Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 13

Neytendablaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 13
Samanburður á húsnæðislánum í tíu Evrópulöndum ■ Jóhannes Gunnarsson formaöur Neytendasamtakanna Dýrast aö taka húsnæðislán á Islandi Þaö er dýrt aö taka húsnæðislán hér á landi. Aö minnsta kosti þegar kostnaöur vegna þeirra er borinn saman viö þaö sem neyt- endur þurfa aö greiða í nágrannalöndum okkar. Þetta kemur í Ijós í nýrri skýrslu sem Neytendasamtökin geröu og lesa má í heild sinni á heimasiöu Neytendasamtakanna, www.ns.is. Þar eru borin saman lánakjör á húsnæðislánum hjá neytendum í tíu löndum. Auk Islands eru í þessum samanburöi Danmörk, Noregur, Svíþjóð, Finnland, Bret- land, írland, Holland, Þýskaland og Aust- urríki. Þaö voru neytendasamtök í þessum löndum sem öfluðu upplýsinga í sínum löndum en frumkvæðið aö könnuninni var Neytendasamtakanna og öll úrvinnsla þeirra. Þaö eru einkum há þjónustugjöld og háir vextir sem gera það aö verkum aö veru- lega hallar á íslenska neytendur. Þetta eru ekki nýtíðindi enda hafa Neytendasamtökin lengi haldið því fram að við búum viö mjög lök kjör á þessu sviði. Niðurstöður þessarar könnunar staöfesta þetta. Lántökugjald með því hæsta sem gerist í níu löndum af tíu þarf aö greiða fjármála- fyrirtæki lántökugjald þegar lán er tekið hjá þvi. Alltaf þarf aö greiöa slikt gjald í fimm landanna og er um flata prósentu aö ræða í fjórum tilvikum og er hún algengust á bilinu 1-3%. í fjórum af viömiðunarlöndunum er innheimt ákveðin krónutala sem telja veröur mun eðlilegra enda er ekki meiri vinna hjá fjármálafyrirtæki aö útbúa skulda- bréf upp á 200.000 krónur en skuldabréf upp á 2.000.000 króna. Aðeins í Austurríki er lántökugjald svipaö eöa hærra en hér á landi. Vextir Þaö er ekkert nýtt aö því sé haldið fram að eftir á reiknaðir nafnvextir (vextir og verðtrygging) séu háir hér á landi enda kemur í Ijós í könnuninni að nafnvextir á húsnæðislánum hér eru að jafnaði frá 2 og upp i tæplega 5 prósentustigum hærri hér á landi en í viðmiðunarlöndunum. Það munar um minna. Einnig kemur fram að verðtrygging lána er aðeins notuð hér á landi en ekki í hinum löndunum sem samanburðurinn nærtil. Það er ekki óeðlilegt að islenskir neytendur spyrji hvað valdi því að íslenska hagkerfið sé svo sérstakt að hér verði að vera verðtrygging á langtimalánum. Því hefur verið haldið fram að verðtryggingin sé nauðsynleg meðal annars til að halda vaxtastigi niðri, það er að ef verðtrygging á lánum verði aflögð muni það leiða til svo mikillar hækkunar á nafnvöxtum að um beina vaxtahækkun yrði að ræða. Það er því eðlilegt að spurt sé hvernig farið sé að í viðmiðunarlöndunum þar sem ekki er verðtrygging og nafnvextir eru lægri en hér á landi. Er verðtryggingin aðeins til aö tryggja fjármálafyrirtækjunum öruggari afkomu, þar með hafi þau bæði belti og axlabönd, eins og viðskiptaráðherra komst að orði, og öll áhætta þegar kemur aö útlánum lendi á neytendum á meðan fyrir- tækin hafa allt sitt á þurru? Seðil- og greiðslugjöld, uppgreiðslugjald í Ijós kemur í könnuninni aö seöil- og greiðslugjöld sem greiöa þarf með hverri afborgun eru hvað hæst hér á landi. Það sama á við um uppgreiðslugjald sem meiri- hluti innlendra fjármálafyrirtækja hér á landi taka af lánum. í viömiðunarlöndunum er aðeins tekið uppgreiðslugjald af lánum með fasta vexti. Hér á landi eru hins vegar dæmi um að fjármálafyrirtæki taki uppgreiðslugjald af lánum með breyti- lega vexti. Jafnframt er uppgreiðslugjald innlendra fjármálafyrirtækja föst prósentu- tala, það er 2%. í viðmiðunarlöndunum er uppgreiðslugjaldið reiknað út frá þeim mismun sem er á þeim vöxtum sem kveðið er á um í lánssamningi þess láns sem greitt er upp og því vaxtastigi sem gildir á nýjum lánum við uppgreiðsluna. Síðarnefnda aðferðin er miklu sanngjarnari gagnvart neytendum enda er þar tekið mið af raun- verulegu tapi fjármálafyrirtækis vegna uppgreiðslunnar. Bæði samkeppnisráð og áfrýjunarnefnd samkeppnismála hafa úrskurðað að uppgreiöslugjald sé heimilt samkvæmt lögum um neytendalán, svo fremi að kveðið sé á um gjaldið í lánssamn- ingi. Það er því brýnt að löggjafinn setji eðlilegar reglur um uppgreiðslugjald í stað þess að fjármálafyrirtækin hagnist verulega á því þegar neytendur vilja greiöa upp lán sín. Stimpilgjald í sjö af þeim tiu löndum sem könnunin nær til er innheimt stimpilgjald af lánum í einni eöa annarri mynd. Neytendasamtökin hafa ítrekað bent á aö þessi skattlagning sé ranglát og geri yngra fólki erfiðara fyrir aö kaupa húsnæði. Einnig er það samkeppn- ishamlandi að leggja stimpilgjald á lán til endurfjármögnunar þar sem slík gjaldtaka dregur úr aö neytendur færi sig á milli fjár- málafyrirtækja. Finnar afnámu stimpil- gjald fyrir nokkrum árum. Ef miðað er við yfirlýsingar stjórnmálamanna úr öllum flokkum ættum við fyrir löngu að hafa farið að fordæmi Finna. Þvi er ástæða til að ítreka enn hvatningu til stjórnmálamanna um að láta af þessari ranglátu skattlagningu. Lokaorð Það er undarlegt að á sama tíma og fyrir liggur að íslenskir neytendur greiða hærri vexti en aörir neytendur í okkar heims- hluta, skuli margir lýsa fögnuði sínum þegar einn viðskiptabankanna tilkynnti nýverið um vaxtahækkun á húsnæðislánum. Minnt er á að vextir af öðrum lánum hafa einnig hækkað. Ekki verður séö hvernig hækkandi vextir tryggi stöðugleika hér á landi. Þetta bitnar ekki bara á neytendum sem þurfa að greiöa meira því fyrirtækin í landinu þurfa að gera slíkt hið sama. Fyrirtækin geta hins vegar velt slíkum kostnaöi út í verðlagið sem aftur hækkar vísitölu sem lögð er til grund- vallar verðtryggingunni. Loks skal á það minnt að það voru íslenskir neytendur sem skópu grunninn að góöu gengi bankanna og sem hefur meðal annars leitt til útrásar þeirra á erlenda markaði og því eiga íslenskir neytendur betra skilið. Það er óásættanlegt að íslenskir neytendur þurfi að greiða miklu meira vegna lána sem við tökum en neytendur i nágrannalöndum okkar. Þetta er ekki síst nefnt hér þar sem enn eitt árið stefnir hagnaður fjármálafyrir- tækja í áður óþekktar hæðir. 13 NEVTENDABLAÐIÐ 4. TBL. 2005

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.