Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 22

Neytendablaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 22
Neytandinn svarar Neytendablaöið lagði nokkrar neytenda- spurningar fyrir Stefán Gíslason verk- efnisstjóra Staðardagskrár 21 á Islandi. Stefán þekkir vel til umhverfismála, en hann er einnig eigandi og framkvæmda- stjóri UMÍS ehf. (Umhverfisráðgjafar Islands). Stefán var lengi sveitarstjóri á Hólmavík, en býr nú í Borgarnesi ásamt konu sinni og 3 börnum. Hvaða matvara skemmist oftast hjá þér? Brauð. Nokkrar síðustu sneiðarnar enda oft í jarðgerðarkassanum. Lestu allan markpóst sem kemur inn um bréfalúguna? Nei, í mesta lagi 5°/o. Hefur þú keypt vörur af Netinu? Já, þó nokkrum sinnum. Biður þú um tax-free þegar þú verslar erlendis? Já, stundum, þ.e.a.s. ef upphæðin gefur tilefni til þess. Hefur þú keypt ónýtan hlut erlendis og ekki getað skilað? Nei, aldrei. Reyndar kaupi ég ekki mikið af hlutum erlendis. Hefur ýtinn sölumaður fengið þig til aö kaupa eitthvað sem þú hefðir aldrei annars keypt? Já, t.d. kavíar í Rússlandi. Ertu x-merktur í símaskránni? Nei. Hvenær fórstu síðast í strætó? Ætli það séu ekki svo sem þrjú ár síðan. Þaö er reyndar enginn strætó í mínu bæjarfé- lagi. Hefurðu veitt í matinn? Nei, aldrei. En ég hef unnið í sláturhúsi. Hvenær skiptir þú síðast um banka eöa tryggingarfélag? Ég hef næstum alltaf skipt við sama bankann og sama tryggingarfélagið. Stefán Gislason. Hvenær prúttaðir þú síðast um verð á vöru? Ég hef aldrei prúttað. Ég Ift svo á að annaðhvort sé uppsett verð ásættan- legt eða ekki. Ef ekki, þá kaupi ég vöruna einfaldlega ekki. Hefur þú leitað til kvörtunarþjónustu Neytendasamtakanna? Nei, en ég hef bent NS á dæmi um óheppi- legar aðferðir við markaðssetningu. Hvaða er versta neytendahneykslið sem þú manst eftir? Ég man svo sem ekki eftir neinu stóru neyt- endahneyksli, en hef rekist á mörg lítil, þar á meðal mismunandi útfærslur af grænþvotti þar sem seljendur vöru hafa reynt að telja kaupendum trú um umhverfislegt ágæti vörunnar, umfram það sem innstæða var fyrir. Dæmi um þetta eru staðhæfingar um umhverfisvæna flugvél, um 100% umhverf- isvæna tölvu og um pappír með umhverf- isvottun, skv. ISO 14002 (sú vottun er nefnilega ekki til). Það uppátæki að kalla gæðastýrða landbúnaðarframleiðslu „vist- væna” er nú eiginlega af svipuðum toga, þó að mér finnist gæðastýringin alveg nauðsynleg sem slík. Hverju myndir þú vilja breyta varðandi neyslu þína? Stundum verður mér á að kaupa hluti sem ég nota ekki. Ég myndi vilja hætta því. Svo vildi ég auka hlut lífrænna íslenskra matvæla í matarinnkaupunum. Síðast en ekki síst ætti ég að vera duglegri að spyrja, t.d. um uppruna vöru. Meðan enginn spyr hlýtur öllum að vera sama, ekki satt? Heldur þú heimilisbókhald? Já, svona i grófum dráttum. Eru einhver fyrirtæki eða vörumerki sem þú sniðgengur? Jú, það er nokkuð um það. Ég reyni t.d. að sniðganga Esso-bensín vegna óásættanlegrar afstöðu Exxon gagnvart endurnýjanlegum orkugjöfum og loftslagsbreytingum af mannavöldum. Endurnýtir þú jólapappír? Já, eftir föngum. Á jóladagsmorgun safna ég saman því heillegasta frá kvöldinu áður, vind þaö upp á pappahólk og geymi til næstu jóla. Þetta er jafnan allra myndar- legasta rúlla. Tiltæki af þessu tagi fá mann líka til aö hugsa um sóun á öðrum sviðum, gera mann með öðrum orðum ofurlítið meðvitaðri. Og svo er þetta líka gaman. Hvort notar þú oftast peninga, debet- eöa kreditkort? Kreditkort. Það er líka yfirleitt ódýrast eins og verslunarhættir eru í dag. Hefur þú hjólað í vinnuna? Já, það kemur fyrir. En ég fer miklu oftar gangandi. Viltu fá vín í matvöruverslanir? Nei, eiginlega ekki. Þó að vín geti verið hluti af venjulegri máltíð þá sé ég ekki brýna þörf á að gera það aðgengilegra. Vínbúðirnar eru orðnar ágætar, og þar hefur líka safnast upp þekking sem er einhvers virði. Auk heldur auðveldar einkasalan verðstýringu, og mér finnst það bara allt í lagi. Finnst þér jólahasarinn byrja of snemma? Já, allt of snemma! Ég sá fyrstu auglýsinguna í september! Og auðvitað ætti þetta heldur aldrei að vera neinn hasar! Hvernig væri aö hugsa þetta aðeins út frá börnunum? Það hlýtur að vera erfitt að viðhalda tilhlökk- uninni ef maður er endalaust látinn taka forskot á sæluna! Leyfum þeim að njóta þess að hlakka til! Ég er sammála 21.954 Norðmönnum sem hafa skrifað undir áskorunina „Skilið jólunum” („Gi oss jula tilbake"). Hvað verður verður í jólamatinn? Svínahamborgarhryggur. Myndi gjarnan vilja hafa kjöt sem ekki er verksmiðjuframleitt úr innfluttu korni, en öllum í fjölskyldunni finnst svínahamborgarhryggur góður. Læt þar við sitja. 22 NEYTENDABLAÐIÐ 4. TBL. 2005

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.