Neytendablaðið - 01.11.2006, Síða 23
sínum gegn akstursstefnu. Allt skapar þetta
umferðarbraginn og á ekkert síður við um
fullorðið fólk en unga fólkið.
Telur Umferðarstofa ásættanlegt að
allir þungaflutningar fari nú fram á þjóð-
vegum landsins?
Mikið hefur verið rætt um hvort taka eigi
upp strandflutninga aftur. Það er þó óhjá-
kvæmilegt að hluti flutninganna fari áfram
landleiðina til neytenda á landsbyggðinni.
Einhver slys tengjast þessum flutningum,
því miður er ekki hægt að komast hjá því.
Mestu máli skiptir að fyllsta aðgæsla sé
sýnd á vegunum. Umferðarstofa hefur ekki
tekið neina formlega afstöðu í þessu máli,
en auðvitað vona menn að hægt verði að
finna eðlilegt jafnvægi milli þessara flutn-
ingaforma.
Er hægt að sjá fylgni á milli öflugrar
löggæslu og tíðni slysa?
Það er auðvitað Ijóst að hraði hefur áhrif
á tíðni slysa. Það er mikilvægasta verkefnið
í umferðaröryggismálum að fá alla bílstjóra
til að keyra á löglegum hraða. Það á við
bæði í þéttbýli og á þjóðvegum landsins.
Miklu máli skiptir að löggæsla á vegum
sé markviss og sýnileg og vissulega hefur
lögregla í ákveðnum umdæmum fengið á sig
það orð að hún taki marga fyrir of hraðan
akstur og er ástæða til að fagna því. Má þar
meðal annars nefna lögregluna á Blönduósi.
Það sem skiptir hins vegar mestu máli er
að til staðar sé skilningur ökumanna á því
hvers vegna tiltekinn hraði er leyfður og
hvaða afleiðingar hraðaksturinn hefur fyrir
umferðaröryggi.
Taka ökumenn nógu mikið tillit til gang-
andi og hjólandi vegfarenda?
Á síðustu tíu árum hafa 24 gangandi vegfar-
endur látist í umferðarslysum hér á landi.
Þar á meðal nokkrir á gangbraut. Reykjav-
íkurborg tók fyrir nokkrum árum ákvörðun
um að fjarlægja gangbrautir þar sem tvær
akreinar voru í sömu akstursstefnu. Var
það gert vegna þeirrar hættu að ökumenn
færu fram úr kyrrstæðum bílum og ækju
á gangandi vegfaranda. Talsvert vantar
á að ökumenn taki nóg tillit til óvarinna
vegfarenda, hvort sem þeir eru gangandi
eða hjólandi. Þar við bætist að víða vantar
hjólreiðastíga, sem leiðir til þess að fólk
hjólar á akbrautum. Þá er alltof algengt að
hjólreiðamenn fari ekki eftir umferðarlögum
og stofni þar með sjálfum sér í hættu. Allir
verða að leggja sig fram ef umferðin á að
vera jafn örugg og við viljum. Það gerist
ekki afsjálfu sér.
Hverju svarar þú þeirri gagnrýni að
forvarnir skili ekki árangri og að það eina
sem dugi sé að herða viðurlög?
Sumir hafa látið hafa eftir sér að áróður
og auglýsingar hafi ekkert að segja. Við
látum hins vegar rannsaka áhrif þeirra á
almenning og stór hluti fólks telur þær hafa
áhrif á sig sem ökumenn. En það á auðvitað
ekki við um alla. Mín skoðun er sú að til að
ná tilætluðum árangri þurfi margir hlutir
að vera í lagi. Má þar nefna ökunám og
ökupróf, markvisst og skilvirkt eftirlit, skyn-
samleg viðurlög, góð umferðarmannvirki og
góða bíla. Stundum er sagt að áróðurinn
sé stuðningur við störf lögreglu og að
góð samvinna milli hennar og þeirra sem
annast áróður auki likur á góðum árangri.
Hins vegar er alveg Ijóst að endurskoðun
viðurlaga getur skipt miklu máli og haft
áhrif á hluta þess hóps sem er til mestra
vandræða.
Má rekja mörg slys til þess að fólk sofnar
undir stýri?
Það að ökumenn sofna undir stýri er ótrú-
lega algeng orsök umferðarslysa, þar á
meðal banaslysa. i könnun sem gerð var í
Noregi kvaðst helmingur aðspurðra hafa
sofnað undir stýri. Ekki er ólíklegt að
ástandið sé svipað hér á landi. Ef fólk verður
syfjað er góð og raunhæf lausn að stöðva
bílinn, fara út og fá sér frískt loft. En líklega
er best að ná að sofna stutta stund. Þannig
endurnærist maður og er tilbúinn til að aka
af stað á ný.
Félagsmenn, takið þátt í starfi Neytendasamtakanna!
Eftirtaldar nefndir munu starfa á kjörtímabilinu 2006-2008:
• Nefnd um matvæli, umhverfismál og siðræna neyslu.
• Nefnd um neytendafræðslu og fjármál heimila.
• Nefnd um opinbera þjónustu, þar á meðal heilbrigðisþjónustu.
• Nefnd um samkeppni, fákeppni og einokun.
• Nefnd um staðla, öryggi neysluvöru og öryggi í umferðinni.
• Nefnd um úrbæturá neytendalöggjöf.
• Nefnd um útgáfumál, kynningu og markaðssetningu Neytendasamtakanna.
• Nefnd um úttekt á kostum og göllum Evrópusambandsaðildar fyrir neytendur.
Þátttaka í starfi nefnda er opin öllum félagsmönnum í Neytendasamtökunum. Þeir sem
hafa áhuga geta tilkynnt um þátttöku í síma 545 1200 eða með tölvupósti ns@ns.is.
23 NEYTENDABLAÐIÐ 4.TBL. 2006