Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 15

Neytendablaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 15
Þjónustuver Slæm si'maþjúnusta getur verið dýrkeypt Danska dagblaöið BT hefur fjallað nokkuð um slæma simaþjónustu fyrirtækja. Þar kemur m.a. fram að fyrirtæki eyða milljónum króna í auglýsingaherferöir og bætta ímynd. Þegar viöskiptavinir þurfa aö biða óþreyjufullir í síma eftir þjónustu, getur markaðssetningin farið fyrir lítið. Bætt ímynd fýkur út í veður og vind. Þetta eru skilaboö frá dönsku auglýsingastofunni Bergsoe4. Ef kynni viðskiptavina af fyrir- tækinu eru ekki jákvæð þegar þeir eru I beinum samskiptum við fyrirtæki er tilgangslaust að bæta ímyndina. Fyrstu kynni eru alltaf mikilvæg. Þjónusta í síma er ekki síður gulls ígildi en brosandi afgreiðslufólk. Það er erfitt að skilja rökin fyrir því að eyða milljónum i auglýsinga- herferð ef viðskiptavinirnir veröa fyrirslæmri reynslu í sínum fyrstu kynnum við fyrirtækið. I auglýsingageiranum er stundum sagt að það þurfi þrjú jákvæð augnablik til aö eyða einu slæmu. Langur biðtimi eftir þjónustu er slæm þjónusta og fyrirtæki ættu aö hafa það í huga að hver mínúta í bið er virkilega lengi að líða fyrir þann sem situr og biður. Greinin úr TÆNK hér til hliðar vakti athygli Neytendablaösins þar sem mikið er kvartað til Neytendasamtak- anna vegna tímans sem það tekur aö fá þjónustu þegar hringt er í þjónustuver ýmissa fyrirtækja, og ekki síst fyrirtækja sem selja aðgang að Netinu. A Islandi krefjast neytendur þess ekki síður að hafa stöðuga tengingu við Netið. Netfyr- irtækin og viöskiptavinir þeirra hafa fundið fyrir því að ef tengingin rofnar frá tölvu og út í heim þá glóa símalínur þjónustuvera netfyrirtækjanna. Utilokunaraöferöir En hvað á gera ef samband rofnarvið Netið? Neytendasamtökin fengu ráð hjá nokkrum netfyrirtækjum um hvernig á að bregðast við ef slíkt gerist. Fyrst er mikilvægt að kanna hver vandinn er. • Vertu viss um að þetta sé tengingin en ekki bara stilling sem hefur breyst í tölvu- forriti. Ef þú færð ekki tölvupóst getur vandamálið legið í stillingum póstfor- ritsins. Athuga t.d. að notendanafn, lykilorð og slóð á póstsvæði sé rétt. • Ef Netið liggur niðri gæti það líka bara verið ein vefsíða sem er óvirk en ekki önnur. Ef svo er þá er vandamálið ekki þín megin heldur hjá þeim sem hýsir þá vefsíðu, þess vegna er mikilvægt að prófa fleiri en eina vefsíðu. • Ef það er alveg Ijóst að ekkert samband er við Netið, þá skal næst slökkva og kveikja aftur á búnaði (tölvu og router). • Rekja sig í gegnum snúrufarganið og athuga hvort allt sé á sínum staö. • Gott er að þekkja hvaða Ijós á að loga á endabúnaði (router). • Það má líka setja unglingana í fjölskyld- unni í málið, oft luma þeirá ýmsum tækni- legum ráðum. • Ef þetta hjálpar ekki þá er næsta skref aö hafa samband við þjónustuver netfyrir- tækisins. Fyrsta hjálp Margs er að gæta þegar hringt er í þjónustuver. Þú gætir þurft að hafa nægan tíma þvi biðin getur verið ansi löng. Farðu ekki langt frá tölvunni því um leið og þú nærð sambandi viö þjónustufulltrúa skaltu ekki slíta því fyrr en þú ert örugglega búin að prófa að gera allt sem hann ráöleggur þér. Alls ekki sleppa honum af linunni fyrr því annars gætir þú þurft að eyða tíma í álíka bið. Ef vandamálið er flóknara en svo að það sé hægt að laga það með einu símtali, skrifaðu þá hjá þér nafnið á þeim sem þú talar við og fáðu þá til að gefa þér upp annað símanúmer en þjónustunúmerið. Skrifaðu hjá þér öll númer sem birtast á símnúmerabirtinum þínum sem hringt er úr meðan gert er við, því það getur veriö aö þú þurfir að ná i viðgerðarmenn aftur og þá er gott að spara sér biðina í þjónustusímanum. Þetta á að sjálfsögðu ekki við öll netfyr- irtæki, en ef þú heyrir „þú ert númer 29 í röðinni" þegar þú hringir í þjónustuveriö þitt ættir þú að hafa ofangreind ráð í huga. Spurningar vakna Hvernig þjónustu geta neytendur átt von á af hálfu netfyrirtækis ef á þarf að halda? Gefst kostur á að greiða fyrir forgangsþjónustu og er eðlilegt að þurfa þess til að fá lágmarksaðstoð? Tíminn er dýrmætur og allt umstang kostar peninga. Kvartanir hafa borist frá viðskiptavinum sem hafa verið netsambandslausir í marga daga og jafnvel vikur, bæði vegna þess aö þeir hafa ekki haft tíma til að biða eftir að röðin komi að þeim og einnig vegna álags hjá viðgeröarmönnum. Neytendur ættu aö hafa þaö í huga að það ríkir samkeppni á þessum markaði. íbúar í stærstu þéttbýliskjörnum landsins eru blessunarlega lausir viö einokun og geta leitað á önnur mið. Einnig hefur verið kvartað undan þeim langa tíma sem tekur að fá nettengingu. Þess vegna ættu nýir viðskiptavinir að spyrja að því hvort biðin sé löng um leið og þeir kynna sér verð á ADSL og hvað sé innifalið í þeirri þjónustu. Dæmi eru um að vegna anna hafi biðtími eftir nýrri tengingu verið allt að 10 dagar til hálfur mánuöur. Svör fyrirtækjanna Neytendablaðið spurði fulltrúa nokk- urra netfyrirtækja um þjónustu þeirra. Almennum viðskiptavinum er ekki boðiö upp á svokallaða forgangsþjónustu. Fyrir- tæki gera oft sérstaka þjónustusamninga og greiöa fyrir það. Eftir bilariatilkynningu frá almennum viðskiptavinum er tryggö þjónusta innan 24 tíma, þ.e. fyrsta virka dag, þó eiga viðskiptavinir einhverra fyrirtækj- anna möguleika á útkalli eftir kl. 18:00 og greiða þeir sérstaklega fyrir það. Fram kom að Póst- og fjarskiptastofnun hefur eftirlit með fjarskiptamarkaði skv. fjarskiptalögum. Þeir hafa ákveðnar heimildir til að tryggja vernd neytenda og þar meö gæðakröfur til fjarskiptaþjónustu. Síminn og OgVodafone eru meö opinn þjónustusíma allan sólar- hringinn og eru símanúmerin gjaldfrjáls en þó ber að hafa í huga að þau eru einungis gjaldfrjáls ef hringt er úr sama símakerfi og þeirra. Ef hringt er t.d. úr símakerfi OgVoda- fone í þjónustuver Símans þá er rukkaö að fullu fyrir það símtal og öfugt. Hin netfyr- irtækin hafa persónulega símsvörun og er opnunartíminn oftast takmarkaður við hálfan sólarhring. Þjónustukönnun Neytendablaðsins Neytendablaðið gerði nokkrar lauslegar kannanirá biðtíma eftir þjónustu hjá netfyr- irtækjunum. Fulltrúi Neytendablaðsins var settur í þá stöðu aö nettenging rofnaði í heimatölvu hans. Hringt var í þjónustuver fimm netfyrirtækja og mældur sá tími sem tók að fá afgreiðslu þjónustufulltrúa. Tækni- lega gátum við ekki kannað meira en það, þar sem raunverulegar aðstæður kalla á misjafnar úrlausnir eftir eöli bilunar. í Ijós kom að biðtími eftir þjónustu var frá hálfri mínútu uppí tæpan klukkutíma. Þó má ætla að álag á þjónustuver hljóti að aukast um leið og bilun kemur upp í kerfi. En að öllu eðlilegu ættu fyrirtæki að leggja áherslu á að almenn þjónusta sé skjót og góð bæði i verslun og í þjónustuveri. Það er a.m.k. ítrekaö hringt i fóik og því boðið að flytja viðskipti sín yfir frá öðrum fyrirtækjum. Viðskiptavinir ættu því ávallt að njóta góðrar þjónustu en ekki bara þá stundina. ÞH 15 NEYTENDABLAÐIÐ 4. TBL. 2005

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.