmæltu ákaft. Þegar hætt var við útgáfu fæðu- píramítans gaf matvælaráðherrann þá skýringu að fæðupíramítinn væri rugl- ingslegur fyrir börn. Þessi útskýring þótti í hæsta máta ótrúverðug þar sem manneldisráðleggingar hafa aldrei verið hugsaðar fyrir börn. Málið vakti mikla athygli og beindi athyglinni að því tvöfalda hlutverki sem USDA hefur. En ráðuneytið er m.a. landbúnaðarráðuneyti og hefur hagsmuni bænda og framleiðanda að leiðarljósi auk þess að eiga að gefa út ráðleggingar til almenn- ings um hollt mataræði. Þetta tvennt fer ekki alltaf saman. Eftir miklar rannsóknir á því hvaða form (píramíti, fæðuhringur, skál) kæmi skilaboðunum best á framfæri kom í Ijós að píramítinn hafði vinninginn. Hann var því formlega kynntur aftur til sögunnar 1992. 11 NEYTENDABLAÐIÐ 4. TBL. 2005

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.