Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 16

Neytendablaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 16
Þaö er forvitnilegt aö sjá hvaö framleið- endur og auglýsendur ganga stundum langt þegar þeir reyna að selja okkur neyt- endum vörur sínar. Allt viröist leyfilegt í þessum efnum en það er svo okkar aö vinsa gagnlegar upplýsingar úr innihalds- lausum slagoröum og staöhæfingum. Fyrr á árinu keypti ég salernispappír sem er gott dæmi um hugmyndaríka en jafnframt nokkuð sérkennilega markaðsetningu. Um er aö ræöa aloe vera-salernispappír en hverju blaði eða afrifu hefur verið dýft í aloe- vera-safa. Og ekki nóg með það, heldur eru blöðin líka full af e-vítamíni. Ég skal viðurkenna að ég get næstum skilið þetta með aloe vera-legnu salernis- pappírsblöðin sem fyrir vikið verða silkimjúk eða „luxury soft" eins og segir á pakkanum en þetta með vítamínið veldur mér heila- brotum. Mér skilst aö þau geri lítið gagn nema viö borðum þau en samt er ótrúlega algengt að vítamín séu sett í sjampó, krem og annan varning sem ekki er ætlaður til átu. E-vítamín í salernispappír er þó nýstárlegt bragð sem ég hef ekki séð fyrr. Ég ákvað að kaupa einn pakka fyrir forvitni sakir en gætti þess þó vandlega að fela hann undir öllum hinum vörunum í körf- unni, svona ef ég skyldi rekast á einhvern í búðinni. Salernispappírinn er fyrir löngu búinn og reyndist bara vel, en ég geymi hins vegar umbúðirnar sem heimild um þessa framsæknu markaðssetningu. En aftur að vítamínunum sem koma svo oft við sögu í auglýsingum. Það færist í vöxt að matvæli séu vítamínbætt. Skilaboöin eru þau aö við fáum alls ekki nóg af víta- minum og steinefnum og því séum við í rauninni bara heppin að framleiðendur hafi fyrir þessu. Fæstir hafa að vísu mikla þörf fyrir vítamínbættan mat sem siöan inni- heldur jafnvel of mikinn sykur, fitu og salt. En vítamínin selja, það er alveg greinilegt ef marka má þann fjölda neysluvara sem hefur verið vítamínbættur. Það virðist t.d. sérstaklega vinsælt að setja vítamín í snyrti- vörur, meira að segja í naglalakk en ég get ekki ímyndað mér að vítamínunum reiði vel af í vistinni með öllum þeim ókræsilegu efnum sem bætt er í naglalakk og hvað þá að þau geri eitthvað gagn þar frekar en í öðrum vörum sem viö notum útvortis. Það sem veldur mér hvað mestum heila- brotum er að framleiöendur virðast geta sett vítamín í alls kyns neysluvörur án þess að það hækki vöruverö að ráöi. Ég hef alla vega ekki getað greint neinn verðmun á vörum með eða án vítamína. Þetta bendir til þess að vítamín séu það ódýr að framleiðendur muni ekkert um að bæta þeim út í vörur sínar og auka þannig auglýsingagildið. En þegar maður skoðar vítamínrekkann og ætlar að kaupa vítamín- pillur til að geta betur tekist á við yfirvof- andi flensu þá kemur i Ijós að vítamín eru allt annað en ódýr. Þau eru eiginlega bara rándýr, það er einna helst að c-vítamín sé á skikkanlegu verði. Maður hlýtur þvi að spyrja: Flvar komast framleiðendur í svona ódýrt vítamín sem við venjulegir neytendur höfum ekki aögang að? Ætli þeir fái einhvern magnafslátt þar sem þeir eiga í stórfelldum viðskiptum við vítamínverksmiðjurnar? Getur verið að það sé veriö að okra laglega á okkur saklausum neytendum þegar víta- mínpillur eru annars vegar? Er hátt verð á vítamínum og steinefnum kannski nauðsynlegt til að við trúum á virkni þessara töfraefna sem varla er þverfótandi fyrir? Þaö er alla vega eitthvað bogið við aö það margborgi sig að tyggja e-vítamínið úr aloe vera-salernispappírnum í stað þess að kaupa e-vítamín pilluglas úti í búð. Og svo er annað. Getur verið að fram- leiðendurséu í raun og veru ekkert að setja vítamín í vörurnar í neinum mæli? Kannski setja þeir bara eitt vítamínkorn í sjampóið og gera svo mikið úr vítamíninu sem ku laga klofna enda og gera hárið silkimjúkt og þrisvar sinnum sterkara. Þetta er allt hið dularfyllsta mál sem þarfnast nánari skoðunar, en þar til niðurstaða hefur fengist skulum við taka öllum fréttum, auglýsingum og öðru áreiti þar sem vítamín koma við sögu með mátu- legum fyrirvara. BP 1B NEYTENDABLAÐIÐ 4. TBL. 2005

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.