Bændablaðið - 15.07.1997, Qupperneq 14

Bændablaðið - 15.07.1997, Qupperneq 14
14 Bændablaðið Þriðjudagur 15. júlí 1997 Eni nm vandamðl bændastétarinnar Fyrir tvö opin bréf mín til forystu bændasamtakanna er birtust í Bændablaðinu snemma á þessu ári hlaut ég persónulegar þakkir allmargra einstaklinga. Þau viðbrögð glöddu mig og styrktu í þeirri trú að fjöldi annarra, sem ekki létu heyra til sín, teldu að ég hreyfði máli sem þarft væri að ræða. í lok síðara bréfsins lét ég orð liggja að því að ég mundi ef til vill láta heyra frá mér síðar, því ég gekk hreinlega út frá þvx að ein- hverjir þeirra, sem ég beindi orðum til, fyndu hvöt hjá sér til þess að ræða stöðu og viðhorf bændastéttarinnar og landbúnað- arins í heild. Svo hefir þó ekki orðið enn þá. Hafa það, að sjálf- sögðu, orðið mér nokkur vonbrigði því enn er ég sama sinnis að for- ystumenn bændastéttarinnar bein- línis vanræki það hlutverk sitt að ræða landbúnaðarmálin í heild því varla er hægt að ímynda sér að þeim sé ekki ljós sá háski sem framundan er ef ekki er tekið myndarlega á hlutunum. Kom ég nokkuð inn á það í umræddum fyrri skrifum mínum og vitnaði m. a. í ummæli tilgreindra manna að fjörutíu prósent bænda væru þegar komin niður fyrir hættumörk efna- lega. Þegar ég skrifaði síðara bréf mitt var Búnaðarþing að hefja störf. Mér fannst sjálfsagt að bíða og sjá hvað kæmi frá þeim vísu mönnum er þar sátu í umboði bændanna í landinu. En skemmst er þó frá að segja að frásagnir af störfum þingsins hafa litla athygli vakið. Eg varð aftur fyrir von- brigðum. Hafði talið sjálfsagt að þingið hervæddist gegn vanda landbúnaðarins og markaði ein- hverjar viðnámsaðgerðir, sem tekið yrði eftir og bæri að stefna að. Síðan Búnaðarþingi lauk hefir fólkið í landinu, aðrir en bændur, barist hatrammri baráttu fyrir bættum kjörum og óneitalega orðið nokkuð ágengt. Ekki gat það farið fram hjá neinum að einna fyrstu aðgerðimar beindust gegn hagsmunum bænda þótt ekki yrði séð að viðkomandi kröfuaðilar hefðu nokkuð við bændur að sakast. Kröfubaráttunni er engan veginn lokið og menn nefna vopnahlé, sem gefur til kynna um framhald baráttunnar síðar. Á sama tíma heyrist lítið til forsvarsmanna landbúnaðarins. Kúa- bændur láta helst í sér heyra um versnandi kjör en kannski þagna þeir við það að þeim er úthlutað þijú prósent hækkun á mjólkina, án þess að sú hækkum komi fram í útsölu- verði. Þessi kjarabót til mjólkur- framleiðendanna skilar þeim ríflega hálfri annarri krónu á hvem mjólkurlítra og er þannig auðvelt fyrir hvem einstakan bónda að sjá hverju hækkun- in nemur á hans búi. Sjálfsagt er að viðurkenna að þó enn fari lítið fyrir kjarabaráttu bændastéttarinnar þá hafa forráða- menn hennar, að mestu, látið af áróðri sínum um að fækkun í stéttinni sé beinasta og sjálfsagð- asta leiðin til kjarabóta. Einhvem veginn var það svo að þetta hefir lítið, eða ekki, skotið upp kollinum síðan umræddar greinar mínar birtust í vetur. Hafi þær haft áhrif í þessa átt mætti ég vel við una með tilliti til þess grundvallarsjón- armiðs - að þögn sé sama og sam- þykki - mætti ganga út frá því að umræddir boðberar séu mér í aðalatriðum sammála. Mjög vöktu athygli orð forsætisráðherra að ekki yrði krafist meiri fóma af landbúnaðinum eða lengra gengið á hans hlut en orðið væri og benda þau til þess að landbúnaðarmálin og vandi bændastéttarinnar hafi verið ræddur við borð ríkisstjóm- arinnar. Sannleikurinn er líka sá að þessi mál snerta ekki aðeins bænduma heldur, og ekki síður, hinn almenna borgara - fólkið í landinu - með alþingismenn og ríkisstjóm í broddi fylkingar. Því verður varla skotið á frest öllu lengur að ráðamenn þjóðarinnar, hvar sem þeir standa í flokki eða stétt fari að hugleiða og gera sér ljóst hvemig þeir vilja að búseta fólksins verði í landinu. Ekki skal gert lítið úr því að alþingis- mennimir séu kraftmiklir fulltrúar sinna kjördæma og einstakra um- bjóðenda, er til þeirra leita, en höfuðsjónarmið þeirra allra hlýtur þó að vera hagur heildarinnar - þjóðarinnar allrar - að þar sé gætt jafnvægis og fullrar forsjár. Það ligg- ur í augum uppi að við hvert býli sem er yfirgefið og ekki nýtt fara mikil verðmæti í súginn. Verðmæti þarf svo einhvers staðar annars staðar frá til þess að skapa aðsetur, félags- lega aðstöðu og lífsbjörg þeirra sem hlut eiga að máli í hverju einstöku til- felli og á nýjum stað. Þegar þetta er orðið í stómm stíl er það orðið að vandamáli þjóðarinn- ar allrar. Hvað bændastéttina varðar er ástandið orðið svo alvarlegt að í fæstum tilfellum er sýnilegt að nýr bóndi taki við af þeim, sem af einhveijum ástæðum, þurfa að hætta búskap, en búskaparlok em í nánu sjónmáli margra bænda vegna aldurs og ýmissa annarra ástæðna. Með hverju árinu þokast þetta um eitt skref og stefnir í þjóðfélags- byltingu með ótrúlegustu afleið- ingu, sem of langt mál yrði að ræða hér. Geta skal þó þess að reynsla er að verða fyrir því að eftir því sem bújarðir eru stærri og búin verðmeiri verður flestum of- vaxið að ráða við að kaupa eignimar. Er þama eitt atriði, af mörgum, sem reynast mun hættu- legt við einhliða fækkun bænda og stækkun framleiðslueininganna. Landbúnaðarráðherra skipaði, seint í vetur, nefnd til þess að rann- saka hag bændastéttarinnar og væntanlega að gera tillögur til úr- bóta á aðsteðjandi vanda. Um þetta er allt gott að segja og vonandi að nefndarmenn reynist vandanum vaxnir. Skattframtöl bænda eiga senn að liggja fyrir, sem telja verður að séu traustustu heimildir, sem völ er á, í þessu efni. Hér er þeirri hugmynd slegið fram að eitt af forgangsverkefnum nefndarinn- ar verði það að gera samanburð á því annars vegar hvað kosti fyrir þjóðfélagið, fjármuna og menning- arlega séð, ef búseturöskun verður hjá bændastéttinni, eins og nú horfir, eða hins vegar að veita þeim bændum, sem standa höllust- um fótum, atvinnulega og efnalega séð, einhverskonar aðstoð til þess að búa áfram á jörðum sínum. Hlutverk þeirra mætti kalla nokkurs konar verðmætagæslu til vamar því að mannvirki og önnur verðmæti jarðanna drabbist niður þjóðinni allri til skaða og skamm- ar. Að sjálfsögðu yrði gengið út frá því að þessi verðmætagæsla væri tímabundin og henni hætt srax og rofar til í framleiðslumálunum en margt bendir til þess að innan skamms verði, af vaxandi þörfum, sóst eftir okkar fersku og ómenguðu landbúnaðarafurðum. Bændur hafa á undanfömum ámm búið við miskunarlaus framleiðslu- höft og athafnaskerðingu svo að líkja mætti við ofsóknir. Enginn vafi er á því að þetta, ásamt margs- konar áróðri hefir krengt baráttu- þrek stéttarinnar í heild, sem kemur m.a. fram í því að þola okið án þess að láta til sín heyra eða bera hönd fyrir höfuð sér. Hagsæld íslensku þjóðarinnar byggist á gjöfulum fiskimiðum og fijósömum landbúnaðarhéruðum. Hvom tveggja þessara gmnnþátta þarf vel að gæta. Það hlýtur að vera forgangshlutverk ráðamanna þjóðfélagsins, hvar í flokki eða stétt sem þeir standa að hafa þar forystu. Þeir hafa aðgang að margskonar hagstjómartækjum og stofnunum, sem almenningur hefir ekki aðstöðu til þess að nota sér en nauðsynlegt er að þessi tæki séu notuð af fullkomnum heiðarleika en ekki til þess að gefa út fyrirffam pantaða útreikninga eða álit sem því miður em dæmi til og hefir verið beitt gegn landbúnaðinum. Samfélag okkar Islendinga hefur, nú um nokkurt skeið, mótast af hröðum breytingum, svo að í sumum tilfellum mætti líkja við byltingu. Þetta hefir bitnað mjög á land- búnaðinum sem í eðli sínu byggist á þróun er skilar arði á tiltölulega löngum tíma. Að þessu leyti hefir landbúnaðurinn sérstöðu og af sömu ástæðum hefir hann ekki möguleika á skjótfengnum gróða. Aítur á móti hefir hann, í gegnum sögu þjóðarinn- ar og aldir, reynst traustur til fæðis og klæðis, svo notað sé gamalt orðalag. Engin breyting í þjóðfélaginu er eins afdrifarík og sú búseturöskun sem er að eiga sér stað. Það mætti líkja þessu við voldugan sogkraft sem dragi fólkið á vissa staði og þó mest á eitt hom landsins. Eg hefi í þessum stuttu greinum mínum leitast við að koma á stað almennari um- ræðu um orsakir þessa íyrirbæris sem margir eru hræddir við en færri virðast vilja verða vamarmenn. Málið er stórpólitískt og í rauninni er það einungis í valdi alþingismanna og ráðherranna að taka það föstum tökum. Við emm svo heppnir ís- lendingar að hafa nú um þessar mundir sterka ríkisstjóm með traust þingíylgi á bak við sig. Það virðist því eðlilegt að vænta nokkurs af þeim sem valdið hafa. Hænsnabúr bannfærfi Evpopskin neytendup aðhillast „tpjáls egg" Dýravemdarfólk hefur löngum gagnrýnt notkun búra fýrir hænsni en þau mddu sér til rúms fýrir um 30 ámm. I Sviss og Svíþjóð er stefnt að algjöru banni gegn hænsnahaldi í búmm um aldamótin og í Evrópusambandinu er í gangi mikil umræða um galla þessara bú- skaparhátta sem taldir em skyggja mjög á kostina. Nú er hafin mikil herferð í Bret- landi gegn hænsnahaldi í búram á vegum virtra samtaka þar í landi sem beijast fýrir mannúðlegri með- ferð búfjár - „Compassion in World Farming". I sumarhefti málgagns samtakanna, AGSCENE, er greint frá því að 85% breskra varphæna séu í „ævilangri fangelsisvist í búr- um“ þar sem þær standi á hallandi vírgólfi á fleti sem sé á borð við blaðsíðustærð ritsins(helmingur af blaðsíðu Bændablaðsins), oftast Qórar saman í búri og geti ekki teygt út vængina. Haft er eftir dr. Michael Apple- by atferlisfræðingi við Háskólann í Edinborg að vísindalegar rann- sóknir sýni að hænsnum líði verr í búmm verksmiðjubúanna en á vel reknum búum þar sem þær fá að njóta eðlilegs frelsis inni eða úti. Þá er greint frá því að margir breskir þingmenn styðji bann gegn hænsnahaldi í búram og er gert ráð fyrir að hin nýja ríkisstjóm Verka- mannaflokksins taki þessi mál fastari tökum en sú sem íhalds- flokkurinn veitti forstöðu. Kannan- ir hafa sýnt að þótt egg úr búr- hænsnum séu að jafnaði ódýrast telji yfir 80% neytenda að það beri vott um grimmd að halda hænsni í þröngum búram. Neytendur era varaðir við villandi eggjaauglýsing- um, verksmiðjubúin hafi gjaman fallegar sveitamyndir með „frjálsum" hænum á umbúðunum. Vilji fólk komast hjá að kaupa slfk egg eigi að leita að viðurkenndum vöramerkjum til marks um að hænumar njóti frelsis og útivistar, helst h'frænt vottuð, því að lífrænir búskaparhættir hafi aldrei leyft hænsnahald í búram. Þau egg era að vanda töluvert dýrari en samt fjölgar þeim neytendum sem stinga frekar „fijálsum eggjum“ í inn- kaupakörfúna og stuðla þannig að breytingum á búskaparháttum. Sömu sögu er reyndar að segja frá öðram nágrannalöndum, t.d. ffá Danmörku, þar sem lífrænn landbúnaður dafnar vel um þessar mundir./Ó.R.D. Kjaramálaályktun Bdnaðarliings Á síðasta Bímaðarþingi var m.a. samþykkt skorinorð kjara- málaályktun. Bcendablaðið rakti efni hennar á sínum ttma - sem og aðrir fjölmiðlar. Greinin hér fyrir ofan (og nokkrar aðrar sem birst hafa í blaðinu) kaílar á að menn rifji upp þessa ályktun. Ritstj. „Búnaðarþing krefst þess að rekstrarskilyrði landbúnaðarins verði bætt svo að atvinnugreinin geti skilað þeim sem hana stunda viðunandi afkomu. Það era mannréttindi að allar stéttir þjóðfélagsins hafi mann- sæmandi lífskjör. I þjóðarsáttarsamningunum 1990, með afnámi útflutningsbóta og framleiðnikröfu í búvöra- samningi 1991 tók landbúnaður- inn á sig meiri tekjuskerðingu en aðrar atvinnugreinar. Á meðan aðrir þjóðfélagshóp- ar hafa fengið kjarabætur hafa tekjur bænda lækkað og þeir gengið á eignir sínar. Búnaðarþing leggur áherslu á öflugt upplýsingastarf um málefni landbúnaðarins, svo sem um gæði og hollustu búvara, verðlag, verð- myndun og atvinnusköpun sem á sér stað í landbúnaðinum og úr- vinnslugreinum hans. * Búnaðarþing krefst þess að heildarstuðningur hins opinbera við landbúnaðinn lækki ekki frek- ar. Gera verður þá kröfu að stuðningurinn sé ekki lakari en gerist í nágranna- og samkeppnis- löndum að teknu tilliti til legu landsins. Lækkun á stuðningi, ásamt sölusamdrætti og lækkun afurðaverðs, veldur mestu um versnandi afkomu í greininni. Ennfremur að landbúnaðurinn njóti tollverndar þannig að frekari innflutningur búvara ógni ekki starfsskilyrðum greinarinnar. * Búnaðarþing krefst þess að opinberar álögur á landbúnaðinn verði lækkaðar og ekki lagðar á nýjar. Þá telur þingið brýna þörf á að leitað verði allra leiða til að lækka verð aðfanga til landbúnaðarins. Einnig að samkeppnislög og fram- kvæmd þeirra sé með sambærileg- um hætti og í okkar nágranna- löndum. * Búnaðarþing gerir þá kröfu til afurðastöðva Iandbúnaðarins að þar sé fram haldið hagræðingu, m. a. með samvinnu eða samrana. Markmið hagræðingarinnar er að vinnslukostnaður landbúnaðaraf- urða hérlendis verði ekki hærri en gerist í okkar nágrannalöndum og að framleiðendur fái sanngjaman hlut í þeim ávinningi. Þá minnir þingið framleiðend- ur á nauðsyn þess að standa saman um markaðssetningu afurðanna. *Búnaðarþing leggur áherslu á aukna menntun og fræðslu bænda. Því er mikilvægt að ekki sé dregið úr stuðningi við rannsóknir, ieið- beiningar og fræðslu. Endur- skoðun á skipulagi þessara mála leiði til öflugra starfs og bættrar nýtingar fjármuna.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.