Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 17

Neytendablaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 17
Neytandi í miðríkjum Bandaríkjanna Áöur en ég og fjölskylda mín fluttum búferlum til hjarta Bandaríkjanna höföum við heyrt margar sögur og lítillega kynnst af eigin raun neytendavenjum Bandaríkja- manna. Þar bar hæst skyndibitamenn- ingin, stórir matarskammtar á veitinga- stööum og ótrúlegt vöruúrval. Skemmst er frá því aö segja aö flestar þessar sögur reyndust sannar. Hér er mikið úrval af skyndibitastöðum og þeir eru á hverju strái. Inni á skyndibitastöðunum finnur maöursvo fólk á öllum aldri og ekki er óalgengt aö sjá hóp eldri borgara hittast yfir borgara. Þar er einnig fólk af öllum stigum þjóðfélagsins þar sem þaö eryfirleitt ódýrara aö kaupa skyndi- bita fyrir fjölskylduna heldur en að kaupa hráefni í heimatilbúinn mat. Þaö sem vakti einnig athygli okkar hér er hversu margar keöjur eru til af „millifínum" veitingastööum þar sem verðið og þjónustan er skikkanleg og markhópurinn er fjölskyldur. Sögur af stórum matarskömmtum eru lítið ýktar. Skammtarnir eru mjög stórir og að sjálfsögðu bornir fram á stórum diskum. Fyrst eftir að við fluttum hingað féllust okkur hendur þegar disk- arnir voru lagðir á borðið en eftir því sem veitingastaöaferðirnar urðu fleiri, því meiru náöi maður aö innbyrða í hvert sinn. Við tókum fljótt eftir því aö margir matargestir fóru út af veitingastöðunum með matar- leifarnar í svokölluöum hundaboxum. Eftir að hafa prófaö það og hitað upp dýrindis máltíð daginn eftir hættum við að hneykslast á þessum sið Bandaríkjamanna. Vöruúrval í búðum hér er hreint ótrúlegt og allir gæða- og verðflokkar í boði. Hér er til allt sem hugurinn girnist og miklu meira en það. Verslanir eru opnar alla daga vikunnar og yfirleitt fram á kvöld. Eins eru margar af stærri matvöruverslununum opnar allan sólarhringinn sem kom sér til dæmis vel fyrir okkur eitt áriö þegar mús sást á heimilinu eftir miðnætti á Þorláksmessu og við skut- umst út í búð til að kaupa músagildru. Ef þarf að skila eða skipta vöru er þaö yfirleitt ekki neitt vandamál. Eftir aö viö fluttum þurftum viö aö kaupa ýmis heimilistæki. Það leið þó ekki langur tími þar til fyrsta heimilistækið, brauöristin, gaf sig. Vegna reynslu okkar af svipuðum aðstæöum á íslandi höföum við í huganum samið ræðuna sem viö ætluðum að flytja við skil vélarinnar. Okkur gafst hins vegar aldrei tækifæri til aö flytja hana þar sem andvirði vélarinnar var greitt án þess að beðið væri um nokkra ástæðu fyrir skil- unum. Hér er því hægt að kaupa vöru og snúast hugur þegar heim er komið því oftast er hægt aö fá vöruna endurgreidda ef henni er skilað innan ákveðins tíma og þarf maöur ekki að sætta sig viö inneignarnótu. Útsala hér þýðir útsala og er hægt að gera reifarakaup á þeim, og óþarfi er aö standa í biðröð eða togast á um flík við samborg- arann. Þjónustulund starfsfólks hér er mikil og til dæmis spyr starfsmaðurinn á kassanum alltaf að því hvernig maður hafi það. Eftir aö hafa reynt aö útlista líðan sína til aö byrja meö komst maður að því aö fólk hefur í raun ekki áhuga á að vita hvort maður hafi þaö gott eöa slæmt heldur er þetta bara almenn kveðja. WalMart hefur jafnvel gengiö enn lengra í þessari list með því að hafa starfsmann, svokallaðan kveðjumann, við dyrnar sem býður alla sem inn ganga velkomna og óskar þeim sem út fara góðs dags. Allir viöskiptavinir í verslunum leggja sig fram við að komast í gegnum búðina án þess að rekast á nokkurn mann og ómar „fyrirgefðu" og „afsakiö" í eyrunum alla verslunarferöina. Þaö geta því verið mikil viðbrigði að fara í matvörubúð þegar komið er heim í frí og hafa innkaupakerrur samborgaranna í hælunum allan tímann og fá illt augnráð ef maður er of lengi að sækja vöruna. Þrátt fyrir ofangreinda kosti þess að versla i miðríkjum Bandaríkjanna þá fylgja því aö sjálfsögöu einnig kostir að versla á íslandi. Á þessum árstíma sé ég það til dæmis í hillingum að fá að arka upp og niður Lauga- veginn í kulda og trekki á Þorláksmessukvöldi í leit að síðustu jólagjöfinni. Björk Sigurgísladóttir 17 NEYTENDABLAÐIB 4. TBL. 2005

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.