Bændablaðið - 13.08.1996, Side 7

Bændablaðið - 13.08.1996, Side 7
Þriðjudagur 13. ágúst 1996 Bœndablaðið 7 litsMugar kýr komnar á veggspjald Það er sameiginlegt einkenni íslensku búfjárstofnanna, naut- gripa, hrossa og sauðfjár, að í þeim hafa varðveist nær allir þeir fjölbreyttu litir og litar- afbrigði sem áður var að finna í skyldum eða hliðstæðum kynjum erlendis,. Nú hafa Bændasamtök íslands látið gera veggspjald með mynd- um af íslenskum kúm en á því má sjá ótal litaafbirgði. Áður hafa verið gefin út veggspjöld með íslenskum hrossalitum og hafa þau vakið athygli og verið eftirsótt af erlendum sem innlendum unnendum ís- lenskra hesta. Það var Jón Viðar Jónmunds- son búfjáiTæktarráðunautur Bænda- samtaka íslands sem .vakti athygli á því að kýmar og sauðféð lægju óbætt hjá garði. Því ákvað Bún- aðarfélag Islands á sínum tíma að fá Jón Eiríksson bónda á Búrfelli í Miðfirði, sem er þekktur fyrir góða ljósmyndatöku til að taka myndir af kúnum, og síður sauð- fénu, en að því vinnur hann nú. Síðan völdu þeir Jón Viðar og Jón Eiríksson ásamt Jónasi Jónssyni úr myndasafninu 25 kýr til að vera á þessu plakati en úr miklu var að velja og hefði verið hægt að bæta mörgum litarafbrigðum við það sem plaktið þótti rúma. Leitað var til Stefáns Aðalsteinssonar búíjár- fræðings, sem er forstöðumaður Norræna genbankans fyrir búfé, til að fá sem besta þýðingu á lita- heitunum yfir á ensku, norsku og þýsku, en það var hið mesta vand- averk þar sem heiti á öllum þessum litum em í mörgum ti- lfellum ekki til á þessum málum og varð þá að gera á þeim lýsingar á viðkomandi máli. Guðbjöm Arnason, framkvæmdastjóri Fé- lags kúabænda sá að miklu leyti um þýsku þýðinguna auk Stefáns. Litafjölbreytnin í íslenska bú- fénu hefur vakið mikla athygli allra þeirra er hingað koma og það sem meira er þá hefur búfjár- fræðingum flestra þjóða nú orðið það ljóst að mikilvægt sé fyrir framtíðina að varðveita þá eigin- leika sem búa í slíkum kynjum sem hafa ýmsa upprunalega eigin- leika, og þar með litafjölbreytnina. Fyrir þá sök eru nú starfræktir s.n. “gen-bankar” svo sem Norræni genbankinn fyrir búfé. ReglugerS um gæðastýringu í fslenskum landbúneði Fyrir nokkru kom út reglugerð um sértæka gæðastýringu í landbúnaði. Hún felur í sér skráningu og eftirlit á öllum stigum framleiðslu og dreif- ingar, sem gerir kleift að rekja uppruna vörunnar og stað- festa að settum reglum sé fylgt. Áhersla er lögð á lág- markslyfjanotkun, bann gegn notkun hormóna og annarra vaxtaraukandi lyfja í búfé; ekki má heldur nota skordýraeitur eða illgresiseyðingarlyf og áburðarnotkun skal stillt í hóf. Þá er áhersla lögð á dýra- vernd og verndun umhverfis með tilliti til mengunarvarna. SVO gott MJÓLKURSAMLAG Kristín Andersen ferðaþjónustubóndi á Árvöllum á Kjalarnesi Reykjavík styrkip starísemi okkar “Nálægðin við höfuðborgina hefur ekki valdið okkur vanda heldur þvert á móti því hún hefur skapað ákveðna möguleika í ferða- þjónustunni,” segir Kristín Andersen á Árvöllum á Kjalarnesi en hún hefur ver- ið að byggja upp ferða- þjónustu ásamt manni sínum Ingvari Guðmundssyni. Þau hófu ferðaþjónustuna með einu sumarhúsi árið 1992 en tveimur árum síðar tóku þau í notkun ellefu herbergja gistiheimili. “Við settum sumarhúsið upp í fyrstu til þess að búa í því á meðan við vorum að byggja okkur íbúðarhús og ákváðum svo að gera tilraun til að nýta það til ferða- þjónustu. Við- brögðin voru með þeim hætti að við ákváðum að helga okkur þessu að fullu og réðumst í byggingu gistiheimilis. Nú getum við tekið á móti yfir 20 manns og erum að Séð heim að Árvöllum undirbúa að bjóða ákveðna pakka fyrir hópa sem vilja koma hingað af einhveiju tilefni og gista.” Kristín segir það einkum vera hugsað til þess að lengja gistitímann og þau ætli meðal annars að höfða til eldra fólks af því tilefni. Einnig sé ætlunin að horfa til minni félagseininga eins og saumaklúbba og annarra áhugahópa sem myndu vilja fara saman og eyða til dæmis einni helgi utan borgarmarkanna. Kristín segir nokkuð um að farið sé með vinnufundi og námskeið úr borginni þar sem fólk kjósi að vera í næði frá daglegu amstri og skarkala. Útlendingar eru talsvert stór hluti viðskiptavina gistiheimilisins að Árvöllum og segir Kristín tals- verða ásókn vera í að gista þar. Mörgum útlendingum fínnist það staðsett í hæfílegri fjarlægð frá borginni. Margir séu með bfla- leigubfla og telji ekki langt að aka þessa 20 til 25 kflómetra til gisti- staðar til þess að njóta kyrrðar sveitalífsins en geta skotist til borgarinnar eftir þeirri afþreyingu sem þar bjóðist. Einnig sé mikið um að fólk hefji ferðir með gistingu að Árvöllum og gisti þar síðan aftur í bakaleiðinni og aki jafnvel þaðan beint til Kefla- víkurflugvallar. Kristín kveðst líta björtum augum til framtíðarinnar hvað ferðaþjónustuna varðar. Vetrartíminn sé erfiðastur en þó sé alltaf talsvert að gera um helgar. Með því að bjóða ákveðna pakka eigi að vera hægt að nýta gisti- aðstöðuna betur á þeim árstíma. Ingvar, Kristin og Sóley dóttir þeirra.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.