Bændablaðið - 03.05.2000, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 03.05.2000, Blaðsíða 8
8 BÆNDABLAÐIÐ Miðvikudagur 3. maí 2000 Land og synir í lútfmanum? Nýtt mjólkurvinnslufyrirtæki á Norðuriandi, fortíð, aðdragandi, samningar, staða og framtíð. Hér á eftir iangar mig að fjalla í nokkrum orðum um aðdragand- ann og stöðuna eins og málin horfa við frá mínum sjónarhóli. Fortíðin Bændur hér í Eyjafirði stofnuðu félag til vinnslu mjólkur hér í héraði fyrir meira en 70 árum og KEA sá um rekstur þess frá upp- hafi. A síðasta áratug, þegar fyrir- komulag um greiðslur (uppgjör) á mjólk breyttust fengu framleiðend- ur greiddan út stofnsjóð sinn í samlaginu á nokkrum árum og frá þeim tíma hafa talsmenn KEA sagt: KEA á samlagið, en fulltrúar okkar bænda hafa alltaf sagt: nei við eigum samlagið. Við fram- leiðendur verðum að horfast í augu við staðreyndir og viðurkenna fyrir okkur að með löglegum, en siðlausum hætti, náði KEA sam- laginu til sín án þess að borga fyrir það krónu, en á sama tíma sátum við og forsvarsmenn okkar með hendur í skauti og gerðum ekkert til þess að breyta þessari at- burðarás. Það má segja að annars vegar ósamkomulag hjá okkur framleiðendum og síðan trú okkar á því að kaupfélagið okkar gætti okkar hagsmuna í hvívetna hafi gert það að verkum að ekkert var gert af okkar hálfu. Aðdragandi A allra síðustu árum hafa átt sér stað miklar breytingar í íslensku efnahagslífi, allar forsendur hafa breyst og rekstur fyrirtækja byggj- ast nú á því að þau standi sig í heil- brigðri samkeppni. KEA hefur ekki farið varhluta af þessum breytingum og hefur þess vegna verið unnið að því að undanfömu að færa rekstur KEA yfir í hlut- afélög. í aðdraganda að þessari hlutafélagavæðingu hefur alltaf verið stutt í þessa umræðu; um spuminguna hver á mjólkursam- lagið? A ársfundi NBE þann 23. mars 1999 var samþykkt eftirfarandi ályktun: „Ársfundur Nautgriparáðs Búnaðarsambands Eyjafjarðar fyr- ir árið 1999 felur stjóm að vinna að stofnun félags um rekstur eins fyrirtækis í mjólkuriðnaði á Norður- og Austurlandi sem verði í meirihlutaeigu framleiðendasam- vinnufélags mjólkurfram- leiðenda.“ Áður en þessi samþykkt átti sér stað vom komnar á viðræður milli bænda og KEA um þessi mál og var þessi samþykkt því innlegg framleiðenda í þessar viðræður um þátttöku mjólkurframleiðenda í stofnun hlutafélags um mjókur- vinnslu. Inn í þetta, með óbeinum hætti, koma síðan þau áföll sem KÞ varð fyrir vorið 1999. „Samningar“ I upphafi þessa árs var gert kunn- ugt að tilbúin væm drög að samn- ingi sem gera ráð fyrir því að bændur eignist 34% og KEA 66% hlut í félagi sem á að stofna um mjólkurvinnslu í Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslum. Til þess að bændur eignist 34% hlut þurfa þeir sem hafa 99% af framleiðslurétti, eða meira, að gera viðskiptasamn- ing við framleiðslusamvinnufélag bænda sem á að stofna, ef hlut- fallið fer niður fyrir 85% verður eignarhlutur bænda 0%. Kynning í febrúar vom haldnir þrír fundir þar sem samningamenn bænda kynntu samningsdrögin og hvöttu menn eindregið til þess að fallast á þau þar sem ekki væri hægt að komast lengra með eignarhlut í félaginu. Á þessum fundum komu fram miklar óánægjuraddir einkum varðandi eignarhlut framleiðenda, hina miklu skuldsetningu félagsins og þær kvaðir sem em um teng- ingu viðskiptasamninga og eignar- hlutans. Staða málsins Hjá KEA: Stjóm KEA fékk til þess heimild á aðalfundi nú í apríl að ganga frá samningi á grandvelli þessara draga og leggja samning síðan fram á framhaldsaðalfundi í júní næstkomandi. Hjá bændum: Eins og málin vom lögð fyrir á kynningarfundun- um em næstu skref óljós, ekkert plan eða dagskrá var lögð fram til þess að vinna eftir, en sennilega þarf næst að stofna formlega fram- leiðslusamvinnufélag og síðan eiga bændur að gera viðskipta- samning við það. Saman: Samlag með allt að 34% hlutafjáreign bænda verður til. Forsendur samningaviðrœðna Áður en lengra er haldið er rétt að gera sér grein fyrir því að þrjár megin forsendur KEA í hlutafélag- avæðingu hljóta að hafa verið a) að ná sem mestu fé út út hverri ein- stakri einingu sem það átti og/eða var með í rekstri b) að þau hlut- afélög sem það stofnar verði með sem líkasta eiginfjárstöðu c) að ná samkomulagi við bændur þ.e. að þeir hætti að tuða um það að þeir eigi samlagið og að þeir verði sæmilega sáttir við þá niðurstöðu sem næst í málinu. Forsendur bænda vom að eign- ast meirihluta í félaginu, helst bæði eigna- og stjómunarlegan. Niðurstaða? KEA menn mega vera sæmilega sáttir við stöðu mála, þeir hafa náð fram flestum efnahags- og rekstr- arlegum markmiðum sínum. Þeir hljóta samt að hafa nokkrar áhyggjur af samkeppnisstöðu nýja mjólkurvinnslufyrirtækisins vegna mikillar skuldsetningar. Búast má við að þeir líti hins vegar svo á, að á nokkrum árum muni fymast yfír þá óánægju sem kraumar undir niðri hjá mörgum framleiðendum. Framleiðendur eru hinsvegar klofnir í þrjá hluta a) þeir sem telja að náð hafi verið því sem hægt var að ná b) þeir sem telja að þeir eigi engan annan kost en að gera viðskiptasamning, jafnvel þótt þeir séu ósáttir c) þeir sem em andsnúnir samningsdrögunum og vilja ekki gera viðskiptasamning. Framleiðendur sitja því nú flestir með hendur í skauti og bíða eftir næsta „leik“ í ferlinu sem er sennilega stofnun framleiðenda- samvinnufélagsins. Þar verður okkur réttur pakki með viðskipta- samningi og lögum félagsins þar sem okkur verður sagt að ef við gemm ekki viðskiptasamning fáum við ekki að vera með og ekki sé hægt að tryggja að hægt sé að taka á móti framleiðsluvörum okk- ar, aðeins ef það er hagkvæmt fyrir I félagið. Að annarri niðurstöðu er erfitt að komast ef lesin em þau drög að lögum fyrir framleiðenda- samvinnufélagið sem liggja fyrir. Vangaveltur Þegar staðan er orðin þannig að þeir sem hafa valist til forystu fyrir okkur bændur koma okkur í þá stöðu að sumir þora ekki annað en að skrifa undir það sem að þeim er rétt, þá hlýtur eitthvað að vera að. Forsvarsmenn okkar áttu að setja sér skýr markmið í samræmi við ályktunina frá í mars 1999 og fá til liðs við sig „sérfræðinga" til þess að standa jafnfætis við KEA í samningaviðræðunum. Það er ekki traustvekjandi að sjá ummæli sem þessi höfð eftir einum af samnin- gamönnum bænda „...skuldin við KEA er ígildi víkjandi láns og KEA mat það þannig að slíkt lán væri í lagi og að samlagið gæti staðið undir því...“ (Bændablaðið 11. apríl 2000). Það verður líka að teljast ákafl- ega óheppilegt að einn þeirra manna sem kom að samningnum fyrir hönd bænda og hefur síðan verið helsti talsmaður við kynn- ingu á samningsdrögunum er var- amaður í stjóm KEA og þar að auki ekki mjólkurframleiðandi! Það er furðulegt, svo ekki sé meira sagt, að okkar menn hafi ekki lagt það niður fyrir sér hvem- ig ætti að halda málinu áfram þeg- ar viðræðum við KEA væri lokið. Það kom að minnsta kosti ekki fram á kynningarfundunum. Nú heyrist því fleygt að við eigum að fá atkvæðaseðil með mjólkurbílnum! Um hvað eigum við að greiða atkvæði? Það er eng- inn samningur til, aðeins drög, og við mjólkurframleiðendur höfum engan lögformlegan gmndvöll þar sem við getum tekið afstöðu. Það átti fyrir löngu að vera búið að stofna framleiðendasam- vinnufélag allra framleiðenda á svæðinu og setja því lög og reglur. Stjórn þess félags átti síðan að yf- irtaka viðræður við KEA menn og leiða þær til enda í samræmi við samþykktir félagsins og með bein- um stuðningi félagsmanna og þar hefðu félagsmenn síðan tækifæri til þess að taka afstöðu með lögformlegum hætti. Eitt stórt áhersluatriði bænda í viðræðunum við KEA var að gera það mögulegt að framleiðendur með tíð og tíma geti keypt KEA út úr hinu nýja félagi, og þannig er gengið frá því í samningsdrögun- um að það á að vera hægt. Því miður hafa engar raunhæfar tillögur verið kynntar um það með hvaða hætti þetta geti gerst og fljótt á litið virðist þetta því miður vera draumsýn. Á kynningarfund- unum kom það fram að hugsanleg- ur möguleiki væri að nota arðgreiðslu til félagsins til þess að fjármagna kaup framleiðenda á hlut KEA. Það er þá til þess að taka að áður en arðgreiðslur koma til greina þarf að tryggja fram- leiðendum sambærilegt verð og það sem best gerist annars staðar og greiða vexti og afborganir af skuldinni við KEA. 10% arðgreiðsla á ári mun skila fram- leiðendasamvinnufélaginu ca. 12,0 milljónum nettó og þá á eftir að draga frá ca. 4.0 milljónir sem má áætla kostnað af því „batteríi" sem á að setja upp utan um rekstur framleiðendasamvinnufélagsins. Þá er ekki mikið eftir til þess að fjármagna kaup stórra hluta. Hver ber kostnaðinn af rekstri framleiðendasamvinnufélagsins ef enginn arður er greiddur til þess? Þá má líka geta þess að KEA kemur til með að sjá um alla fjármálalega stjómun nýja mjólkurfélagsins! Fleiri vangaveltur Á kynningarfundunum í febrúar og í umræðunni síðan þá hefur komið greinilega fram að margir í þéttbýlinu em mjög ósáttir við það að bændur eignist hlut í nýju mjólkursamlagi, það sé verið að gefa bændum eitthvað. Þetta er sennilega að hluta til vegna þess að ekki hefur komið nógu vel fram að samlagið hefur verið mjólkurkýr KEA á undanfömum ámm, það er að segja KEA sjálft hefur notið þess að vel hefur gengið en ekki bændur. Á þeim áratug sem nú er að líða hefur KEA tekið beint út út rekstrinum um 1 milljarð króna til viðbótar við árlegar arðgreiðslur af eigin fé samlagsins til KEA, verð til bænda hér á svæðinu hefur ekki verið hærra en annars staðar á sama tíma. Á sama tíma hafa fyr- irtæki í samkeppni við samlagið „fyrir sunnan“ byggt upp eig- infjárstöðu sína og verður staða þeirra þannig miklu betri en nýja félagsins bæði til að mæta sam- keppni innanlands og ekki síst í samkeppni við innflutning og fyr- irsjáanlegar sviptingar eftir inngöngu Islands í EB. I þessu sambandi er nauðsynlegt að taka það fram að skuldir Mjólkursam- lags KEA í árslok 1998 voru 359 milljónir, en skuldir nýja mjólkurfélagsins em 1.157 milljónir! Forsvarsmenn KEA verða líka að gera sér það ljóst að það er ekki traustvekjandi, í ljósi yfirlýsinga um að félagið muni í framtíðinni greiða „samkeppnisfært verð“ þeg- ar KEA svarar 3 krónu viðbót á innlagt kíló sunnanmanna vegna síðasta rekstrarárs með því að greiða 3 krónur úr rekstri þessa árs þ.e. ársins 2000. Þetta er svolítið undarleg ráðstöfun þar sem þessi greiðsla er vegna framleiðslu síðasta rekstrarárs. Framtíðin Er engu hægt að breyta eða hvað? Nei svo slæmt er það ekki, en til þess að það sé hægt verða menn að bretta upp ermar og ganga til verka. Það sem þarf að gera til þess að betri sátt náist er þrennt: a) stofna framleiðendasamvinnufélag sem gerir félagsmönnum sínum kleift að eiga viðskipti við félagið án þvingana b) í samningi KEA við óstofnað félag bænda falli út ákvæði um lækkandi eignarhlut, heldur standi ákvæðið um 34% eignaraðild án frekari kvaða c) það komi greinilega fram að skuld félagsins við KEA sé víkjandi lán og það liggi fyrir að hún falli niður, og hvemig, ef ekki tekst að greiða hana niður. Það er mín einlæg von að báðir aðilar beri gæfu til þess að setjast saman yfir málin að nýju og leysa þá hnúta sem em ennþá óleystir og spilla nú samskiptum þeirra sem þurfa að vinna saman. Hörður Snorrason, Hvammi, Eyjajjarðarsveit útMJJfftílíjílá) iltó? ígrí »fWMWWHIC

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.