Bændablaðið - 03.05.2000, Page 7

Bændablaðið - 03.05.2000, Page 7
Miðvikudagur 3. maí 2000 BÆNDABLAÐIÐ 7 Vinna við StaOardagskrá 21 og verktakavinna viO landshlutabundnn skógræktarverkeftiin Umhverfisbraut hefur verið starfandi við Garðyrkjuskóla nkisins síðan 1988. Gagngerðar breytingar hafa nú verið gerðar á Umhverfisbraut skólans og í tengslum við hana stofnuð Skógræktarbraut. Er bók- lega námið sameiginlegt fyrstu þijár annimar en á fjórðu og síðustu önn eru síðan kennd sérfög hvorrar brautar um sig. Hér er um starfsréttindanám að ræða og er það sem slíkt lánshæft hjá LÍN samkvæmt 20 ára reglunni. Nánari uppplýsingar um almenna uppbyggingu náms við Garðyrkjuskólann er að finna á heimasíðu skólans:/ reykir.is. I sameiginlegri bóklegri kennslu beggja brauta er lögð áhersla á vistfræði, náttúmumönn- un og náttúmauðlindir. Er í vist- fræðinni lögð áhersla á að nemendur öðlist þekkingu á uppbyggingu vistkerfa, helstu vistfræðilegu vandamálum Islands og hvaða vistfræðilegu forsendur þurfa að vera til staðar til þess að breyta megi auðn í frjósamt land. I náttúmumönnun er áherslan á umgengni við landið út frá því sem það þolir án þess að gengið sé nærri því. Að námi loknu er ætlast til að nemendur kunni skil á helstu þáttum í skipulagningu sumar- dvalastaða þ.m.t. tjaldstæði og önnur útivistarsvæði, ásamt göngu- stígagerð. Einng felur kennsla í náttúruumönnun í sér að nemendur geti að námi loknu verið færir um að meta ástand lands (landlæsi) ekki síst beitarsvæða og þekki til helstu úrræða við landgræðslu. I þessu námi er lögð áhersla á að nemendur öðlist þekkingu á helstu forsendum sjálfbærrar þróunar ekki síst með það í huga að náttúmauðlindir jarðarinnar em bankainnistæða hennar og að ekki má rýra höfuðstólinn. A fjórðu önn bóklega námsins er öll áhersla lögð á sértæka kennslu hvorrar brautar fyrir sig. Þeir nemendur sem valið hafa verknám Umhverfisbrautar sem undirbúning öðlast nú fæmi og þekkingu á sviði umhverfístækni. Einkum í helstu örvemstarfsemi í niðurbrotsferlum lífrænna auðlinda ásamt hringrásum helstu næringar- og stoðefna í endurvinnslu þeirra. Einnig er lögð mikil áhersla á að nemandinn öðlist þekkingu á lögum, reglum, hugtökum og verklagi við framkvæmd Staðardagskrár 21. Þannig að þeir sem útskrifast af þessari braut geti bæði stýrt og tekið þátt í því mikla starfi Staðardagskrár 21 sem nú er víðast að fara í gang hjá sveitar- félögunum. Einnig munu þessir nemendur geta stýrt moltugerð og meðferð lífrænna auðlinda sem sífellt verður mikilvægari ekki síst hjá sveitarfélögunum. Þessir nem- endur munu einnig kunna skil á uppbyggingu og viðhaldi útivistar- svæða ekki síst þeirra sem tilheyra „grænu trcflunum" sem flest bæjar- og sveitarfélög hafa skipulagt. Þeir nemendur sem valið hafa verknám Skógræktarbrautar sem undirbúning öðlast nú færni og þekkingu á sviði skógræktar þannig að þeir kunni að námi loknu skil á helstu þáttum sem lúta að verklegum framkvæmdum í skógrækt, verkstjóm og jarð- vinnslu og áburðargjöf. Þessir nemendur öðlast þjálfun í því að túlka skógræktaráætlanir og fylgja því verklagi sem ætlast er til við framkvæmd þeirra. Vegna landshlutabundinna skógræktar- verkefna sem nú fer fjölgandi, verður þessi þekking æ eftirsóttari og opnar leið fyrir margs konar verktakavinnu í sambandi við skógrækt. Einnig læra nemendur á þessari braut að þekkja þær plöntutegundir sem nýttar eru til skógræktar. Þeir læra lífmælingu trjáa ásamt grisjun og leiðum til nýtingar þess viðar sem til fellur við grisjun og við lokavinnslu. Má geta þess að verið er að skoða möguleika á því að nokkur hluti þessa verknáms geti farið fram við skógtækniskóla á Norðurlöndum. Steinunn Kristjánsdóttir, fagdeildarstjóri Skógrœktar- og Umh verfisbrauta NRF fósturvísar Dýralæknaráð leggnr fil að filraunainnfluhiingur verði heimilaður Nýverið skilaði dýralæknaráð til landbúnaðar- ráðherra umsögn uni erindi BÍ og LK um tilraunainnflutning á fósturvísum úr norska NRF- kúakyninu. í ítarlegri greinargerð ráðsins er lagt faglegt mat á umrædda beiðni BÍ og lagt er til að tilraunainnflutningur verði heimilaður að uppfylltum ákveðnum skilyrðum ráðsins. Að sögn Snorra Sigurðssonar, framkvæmdastjóra LK, er þessi niðurstaða dýralæknaráðsins mikilvægur þáttur, sem ætti að auðvelda landbúnaðarráðherra að taka ákvörðun í málinu. „í viðamikilli greinargerð ráðsins eru sett ýmis skilyrði sem eru nú til skoðunar hjá okkur og án efa hjá landbúnaðarráðuneytinu. Að öðru leyli vil ég ekki segja meira um málið að svo stöddu", sagði Snorri að lokum. m FASTEIGMAMIÐSTÖÐIIU M Skipholli 50B - Roykjavik - Sími 552 6000 - Fox 552 6005 IJŒS KAUP - SALA BÚJARÐIR Eins og undanfarin ár önnumst við milligöngu um kaup og sölu á bújörðum og framleiðslurétti. Verðmetum og veitum ráðgjöf. Getum bætt við jörðum á söluskrá. Póstsendum söluskrá yfir bújarðir Magnús Leópoldsson, löggillur fasteignosnli Alhliða fasteignasala, íbúðarhúsnœði, atvinnuhúsnœði, bújarðir og sumarhús LAMBAMERKI Litir á merkjunum eru samkvæmt reglum um varnarsvæði búfjár Bæjarnúmer er prentað á aðra hlið merkis Raðnúmer eru prentuð á hina hliðina Hægt er að fá stök númer eftir óskum Lambamerkin okkar eru íslensk framleiðsla Vinsamlegast sendið okkur skriflegar pantanir Plastiðjan Bjarg - Iðjulundur STARFSÞJÁLFUN / VERNDUÐ VINNA Dalsbraut 1,600 Akureyri Sími: 461 4606, fax: 461 2995 Netfang: pbi@akureyri.is Þorfinnur Þórarinsson nýr formaóur BSSL Þorflnnur Þórarinsson, bóndi á Spóastöðum í Biskupstungum hefur verið kjörinn formaður Búnaðarsambands Suðurlands. Hann tekur við formennsku af Bergi Pálssyni sem gegnt hefur starfinu síðan 1993. Þorfinnur hefur setið í stjórn BSSL í sjö ár. Út er komin nautaskrá 2000 sem Nautastöð Bændasamtaka ísl- ands gefur út. Skráin er nokkuð breytt frá því sem áður var og ætti hún nú að vera komin til búnaðarsambandanna, sem annast dreifíngu til bænda. Auglýsing um veitingu hagræðingar- og vöruþróunarstyrkja samkvæmt samningi um framleiðslu sauðfjárafurða frá 1. október 1995. Framkvæmdanefnd búvörusamninga auglýsir hér með eftir umsóknum um veitingu styrkja vegna hagræðingar og vöruþróunar við slátrun og vinnslu kindakjöts. Eftirtalin verkefni geta verið styrkhæf: a) Vöruþróun. Hvers konar vöruþróunarverkefni sem fela í sér úrvinnslu afuröa, s.s. brytjun og úrbeining í smásölupakka, þróun á unnum kjötvörum, t.d. söltun, farsgerð, hjúpun, formun, reyking og pylsugerð, þróun umbúða og þróun vinnslu aukaafurða. b) Starfsþjálfun. Kostnaður við starfsþjálfun, s.s. tímabundin ráðning sérhæfðs starfsfólks eöa ráðgjafa, skipulögð starfsþjálfun nýrra vinnubragða fyrir sláturtíö og þjálfun starfsfólks erlendis. c) Gæðastjórnun. Kostnaður vegna gæðaverkefna, s.s. tímabundin ráöning gæðastjóra í sláturtíð og uppsetningu gæðakerfa. d) Hagræðing. Skilgreind hagræðingarverkefni sem fela í sér lækkun sláturkostnaðar. Sláturleyfishafar geta sótt um styrki vegna verkefna sem lýst er í a, b, c, og d lið en kjötvinnslur um styrki vegna verkefna sem lýst er í a lið. Frestir til að skila umsóknum og afgreiðsla þeirra árið 2000 skulu vera sem hér segir: Fyrri skilafrestur 1. júní og afgreiðsla þeirra 1. júlí. Seinni skilafrestur 1. ágúst og afgreiðsla 1. september. Umsóknir skal senda til Framkvæmdanefndar búvörusamninga, landbúnaðarráðuneytinu, Sölvhólsgötu 7, 150 Reykjavík, sem tekur ákvörðun um styrkhæfi verkefnisins. Þar er ennfremur unnt að fá nánari upplýsingar og þær reglur sem unnið er eftir. Reykjavík, 30. mars 2000 Framkvæmdanefnd búvörusamninga

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.