Bændablaðið - 03.05.2000, Side 14

Bændablaðið - 03.05.2000, Side 14
14 BÆNDABLAÐIÐ Miðvikudagur 3. maí2000 Skólabúðir hafa verið starfræktar fyrir grunnskólabörn að Reykjum í Hrútafirði í 12 ár: „Mikill grundvöllur fyrir skólabúðum hér ó landi" Skólabúðir hafa verið reknar að Reykjum í Hrútafirði undanfarin tóif ár. Þar koma krakkar úr grunnskólum landsins og njóta kennslu, samveru og útiveru í vikutíma. Þarna fræðast börnin um landbúnað, fara í heimsókn á sveitabæ, fara í gönguferðir og stunda íþróttir. Bændablaðið leit í heimsókn í búðirnar og ræddi við Einar Bjarka Sigurjónsson skólastjóra að Reykjum. Þegar blaðamaður kom á staðinn á nöprum en björtum þriðjudagsmorgni voru börnin að tína í sig morgunmat, sem samanstóð af komflögum og brauði. „Við leggjum mikla áherslu á að vera með hollan og góðan heimilismat, en hann er því miður á undanhaldi á mörgum heimilum í þéttbýli," sagði Einar. Þama vom í skólabúðum rúmlega 80 böm frá Breiðholtsskóla og Hlíðarskóla í Reykjavík og Skútustaðaskóla í Mývatnssveit. Bömin komu því úr ólíku umhverfi, sum hagvön til sveita en önnur höfðu jafnvel aldrei komið á sveitabæ áður. Þau höfðu komið að Reykjum daginn áður og skipulögð dagskrá byrjaði þennan dag. Öll bömin söfnuðust saman í íþróttasal skólans kl. níu þar sem Pálmi Vilhjálmsson íþróttakennari sá um að hrista hópinn saman með óhefðbundinni leikfimi. Krökkunum var skipt í þrjá hópa og vom þeir síðan hvor í sínu prógramminu næstu þrjá daga. Athygli vakti að þegar sagt var hvaða hópur átti að fara. í heimsókn á sveitabæ fóru hinir hóparnir strax að spyrja hvort þeir fengju ekki að fara í sveitina líka, þannig að það ríkti greinilega nokkur eftirvænting meðal bamanna til þess hluta dvalarinnar. Einum hópnum var skipt í tvennt, og fór annar hlutinn í heimsókn á Tannstaðabakka meðan hinn fékk fræðslu um landbúnað. Síðan skiptu þessir tveir hópar um hlutverk. Heimsókninni á Tannstaðabakka er gerð nánari skil hér annars staðar í blaðinu. I landbúnaðarfræðslunni sagði kennarinn Alda Stefánsdóttir þeim frá ýmsum greinum landbúnaðarins og börnin unnu verkefni og svöruðu spumingum sem tengdust landbúnaði. Auk alls þessa taka bömin nokkra leikfimitíma, fara í fjöruferðir og skoða það sem þar er að finna, læra ýmsa gagnlega hnúta og ef vel viðrar er farið með þau á bát út fjörðinn. Þá skoða þau byggðasafnið sem er á staðnum og læra þar m.a. um hvemig hlutirnir vom gerðir áður fyrr til sveita. Þá eru kvöldvökur á hveiju kvöldi sem krakkarnir sjá að miklu leyti um sjálf og síðasta kvöldið er haldið diskótek. Lögð er mikil áhersla á að gera kennsluna óhefðbundnari og öðmvísi en þau eiga að venjast í skólunum heima fyrir. Einar Bjarki hefur stjómað þessum skóla í sex ár. „Þessar skólabúðir eru aðallega ætlaðar börnum í 7. bekk en í fámennari skólum koma fleiri árgangar saman. Þetta hefur notið gríðarlegra vinsælda og það komast færri að en vilja. Það er því full þörf á svona skólabúðum hér á landi,“ segir hann. Viðbrögðin hafa verið góð bæði hjá börnunum og kennurunum að sögn Einars. „Kennarar eru mjög stoltir yfir að geta komið með börnin hingað og þau hafa oft sýnt okkur þakklæti líka,“ segir hann og því til stuðnings sýnir hann blaðamanni bréf frá einum skólanum þar sem þakkað var fyrir frábæra viku. Einar segir að oft þurfi að takast á við ýmis vandamál. „Stundum em krakkarnir að fara að heiman í fyrsta skipti og það er töluvert átak fyrir þau. En krakkamir kynnast vel þama og oft er kvaðst með támm þegar vikan I 1 ** “ fjÁmi Einar Bjarki Sigurjónsson, skóla- stjóri skólabúðanna að Reykjum í Hrútafirði. er .á enda. Það er einnig nokkuð um að krakkarnir haldi sambandi eftir dvöl hér og hittist jafnvel aftur síðar.“ Einar er þeirrar skoðunar að það eigi að vera ákvæði í grunnskólalögunum þess efnis að nemendur fari í skólabúðir a.m.k. einu sinni á gmnnskólagöngunni, líkt og gert er í Noregi. „Það er kominn mjög góður gmndvöllur fyrir þessum skólabúðum því við náum aðeins að anna ríflega hálfum árganginum. Ríkið hefur hins vegar ekki viljað sinna búðunum nægilega og hefur t.d. ekki viljað borga löngu tímabært viðhald á skólahúsinu. Sveitarfélögin hafa lagt fjármuni í þetta en okkur finnst að ríkið ætti að standa sína plikt betur, sérstaklega þar sem húsið var í eigu ríkisins meðan hér var rekinn héraðsskóli." Einar er þó á því að ekki eigi að flytja skólabúðimar eins og raddir hafa verið uppi um. „Þetta er besta mögulega staðsetningin á landinu fyrir svona búðir. Við erum mjög miðsvæðis, mitt á milli Reykjavíkur og Akureyrar, samgöngur hingað em góðar og hér er yfirleitt fært nema að veðrið og færðin sé þannig að engin ástæða sé til að vera á ferðinni yfirhöfuð." Einar telur skólabúðimar eiga framtíðina fyrir sér. „Hingað koma sömu skólamir ár eftir ár og margir til viðbótar sækjast eftir að senda böm sín hingað. Við þurfum árlega að vísa nokkmm skólum frá. Ég tel þetta einnig vera það góða starfsemi að það sé hollt hverju bami að koma í slíkar skólabúðir,“ segir Einar að lokum. ræktarlélag stofnað Sloftifundurinn haldinn samh'mis á átta stöðum! Þriðjudaginn 18. apríl s.l. var stofnað á Byggðabrúnni félag um verndun forystu- fjár -Forystufjárræktarfél- ag Islands. Stofnfundurinn var haldinn í Reykjavík, á Hvanneyri, Hólmavík, Sauðárkróki, Akureyri, Húsavík, Egilsstöðum og Selfossi. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra flutti ávarp og aðstoðarmaður hans Sveinbjörn Eyjólfsson stýrði fundi. Samtals tóku þátt í stofnun félagsins um 70 manns. Á fundinum voru samþykkt lög fyrir félagið og stjórn þess kjörin en hana skipa: Ólafur R. Dýr- mundsson, Reykjavík, for- maður, Bjarney S. Her- mundardóttir, Tunguseli, N.-Þing., gjaldkeri, og Tryggvi Ágústsson, Selfossi, ritari. Varamenn eru þeir Lárus G. Birgisson, Borgarnesi, Haraldur Jónsson, Hólmavík og Agnar Gunnarsson, Mikla- bæ, Skagafirði. Skoðunar- menn reikninga eru þeir Erlingur Arnórsson, Þverá, S.-Þing. og Ólafur G. Vagnsson, Akureyri. Verið er að dreifa sérstökum eyðublöðum fyrir inntökubeiðnir í fé- lagið sem skulu sendar formanni þess sem fyrsL Stofnfélagar teljast þeir sem senda inntökubeiðni fyrir 30. júní 2000. landsins mesta úrvai forvamabúnadar 1Q0TT mus Póstverslun • 588 5551 10-22 alla daga kennslustund um iandbúnað fá krakkarnir krukkur sem þeir eiga að giska á hvað er í. Hér virðir nemandi innihald einnar krukkunnar fyrir sér. SUMARTILBOÐ Á BÚVÉLA- OG VINNUVÉLADEKKJUM VAGNADEKK TÍRE COMPANY CÍ992J LTD. verödæmi: 11.5-80X15,3 10 pr 13-75X16 10 pr fullt verð 13.250,- 17.840,- án vsk 8.514,- 11.463,- m/ vsk 10.600,- 14.272.- fleiri dæmi: fullt verð án vsk m/vsk 12,4-11X24 23.106,- 14.847,- 18.485,- 13,6R24 33.575,- 21.574,- 26.860,- 18,4x26 64.421,- 41.395,- 51.537,- 16,9-14X34 43.421,- 27.901,- 34.737,- 480/70R38 79.278,- 47.757,- 59.458,- 350X6 T510 1.235,- 694,- 865,- 350X6 3rib 2.121,- 1.193,- 1.485,- 22-8-10C828 6.919,- 4.446,- 5.535,- 24-09-11C828 ! 8.667,- 5.569,- 6.934,- JEPPADEKK - FÓLKSBÍLADEKK -GOTTVERÐ EKKJ oH AKUREYRI, S. 462 3002 FELLABÆ, S. 471 1179 -wrröjt* sjri rasill nK’d maai

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.