Bændablaðið - 15.07.1997, Qupperneq 16
16
Bœndablaðið
Þriðjudagur 15. júlí 1997
VesHendingar á framfara-
braut á Kaldármelum
Fjórðungsmót Vestlendinga
var haldið á Kaldármelum 26.-29.
júní s.l. Alls voru sýnd þar 67 kyn-
bótahross, 14 stóðhestar og 53
hryssur. Framganga hrossanna gaf
greinilega til kynna að Vestlend-
ingar ætla sér ekki minni hlut í
kynbótastarfinu en ræktunarmenn
annarra landshluta. Það er greini-
legt að átak þeirra við að ná í góða
kynbótahesta er farið að skila sér
með miklum myndarbrag. Vest-
lendingar hafa í mörg ár notið
mikils stuðnings og velvildar
búnaðarsambanda á svæðinu og
það er líka lykill að þessum góða
árangri. Þó segja megi að hrossin
sem sýnd voru hafi ekki verið ýkja
mörg þá eru það fyrst og síðast
gæðin sem skipta máli en ekki
magnið og mætti það vera öllum
til eftirbreytni.
aðaleinkunn 8,22 og í þriðja sæti
varð Líf frá Kirkjuskóg undan
Stíganda frá Sauðárkróki og Gustu
frá Kvennabrekku með 7,75 fyrir
byggingu og 8,51 fyrir hæfileika,
aðaleinkunn 8,13. Fimm vetra
hryssumar guldu þess að vera ekki
Hestar
Guðmundur
Birkir
Þorkelsson
Bœndablaðsmynd: Skúli
Skógarbœndur í réttu umhverfi á stofnfundinum.
Fjögur hross í
heiðursverðlaun
Tveir stóðhestar voru sýndir
með afkvæmum og fengu báðir
heiðursverðlaun. Ofar stóð Stíg-
andi frá Sauðárkróki með 129 stig
fyrir 52 dæmd afkvæmi og næstur
honum Kolfinnur frá Kjarnholtum
með 126 stig fyrir 57 dæmd af-
kvæmi.
Afkvæmahópar beggja þessara
hesta vöktu athygli á sýningunni.
Tvær hryssur fengu einnig
heiðursverðlaun fyrir afkvæmi og
þær komu báðar frá sama bænum,
Sveinatungu í Norðurárdal. Fúga
stóð efst með 124 stig fyrir 6 af-
kvæmi og Maddonna næst með
122 stig fyrir 6 afkvæmi. Sannar-
lega glæsilegur árangur hjá þeim
feðgum Þorvaldi Jósepssyni, sem
nú er búsettur í Borgamesi, og
Jósep Valgarð Þorvaldssyni en
hann býr á Víðivöllum fremri í
Fljótsdal austur. 12 hryssur fengu
1. verðlaun fyrir afkvæmi.
Stóðhestamir f sex vetra flokki
stóðu fæstir undir þeim dómum
sem þeir náðu á mótinu enda vom
þar oft háar einkunnir gefnar. Efst-
ur varð Þröstur frá Innri-Skelja-
brekku undan Kveik frá Miðsitju
og Glóu frá Innri-Skeljabrekku
með 8,05 fyrir byggingu og 8,47
fyrir hæfileika, aðaleinkunn 8,26
og í öðm sæti varð Ferill frá Haf-
steinsstöðum undan Otri frá Sauð-
árkróki og Litlu-Toppu frá Haf-
steinsstöðum með 7,73 fyrir
byggingu og 8,59 fyrir hæfileika,
aðaleinkunn 8,16. Fimm vetra
flokkurinn var jafnsterkastur. Allir
hestamir fjórir vom álitlegir og
efnilegir. Efstur varð Eiður frá
Oddhóli undan Gáska frá Hofs-
stöðum og Eiðu frá Skáney með
8,15 fyrir byggingu og 8,61 fyrir
hæfileika, aðaleinkunn 8,38. í
öðm sæti Hamur frá Þóroddsstöð-
um undan Galdri og Hlökk frá
Laugarvatni með 8,30 fyrir
byggingu og 8,31 fyrir hæfileika,
aðaleinkunn 8,31. Einn Qögurra
vetra hestur var sýndur, Starri frá
Hvítanesi undan Orra frá Þúfu og
Dýrðmundu frá Hvítanesi sem
fékk 7,95 fyrir byggingu og 7,86
fyrir hæfileika, aðaleinkunn 7,90.
Sex vetra hryssumar vom 20
og langflestar prýðisgóðar, þær
bestu afbragðsgóðar. Efst stóð
Sóley frá Lundum undan Stíganda
frá Sauðárkróki og Stiklu frá
Syðstu-Fossum Hún hlaut 8,20
fyrir byggingu og 8,41 fyrir hæfi-
leika, aðaleinkunn 8,31. Önnur
varð Valdís frá Erpsstöðum undan
Kjarval frá Sauðárkróki og Sædísi
frá Meðalfelli með 8,00 fyrir
byggingu og 8,44 fyrir hæfileika,
nógu jafngóðar hvað varðar bygg-
ingu og hæfileika.
Efst varð Snót frá Hjarðarholti
undan Óríon frá Litla-Bergi og
Skjónu frá Hjarðarholti með 7,85
fyrir byggingu og 8,24 fyrir hæfi-
leika, aðaleinkunn 8,05. Önnur
varð yaka frá Brúarreykjum
undan Öðlingi frá Tunguhálsi og
Eldingu frá Brúarreykjum með
8,25 fyrir byggingu og 7,77 fyrir
hæfileika, aðaleinkunn 8,01. Efst
fjögurra vetra hryssna varð Dala-
dís frá Leimlæk undan Hervari frá
Sauðárkróki og Þokkadís frá
Neðra-Ási með 7,95 fyrir
byggingu og 8,09 fyrir hæfileika,
aðaleinkunn 8,02 og í öðm sæti
varð Skipting frá Hvítanesi með
7,80 fyrir byggingu og 7,89 fyrir
hæfileika, aðaleinkunn 7,84.
Sýning ræktunarbúa
18 ræktunarbú sýndu þarna
fimm hross hvert og var það vem-
lega skemmtileg sýning. Þessum
hópum var raðað af kynbóta-
dómumm mótsins en það er
áreiðanlega ekki besta fyrirkomu-
lagið og spurning hvort yfir höfuð
á að vera að raða þessum ágætu
hópum. Áhorfendur ættu þá að sjá
um þá hlið með einhverjum
ráðum. Bestu hóparnir að mati
undirritaðs komu fram í þessari
röð: Skáney, Hofsstaðir, Svigna-
skarð, Skjólbrekka, Brimilsvellir
og Sveinatunga.
Ekki er nein ástæða til að
hrósa framkvæmd mótsins og að-
stæðum. Þar vantaði töluvert á
fagmennskuna þó ekki ylli neinum
vandræðum./GBÞ
Trégirðinga-
staurar
Fúavarðir,
rúnaðir
beinir
^ 1,83M x 60mm
Vörunúmer:
459 183X63
Verð:264 án vsk.
562 2262
Landssamtök skógareigenda stofnuð
á Hallormsstað
eina alla skúgar-
bændur landsins
Landssamtök skógareigenda
voru stofnuð á Hallormsstað
hinn 28. júní síðastliðinn. Að
stofnuninni stóðu Félag skóg-
arbænda á Fljótsdalshéraði,
Félag skógarbænda við Eyja-
fjörð og Félag skógarbænda á
Suðurlandi. Formaður lands-
samtakanna er Edda Björns-
dóttir skógarbóndi á Miðhús-
um á Héraði.
Fyrir tveimur árum var sett á
stofn þriggja manna nefnd, skipuð
einum fulltrúa frá hverju félagi
skógarbænda, til að vinna að
stofnun landssamtaka. Fyrir ári
skilaði nefndin af sér hugmyndum
og drögum að lögum en það var
ekki fyrr en 28. júní sl. sem lands-
samtökin urðu að veruleika. Félag
skógarbænda á Fljótsdalshéraði
tók að sér að sjá um stofnfundinn
og í tengslum við hann var gestum
boðið að taka þátt í kynnisferð um
Héraðið þar sem skoðaðir voru
misgamlir skógar, skjólbelti og
fleira. Hin nýstofnuðu Lands-
samtök skógareigenda hafa, sam-
kvæmt lögum sem samþykkt voru
á stofnfundi, það að meginmark-
miði að sameina alla skóga-
rbændur landsins og bæta aðstöðu
skógræktar sem atvinnugreinar í
sem víðustum skilningi. Enn
fremur að eiga samskipti við hlið-
stæð samtök erlendis og hvetja til
rannsókna og fræðslu skógar-
bændum til hagsbóta. Samkvæmt
lögum landssamtakanna eiga þau
að vera samtök félaga skógar-
bænda og einstakra skógarbænda
sem rækta eða eiga skóg á bújörð-
um. Þar segir einnig að skógar-
bóndi teljist hver sá sem uppfyllir
skilyrði 3. greinar samþykkta
Bændasamtaka íslands og í at-
vinnuskyni stundar skógrækt til
einhverra nota, s.s. til viðarfram-
leiðslu, vegna ferðaþjónustu, úti-
vistar eða landgræðslu.
Gunnar Sverrisson, formaður
Félags skógarbænda á Suðurlandi,
sagði á stofnfundinum frá vinnu
þriggja manna nefndarinnar. í máli
hans kom fram að nefndin hefði í
upphafi sett sér tvær meginfor-
sendur. Annars vegar að þessi
samtök yrðu búgreinafélag innan
Bændasamtaka Islands og hins
vegar að allir félagar hefðu jafnan
rétt á fundum samtakanna. Hann
sagði einnig að þótt bændur stæðu
að stofnun samtakanna væru þau
ekki einungis fyrir þá heldur
einnig aðra skógareigendur.
Guðmundur Bjamason land-
búnaðarráðherra flutti ávarp á
stofnfundinum og sagði m.a. að sl.
vetur hefðu þijú mál sem snertu
skógrækt komist í gegn á Alþingi.
í fyrsta lagi hefði verið samþykkt
að veita hundruðum milljóna til
aldamóta í að græða upp landið og
binda lofttegundir. I öðru lagi
hefði Suðurlandsskógum verið
hleypt af stokkunum og í þriðja
lagi væri þingsályktun um að gera
heildaráætlun í skógrækt fyrir
landið allt á næstu árum. Ráðherra
sagðist telja víst að nytjaskógrækt
væri komin til að vera og óskaði
nýjum samtökum alls hins besta.
Á stofnfundi Landssamtaka
skógareigenda voru fleiri gestir en
félagar þeirra þriggja félaga skóg-
arbænda sem stóðu að stofnuninni.
Þar á meðal var Ólafur Oddsson,
kynningarfulltrúi Skógræktar
ríkisins og verkefnisstjóri fyrir
Skógrækt með Skeljungi. í máli
hans kom fram að innan þess verk-
efnis væru nokkur hundruð
skógareigenda með mörg þúsund
hektara af vaxandi skógi sem
vonuðust til að þessi nýju samtök
yrðu opin þeim. Ólafur færði sam-
tökunum einnig veggspjald frá
verkefninu ásamt hamingjuóskum.
Meðal tillagna sem sam-
þykktar voru á stofnfundinum var
að stjóm landssamtakanna legði
fram endurskoðuð lög samtakanna
á fyrsta aðalfundi.
Einnig var samþykkt að fela
stjóminni að sækja um aðild að
Bændasamtökum Islands.
I stjóm Landssamtaka skógar-
eigenda vom kjörin: Edda Bjöms-
dóttir á Miðhúsum, Davíð Guð-
mundsson á Glæsibæ og Sigurður
Jónsson í Ásgerði. Að loknum stoíri-
fundinum bauð Félag skógarbænda
á Fljótsdalshéraði til skógarveislu í
Víðivallaskógi. Þar fluttu nokkrir
ávörp og óskuðu nýjum samtökum
til hamingju. Jón Loftsson skógrækt-
arstjóri bar samtökunum kveðju ffá
samtökum skógareigenda í Skandi-
navíu og flutti boð frá þeim íyrir tvo
fulltrúa nýstofnaðra landssamtaka á
ársfúnd norrænna skógareig-
endasambanda í ágúst.
Sigurður Blöndal fyirum skóg-
ræktarstjóri flutú samtökum
hamingjuóskir ffá Skógræktarfélagi
Islands og Orri Hrafnkelsson, for-
maður Skógræktarfélags Austur-
lands, færði landssamtökunum tvö
tré sem gróðursett vom í veislu-
ijóðrinu./S
Óska eftir hjólbörðum 35“x15.
Uppl. í síma 456 2038 eftir kl. 21.
RED STAR er gam sem er
mörgum kunnugt, enda
reynist það mjög vel.
TYPE-1 er blátt gam fyrir
rúllubindingu, 2 rúllur í
pakka (7 kg), 680 metrar
í hveiju kílói.
Verð:1.426 án vsk. pakkinn.
TYPE-2 er rústrautt gam
fyrir baggabindingu, 2
rúllur í pakka (10 kg), 370
metrar í hverju kílói.
Verð: 1.761 án vsk. pakkinn.