Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 20

Neytendablaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 20
fjögurra tíma upptöku á venjulegri stillingu. Aöeins er hægt aö taka einu sinni upp á venjulegan -R/+R DVD-disk. Þetta þýöir aö ef eitthvað gerist á meðan á upptöku stendur, er þaö rými sem notað hefur verið af DVD-disknum, glataö. Á -RW/+RW/-RAM-diskum er hægt aö taka upp og hreinsa af diskinum aftur og aftur. Aö eiga viö upptekna dagskrá Klippimöguleikar eru breytilegir frá einu kerfi til annars og frá einu tæki til annars. Hins vegar er á nánast öllum DVD-upptöku- tækjunum hægt aö taka upp kvikmynd, aö setja inn kaflamerki og að fela tiltekna kafla (t.d. auglýsingar). Eftir aö gengiö hefur verið frá DVD-diskinum eftir upptöku á aö vera hægt aö spila hann á venjulegum DVD- spilara. HDD-upptökutækin eru flest meö góða klippimöguleika (meö örfáum undantekn- ingum þó). Þá getur notandinn skipt upp, sameinað eða eytt út titlum eöa köflum eins og honum sýnist. Auöu diskaplássi er bætt viö i eina stóra blokk af tiltækum upptökutíma, án tillits til staðsetningar auða svæöisins (alveg eins og DVD-RAM). Aðalvandamálið meö HDD-upptökutækin er skráargeymslan. Án annars tækis er ómögu- legt aö vinna neitt af viti í skránum. I þessari könnun höföu öll HDD- tækin innbyggt DVD-upptökutæki nema Kiss DP-558. DVD-spilarar - Mismunandi DVD-diskar Það eru fimm mismunandi sniðmát af DVD- diskum sem hægt er aö taka upp á: • DVD+R • DVD+RW • DVD-R • DVD-RW • DVD-Ram Tæknin er í örri þróun og hvert keypt tæki hefur margar tengingar og sum tækjanna nota alls konar skrár og forrit sem fæstir þekkja mikið til. Á vefsvæði félagsmanna NS hefur tækniorðalisti verið settur upp með yfir 130 skammstöfunum og heitum sem notuð eru og eiga viö DVD-spilara, MP3- spilara, tölvur o.fl. Hvetjum viö alla til að kynna sér þessa hluti áöur en tæknivörur eru keyptar. Þar er m.a. að finna útskýringar á sniðmáti DVD-diska. Þekking sölufólks Neytendablaðið á mikil og oftast góö samskipti viö starfsmenn verslana þegar upplýsingum af markaði er safnað saman. Þó kemur það alltof oft fyrir að fagþekkingu sölufólks er verulega ábótavant. Hugtökum er gjarnan ruglað saman, persónuleg skoðun verður að fullyröingu og alhæfingar settar fram um tækni sem er í örri þróun. Mörg orö hafa þá litla innistæðu, að því er virðist til að ná sölu. Þetta á reyndar oftar við um stærri verslanir en minni sérverslanir þar sem þekking starfsfólks er oft umtals- vert meiri, betri og nákvæmari. Fullyröingar eins og aö Ogg Vorbis sé ekki til, allir DVD-spilarar spili alla CD- og DVD- diska, MPEG2 sé þaö sama og SVCD. Allt er þetta rangt en var þó staöhæft af sölu- manni. Þessi reynsla er ekki bundin viö þessar tvær kannanir heldur var vart samsvarandi vanþekkingar eða ónákvæmni sölufólks þegar unnið var aö könnun um stafrænar myndavélar, sjónvörp og fleiri tæknivörur. Neytendur gera þá kröfu til sölumanna í öllum sérvöruverslununum aö þeir þekki vel þær vörur sem þeir selja, tæknina aö baki, eiginleika og takmörkun í notkun. Heimasíðan ns.is Oft birtast upplýsingar á vef Neytenda- samtakanna sem ekki komast fyrir í blaðinu sjálfu og af þeim sökum er félags- mönnum eindregið bent á aö kynna sér einnig það efni sem oft á tíðum er ítarlegra en það sem birtist hér í blaðinu. Þar eru aðgengilegar gæöa- og markaðskannanir sem framkvæmdar hafa verið i ár og fyrri ár og ítarlegar greinar og töflur. Þetta er hægt að finna undir liðunum félagsmenn og gæðakannanir. Þar er aö finna DVD- upptökutæki, gæðakönnun með 30 undir- flokkum og markaöskönnun sem gerö var í nóvember 2005 hjá 6 verslunum meö 30 mismunandi geröir. Lykilorð fyrir læstar síður er aö finna á bls. 2 i þessu blaði. án upptökumöguleika 10 DVD-spilarar án upptökumöguleika voru skoðaðir í gæðakönnun ICRT. Á ns.is er einnig að finna markaðskönnun sem var gerð hér á landi í 12 verslunumum sem voru með 63 tegundir DVD-spilara til sölu, af þeim voru einungis 3 tegundir í gæðakönnun ICRT. Sjá lykilorð fyrir læstar vefsíður félagsmanna á bls. 2. Fá góða einkunn Þegar taflan er skoðuð sést að tækin fá góða einkunn yfir heildina. Allir DVD-spilar- arnir geta spilað DVD-diska af svæði 2, CD- hljóödiska, CD-R, CD-RW, flestar tegundir DVD-diska með upptökumöguleikum, CD- ROM-diska með MP3-skrám og CD-ROM- diska með JPG-ljósmyndum. Sumir spilar- anna geta spilað DVD-hljóðdiska. Pioneer DV-585A-S og Yamaha DVD-S657 geta aö auki spilað CD Super-hljóödiska (SACD). Allir spilararnir koma með fjarstýringu sem aðalstjórntæki. Nánast allir spilararnir geta einnig spilað WMA-skrár (óvaröar) nema Toshiba SD- 350ESE, og allir geta spilað MP3-skrár af DVD-diskum. Hægt er að horfa á kvik- myndir á öllum spilurunum sem geymdar eru á SVCD og VCD-diskum og DivX- sniðmáti. Tækniorðasafn er að finna á vefsvæði félagsmanna fyrir nánari skýringar á skammstöfunum. 20BEYTENDABLAÐI6 4.TBL.20D5

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.