Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 4

Neytendablaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 4
Bókhald Ragnhildur Guðjónsdóttir. Ragnhildur Guöjónsdóttir er kennari í sögu og lífsleikni í Kvennaskólanum í Reykjavík, hún er einnig varaformaöur Neytendasamtakanna og hefur í mörg ár séð um námskeiö í heimilisbókhaldi. Neytendablaðið spuröi Ragnhildi hvert markmiðiö sé meö heimilisbókhaldi og hvernig viö náum bestum árangri. I gegnum fjármálakennslu í framhaldsskóla hefur hún góöa innsýn í fjármál unga fólksins og Neytendablaðinu lék einnig forvitni á aö vita hver væri fjármálasýn framhaldsskólanema. Fjármál heimila Eins og flestum er Ijóst þá er færsla bókhalds grundvöllur fyrir rekstri fyrirtækja. Allar helstu ákvaröanir og upplýsingar um stööu fyrirtækisins byggja á niöurstööum bókhaldsins. Þaö er enginn munur á litlum fyrirtækjum og heimilum hvaö þetta varðar. Allar ákvaröanir sem stjórnendur taka eiga aö byggja á upplýsingum úr bókhaldinu, segir Ragnhildur. Megintilgangur heimilis- bókhalds er aö skapa sér góöa yfirsýn yfir fjármál heimilisins þannig aö hægt sé að taka markvissar og ábyrgar ákvaröanir í fjármálum. Til aö ná sem bestum árangri er nauösynlegt aö setja sér markmið og gera áætlun, segir Ragnhildur. „Áætlunin er gott stjórntæki til að ná settu marki ef hún er notuð rétt, þá á ég við aö fólk skoði hana reglulega með tilliti til þess að hagræða og breyta tímanlega ef einhverjir liðir eru sýnilega að fara fram úr áætlun." Góð sparnaðarráð Neytendablaðið spurði Ragnhildi hvort hún ætti einhver góð sparnaðarráð fyrir notendur heimilisbókhalds. Hún benti á að þegar dagleg neysla sé skoðuð megi alltaf finna liði sem má sleppa eða draga verulega úr. Sá neysluliður sem draga má stórlega úr hjá mjög mörgum er t.d. símanotkun. Ef notendur heimilisbókhaldsins skoða hvað sá liður kostar á ári verða margir undrandi á því hvað þetta er oft hlutfallslega stór neysluliður miöaö viö heildarútgjöld. Annað sem skoða ætti eru lánin, á hvaða kjörum þau eru og hvort borgi sig að hagræða og breyta til í þeim efnum. Vextir vegna yfir- dráttarlána eru óhagstæðir. Yfirdráttarlán eru hugsuð sem úrræði til að brúa stutt tímabil en reyndin er sú að allt of margir nota það sem neyslulán. Best væri að setja sér markmið og borga yfirdráttinn niður eða skoða þann möguleika að taka hagstæðari lán til að greiða hann upp. Ávallt skal hafa í huga aö margt smátt gerir eitt stórt, segir Ragnhildur, og því er gott að skoða einstaka útgjaldaliöi meö tilliti til þess hversu há upphæðin erá ársgrundvelli. Unga fólkið og peningar Þar sem Ragnhildur er kennari í framhalds- skóla lék Neytendablaöinu forvitni á að vita í hvað nemendur eyða helst peningum. Unga fólkið eyðir oft ómeðvitað miklum fjár- munum í neysluliði sem þeir taka síður eftir og skilja lítið eftir þegar upp er staöið. Þá á ég við allskyns skyndibita, gos og snakk segir Ragnhildur. Mér sýnist eyðslan vera að einhverju leyti kynbundin þar sem stelpur eyða töluverðu í snyrtivörur, ýmis konar dekur og fatnað. Strákar eyða auðvitað í fatnað en þó hef ég grun um að það sé eitthvað minna en stúlkur gera. Strákar aftur á móti eyða töluvert meira en stelpur í allskyns tækni og tæki. Athyglisverðast finnst mér þó að strákar nefna oftar en stelpur að þeir eyöi í sparnað og séu með markmið þar af lútandi. Oft nefna þeir sparnaöinn í tengslum við væntanleg bíla- kaup. Sölumennskan Nú verða nemendur fyrir heilmiklu áreiti af sölumennsku þegar þeir hefja nám í fram- haldsskóla. Neytendablaðið spurði Ragnhildi hvort hún héldi að þetta hefði áhrif á nám eða fjármálasýn nemenda. Ragnhildur sagði að stjórnendur Kvennaskólans, þar sem hún starfar, hafi reynt að sporna við þessu með því að banna alla sölumennsku innan veggja skólans. Nemendafélöginhafa þó talsverðan ávinning af beinu samstarfi við t.d. banka. En oft er ekki Ijóst hvoru megin ávinningurinn er meiri. Nemendur gera sér grein fyrir því aö þeir eru eftirsóknarverðir viðskiptavinir og ná því oft töluvert góðum samningum við bankanna. En að afsláttur eða boðsmiði á skólaball fyrir bankaviðskipti sé það sem nemendur þurfi á aö halda, efast Ragn- hildur um. Að hleypa fyrirtækjum svona inn á nemendur er þeim ekki til góðs, inngöngu- gjafir og tryggðarklúbbar trufla nemendur við val á viðskiptabanka og oft fer þá annar samanburður á viðskiptakjörum fyrir ofan garö og neðan. Því miður eru dæmi um að nemendur hafa hrökklast frá námi vegna skammtímaskulda og skyndilausna. Það verður ekki af krökkunum tekið að þau velta tilboöum og inngöngugjöfum mikið fyrir sér en það tengist því miður oftast eyðslu frekar en sparnaði. Það veitir ekki af að fræða þau um mikilvægi sparnaðar fyrir framtíðina, segir Ragnhildur. Mikilvægi kennslu í fjármálum Þar sem Ragnhildur kennir lífsleikni spurði Neytendablaðið hana hvort fjármálafræðsla sé þar stór þáttur og hvort það sé ekki nauðsynlegt að auka hlut þeirra fræðslu. Ragnhildur tekur undir það og segir að kann- anir hafi sýnt svo óyggjandi sé að ungt fólk hafi litla þekkingu á fjármálum og axli oft á tíðum ekki þá ábyrgð sem fylgir skuldbind- ingum þeirra. Rannsóknir á fjármálum unga fólksins benda til þess að neysla þeirra verði alltaf dýrari og dýrari. Svo virðist sem lífs- stíll þeirra hafi tekið stakkaskiptum. Ragn- hildur er að semja námsefni í fjármálum þar sem tekið er á lánum, sparnaði, vinnurétti, skattamálum og neytendafræðslu. Hún segist nota þetta efni í tilraunaskyni í lífs- leikni í vetur. Meðal annars þurfi nemendur hennar að greina neyslu sína, eyðslu og sparnað. í tengslum við þetta námsefni færa nemendur Ragnhildar bókhald og notast við bókhaldsforrit sem mun fylgja námsefninu og er sérstaklega gert með lífsstíl unglinga í huga. Þetta hjálpar þeim mikið við að ná áttum í fjármálum sínum og skapa sér markmið í lífinu. 4 NEYTENDABLAÐIÐ 4. TBL. 2005 vs

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.