Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 7

Neytendablaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 7
Samsung VP-D4531 Panasonic NV-GS 250 EG-S1 Sony DCR-HC90 E1 töku upplausn stafrænna töku- véla er umtalsvert betri en hliðrænna. Hliðræn sniðmát: • Standard VHS • VHS-C • SuperVHS • Super VHS-C • 8mm • Hi-8 Stafræn sniðmát: • MiniDV: MiniDV-tökuvélar taka upp á fyrirferðarlitlar spólur, sem geta geymt um 60 til 90 mínútur af myndefni. Myndbandið hefur hinsvegar 500 línu upplausn og það er auövelt að færa efnið yfir á tölvu. DV-tökuvélar geta verið afskaplega léttar og fyrirferðarlitlar - margar ekki stærri en bókarkilja. Annar áhugaverður eiginleiki er geta þeirra til að taka Ijósmyndir, ekki ósvipað og staf- rænar myndavélar. • Digital8: Digital8-tökuvélar (eingöngu framleiddar af Sony) eru svipaðar venju- legum DV-tökuvélum en nota venjuleg Hi-8mm bönd. Slík bönd geyma allt að 60 mínútur af myndefni sem hægt er að afrita án þess að tapa neinu í gæðum. Alveg eins og DV-tökuvélarnar er hægt að tengja Digital8-tökuvél við tölvu til að vinna myndefnið frekar eða setja á Netið. Digital8 tökuvélar eru yfirleitt örlítið stærri en DV tökuvélar. • DVD: DVD-tökuvélar brenna myndefnið beint á litla geisladiska. Aðalkostur þessa sniðmáts er að hver taka er geymd á diskinum a ð s k i I i n frá öðrum m, rétt eins og tónlist á geisladiskum. I stað þess að þurfa að spóla fram eða aftur eftir efninu er hægt að fara beint á tiltekna upptöku. Að öðru leyti eru DVD-tökuvélar ósköp svipaðar MiniDV-tökuvélunum í allri vinnslu. Myndgæðin eru reyndar örlítið betri á DVD-tökuvélunum og þær geta geymt meira efni. Einn diskur getur geymt frá allt 30 mínútum til tveggja klukkustunda af efni, allt eftir stillingu vélarinnar. Sumar DVD-tökuvélar styðja tvö DVD- sniðmát: DVD-R og DVD-RAM. Báðar gerðirnar koma í lokuðum plasthylkjum (alla vega á meðan diskarnir eru í töku- vélinni). Kosturinn við DVD-R diska er að hægt er aö spila þá á flestum DVD- spilurum. Ókosturinn er hins vegar sá að eingöngu er hægt aö taka einu sinni upp á hvern disk sem þýðir að kaupa þarf nýja diska reglulega. Hægt er að taka aftur og aftur upp á DVD-RAM diska en fæstir DVD-spilarar geta hins vegar spilað þá. Eins og með MiniDV-spólurnar er þá nauðsynlegt að nota tökuvélina sem sýningarvél og tengja hana við sjón- varpið eða afrita myndefnið yfir á annað sniðmát eöa annað form. Minniskort: Einhverjar stafrænar töku- vélar taka beint upp á minniskort eins og Flash minniskort, Memory Sticks og SD- kort. fylgdi tækinu, sem verður að teljast ágætt. Almennt virðist þróunin vera sú að geta rafhlaðna minnkar til að tækin veröi léttari. Þægindi í notkun í Sony DCR-PC1000E og Sony DCR-PC55E er rafhlaðan inni í tækinu og ekki er hægt að setja hana vitlaust i. Það gerir notend- anum hins vegar ekki hægt um vik að nota rafhlöður með lengri endingartíma (stærri um sig) til aö geta tekið upp lengur, eins og hægt er á öllum öðrum tökuvélum. Almennt er erfitt að nota Sony DCR- PC1000E með annarri hendi vegna þess að brunstillingin er staðsett framarlega á hægri hlið myndbandsupptökutækjanna. Halda þarf laust um tækin ef aðgangur að brunstillingum á að vera ásættanlegur. Nokkrar tökuvélanna í þessari könnun líða dálitið fyrir smæð sína í almennri meðhöndlun þar sem það er hreinlega ekki nægilegt pláss fyrir höndina og fingurna til að halda um tækiö án þess að fara fyrir linsuna eða hljóðnemann. Þetta á sérstak- lega við um Sony DCR-PC1000E. Halda þarf sérlega varlega á þessu tæki og athuga vel hvar allir fingur lenda. Stafrænar/hliðrænar tökuvélar Stafrænar (e. digital) tökuvélar eru frábrugðnar hliðrænum (e. analog) í nokkrum mikilvægum atriðum. Þær taka upp stafrænt, sem bita, sem þýðir að hægt er að endurskapa myndina án þess að tapa neinum mynd- eða hljóögæðum. Einnig er hægt að yfirfæra stafrænt mynd- band yfir á tölvu þar sem má klippa það til eða setja á Netið. Annað sem munar er að Panasonic NV-GS 150EG-S1 7NEYTENDABlAilfl4.TBL.2005

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.