Bændablaðið - 15.07.1997, Qupperneq 19
Þriðjudagur 15. júlí 1997
Bœndablaðið
19
Grindiir til dnnburrkunar
Æðarvarpi er nú lokið þetta
árið og allur dúnn kominn í
hús. Æðarvarp og dúntekja
gekk víðast mjög vel, varp var
þó óvenju seint á ferðinni,
enda voraði seint. En þrátt fyrir
þetta var tíðarfar æðarvarpi
víðast hvar hagstætt nema á
Norðausturlandi. Allt bendir
því til að dúntekjan í ár verði í
góðu meðallagi.
Eins og æðarbændur þekkja
vel er afar mikilvægt að þurrka
allan dún strax eftir að hann hefur
verið tekinn úr hreiðri og vanda
vel til þannig að ekki verði eftir
blautar klessur. Gamla aðferðin er
að sólþurrka dúninn á þurrum og
hreinum fleti á móti sólu og snúa
honum ört og um leið var grófasta
ruslið hrist úr og greitt úr klessum
og hreiðurbotnum. Þótt
vélþurrkun með breytilegum hætti
hafi nú víða leyst gömlu
sólþurrkunina af hólmi, þá eru
Bœndabladsmynd: Árni Snœbjömsson
Dúnþurrkunargrindurnar í Lang-
eyjarnesi eru á hjólum og því
auðvelt að fœra þœr.
ennþá margir sem helst vilja
sólþurrka dúninn ef þess er nokkur
kostur og aðrir búa við þannig
aðstæður að sólþurrkun er eina
aðferðin sem völ er á. Vegna
ótryggrar veðráttu getur reynst
tafsamt að sólþurrka dúninn þegar
sífellt þarf að færa hann inn eða út.
Þetta atriði hefur þó verið leyst
með ýmsum hætti, en hér fylgir
með mynd af færanlegum
dúnþurrkunargrindum sem
Kristján Hagalínsson í
Langeyjamesi í Dalasýslu hefur
komið sér upp. Grindumar em á
hjólum þannig að á augabragi má
renna þeim út eða inn, en gólf í
dúnhúsinu (gömul hlaða) og
útiplanið em í sömu hæð. Auðvelt
er að hafa hjól grindanna á nk.
fótum ef menn vilja hækka þær
upp þannig að dúnnin verði í
vinnuhæð. Þá getur Kristján breitt
plastdúk yfir ef hann þarf að
bregða sér frá og órtyggt er með
veður. Grindur þessar hefur hann
notað í nokkur ár og líkar vel./ÁS
Handbúk ráúunauta
komin vel á veg
Handbók ráðunauta er vel á
veg komin og hefur töluvert af
efni verið sett í Handbókina
okkar. Ábendingar hafa borist
um efni, en mættu vera fleiri.
Þeir bændur og ráðunautar
sem vilja koma með ábending-
ar um efni geta haft samband
við Maríönnu Helgadóttur í
síma 5630353 eða sent ábend-
ingar bréfleiðis. Netfang:-
bi@bi.bondi.is
Það sem þegar er komið og
væntanlegt í Handbók ráðunauta:
• Handbók Bænda: Árgangar
1990 - 1997 eru komin í kerfið og
greinar úr Frey munu fylgja í
kjölfarið, árin 1993-1997, ásamt
greinum frá Ráðunautafundum og
Búvísindum.
• Verðlistar:. Verðlistar em
komnir í kerfið yfir áburð og fóður
hjá nokkmm fyrirtækjum sem eru
skráð í Gulu bókina. Stefnt er að
því að fá sem mest af verðlistum
yfir vömr fyrir landbúnað, þannig
að hægt sé gera samanburð á milli
fyrirtækja, sé vilji fyrir hendi.
Gott væri að fá viðbrögð við þessu
og við hvaða fleiri fyrirtæki eigi að
hafa sé samband við til að fá verð-
lista. Öll fyrirtæki eru að sjálf-
sögðu velkominn að senda verð-
lista og skal senda á til Maríönnu.
• Aburðartöflur: Áburðartöflur
em í kerfinu.
• Fóðurþarfir: Fóðurþarfir bú-
fjár em komnar í kerfið.
Næringarþarfir: Næringar-
þarfir ýmissa plantna em komnar í
kerfið, ásamt eiginleikum ýmissa
afbrigða.
• Lög og reglugerðir: Frá Land-
búnaðarráðuneytinu em á leiðinni
lög á tölvutæku formi og þau verða
sett í handbókina strax og þau berast.
Gott væri að fá að vita hvaða fleiri
reglugerðir þurfa að vera í hand-
bókinni.
• Eyðublöð: Einhver eyðublöð
verða sett inn í þetta kerfi, gott væri
að fá ábendingar um eyðublöð það
ættu helst að vera.
•Skrá yfir sæðingardýr: Skrá yfir
naut, hrúta og stóðhesta ásamt ein-
kunnum þeirra verða sett inn í kerfið.
Eitthvað er komið inn í kerfið.
•Búvélaprófanir: Nýjustu bú-
vélaprófanir sem hafa verið birtar
munu verða settar inn í kerfið.
Margt fleira efni verður í
handbókinni en gott væri að fá
ábendingar frá sem flestum.
Maríanna Hugrún
Helgadóttir
Cilawrap
Silawrap rúlluplastið er fáanlegt á eftirtöldum stöðum:
Vélar og þjónusta hf Járnhálsi 2 Reykjavík S. 587-6500
Vélar og þjónusta hf Óseyri 1A Akureyri s. 461-4040
Guðmundur Ólafsson Núpi Öxarfirði s. 465-2309
Vélaval-Varmahlíð hf Varmahlíö Skagafirði s. 453-8888
Benedikt Ragnarsson Barkarstöðum V-Húnavatnssýslu S. 451-2636
Kristján Sigfússon Húnstöðum A-Húnavatnssýslu s. 452-4285
Jóhannes Eyberg Ragnarsson Hraunhálsi Snæfellsnesi S. 438-1558
Stefán Ármannsson búvélaverkstæði Skipanesi Borgarfjarðarsýslu s. 433-8894
Þráinn B. Jónsson Miklholti Biskupstungum s. 486-8980
Eiríkur Þórkelsson Vorsabæ Skeiðum s. 486-5596
Höfn-Þríhyrningur hf Pakkhúsi Selfossi s.482-1501
Höfn -Þríhyrningur hf Pakkhúsi Hellu s. 487-5886
Baldur Þ. Bjarnason Múlakoti V-Skaftafellssýslu S. 487-4761
Björn Sigfússon Brunnavöllum A-Skaftafellssýslu s. 478-1056
Bílasalan Fell Lagarbraut 4C Egilsstöðum S. 471-1479
VELAR&
PJ©NUSTA hf
Jámhálsi 2, Reykjavík, sími 587-6500, fax 567 4274
Útibú á Akureyri, sími 461 4040, Óseyri 1a
Silawrap
rúlluplastið er
fáaniegt bæði í
hvítum og
Ijósgrænum lit.
Fyrirtæki sem selja vörur fyrir landbúnaö
Vegna vinnslu Handbókar ráðunauta verður haft samband við
fyrirtæki og þau beðin um verðlista. Þau fyrirtæki sem ekki er í
þessum hópi og hafa hafa áhuga á að vera með verðlista inni í
þessari Handbók er bent á að senda verðlista til:
Bændasamtök íslands, b/t Maríannu H. Helgadóttur
Bændahöllinni, pósthólf 7080,127 Reykjavík
Drive 655 AS
múgavél,
tveggja
stjörnu,
dragtengd,
vökvalyft. Vbr.
6,55 m. Hentar
litlum
dráttarvélum.
Verð kr.
665.000 án vsk.
Járnhálsi 2, Reykjavík, sími 587-6500, fax 567 4274
Útibú á Akureyri, sími 461 4040, Óseyri 1a
Leitið upplýsinga um afslátt og greiðslukjör.
VÉLAR&
PJwNUSTAhf
Heyvinnuvélar
fyrirliggjandi
Þýsk gæðavara
Bændur athugið!
Síðsumarsafsláttur
frá 15. júlí
R-1400S múgavél, vökvastýrð - tveggja stjörnu. Rakar í einn garða
til vinstri eða tvo garða til hægri. Vbr. 6,20 m.
Verð kr. 834.000 án vsk.
SPEED680 A
tætla,
dragtengd,
vökvaiyft. Vbr.
6,80 m. Hentar
litlum
dráttarvélum.
Verð kr. 583.000
án vsk.
Stjörnumúgavélar
Léttar en öflugar,
lyftutengdar múga-
vélar sem henta fyrir
litlar dráttarvélar.
R 320 S, vinnslubr.
3.15 m (270 kg). Verð
kr. 179.000 án vsk.
R 335 DS, vinnslubr.
3,35 m (325 kg). Verð
kr. 215.000 án vsk.
R 415 DS vinnslubr.
4.15 m (440 kg). Verð
kr. 260.000 án vsk.
Heyþyrlur
Vinnslubreidd 5,50 m
Léttbyggðar en
öflugar. Henta litlum
dráttarvélum.
Z 550 AS dragtengd
kr. 299.000 án vsk.
Z 550 DN lyftutengd
kr. 294.000 án vsk.