Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 6

Neytendablaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 6
Myndbandsupptökuvélar eöa tökuvélar hafa verið algeng sjón út um allan heim í hartnær tuttugu ár. Fólk tekur þær með sér hvert sem er, á skólaskemmt- anir, íþróttaviðburði, í fjölskylduboð og jafnvel á fæðingarstofuna. Á vinsælum ferðamannastöðum eru menn umkringdir slíkum tækjum. Myndbandsupptökuvélarnar eru ótrúlega handhæg og notadrjúg tæki, og það hlýtur aö teljast gott fyrir almenning, að gæða tökuvélar séu jafn almenn neyt- endavara og raun ber vitni. Gæðakönnun ICRT á tökuvélum er fram- haldskönnun frá því sumarið 2004. Alls voru 44 tökuvélar prófaðar. Virkni tækjanna var könnuð á margvíslegum sviðum og þeim skipt niður í aðal- og undirflokka sem hver um sig hefur ákveðið vægi. Aðalflokkarnir og vægi þeirra eru: Myndgæði 35o/o Gæði Ijósmynda 50/0 Sjálfvirkt brun 50/0 Hljóðgæði 20o/o Meðhöndlun 20o/o Virkur vinnslutími 50/0 Fjölhæfni 10o/o Hér á landi var framkvæmd markaðskönnun á tökuvélum í 8 verslunum í október/ nóvember síðastliðnum. í allt höföu þessar verslanir 6 mismunandi vörumerki töku- véla til sölu og 41 mismunandi tegund en 16 þeirra voru einnig í gæðakönnun ICRT og eru niðurstöður prófana á þeim vélum sýndar í töflunni hér á eftir. • Hæsta einkunn þeirra 16 véla sem seldar eru hér var 4,0 sem telst gott en þá einkunn fengu tvær vélar, Panasonic NV- GS 150 EG-S og Panasonic NV-GS 250 EG-S. • Lægstu einkunn fékk Samsung VP-D 453 eða 2,6 stig, en hún telst engu að síður í meðallagi góð. • Lægsta verð á þeim tökuvélum sem seldar eru hérlendis og voru einnig í gæðakönnun ICRT var 34.900 kr. en sú vél fékk einkunnina 2,7. • Dýrasta vélin kostaði 139.950 kr. og fékk einkunina 3,0. Sú niðurstaða gefur til kynna að ekki fari alltaf saman gæði og verð þó þær tökuvélar sem hér eru seldar og koma fram í gæðakönnun ICRT séu allar um og yfir meðallagi. Upptökutækni Sony DCR-DVD403E og Sony DCR-DVD92E geta tekið upp á endurskrifanlega DVD- RW og DVD+RW sniðmátinu (auk DVD-R sniðmátsins) sem er algengt sniðmát venju- legra DVD-spilara. Kyrrmyndataka Allar vélarnar í þessari gæðakönnun geta tekið og vistað kyrrmyndir á aðalgeymslumiðilinn nema Sony DCR- HC19E sem hefur laust minniskort til að vista stillimyndir líkt og stafrænar mynda- vélar. Alhliða geta Besta málamiðlunin og þar með bestu meðalgæði sjálfvirka brunsins þegar tillit hefur verið tekið til allra þátta (hraða, gæða, skerpu, lýsingar o.s.frv) fannst hjá Panasonic NV-GS150EG-S, Panasonic NV- GS35EB og Panasonic NV-GS17EG-S. Ekki rugla saman stafrænu bruni og sjónrænu Margar myndavélar eru auglýstar með hlutum eins og „100X zoom" en þetta er oft villandi þar sem aðeins hluti þessa bruns er í linsunni. Eini hluti brunlinsu sem skiptir máli er sjónræni hlutinn (e. optical zoom) - sá hluti sem er gerður úr glerlinsum. Þetta er það brun sem mun auka gæði myndarinnar. Allar tegundir af stafrænu bruni (e. digital zoom) má gera í tölvu. Ef þú notar hugbúnaö til að klippa hluta af mynd út og stækka hann síðan, þá ertu að gera það sama og stafrænt brun gerir. í flestum tilfellum gerir stafrænt brun myndina bara óskýra. Truflanir í notkun Viðkvæmasta tækið fyrir titringi frá mynd- bandsdrifinu eða haushjólinu var Sony DCR-PC55E þar sem hávaðinn frá haus- hjólinu er mjög greinilegur og heyrist alltaf, jafnvel þó tekið sé upp með miklum umhverfishljóðum. Ending rafhlaðna Panasonic NV-GS250EG-S, Panasonic NV-GS150EG-S, Panasonic NV-GS75EG- S og Sony DCR-DVD403E náðu um 2 tíma upptöku eða meira með þeirri rafhlöðu sem 6 NEYTENDABLAÐIÐ 4. TBL. 2005

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.