Bændablaðið - 15.07.1997, Side 10
10
Bændablaðið
Þriðjudagur 15. júlí 1997
Limousine tvíkelfingarnir á Klauf sem komu íheiminn hinn 25.júní.
Fyrstu Limousine
káliurnir í Eyjufirði
í Eyjafirði eru nú fæddir fyrstu
kálfarnir af Limousinekyni
vegna notkunar sæðis úr
nautum í Einangrunarstöðinni
í Hrísey.
Þann 23. júní bar Spíra 19 á
Ytri-Reistará í Amameshreppi
fyrsta kálfinum. Sá er undan Linda
95452. Kálfurinn er naut og var
við fæðingu 43 kg og með 80 sm
brjóstummál. Burðurinn gekk vel
og án aðstoðar. Meðgöngutími
kálfsins var þó 292 dagar. Spíra 19
er sex ára gömul, blendingur af
Gallowaykyni.
Þess má geta að á Ytri-Reistará
fæddist þann 16. júní sl. kvíga af
Aberdeen Anguskyni, undan Anga
95400 og Tinnu 51 sem er þriggja
Til sölu tætla Deutz Fahr KH 500
árg. 80, vbr. 5,10m. Þrír faxprúðir
fjörgammar, tilbúnir í hestaferða-
lagið. Uppl. í síma 487 8523
(Þráinn í hád. og kvöldin).
Til sölu New Holland 945
heybindivél árg. 88. Mjög góð.
Einnig 4 baggavagnar og 10 m
færiband. Uppl. í síma 431 2484.
ára Galloway blendingur. Fæðing-
arþungi hennar var 44 kg en 10
daga gömul var hún orðin 56 kg og
hafði þannig þyngst um 1200 g á
dag frá fæðingu. Bijóstummál var
þá 90 sm.
Tvíkelfingar í Klauf
Benný 351 í Klauf bar 25. júní
tveim kvígukálfum undan Ljúf
95450. Önnur kvígan var 33 kg og
hin 30 kg en báðar vom þær með
71 sm brjóstumál. Burður gekk vel
og hjálparlaust þótt meðgöngu-
tíminn væri 293 dagar./GS
Aberdeen Angus kálfur á Ytri-
Reistará.
Bœndablaðsmyndir: Guðm. Steindórsson
Limousine kálfur á Ytri-Reistará.
Landbúnaðarráðuneytið hefur í
samvinnu við Bændasamtök
íslands gefið út kynningar-
myndband fyrir ferðaþjónustu-
aðila um íslenska náttúru og
íslenskan landbúnað.
Sýningartími myndarinnar er
um 12 mínútur og í henni er ís-
lenskur landbúnaður og ffamleiðsla
landbúnaðarafurða við íslenskar
aðstæður kynnt sem einstakar. Með
ífásögninni er m.a. bent á að það er
ekki einungis ósnortin fegurð
náttúmnnar sem dregur ferðamenn
til landsins, heldur er full ástæða til
þess að heimsækja Island til að
kynnast þeim landbúnaðarafurðum
sem þar em ffamleiddar.
Þeir sem hafa í hyggju að nota
myndbandið við kynningarstörf
geta fengið það í landbúnaðarráðu-
neytinu og hjá Upplýsingaþjónusm
landbúnaðarins í Bændahöllinni.
Flugleiðir hafa nú þegar ákveðið að
nota myndina í flugvélum sínum.
Félag skágarbænda
stnfnaO á Vestnrlandi
Þann 23. júní sl. var haldinn að
Valfelli í Borgarhreppi stofn-
fundur Félags Skógarbænda á
Vesturlandi. Á fundinum
skráðu 18 manns sig sem
stofnfélaga.
I lögum hins nýstofnaða félags
segir m.a., að félagssvæði þess sé
Vesturlandskjördæmi og að félags-
menn geti allir þeir orðið, sem em
eigendur og/eða ábúendur á lög-
býlum á félagssvæðinu og stunda
eða hyggjast stunda skógrækt á
jörðum sínum. Með skógrækt er í
þessu tilviki bæði átt við ræktun
jólatrjáa, timburskóga, skjólbelta
og svokallaðra fjölnytjaskóga
(skóga, sem ræktaðir eru lil al-
mennra landbóta, fegmnar,
útivistar og yndisauka).
Helsta hlutverk félagsins er að
gæta hagsmuna félagsmanna í hví-
vetna, hafa milligöngu í
samningum við þriðja aðila (t.d.
Skógrækt ríkisins) og að efla sam-
heldni meðal félagsmanna, sem og
umræður og fræðslu um skógrækt.
Vert er að vekja athygli á því,
að ekki er sett það skilyrði fyrir
aðild að félaginu, að býlið sé á
svæði, sem Skógrækt ríkisins við-
urkennir hæft til svokallaðrar
nytjaskógræktar (öðru nafni
timburskógræktar). Lög um Suð-
urlandsskóga, þar sem gert er ráð
fyrir stuðningi við bæði skjólbelta-
rækt og landbótaskógrækt, sem og
boðaðar auknar fjárveitingar til
skógræktar á næstu áram vegna
mikilvægis hennar við bindingu
koltvísýrings, vekja vonir um, að í
framtíðinni muni fleiri njóta fyrir-
greiðslu og fjárstuðnings hins
opinbera en þeir einir, sem stunda
svokallaða nytja- eða timburskóg-
rækt.
Auk þess má búast við, í ljósi
reynslu undanfarinna ára, að mörk
nytjaskógræktarsvæða verði
endurskoðuð, og þá fremur vílckuð
út en hitt.
A aðalfundinum vom kjörin í
stjóm: Sigvaldi Asgeirsson, for-
maður, Karólína Hulda Guð-
mundsdóttir, ritari og Reynir As-
geirsson, gjaldkeri. Varamenn í
stjóm em: Jón Bjömsson, Deildar-
tungu, Vífill Búason, Ferstiklu og
Guðbrandur Brynjúlfsson, Brúar-
landi.
Athygli skal vakin á því, að
menn geta gerst stofnfélagar í Fé-
lagi Skógarbænda á Vesturlandi til
loka þessa árs. Félagsgjald fyrir
árið 1997 er kr. 2.500. Em menn
hvattir til að hafa samband við ein-
hvem eftirtalinna hið fyrsta, hafi
þeir hug á að gerast félagsmenn í
hinu nýstofnaða félagi:
Karólína Hulda Guðmunds-
dóttir, Drápuhlíð 40, Rvk. s: 562-
0132, en símanúmer Huldu að
Fitjum í Skorradal er: 853-2789.
Reynir Ásgeirsson, Svarfhóli í
Svínadal, s: 433-8826 eða 854-
8826.
Sigvaldi Ásgeirsson, Vilmund-
arstöðum í Reykholtsdal, hs: 435-
1126 og 566-6075, en vinnusími
Sigvalda er: 566-6014/SÁ
BKRONESKRONE HKRONE
Bœndur athugið!
Síðsumars-
afsláttur
Frá 15. júlí veitum við síðsumarsafslátt
af öllum Krone rúllubindivélum
KRONE-vélarnar hafa verið mest
seldu rúllubindivélarnar
á Islandi síðustu ár
VELARs,
ÞJÓNUSTAhf
Járnhálsi 2, pósthólf 10180,130 Reykjavík,
sími 587 6500, fax 567 4274
Útibú Akureyri Óseyri 1 a, sími 461 4040, fax 461 4044
Hryssueigendur
Eigum nokkur laus pláss hjá eftirtöldum stóðhestum sem eru á
seinna gangmáli. Baldur frá Bakka 84165010, sem fer í hólf að
Hrafnsstöðum, Dalvík, 20. júlí, Logi frá Skarði 88186775, sem fer í
hólf að Torfunesi, S.-Þing. 20. júlí og Núma frá Þóroddsstöðum
93188902, seinna gangmál, sem fer í hólf að Skinnastöðum, Torfa-
lækjarhreppi, A.-Hún.
Pantanir berist Zophoníasi í síma 466 1471.
Hrossaræktarsamtök Eyfirðinga og Þingeyinga