Bændablaðið - 18.01.2000, Side 6

Bændablaðið - 18.01.2000, Side 6
6 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 18.janúar 2000 Ný tœkni í kynbótum eða nýjar tiættur? framhald af bls. 5 frá plöntunum í jarðveg t.d. með frjókomum og valdið dauða þessara dýra og þannig hægt á næring- arefnahringrásinni og þannig minnkað frjósemi jarðvegsins. Einnig hefur verið bent á, að fyrr eða síðar koma upp stofnar af sníkjudýrum sem em ónæm fyrir þessum efnum og þannig heldur kapphlaupið við sníkjudýrin áfram. Þegar stór hluti ræktaðra afbrigða soyjabauna og fleiri komtegunda er orðinn ónæmur fyrir plöntuvamarlyfinu roundup (roundup ready, eða RR-afbrigði) geta bændur verið að skjóta sig í fótinn. Er möguleiki á að þessi gen geti borist í illgresi eða getur illgresið einnig orðið ónæmt fyrir þessu lyfi og þannig orðið erfiðara í meðhöndlun. Einnig hefur verið bent á að með þessu móti getur verið erfiðara að losna við við- komandi nytjaplöntu t.d. ef bóndinn ætlar hefja ræktun einhverrar annarrar tegundar á akrinum. Hormón era gefin dýram til að auka framleiðslu og fóðumýtingu þeirra. Best er þekkt hormónagjöf nautgripa. í kjötframleiðslu er með þessu móti fenginn fram örari og meiri vöðvavöxtur, en dýrinu er eðlilegt. Algengast er að þessi hormón era gefin geldingum til að vega upp neikvæð áhrif geldingarinnar. Það er því ekki óeðlilegt að spurt sé um heilsufar og líðan þessara dýra samanborið við ómeðhöndluð dýr. Afleiðingar hormónameðferðar kemur betur fram hjá mjólkurkúm. Þar era mjólkurhormón notuð til að auka framleiðsluna þegar hún er farin að minnka 2-3 mánuðum eftir burð. Þannig er unnt að auka framleiðslu hvers grips um u.þ.b. 20%. Þama er verið að auka framleiðsluálag gripanna sem leiðir til aukinnar tíðni ýmissa sjúkdóma eins og júgur- bólgu og súrdoða og aukins lyfja- kostnaðar. Að lokum Hér hefur verið gerð grein fyrir gagnrýni á erfðabreytingar. Þó hefur ekki verið getið um þátt stór- fyrirtækjanna sem framleiða sáð- kom, lyf og fleira. Þessi fyrirtæki velta háum fjárhæðum í rekstri sínum. Aður hefur verið minnst á styrki þeirra til rannsókna. Það vekur tortiyggni neytenda, að sama fyrirtæki og græðir mikið á framleiðslu á roundup ónæmum afbrigðum, skuli líka framleiða allt það roundup sem þarf og jafnframt styrkja flestar þær rannsóknir sem gerðar era á þessum ræktunar- afbrigðum og áhrifum roundups á náttúrana. Sömuleiðis framleiðir sama fyrirtæki hormóna fyrir naut- gripi, auk þess þau lyf sem notuð era við júgurbólgu, súrdoða o. fl. og til viðbótar styrkir tilheyrandi rannsóknir. Það er því vaxandi áhyggjuefni í hinu alþjóðlega vísindasamfélagi að þessi risafyrirtæki, sem flest era bandarísk skuli halda virtum vísindastofnunum í ljárhagslegri gíslingu og panta þaðan tilrauna- niðurstöður. Vísindamaður einn í Skotlandi, sem hafði rannsakað erfðabreyttar kartöflur og fundið úr neikvæð áhrif á rottur, kvað upp úr í breskum sjónvarpsþætti að mannkynið væri orðið að tilraunadýram fyrir þessi risafyrirtæki. Honum var um- svifalaust sagt upp. Á sama tíma var stofnunin sem hann vann hjá að taka við 400 þús. punda (40 millj. ísl.) styrk frá einu þessara fyrirtækja. Mál þessa vísindamanns hristi veralega upp í vísindasamfélaginu. Höfundur var síðast liðinn vetur í námsleyfi við háskólann í Guelph í Kanada og kynntistþar þeim vindum sem blása um þessar tœkninýjungar. Bændasamtaka Islands Erna Bjarna- dóttir, for- stöðumaður félagssviðs. Eins og fram kemur á forsíðu blaðsins hefur starfsemi Bændasamtaka íslands verið skipt í fímm svið. Hér á eftir verður gerð grein fyrir sviðunum og verkefnum þeirra. Félagssvið Félagssvið verður vett- vangur víðtækra hagsmuna og sjónarmiða innan landbún- aðarins og hefur það hlutverk að standa vörð um rekstrarskil- yrði og ímynd landbúnaðarins. Félagssvið annast samninga- gerð við opinbera aðila vegna landbúnaðar og framkvæmd á þeim, eftir því sem um semst milli aðila. Jafnframt starf- rækir félagssvið hagdeild sem annast hvers konar upp- lýsingaöflun um starfsemi og hag landbúnaðar í þeim til- gangi að styðja hagsmunabaráttu bænda. Félagssvið mun leita markvisst til annarra eininga í félagsstarfsemi bænda, s. s. búnaðar- sambanda og búgreinasambanda um frekari þróun starfseminnar með það að markmiði að samstarf þessara aðila verði sem skilvirkast og þjóni sem best hagsmunum bænda á hverjum tíma. Stefnt verður markvisst að því að ná til nýrra aðila í landbúnaði, rækta samband við einstaka bændur og búgreinar og skerpa þannig stöðu BI sem samnefnara land- búnaðarins. Innan félagssviðs verður lögð áhersla á virka þátttöku í opinberri umræðu um land- búnað þar sem haft verður framkvæði að já- kvæðri kynningu og umfjöllun á málefnum landbúnaðarins. Félagssvið mun jafnframt vera í tengslum við ýmsar stofnanir sem tengjast landbúnaði og leita eftir samvinnu við þær - landbúnaðinum til stuðnings. Gunnar Guð- mundsson, forstöðu- maður ráð- gjafarsviðs. Ráðgjafarsvið Ráðgjafarsvið hefur það meginhlutverk að bæta sam- keppnishæfni íslensks land- búnaðar og hafa framkvæði í að efla fagþekkingu og fæmi bænda á flestum sviðum bú- rekstrar. Til þess verður boðið upp á fjölbreytta fagþjónustu varðandi búrekstur eftir því sem þörf er á. Íþví sambandi leggur ráðgjafasvið megin- áherslu á að efla og treysta samstarf við búnaðarsambönd- in/leiðbeiningamiðstöðvar. Til að ná þeim markmiðum mun ráðgjafarsvið byggja á þeirri sérþekkingu sem er fyrir hendi innan BÍ og efla hana. Jafnframt verður leitað til utan- aðkomandi samstarfsaðila eftir því sem það er hagkvæmt og í þeim tilgangi að sinna sem best þörfum bænda. Ráðgjafasvið mun kappkosta að haga þjónustu sinni í takt við breyttar þarfir og nýja möguleika í landbúnaði. Ráðgjafarsvið mun hafa frumkvæði í að tengjast aðgerðum opinberra aðila m.a. í umhverfis og gæðamálum, og jafnframt leita eftir sóknarfærum og samstarfi við aðra aðila um sérstök verkefni sem miða að auknum árangri í rekstri og framleiðslu. Auk ofangreindra megin starfssviða munu BI starfrœkja nauðsynlegar þjónustudeildir til þess að tryggja betur árang- ur af starfsemi sinni. Utgáfu- og kynningardeild Utgáfu og kynningardeild Áskell Þóris- hefur það fjölþætta hlutverk að son> f°r~ annast miðlun hvers konar stöðumaður upplýsinga og fræðslu, sem útgáfu- og eflir fagþekkingu bænda og kynningar- rekstrarhæfni og styrkir stétt- deildar. arvitund þeirra og samstöðu, Jón Baldur Lorange, for- stöðumaður Tölvudeildar. jafnframt því sem skilningur almennings á íslenskum landbúnaði og gildi hans fyrir þjóðarbúið verði aukinn. í þessu skyni munu BÍ annast útgáfu á margskonar faglegu upplýsingaefni fyrir bændur, en jafnframt stunda öfluga kynningar- og útgáfustarfsemi til að kynna málefni landbúnaðar. Tölvudeild Tölvudeild BI rekur og viðheldur tölvu-, upplýsinga-, skýrsluhaldskerfi og gagna- grunnum BI. Tölvudeildin skal leitast við að tölvu- og sam- skiptatækni sé ætíð nýtt til hagræðis og til að halda uppi úrvals þjónustu við starfsfólk og félagsmenn BÍ. Tölvudeild BI annast jafnframt þjónustu og ráðgjöf við bændur og bún- aðarsambönd/leiðbeininga- miðstöðvar á sviði upplýsinga- tækni eftir því sem ákveðið verður að bjóða upp á slíka þjónustu af hálfu BI. Forritaþróun á vegum BÍ heyrir undir tölvudeildina. Fjármál og skrifstofa Fjármál og skrifstofa annast alla daglega fjármála- umsýslu, rekstur skrifstofu og starfsmannamál. Fjármálasvið sér um bókhald samtakanna, fjárreiður og sér til þess að varsla fjármuna skili hámarks- ávöxtun. Fjármálasvið hefur umsjón með greiðslum sam- kvæmt búvörasamningum í samræmi við fyrirmæli félags- sviðs. Jafnframt sér fjár- málasvið um skrifstofuþjón- ustu er stuðli að aukinni skil- virkni starfsmanna og mark- vissari vinnubrögðum. Fjár- málasvið hefur einnig með höndum ráðningar og þjálfun starfsmanna auk samninga við þá og launagreiðslur. Gunnar Hólmsteins- son, for- stöðumaður skrifstofu og fjármála. Búnaöarþing Stjórn Bl Félagssvið Félagsmál Framleiðslu-, verðlags og kjaramál Búvörusamningar og umsjón með búvörustjórn Hagtölusöfnun og úrvinnsla. Framkvæmdastjóri Ráögjafarsviö Forysta um þekkingaröflun og skipulag ráðgjafar í landbúnaði. Þróun hjálpargagna fyrir ráðgjafarstarf og einstaklings- ráðgjöf í sumum greinum Umsjón með búfjár- ræktarstarfi og starfsemi s.s. Nautastöð BÍ og Byggingarþjónustu BÍ. Útgáfu- og kynningarsviö Utgáfa á blöðum og tímaritum Bændasamtaka íslands. Samskipti við fjölmiðla, skóla og kynning á málefnum landbúnaðarins á opinberum vettvangi. Fjármál og skrifstofa Skrifstofuþjónusta, bókhald og fjárreiður vegna BÍ. Bókhald og fjárreiður vegna opinbers stuðnings við landbúnaðinn. Eignaumsýsla og starfsmannamál. Tölvudeild Upplýsingakerfi, gagnagrunnar, tölvuþjónusta og forritaþróun. Tölvu- og skýrsluhaldskerfi.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.