Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 23

Neytendablaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 23
> • í nýjasta hefti danska neytendablaðsins Tænk er fjallaö um nýjung á áfengismarkaði sem gengur undir dönsku heitunum popsprut, alkopops eða alko-sodavand. Á heimasíðu ÁTVR eru þessir drykkir kallaöir gosblandaðir drykkir en betur færi á því að tala um áfengisgos enda er alkóhólmagniö á milli 5 og 5,5%. Um er að ræða litríka, bragðsterka drykki sem eru yfirleitt seldir í 250 ml glerflöskum. Þessir drykkir njóta mikilla vinsælda meðal danskra unglinga og þá sérstaklega hjá stelpum. Drykkirnir skaðlegir unglingum Nú bendir ný rannsókn til þess að áfengisgos sé hættulegra fyrir börn og unglinga en áður var talið. Það þarf ekkert að koma sérstak- lega á óvart að áfengi hafi slæm áhrif á börn og unglinga en hér er það samsetningin á sykri, alkóhóli og sítrónusýru sem veldur vandræðum. Alkóhól hefur áhrif á nýru og lifur og hefur sem kunnugt er skaðleg áhrif á líkamann. Sykurinn hefur áhrif á insúlín- magnið í blóðinu og sítrónusýran veldur því að drykkurinn er lengi í maganum og alkó- hólið brotnar hægt niður. Það af leiðandi er hægt að drekka meira án þess að verða drukkinn. Saman hafa þessir þrír þættir áhrif á mikilvægt vaxtarhormón í blóöinu og það var ekki þekkt áöur. Vísindamennirnir mældu verulegar breytingar á mikilvægu vaxtarhormóni I blóði unglinga sem aðeins höfðu drukkið tvær flöskur af Smirnoff lce. Þeir telja líklegt að hægt verði aö heimfæra niðurstöðurnar á aðrar tegundir. Markhópurinn krakkar eða konur? Markaðssetning á þessum drykkjum hefurverið gagnrýnd í Danmörku. Þykja framleiðendur hafa beint sjónum sínum að unglingum þótt þeir haldi því fram að markhópurinn sé fyrst og fremst konur á aldrinum 19-35 ára. Þá vakti það reiði margra þegar þessum drykkjum var stillt upp í gosdrykkjahillum verslana því þeir eiga ekkert sameiginlegt með þessum drykkjum annað en sykurinni- haldið. Þetta var gagnrýnt og nú er þessum drykkjum stillt upp einum og sér eða nálægt vínrekkanum. Afengisbragðið finnst ekki Bragðið af drykkjunum er mjög sætt enda sykurinnihaldið hátt. Þá er ve! af bragðefnum og litarefnum enda eru vinsælustu tegund- irnar með framandi ávaxtabragði. Þetta gerir það að verkum að áfengisbragðið finnst varla og það er einmitt það sem krakkarnir falla fyrir, sérstaklega stelpurnar. „Maður finnur ekki bragð af áfenginu en verður samt fullur", sögðu krakkar 110. bekk við blaðamenn Tænk. Það borgar sig að slökkva á tölviinni Verslunarkeðjan Hennes £t Mauritz hefur hafið sölu á umhverfisvottuðum smábarnafatnaöi. Nokkrar tegundir fatnaðar í línunni „New Born" eru með Evrópumerkið Blómið sem tryggir að efnið er eins umhverfisvænt og hægt er. Bómullin má ekki innihalda skordýraeitur eða önnur efni sem hafa skaðleg áhrif á heilsu og umhverfi og öll kemísk efni verða að geta brotnað auðveldlega niður í náttúrunni. Ef neytendur taka þessari nýjung vel er aldrei að vita nema keðjan auki úrvalið af umhverfismerktum fatnaði. Á vef staðardagsskrár 21 (samband.is/ dagskra21) má lesa frétt um The Big Turn Off Campaign sem haldin var í Bretlandi í lok nóvember í tilefni af orkusparnaðarvikunni. Fujitsu Siemens stendur fyrir stóru „slökkvi- átaksherferðinni" og er markmiðið að hvetja fólk til að slökkva á tölvum sinum og spara þannig bæði orku og peninga. Bretar gætu sparað sem nemur 13,2 milljörðum íslenskra króna með því að slökkva á tölvum sínum I lok vinnudags. Raunveruleikurinn sigraði Raunveruleikurinn, sem Ómar Örn Magnússon er höfundur að, sigraði í norrænni samkeppni um besta námsefnið til kennslu í neytendafræðum. Ómar er kennari við Hagaskóla í Reykjavík og hefur þróað námsefnið undanfarin ár - seinni misseri í samvinnu við Landsbanka íslands. Það var að tillögu íslands sem Norræna ráðherranefndin efndi til samkeppninnar meðal íbúa allra Norðurlanda. Sigurlaunin, 100 þúsund danskar krónur voru afhent á þingi Norðurlandaráðs í Reykjavík I október sl. Markmið með samkeppninni var m.a. að kynna fjölbreytt námsefni sem notað er I kennslu á Norðurlöndunum og bárust 26 tillögur, þar af 8 frá íslandi. Islenska dómnefndin tilnefndi Raunveruleikinn til úrslita, en verö- launaði einnig tillögu Guðrúnar Pétursdóttur félagsfræðings. 23 NEYTENDABLAÐIÐ 4. TBL. 2005

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.