Bændablaðið - 15.07.1997, Síða 23

Bændablaðið - 15.07.1997, Síða 23
Þriðjudagur 15. júlí 1997 Bœndablaðið 23 Svfnapest í Evrópu Svínapest geysar nú um Evrópu og veldur þar mjög miklu tjóni. Sérstaklega er ástand slæmt í Hollandi, en þar gengur erfiðlega að ráða við þennan skæða veirusjúkdóm. Skorið hefur verið niður á 250 búum þar í landi og er nú hafin aflífun á frá- færugrísum til þess að draga úr fjölda svína í suðaustur homi lands- ins en þar er hann sér- lega mikill. Nú þegar (júní 1997) hafa um 1 milljón svína verið af- lífuð í Hollandi vegna svínapestarinnar og eru áform uppi um að aflífa fleiri milljónir til viðbótar. Svínapest er einnig í Þýskalandi, Ítalíu og Spáni. Einnig má gera ráð fyrir að svínapest sé vfða í Austur Evrópu. Einkenni svínapestar Svínapestarveiran sýkir ein- göngu svín. Villisvín em oft smituð og em mörg dæmi um að smit hafi borist úr þeim í ræktuð svín. Enda geta villisvín þvælst allt að 100 km á milli svæða. Ef veiran berst inn á svínabú veikjast flest öll svínin. Einkenni koma oftast fram eftir 3 - 6 daga (getur verið 2 - 12 dagar). þau em hár hiti, lystarleysi, rennsli úr augum ásamt bólgum, uppköst og heiftarleg grálituð eða blóðlituð skita. Svínin em mjög slöpp, liggja mikið og em treg til að hreyfa sig. Afturhluti getur lamast algerlega eða að hluta til og hreyfa þá svínin sig einkennilega að aftan (slettast til). Auk þessa geta komið fram einkenni frá miðtaugakerfi og krampar. Einkennandi er fjólu- blár blær á húðinni sérstaklega á kvið, eyrum og innanverðum fótum vegna tmflana í blóðrásarkerfi. Alls staðar í Konráð Konráðsson, dýralœknir svínasjúkdóma Loðdýrabændur Skorall á ráöherra að breyta regluni Stotnlánadeildar Reglur Stofnlánadeildar land- búnaðarins voru nokkuð til umræðu á ráðstefnu á loð- dýradögum á Sauðárkróki fyrir skömmu og var á ráðstefnunni samþykkt ályktun til landbúnaðarráðherra um breytingu á þeim gagnvart lánum til loðdýrahúsabyggina og búrakaupa. Innihald samþykktar fundar Jörð til sölu Til sölu er eyðijörðin Reykjase! í Lýtings- staðahreppi. Engin hús eru á jörðinni né ræktun. Gott beitiland. Landið er ógirt. Góð rjúpnaveiði. Tilboðum sé skilað á skrifstofu Lýtingsstaðahrepps fyrir 15. ágúst. loðdýrabænda um þetta efni var að landbúnaðarráðherra beiti sér fyrir breytingu á lánareglum Stofnlána- deildar þannig að lán til loðdýra- húsa og búra verði afborgunarlaus í tvö ár. Jafnframt var skorað á ráðherrann að gera þær breytingar á reglum að gjalddagi lána verði seinna á árinu en nú er, t.d. 15. nóvember. Auk þessa var samþykkt á ráðstefnunni eftirfarandi áskomn á landbúnaðarráðherra: "Ráðstefna um loðdýrarækt, haldin á Sauðár- króki 5. júní 1997, skorar á land- búnaðarráðherra að beita sér fyrir eftirfarandi: 1. Efla rannsóknir og tilraunir varðandi fóðurmál með aðsetur á Hvanneyri. 2. Tryggja rekstrammhverfi loðdýrabúa hvað varðar lán til fjár- festinga, lífdýrakaupa og afurðalána. 3. Jafna mismun á rekstramm- hverfi fóðurstöðva." Tillagan var samþykkt sam- hljóða. húðinni má sjá stórar sem smáar blæðingar. Mörg svín drepast. Eitt helsta vandamálið í Evrópu í dag er þó að einkenni verða sífellt vægari í svínunum og getur þess vegna verið erfitt að greina sjúkdóminn. Greinar- höfundur varð einmitt vitni að þessu þegar hann sótti námskeið um smitsjúkdóma í Þýskalandi fyrir nokkrum ámm, þar sem nokkur svín voru sýkt með svína- pestarveimnni. Aberandi einkenni komu aðeins fram í fáum svínum en vom fremur óljós í öðmm. Svínapest er alvarlegur smit- sjúkdómur og flokkast undir til- kynningarskylda sjúkdóma í lögum nr. 25/1993 um dýra- sjúkdóma og vamir gegn þeim. Smitvarnir Alltaf er nokkur hætta á að svínapest eða aðrir álíka sjúkdóm- ar geti borist til landsins og er réttast og best að hafa allan vara á í þessu sambandi. Nú er sá tími er ferðamenn koma til landsins og ís- lendingar sækja út, en smit berst einkum með dýmm, fersku, söltuðu eða frosnu kjöti og kjöt- vömm, ferðamönnum, ökutækjum og dýrasæði. Fyrirbyggjandi aðgerðir gegn smiti: 1) Heimsækið ekki svínabú í þeim löndum þar sem svínapest geysar. 2) Farið ekki inn á svínabú, né hleypið öðmm inn, fyrr en a.m.k. 48 klst. eftir að komið er heim frá útlandi. 3) Ef ferðalangar hafa verið innan um búfé erlendis verður að gæta varúðar vegna smits sem getur borist á höndum, skóm og fötum. Farið aldrei inn í svínahús nema eftir fata- og skóskipti, þvott og sótthreinsun. 4) Takið aldrei inn ósoðin matvæli erlendis frá. Svínapest getur borist með fersku og söltuðu kjöti og kjötvömm og reyndar lifað í þeim í marga mánuði og jafnvel ár. Ef svínum em gefnar ósoðnar matarleifar er það mjög ömgg aðferð til þess að smita þau ef smit er til staðar í matvælunum. 5) Forvitnir ferðamenn geta skyndilega birst - kannski inni á svínabúi. Em þeir með matvæli með sér erlendis frá? 6) Ekki flytja inn notaðar innréttingar, áhöld eða tæki. 7) Verið mjög vakandi yfir ólöglegum innflutningi á sæði og dýmm. 8) Viðhafið góðar smitvamir á öllum svínabúum. Parftu að auglýsa? Smáauglýsing í Bændablaðlnu borgar slg. Fyrsta blað eftir sumarleyfl kemur út 2. sept. Þekkir þú vandamalið ? Steypuskemmdir og sprungur í fóðurganginum Þú getur notaö ALFA PLAST á öll gólf í fjósinu og í mjólkurhúsið ♦Slitsterkt ♦Auðþrifið ♦Síruþolið ♦ Leitið upplýsinga hjá ALFA LAVAL AGRI þjónustufulltrúunum A Alfa Laval Agri G L 0 B U 5 VELAVERf Lágmúla 7, 108 Reykjavík Sími: 588 2600, fax: 588 2601 Bændagisting Áék á bænum Elliðahvammi v/Elliðavatn. Fimm km frá Reykjavík. Sími 567 4656 Fax 567 4005 Opið allt árið. Hríngdu og fáðu sendan myndabækling. Heyskapur í fifirum varnarhúlfum Þegar sækja þarf heyskap eða fara til heykaupa í annað vamar- hólf en það, sem menn búa í er skylt samkvæmt lögum, að fá leyfi yfirdýralæknis fyrir flutningnum. Öruggast er að heyja aðeins lönd sem friðuð hafa verið fyrir búfjárbeit í 1 ár að minnsta kosti og ekki verið borinn á húsdýra- áburður. Alltaf skal hafa í huga þá smithættu sem kann að vera til staðar, hvort sem sótt er á meira sýkt eða minna sýkt svæði en eigið svæði. Menn geta borið smitefni milli staða með heyi(heymaurar), tækjum og vélum. Skipting landsins um áratuga skeið í vamar- hólf hefur með tímanum skapað mismunandi ástand hvað tekur til smitsjúkdóma.Vandi er að sótt- hreinsa. Þar sem riða hefur nýlega komið í ljós er veruleg hætta á riðusmiti. Reynslan sýnir að hún getur einnig verið til staðar, þótt nokkuð sé liðið frá því að skipt var um fé og sótthreinsað. Garnaveiki er dæmi um sjúkdóm, sem berst milli staða með heyi og lífrænum efnum. Salmonellasýklar lifa mánuðum saman í jarðvegi. Ýmsir sýklar sem mynda dvalargró geta lifað mörg ár í jörð. Fleiri smit- sjúkdómar geta borist með heyi milli staða, þótt ekki verði taldir hér. Heppilegast er að fá lánuð öll tæki á bænum þar sem heyjað er. Það er ekki alltaf hægt. Hættulítið er að fara með dráttarvélar á milli, en þó er rétt að þvo af þeim sjáan- leg óhreinindi. Ef ekki er unnt að fá lánuð heyskapartæki skal sótthreinsa vel og láta trúverðugan mann staðfesta skriflega hvenær og hvernig það var gert./Sigurður Sigurðarson, dýralæknir. Notaðar vélar frá Búvélum ehf Dráttarvélar Verð án vsk. Fiat 8090, 4x4, 80 hö, árg. 91, með tækjum. kr. 1.700.000 MF 390, 80 hö, afturdrifin, árg. 91 kr. 1.350.000 Case 485L, 50 hö, afturdrifin, árg. 85 kr. 450.000 Zetor 7711,71 hö, afturdrifin, árg. 88 kr. 600.000 Zetor 7011,50 hö, afturdrifin, árg. 85 kr. 300.000 Notaðar heyvinnuvélar Krone sláttuvél með knosara, árg. 94 kr. 190.000 Krone sláttuvél með knosara, árg. 93 kr. 175.000 Stautmann heyhlv. 36m3, árg. 89, 2 hásingar kr. 590.000 Claas rúllubindivél, árg. 87 kr. 550.000 Ýmislegt fleira á skrá, leitið upplýsinga Síðumúla 27 108 Reykjavík Sími 568 7050 Fax 581 3420 búvélar ehf E-mall: ths«centrum.ls

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.