Neytendablaðið - 01.11.2006, Page 5
Er soja hollt
fyrír okkur?
Sandra B. Jónsdóttir
Sojabaunir innihalda eiturefni og plöntu-
hormón (estrógen eöa kvenhormón).
Heföbundnar kínverskar og japanskar
vinnsluaðferöir á sojabaunum eyöa
þessum eiturefnum og minnka estrógeniö
um 50-70°/o.
Sojasósa:
Heföbundin sojasósa er framleidd meö því
að sjóöa heilar sojabaunir (meö olíunni) í
nokkrar stundir. Sveppagróum er síðan bætt
við og blandan látin gerjast í þrjá daga til aö
koma af staö niðurbroti prótína og sterkju.
Þá er söltu vatni bætt út í og blandan látin
gerjast áfram í 18 mánuði.
Tófú:
í Austurlöndum fjær er sojamjólk ekki
notuð til drykkjar heldur til tófúgerðar. Soja-
baunir eru soðnar hægt í vatni til aö losna
viö eiturefnin. Hleypiefni er síðan bætt í
vökvann til að skilja hann í hlaup og mysu.
Hlaupiö er siöan pressað í tófú, en mysunni,
sem úrgangurinn safnast í, er fleygt.
Sojavörur í dag
I dag er sojaframleiðsla gríðarlegur iðnaöur
um allan heim. Þrjú bandarísk stórfyrir-
tæki (Bunge, ADM og Cargill) eru ráöandi
aöilar á þeim markaði, en þau hafa þróað
tækni sem gerir kleift aö komast hjá hinum
heföbundnu gerjunaraðferðum. Þau nota
heilar baunir en draga olíuna úr þeim með
efnafræðilegum aðferðum og mylja síðan
leifarnar í prótínduft (sojamjöl). Olían og
prótínmjölið eru nú hagnýtt í ótrúlegan
fjölda matvara. Á það er hinsvegar að líta að
þessar nútíma sojavörur eiga lítt sammerkt
með heföbundnum „forverum" þeirra. Ólíkt
því sem gerist við hefðbundna gerjun dregur
verksmiðjuaðferöin ekki úr ísóflavóníðum
(plöntuhormón) í unnum sojaafurðum. Þvert
á móti hafa bandarískar sojaplöntur veriö
kynbættar til aö auka ísóflavóna (plöntu-
hormón) í því skyni aö hjálpa bændum aö
ráða niðurlögum skordýra, en estrógenefnin
gera skordýrin ófrjó. Þar á ofan hefur soja-
plöntunni veriö erföabreytt, en það á viö um
89% af því soja sem nú er ræktaö í Banda-
ríkjunum, og afleiðingar þess fyrir heilsufar
manna og dýra eru enn óþekktar.
Sojaolia:
Grunnolíur eru lykilþáttur í heilbrigðu
mataræði, en Omega-fitusýrur 3, 6 og 9
þarf að taka í réttum hlutföllum. Líklegt
er aö hátt hlutfall Omega 6 í nútíma fæði
Vesturlandabúa sé til komið vegna mikillar
notkunar sojaolíu sem er auðug af þessari
fitusýru. Sojaolía er einn helsti drifkraft-
urinn á bak viö hina gríöarlegu aukningu á
svonefndu rusl- og skyndibitafæði (snakki,
flögum, sælgæti og djúpsteiktum réttum,
s.s. kartöflum, fiski og kjúklingum), en hana
er einnig aö finna í mjög mörgum grunn-
vörum, s.s. smjörlíki, rjómaís, majónesi og
hnetusmjöri.
Sojaprótínmjöl:
Sojaprótín er notað í unnar vörur í formi
rotvarnarefna, þykkingarefna, bragðefna,
varðveisluefna og bindiefna (ýruefna). Soja-
mjöl er notað í pasta, brauö og bökunar-
vörur og sojaprótín er uppistaðan í soja-
mjólk, tófú, sojasósu og súpum. Erföabreytt
soja er ráðandi efni á fóðurmarkaðinum og
er blandað í fóður kjúklinga, svina, naut-
gripa og eldisfisks.
Heilsufarsþættir
í skýrslu vísindanefndar Konunglega breska
félagsins (Royal Society) um efni sem valdið
geta hormónaröskun er komist að þeirri
niðurstöðu að fullyröingar sojaiönaðarins
um að soja sé heilsufæði séu stórlega
ýktar. Vegna mikils estrógenmagns í soja-
mjólk ræður nefndin frá því að hún sé gefin
börnum (jafnvel ekki þeim sem hafa ofnæmi
fyrir kúamjólk) nema í samráði við lækna.
Vara visindamennirnir við þvi að fólki meö
skjaldkirtilsvandamál og konum með brjósta-
krabbamein sem þrífst á estrógeni kunni
aö versna af sojaneyslu vegna þess að það
inniheldur estrógen. Nefndin telur aö ekki
hafi verið sýnt fram á að soja minnki hættu
á ýmsum tegundum krabbameins, dragi úr
óþægindum samfara breytingaskeiöinu eöa
stuðli aö aukinni beinþéttni. Nýsjálenski
eiturefnafræöingurinn Dr. Mike Fitzpatrick
færði enn sterkari rök gegn því að fæöa börn
á sojamjólk en hann álítur að smábörn sem
eingöngu fengju sojamjólk gætu daglega
fengiö ígildi - miðað við líkamsþyngd -
fimm getnaðarvarnartaflna (sem eru estr-
ógen). Almennt er vitað að frjósemi karla á
Vesturlöndum hefur minnkað um helming á
síðustu 40 árum. Dr. Fitzpatrick bendir á aö
drengir framleiöa karlhormónið testósterón
á fyrstu þremur mánuöum ævinnar, en að
„kvenáhrif" sojamjólkur kunni aö raska þeirri
framleiðslu.
Erfðabreytt soja skapar nýja áhættu
Erfðabreytt matvæli geta haft í för með sér
ný eitrunar- og ónæmisviðbrögð. Eftir því
hefur veriö tekið aö tíöni matvælatengdra
sjúkdóma hefur tvöfaldast í Bandaríkjunum
á þeim tíma sem liðinn er frá því aö þar hófst
neysla erfðabreyttra matvæla. Einnig hefur
sojaofnæmi í börnum í Bretlandi aukist um
helming frá því aö sala á erfðabreyttri soja-
mjólk hófst. Bandaríska stórblaðið Chicago
Tribune hefurskýrt frá því aö lífshættulegum
ofnæmistilvikum hjá börnum hafi fjölgað
gríöarlega og telur líklegt að sojaneysla
sé orsökin. Forfallnir sojaneytendur geta
forðast ofnæmisviðbrögð við erfðabreyttu
soja með því aö kaupa lífrænar sojavörur, en
þær eru framleiddar án erföabreytinga.
Erfðabreytt soja er búiö til meö fram-
andi erfðavísi (geni) sem gerir plöntuna
ónæma fyrir ákveðnu illgresiseitri, þ.e. að
þegar eitrinu er úðað á akurinn drepur það
illgresið en ekki sojaplönturnar. Þótt eitrið
virki ekki á sojaplöntuna bendir ný rannsókn
til þessað það kunni að virka í meltingarvegi
manna. Þá hefur einnig verið sýnt fram á að
framandi gen í erfðabreyttum matvælum
geti „flakkað" út úr þeim og komist þannig
í þarmabakteríur okkar. Sú uppgötvun vekur
upp spurningar varðandi öryggi kjöt- og
mjólkurafurða og eggja úr búfé sem alið
hefur verið á erfðabreyttu fóöri.
Markaðsvæðing sojaafurða hefur reynst
stórfyrirtækjunum góö tekjulind, en óvissa
ríkir enn um fórnarkostnað í tengslum við
heilsufar manna og dýra.
Helstu heimildir:
Greinaflokkurinn Special Report: What's Wrong
With Our Food? www.guardian.co.uk
GE Crops May Produce Herbicide Inside Our Intest-
ines, www.gmwatch.org/archive2.asp7archid-
=6587
Erfðabreytt matvœli, þáttur um heilsufarsáhœttu,
www.erfdabreytt.net
Höfundur er sjálfstætt starfandi ráðgjafi.
5 NEYTENDABLAÐIÐ 4. TBL. 2006