Bændablaðið - 03.05.2000, Blaðsíða 5

Bændablaðið - 03.05.2000, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 3. maí 2000 BÆNDABLAÐIÐ 5 Um „ppinsip” og íslenskan landhúnaO „Maður verður að hafa prinsip“ sagði gamall maður og larndi í borðið. Mér er þetta minnisstætt þar sem ég sat sem lítill drengur og hlustaði á mér vitrari mann. Þama sat hann veðurbarinn og lífsreynslan skein úr hverjum andlitsdrætti. Eg skildi þetta ekki alveg á þessum tíma enda orðið erlent en auk þess var ég of ungur til þess að skilja hugtakið. Skilningurinn kom svo smám saman og seinna sá ég það í bókum um markaðsfræði að eitt það mikilvægasta í markaðsstarfsemi er að hafa stefnu og vera henni trúr. Hafa „prinsip" eins og gamli Engu að síður eykst stöðugt salan á henni. Ef íslenskir neytendur vilja áfram njóta þeirra forréttinda að geta gætt sér á úrvals landbúnaðar- vörum verða þeir að vera sjálfum sér samkvæmir og sniðganga ekki innlenda framleiðslu. Bœndur Það em mörg rök sem færð hafa verið fyrir framleiðslu landbúnaðar- vara á Islandi. Aðalrökin em þau að þær em framleiddar úr bestu fáan- legu hráefnum í hreinni íslenskri náttúm. Núverandi landbúnaðarráð- herra tók svo sterkt til orða í sjón- varpsviðtali að erlendis gengu menn hræddir að matarborðum. Ekki ætti þessi skoðun hans að hafa krabbameini og fleiri alvarlegum sjúkdómum. I áburði Áburðarverk- smiðjunnar hf er magn kadmíns með því lægsta, ef ekki það lægsta, sem þekkist í tilbúnum áburði í heiminum. Hins vegar er sá áburður sem mest ber á hjá kaupfélögunum frá mengaðasta landbúnaðarlandi Evrópu, Hollandi. Þessi áburður inniheldur þungmálminn kadmín í svo miklu magni að það fer langt yflr mörkin um vistvæna fram- leiðslu. Ætla má að notkun hans í eitt sumar mengi jafnmikið og notk- un áburðar frá Áburðarverk- smiðjunni hf í hálfa öld. Bændur sem nota þennan áburð geta því engan veginn verið trúverðugir í augum neytenda sem eru að kaupa íslenskar landbúnaðarvörur í þeirri trú að þær séu hreinni og ómengaðri en erlendar landbúnaðarvörur. Kaupfélögin Kaupfélögin félög í eigu bænda. Þau byggja Eins og alltaf eru það stærstu kaupfélögin sem móta stefnuna en þau minni fylgja á eftir. I stóru kaupfélögunum eru stjómendur ekki í sama návígi við bændur og í þeim minni. Þeir virðast líta meira á kaupfélögin sem sjálfstæðar rekstr- areiningar óháðar bændum sem og öðrum. Það er greinilegt að verslun- arrekstur þessara kaupfélaga hefur nú allan forgang en ekki rekstrar- grundvöllur íslenskra bænda. Þau láta sér ekki lengur nægja að selja erlendan mengaðan áburð og grafa þannig undan grundvallarforsend- um íslensks landbúnaðar sem er hreinleiki og íslensk framleiðsla. Þau em farin að einbeita sér að þvf að flytja inn og selja erlendar landbúnaðarvörur. Að Kaupfélag Ámesinga skuli auglýsa spænska jógúrt með stórri auglýsingu á baksíðu Sunnlenska fréttablaðsins sýnir svo ekki verður um villst mjög mikla áherslubreytingu. Þessi stefnubreyting margra kaupfélaga er svo sem ekki ný af nálinni. Þau hafa um langt skeið verið í ýmiss konar rekstri sem kemur landbúnaði í sjálfu sér ekkert við. Bændur hafa hins vegar þurft að borga brúsann, nú síðast þegar Kaupfélag Þingeyinga fór út í timb- urvinnslu. Sala og dreifing áburðar er hins vegar landbúnaði, og þar með kaupfélögunum, viðkomandi. Því vom þau efst á óskalista Áburðarverksmiðjunnar hf yfir samstarfsaðila þegar tekið var í notkun nýtt fyrirkomulag á dreif- ingu áburðar til mikils spamaðar fyrir bændur. Þegar Áburðarverksmiðjan hf var auglýst til sölu myndaði Áburðarsalan Isafold hf bandalag við nokkur kaupfélög um kaup á verksmiðjunni. Þeim tókst ekki ætlunarverk sitt en í kjölfarið mátti ráða af fréttum að þessi kaupfélög hefðu tekið stefnuna á innflutn- ing. Enda kom það íljótt í ljós í sjómaðurinn sagði. Því geri ég þetta ai umtalsefni að þessum ummælum hefur oft skotið upp í kollinn á mér þegar ég hef orðið var við ósamræmi í athöfnum manna, nú síðast þegar ég hef verið að lesa blaðagreinar um innflutning á landbúnaðarvömm. I þessum grein- um er meðal annars bent á stóraukna neyslu hérlendis á erlend- um mjólkurvömm og vakin er at- hygli á því, að Kaupfélag Ámesinga er farið að leggja meiri áherslu á að selja spænska jógúrt en íslenska. Manni verður einfaldlega spum: Em íslenskir neytendur sjálfum sér samkvæmir? Hver er stefna kaupfélaganna og bænda? Hafa menn einhveija stefnu og er henni fylgt eftir? Neyíendur Það vantar ekki að íslenskir neytendur vilja íslenskar landbún- aðarvömr enda hafa menn í gegnum tíðina treyst íslenskum bændum til þess að framleiða hreina og ómeng- aða matvöm. Samkvæmt skoðana- könnun vilja neytendur ekki kyn- bæta kýmar því íslenska landnáms- kýrin gefur af sér mjög heilsusam- lega mjólk. En íslenskir neytendur em ekki sjálfum sér samkvæmir. Um leið og þeim bjóðast danskar nautalundir og spænsk jógúrt stökkva þeir til og gleyma öllum „prinsipum". Skiptir þar engu þótt á undanfömum ámm hafi hvert land- búnaðarhneykslið rekið annað í Evrópu (Bretlandi, Belgíu og nú síðast Frakklandi) sem maður skyldi ætla að ætti að státa af fyrirmyndar matvælaframleiðslu. Þá kemur fram í eirtni af áður- nefndum blaðagreinum að spænska jógúrtin er „G-vara“ en íslenska jógúrtin inniheldur lifandi gerla og engin bindiefni. Þessar tvær vöm- tegundir em því ekki sambærilegar. Við þetta bætist, að á spænsku jógúrtina er lagður skattur og því er húr. dýrari en fslenska jógúrtin. breyst við það að veikjast af matareitmn í opinberri heim- sókn í Kína. Önnur mikilvæg rök em stuðningur við innlenda framleiðslu og í þriðja lagi mætti nefna mikilvægi þess að viðhalda byggð í landinu. I raun tel ég hreinleika ís- lenskra landbúnaðarvara vera eitt af lykilatriðum í góðri heilsu Islend- inga. Neysla þeirra skilar sér því í lægri útgjöldum til heilbrigðismála og meiri vellíðan. Þegar menn tala um að spara megi miljarða með því að flytja inn landbúnaðarvömr verða þeir að taka allt með í reikn- inginn. Bændur hafa haldið öllum þessum þremur rökum hátt á lofti enda miklir hagsmunir í húfi. En em þeir sjálfum sér samkvæmir? Því miður á það ekki við um þá alla. Ýmsir bændur hafa ákveðið að kaupa erlendan áburð í stað hreins íslensks áburðar. Þetta er þeim mun einkennilegra þar sem íslenski áburðurinn hefur í 45 ár verið í stöðugri aðlögun að íslenskum að- stæðum og í þeirri þróun hafa bænd- ur og ráðunautar ráðið ferðinni. Að mati undirritaðs em gæði íslenska áburðarins því ótvíræð umfram þann erlenda og kaup á erlendum áburði þess vegna ekki réttlætanleg með íjárhagslegum rökum þegar allt er teicið með í reikninginn. Slag- orðið ,Jslenskt já takk“ virðist því ekki eiga upp á pallborðið hjá þeim bændum sem kaupa erlendan áburð. En vilja þeir samt halda íslenskum landbúnaðarvömm eins hreinum og ómenguðum og kostur er? Allur fosfóráburður inniheldur þungmálminn kadmín, en í mis- miklum mæli þó. Kadmín veldur afkomu sína mikið á fram- leiðslu og sölu íslenskra land- búnaðarvara og eiga fyrst og fremst að vera þjónustufyrirtæki við bændur. I stjómum þeirra em forystumenn í hópi bænda. Maður skyldi því ætla, að þama væm markmiðin skýr um íslenska fram- leiðslu og hreinar landbúnaðarvömr þótt einstaka menn létu freistast til þess að hlaupa út undan sér. En því er öðm nær og raunar þvert á móti í sumum tilvikum. Nokkur kaupfélög hafa hafið mikla herferð í innflutn- ingi á áburði án þess að skeyta nokkuð um innihald hans og gæði. Dæmi er um að þau hafi beitt mjög vafasömum viðskiptaháttum eins og að skrökva til um eiginleika útlenda áburðarins. Þessu til viðbótar er stöðugt ' meiri áhersla lögð á innflutt fóður og því hlýtur að koma að því að neytendur segi sem svo. „Ef íslensk- ar landbúnaðarvömr em framleidd- ar úr jafnmenguðum aðfongum og erlendar landbúnaðarvömr emm við þá eitthvað betur settir með þær ís- lensku?" Einn kaupfélagsstjóri sagði ný- lega á fundi með bændum að hann sæi ekki fyrir sér áburðar- og fóður- framleiðslu hérlendis eftir 3 - 5 ár. Ekki spáði hann fyrir um íslenskar landbúnaðarvömr. Mikil áhersla þessara kaupfélaga á innflutning áburðar, fóðurs og landbúnaðarvara verður varla skilin öðmvísi en svo að þau hafi afskrifað íslenska bændastétt. Nema þau viti ekki lengur hveijum þau eiga að þjóna. viðræðum við fulltrúa þeirra, að þau höfðu engan vilja til samstarfs við Áburðarverksmiðjuna. Nú er ljóst, að það stefnir í stóraukinn inn- flutning á áburði. Ástæðan er fyrst og fremst sú að mörg kaupfélög ákváðu að snúast gegn eina inn- lenda áburðarframleiðandanum og um leið varpa fyrir róða markmiðinu um hreinar landbúnaðarvömr. Það kemur svo í ljós núna í byijun sumars hver afstaða bænda er. Aburðarverksmiðjan hf Forráðamenn Áburðarverksmiðj- unnar hf gerðu sér vel grein fyrir því, að ætti framleiðslan að standa undir sér þyrfti verksmiðjan eins og hingað til að njóta stuðnings mikils meirihluta bænda. Enda nýtur verksmiðjan hvorki opinberra styrkja né tollvemdar. Þeim var þó einnig ljóst, að með því að leggja niður framleiðsluna og snúa sér eingöngu að innflutningi á áburði þyrfti afkoma fyrirtækisins ekkert að skaðast. Þetta á ekki síst við nú þegar gjaldmiðlamir í Evrópu hafa fallið mikið í verði á sama tíma og kostnaður hérlendis hefur hækkað vemlega. Þá hefur áburðarverð í Evrópu verið svo lágt að þarlend áburðarfyrirtæki em rekin rneð miklu tapi. Allt hefur þetta skert samkeppnisstöðu Áburðar- verksmiðjunnar hf um allt að 30% á síðustu misserum. Það em fáir ef nokkir jafnvel til þess að fallnir að flytja inn áburð og Áburðarverksmiðjan hf. Hún býr yfir mestri þekkingu á áburði, nefur sína eigin höfn og gott geymslu- svæði nálægt stærsta markaðssvæði landsins. Hún getur einnig flutt inn í lausu og sekkjað á staðnum. Síðast en ekki síst getur verksmiðjan látið framleiða eftir eigin uppskriftum þann áburð sem þróaður hefur verið fyrir íslenskar aðstæður og þannig líkt best eftir eigin áburði hvað varðar gæði og hreinleika. Áburður Áburðarverksmiðjunn- ar hf hefur hins vegar mikla sérstöðu í samanburði við erlendan tilbúinn áburð. Aðeins 35% af þyngd hans er innflutt hráefni og þá valið það besta sem völ er á. 65% em hrein íslensk efni og við fram- leiðsluna er notuð hrein endumýjan- leg orka. Mér er því til efs að það fyrirfinnist vistvænni áburður en sá áburður sem framleiddur er í Áburðarverksmiðjunni hf. Enda er það svo að þeir sem til þekkja vilja fá hann viðurkenndan í lífræna framleiðslu. Það er því ljóst, að áburður Áburðarverksmiðjunnar hf skiptir miklu máli varðandi hrein- leika íslenskra landbúnaðarvara. Ekki þarf að velkjast í vafa um að með innfluttum áburði minnkar sérstaða íslenskra landbúnaðarvara hvað varðar hreinleika. Ef við það bættist að innlend fóðurframleiðsla leggðist af væri sérstaða íslenskra landbúnaðarvara orðin enn minni. Forráðamenn Áburðarverksmiðj- unnar hf litu því á það sem hag bænda og verksmiðjunnar til lengri tíma litið, að halda áfram að fram- leiða áburð meðan þess væri nokkur kostur. Lokaorð Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. íslenskur landbúnaður hefur verið í mikilli vöm undanfarin ár. Islenska ullin hefur einstaka eig- inleika en samt sem áður emm við að verða búin að glata okkar mörkuðum fyrir hana. Illa gengur að afla erlendra markaða fyrir íslenskt lambakjöt þrátt fyrir að það eigi sér ekki sinn líka. Kvóti er á mjólkur- framleiðslu þrátt fyrir heilnæmi íslenskra mjólkurafurða. Sum kaupfélög, og margir bændur hafa gefist upp á grundvallarforsendum um íslenska framleiðslu og hreinar afurðir. „Maður verður að hafa prinsip“ eins og maðurinn sagði forðum. Bændur verða að líta í eigin barm og spyija sjálfa sig hver og einn. „Er ég sjálfum mér samkvæmur og tilbúinn að snúa vöm í sókn?“ Bændur verða jafnframt að tryggja að stefna kaupfélaga sé í samræmi við hagsmuni íslensks landbúnaðar. Til þess vom þau stofnuð. Fyrirtæki sem þjóna bændum verða að gera sér grein fyrir því að þeirra hagur er öflug og vel stæð bændastétt og því verða þau í stefnumótun sinni að taka mið af hagsmunum bænda. Að lokum vil ég hvetja til þess að forystumenn bændasamtakanna, fyrirtæki sem byggja afkomu sína á viðskiptum við bændur og stjómvöld taki höndum saman um mótun nýrrar landbúnaðarstefnu. Sú stefna á að byggjast á sókn en ekki vöm. Rétt eins og framleiðendur íslenskra sjávarafurða hafa haslað sér völl erlendis með því að standa saman, eiga framleiðendur íslenskra landbúnaðarafurða að geta gert slíkt hið sama. Ef menn taka ekki strax til hendinni er það líldega um seinan. En nú er líka einstakt lag. Búið er að gera nýjan búvörusamning við sauðfjárbændur til 7 ára og samn- ingur við kúabændur gildir til ársins 2005. Bændur hafa því skýran ramrna til að vinna eftir. Þann 1. júlí síðastliðinn tók Landbúnaðar- háskólinn á Hvanneyri til starfa og því má segja að menntamálin séu í góðum farvegi. I sumar verður mik- il landbúnaðarsýning, Bú 2000, sem gefur gott tækifæri til kynningar á íslenskum landbúnaði jafnt innan- lands sem utan. Og síðast en ekki síst höfum við nú landbúnaðar- ráðherra sem hefur sýnt, að hann bæði þorir, getur og vill. Bjarni Kristjánsson, framkvœmdastjóri Xburðarverksmiðjunnar.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.