Neytendablaðið - 01.11.2006, Síða 11
Bankar
á gjafamarkaði
Inngöngutilboð og gjafir
Námsmenn fá fleiri inngöngutilboð frá
bönkum en nokkur annar viðskiptahópur og
ósjaldan er nýrra viðskiptavina freistað með
gjöfum. Oftast eru þessar gjafir í einhvers
konar afþreyingarformi, t.d. bíómiðar, miðar
á skóladansleiki, ferðaávísanir, skyndibitar,
úttektir í tískubúðum, afslættir á menn-
ingar- og íþróttaviðburði og árgjöld og
jafnvel eigin útlitshönnun á greiðslukortum.
Fæst þessara tilboða eru til þess fallin að
hjálpa nemendum við námið og eru jafnvel
neysluhvetjandi. Vissulega er hægt að finna
tilboð um usb-lykla og um niðurgreiðslu á
nemendafélagsgjöldum og tryggingum, en
á sama tíma er hvergi að finna tilboð um
bókasafnsskírteini, strætókort, reiknivélar,
pennaveski eða aðrar vörur sem nýtast við
námið.
Gjafmildi eða hvað?
Gjaldskrár bankanna og þjónustugjöld eru
oft gagnrýnd og þykir mörgum nóg um.
Bankarnir halda því fram að allt umstangið í
kringum viðskiptavini kosti peninga og þeim
beri að láta hvern þjónustulið standa undir
sér.
Þaö vekur þó athygli að á sama tíma hefur
gjafmildi fjármálafyrirtækja farið fram úr
hófi og viðskiptavinir fá óumbeðið gjafir
frá þeim. Verðmæti gjafanna er töluvert
og eykst eftir viðskiptavild. Geisladiskar,
svuntur, matreiðslubækur, treflar og flísteppi
eru hlutir sem landpósturinn hefur borið út
til viðskiptavina á jólum og við önnur tæki-
færi. Þessar gjafir eru stundum verðmætari
en það sem tíðkast að gefa innan margra
fjölskyldna.
Betri kjör besta jólagjöfin
Sóun í kringum jólaamstrið eykst með hverju
ári og blöskrar mörgum. Þótt jólin séu vissu-
lega tími til að gleðja eru takmörk fyrir því
hverjir eiga aö gefa hverjum. Viðskiptavinir
bankanna hafa varla beðið þá um jólagjafir,
enda eru þeir ekki í persónulegu sambandi
við bankann sinn. Þjónustufulltrúinn veit
ekki hvaða tónlist viðkomandi hlustar á
eða hvernig bækur hann les. Að senda út
geisladisk með ástarsöngvum eða kórtón-
leikum handa stórum hópi fólks býöur uppá
að þessir diskar lendi margir hverjir uppi í
hillu í umbúðunum. Sóun er samfélags-
legt vandamál og fyrirtækin ættu að sýna
ábyrgð með því að hugsa á umhverfisvænni
nótum. Ætli flestir myndu ekki kjósa lægri
vexti og betri kjör umfram pottaleppa og
flísteppi.
Fyndnar auglýsingar
- en hver er boðskapurinn?
Húmor er sérstaklega áberandi í þeim
auglýsingum bankanna sem beinast að ungu
fólki. Það er ekki skrýtið í Ijósi þess að börn
og unglingar horfa mest til skemmtanagildis
auglýsinga og minna til upplýsingagildis
þeirra. Boðskapurinn er hins vegar ekki
alltaf mjög ábyrgur. Það má því búast við
gagnrýni á þessar auglýsingar frá þeim sem
eru eldri eða vitrari. Þeir munu t.d. segja
að það sé ábyrgðarlaust að markaðssetja
skuldsetningu eða hvetja unga námsmenn til
aö kaupa varning sem þeir hafa í raun ekki
efni á. Það getur hins vegar verið erfitt að
gagnrýna auglýsingar sem eru bæði fyndnar
og skemmtilegar án þess að fýlupúka-stim-
pillinn sé nærri. Neytendablaðið ætlar samt
að taka að sér hlutverk gleðispillisins og
gagnrýna þá leið sem bankarnir hafa valið
til að ná til nýrra viðskiptavina.
Strákar aulalegir - stúlkur skynsamar
Fróölegt er að skoða hvort það sé meðvitað
samband á milli brandaraauglýsinga og
ábyrgðarlausra auglýsinga. Þær auglýsingar
bankanna sem beinast að námsmönnum eru
margar hverjar grípandi og vekja athygli
eins og vel heppnaðir brandarar eiga að
gera. Þessar auglýsingar koma fólki því
í gott skap. En munur á bröndurum og
auglýsingum liggur helst í því að auglýsingar
ættu helst ekki að vera á kostnað einhvers
og/eða innihalda siðlaus skilaboð. Fjár-
málastofnanir hafa mjög oft notað
gamanmál í auglýsingum sínum. Algengasta
viðfangsefnið í þessum auglýsingum eru
ungir karlmenn sem afhjúpa heimsku sína
með kjánalegum hugleiðingum eða fram-
komu. Það er athyglisvert aö stúlkurnar eru
alla jafna sýndar í mun jákvæðara Ijósi eða
mun ábyrgari og skynsamari en drengirnir.
Lítið gert úr námsmönnum?
Það hlýtur að vera vandasamt að finna hina
réttu línu sem slær í gegn en stuöar ekki.
í auglýsingum banka er oft lítið gert úr
námsmönnum og er það frekar sérkennileg
leið þegar ætlunarverkið er að ná til
þeirra. Nokkur dæmi eru um misheppnaða
markaðssetningu og oft þarf lítið til að snúa
brandara upp I andhverfu sína. Þar má nefna
brúnkuklútana sem sendir voru til náms-
manna á próftíma. Þá reis upp umræða í
fjölmiðlum um hvort markaðssetningin væri
fyndin eða ekki og hvort það væri yfirhöfuð
hlutverk bankanna að hressa námsmenn við
í prófunum.
Islenskir bankar hafa gengið fram með
ýmsu móti í brandarasmíði.
Eftirfarandi auglýsingaherferðir hafa staðið
yfir nú á haustdögum:
Glitnir
Hagstœðari yfirdráttarvextir
Glitnir hefur auglýst hagstæðari yfirdráttar-
vexti fyrir námsmenn. Auglýsingarnar sýna
tvo drengi um tvítugt sem búa saman og
virðast hafa heldur lítið fé á milli hand-
anna. Yfirdráttarlán Glitnis kemur í veg fyrir
að þeir þurfi að eltast við ókeypis kynn-
ingar í matvörubúðum, nota nettengingu
11 NEYTENDABLASI0 4.TBL.2006