Bændablaðið - 15.07.1997, Síða 7
Þriðjudagur 15. júlí 1997
Bœndablaðið
7
Verðlagning mjnlkur
í síðasta Bænda-
blaði svara þeir Guð-
mundur Lárusson og
Þórólfur Sveinsson
„brýningum" mínum
frá því í 11. tbl. þar
sem ég fer fram á
snarpari framgöngu
þeirra í verð-
lagsmálum kúabænda.
Eftir lestur þessara
greina og greinargerð
vegna verðlagningar
nautgripa- og
sauðfjárafurða 1.6 og
1.7 sl., sem fylgir,
sannfærist ég enn
frekar um að ekki hafi
verið rétt staðið að
kröfugerð bænda í
Sexmannanefndinni.
Vegna flókins launasaman-
burðar og þeirra miklu breytinga
sem voru gerðar á launakerfi við-
miðunarhópa var rétt að leggja
fram ýtrustu kröfur og láta á þær
reyna. Einnig er eðlilegt að aukin
gæði mjólkurinnar séu metin til
hækkunar fyrir bændur.
Að mínum dómi hafa þeir fé-
lagar ekki félagslega stöðu til
annars en að fylgja þessu máli
eftir, þegar litið er til ályktana af
bændafundum víða að af landinu.
Einnig það að snarpari framganga
hefði vakið athygli á óásættanlegri
stöðu greinarinnar og hugsanlega
létt róðurinn á öðrum vettvangi.
Ég fullyrði að bilið milli bænda og
flestra launþega breikkar ef ekki er
gengið lengra. Eitt er víst að þeir
láglaunahópar sem næst koma
bændum í tekjum hafa fengið mun
meiri hækkanir í síðustu samning-
um en kúabændur fá nú. Lægstu
laun verkamanna hækkuðu um
30% og lægstu laun iðnaðarmanna
um 17%. Það er alveg á hreinu að
nýir fulltrúar neytenda sem nú sitja
í Sexmannanefndinni eru undir
verulegri pressu frá félögum
sínum eftir innkomu þeirra í
nefndina og útgöngu félaga þeirra
í vetur. Því er athyglisvert að
þessir menn samþykkja óskir okk-
ar manna sem gefur nokkra vís-
bendingu um að hóflega hefur
verið fram gengið. Hvenær og
hvemig eigum við að ná fram
leiðréttingum á kjömm
okkar bænda ef ekki nú
þegar uppgangur er í
þjóðfélaginu og
aðstæður til þess?
Ef svarið er að verð-
lagskerfið bjóði ekki upp
á meira er það handónýtt
og ekki á vetur setjandi.
Vegna ummæla
Guðmundar Lárussonar
um að engin bókun hafi
verið gerð á
stjömarfundi BI um
málið þá skal það
upplýst að málið var
ekki tekið til afgreiðslu
á umræddum stjóm-
arfundi en undirritaður
lagði sín sjónarmið fram
á fundinum sem bókuð
em. Mat á hæfni minni og kunn-
áttu læt ég bændur um að meta
eins og áður, en eins og kunnugt
er, er Guðmundi það tamt að telja
gagnrýnendur sína illa að sér. Um
minnisblöð Þórólfs vil ég segja að
betur væri að hann notaði þau í
vinnu sinni í verðlagsnefndinni og
jafnframt gæti hann dustað rykið
af „gömlu verklagsreglunni", þá
væri líklegt að mín markmið
næðust.
Ég vil vona að orð Guðmundar
í niðurlagi greinar hans, þar sem
hann segir að málinu hafi ekki
verið lokað og enn séu allar leiðir
færar til frekari aðgerða, sé hægt
að túlka á þann hátt að þetta sé
aðeins fyrsti áfangi og tilraun til
fullnaðarleiðréttingar verði gerð í
haust.
Ég get ekki orða bundist vegna
nýútkominnar reglugerðar um
heilbrigði mjólkur þar sem gert er
ráð fyrir að leyfileg fmmutala
innleggsmjólkur verði lækkuð
mun hraðar en áður hefur verið
gert ráð fyrir og þrátt fyrir mót-
mæli bænda. Guðmundur Bjama-
son landbúnaðarráðherra virðist
ekki vita að langur aðlögunartími
er nauðsynlegur ef ekki á illa að
fara hjá mörgum. Veit ráðherrann
ekki að kúabændur em í krappri
stöðu um þessar mundir og mega
ekki við því að bæta enn á
erfiðleikana?
Hrafnkell
Karlsson,
stjórnarmaður í
Bœndasamtökum
lslands
Ingirar
Helgason hf.
Notaðar búvélar og tæki
DRÁTTARVÉLAR
TEGUND ÁRG. VST. HÖ. DRIF VERÐ ÁN VSK. ÁM.TÆKI ATHUGASEMDIR
MF-3080 1990 4.400 100 4WD 2.500.000 TRIMA 1640 M/FARÞS., SKRIÐGÍR, 32 G
MF-3080 1987 4.400 100 4WD 1.780.000 FRAMBÚNAÐ M/FARÞS., SKRIÐGÍR, 32 G
MF-3075 1994 2.700 95 4WD 3.600.000 TRIMA 1620 FRAMBÚNAÐUR
MF-3075 1994 1.900 95 4WD 2.900.000 TRIMA 1690 M/FARÞS., SKRIÐGÍR, 32 G
MF-3060 1988 2.000 93 4WD 2.100.000 TRIMA 1620 M/FARÞS., SKRIÐGÍR, 32 G
MF-3060 1989 2.500 80 4WD 1.950.000 TRIMA 1420 M/FARÞS., SKRIÐGÍR, 32 G
MF-399 1996 250 104 4WD 3.250.000 TRIMA 1640
MF-399 1994 2.200 104 4WD 2.800.000 TRIMA 1620
MF-399 1993 1.700 104 4WD 2.700.000 TRIMA 1590
MF-390T 1995 1.200 90 4WD 2.390.000 TRIMA 1690
MF-390T 1990 6.000 90 4WD 1.700.000 TRIMA 1420
MF-390 1991 1.000 80 4WD 1.800.000 TRIMA 1220 HLIÐARSKIPTAR
MF-390 1991 2.700 80 4WD 1.950.000 TRIMA 1590
MF-390 1993 1.200 80 2WD 1.600.000
MF-390 1991 1.490 80 2WD 1.400.000
MF-362 1991 1.800 62 2WD 1.150.000
MF-690 1984 4.700 80 4WD 1.200.000 TRIMA 1510
MF-265 1985 5.000 60 2WD 580.000
MF-130 1965 47 2WD 200.000 GOTT ÚTLIT
FIAT 88-95 1993 2.800 85 4WD 2.150.000 ALÖ 640
CASE IH 885 1989 5.700 82 4WD 1.350.000 VETOFX-16
CASE IH 895 1991 3.300 85 4WD 1.350.000
CASE 1394 1986 3.300 77 4WD 1.150.000 ALÖ
CASE IH 785 1987 4.000 77 2WD 900.000
CASE 585 XL 1989 3.800 62 2WD 650.000
CASE580F 1982 6.000 80 4WD 750.000 TRAKORSGRAFA
SAME ASTORTURB 1992 1.000 70 4WD 1.550.000
ZETOR 7245 1992 1.200 69 4WD 1.500.000 ALÖ 520
ZETOR 7711 1991 2.400 70 2WD 1.020.000 ALÖ 520
ZETOR 5211 1987 3.000 52 2WD 500.000
ZETOR 4711 1974 47 2WD 140.000
RÚLLUVÉLAR
CLAAS R46 1994 1.080.000 120*120 CM
CLAAS R46 NETB.BÚNAÐUR 1991 890.000 120+120 CM
CLAAS R-46 1990 780.000 120*120 CM
KR0NE125 1989 490.000 120*120 CM
PÖKKUNARVÉLAR
LAWRENCE EDWARDS 1990 250.000
ÝMIS TÆKI TAARUP 544 STJ.MÚGAVÉL 1995 350.000
KRONE AM-243 CV 1994 290.000 MEÐ KNOSARA VBR. 2,4 M
TAARUP 106 MÚGSAX 1990 290.000
JF MÚGSAXARI 1988 160.000
RAMMER BROTHAMAR 1992 750.000 YNGSTA VÉLIN Á ÍSLANDI
CLAAS MARKANT 65 1990 450.000
DEUTZ-FAHR TS335 1988 80.000 BLÖÐKUVÉL
KUHN-FLEX 1988 80.000 BLÖÐKUVÉL
CHILTON RÚLLUGREIP 1990 50.000 STAFLAR UPP Á ENDANN
KRONE HSL3503 1983 350.000 FJÖLHNÍFAVAGN 2JA ÖXLA
CZ-450 MÚGAVÉL 1992 190.000 3JA TROMLUVÉL
KRONE TS380/480 1995 290.000 STJÖRNUMÚGAVÉL
KUHN 5001 MH 1994 230.000 LYFTUT. HEYTÆTLA
Ingvar Helgason hf. VÉLADEILD
Sími 525 8070 - Fax 587 9577
Síðastliðið vor voru
samþykkt á Alþingi
lög um eldi og heil-
brigði sláturdýra,
slátrun, vinnslu,
heilbrigðisskoðun
og gæðamat á
sláturafurðum
Gildandi lög um
þetta efni frá 1966
höfðu að mestu staðið
óbreytt síðan þau voru
sett og staðist býsna
vel breytta tíma.
Með þessum nýju
lögum er fyrst og
fremst verið að laga
löggjöfina að breyttum
tímum og breyttum
viðhorfum í þessum
efnum með hliðsjón af reglum á
helstu markaðssvæðunum fyrir
kjöt og sláturafurðir.
Löggjöf nágrannalandanna var
höfð til hliðsjónar við gerð
þessara nýju laga.
Nú er lögð sífellt
meiri áhersla á að færa
eftirlitið framar í fram-
leiðslukeðjuna og
skoðun á tilbúinni vöru
hefur fengið minna
vægi. Ekki er sama
áhersla lögð á stórsæjar
breytingar á afurðun-
um, heldur hreinleg
vinnubrögð og að kom-
ið sé í veg fyrir að ör-
verur, sem valdið geta
matarsýkingum, geti
borist með hráefninu.
Rétt er að benda á
nokkrar mikilvægustu
breytingarnar miðað
við gildandi lög.
I fyrsta lagi ná lögin
yfir breiðara svið því gert er ráð
fyrir að heimilt sé að setja reglur
um eftirlit og sýnatökur í búfjár-
hjörðum. I eldri lögum voru
ákvæði um skoðun á lifandi búfé í
sláturhúsrétt, en nú er gert ráð
fyrir að landbúnaðarráðherra setji
reglur um skoðun, rannsóknir og
sýnatökur í hjörðum sláturfjár á
framleiðslustöðunum hjá bændun-
um. I raun hefur þetta þegar hafist
með sýnatöku vegna salmónellu á
alifuglabúum og hefur gefið góða
raun. Sem dæmi um það má nefna
að jákvæðum sýnum sem tekin
eru af kjúklingum á eldistímanum
hefur fækkað úr 14.86 % árið
1993 í 3.6% árið 1996.
Einnig er unnt að gera kröfur
um að einungis hrein sláturdýr
komi til slátrunar. Þetta er mikil-
vægt vegna þess að ekki er unnt
að slátra óhreinum sláturdýrum
svo vel fari og mikil hætta er á að
örverur og margvíslegir sýklar
berist í afurðimar, stytti geymslu-
þol þeirra og geta valdið matar-
eitmnum og matarsýkingum.
Nauðsynlegt er að eftirlit sé með
því heima á býlunum hvort slátur-
dýrin em hrein því of seint er að
gera það þegar þau em komin í
slálurhúsið.
Önnur mikilvæg breyting frá
gildandi lögum er aukin krafa um
innra eftirlit fyrirtækjanna sjálfra.
Sífellt meiri áhersla er lögð á
gæðastjómun í matvælafram-
Ný kjíitlfig Irafa lekiö gildi
Sigurður Örn
Hansson,
dýralæknir Heil-
brigðiseftirlits
sláturafurða
leiðslu og þar með bætt eftirlit
framleiðandannna sjálfra með
framleiðslunni.
Brýnt var orðið að lögfesta
kröfuna um innra eftirlit í slátur-
húsunum. Þetta er þegar orðin og
verður sífellt mikilvægari þáttur í
heilbrigðiseftirliti í sláturhúsum
og kjötvinnslum og er nú mjög
mikilvæg krafa eftirlitsaðila á
helstu markaðssvæðum fyrir kjöt
og kjötafurðir og því mikilvægt að
unnt sé að nota opinberar reglur
um slíkt eftirlit.
Samkvæmt lögunum er gert
ráð fyrir að í hverju sláturhúsi
starfi að jafnaði slátraramenntaður
starfsmaður. Mjög nauðsynlegt er
að auka verkkunnáttu við slátmn
og meðferð sláturafurða í slátur-
húsum.
Þá er í lögunum gerðar
breytingar á skipulagi gæðamats-
ins á kjöti, einkum að því er varð-
ar yfirstjórnun þess til þess ein-
kanlega að gera það einfaldara,
ódýrara og sveigjanlegra. Stöður
yfirkjötsmannsmanna í hveijum
fjórðungi verða lagðar niður en þó
var gert ráð fyrir að þeir
aðstoðuðu við að koma í fram-
kvæmd fyrirhuguðum breytingum
á gæðamati á kindakjöti.
Hagsmunaaðilar í greininni
vilja hafa áfram gæðamat á kjöti
og telja núverandi fyrirkomulag á
gæðamati og flokkun gott. Hins
vegar þótti ástæða til að koma á
nokkurri einföldun og draga úr
kostnaði við matið.