Bændablaðið - 16.01.2001, Page 2

Bændablaðið - 16.01.2001, Page 2
2 BÆNDABLAÐIÐ Þríðjudagur lú.janúar 2001 Bændasamtökin um stækkun álvers Norðuráls Innheimta skal umhvenfisgjald af stúriðju í lok nóvember óskaði Skipu- lagsstofnun eftir umsögn Bændasamtaka Islands um til- lögu að matsáætlun vegna fyrir- hugaðrar stækkunar álvers Norðuráls hf. á Grundartanga í allt að 300 þús. tonna ársfram- leiðslu. í svari Bændasamtakanna kemur fram að þau hafa ekki for- sendur til að gagnrýna þá áætlun sem fyrir liggur um mat á um- hverfisáhrifum, „ekki verður annað séð en til standi að meta allt það er mestu varðar og stækkun álversins kann að hafa áhrif á. Samtökin vilja þó nefna nokkra þætti, sem þau leggja sérstaka áherslu á, að verði gerð góð skil við matið,“ segir Sigurgeir Þor- geirsson í bréfi til Skipulagsstofn- unar og hann nefnir í upphafi los- un gróðurhúsalofttegunda og að hún muni stóraukast ef áformin verða að veruleika. „Nauðsynlegt er að menn geri sér grein fyrir með hvaða hætti er raunhæft að mæta þeirri aukningu, þannig að við getum lagt okkur fram í baráttu heimsins á þessu sviði. Rétt er að minna á í því sambandi að búnaðarþing hefur markað þá stefnu að innheimta skuli „umhverfisgjald" af stóriðju, sem renna skuli óskipt til land- græðslu- og skógræktar. Taka þarf fullt tillit til mögu- legrar röskunar á búskaparaðstöðu í nágrenni verksmiðjunnar, þ.m.t. möguleika til ferðaþjónustu og byggingar sumarbústaða svo og gæðaímyndar afurða, sem fram- leiddar eru á svæðinu. Náið - samráð verði haft við heimamenn í þessu sambandi. Meta þarf eins og kostur er áhrif á gróðurfar og dýralíf í ná- grenninu, ekki síst með tilliti til hlunnindanytja og hvers kyns ræktunarmöguleika. íbúar á Hvalfjarðarströnd hafa lýst áhyggjum yfir því ef leggja þarf enn eina háspennulínu eftir hreppnum og krafist þess að hún verði lögð í jörð, ef til kemur. Ohjákvæmilegt er að umhverfis- matið taki mið af þessum sjónar- miðurn," segir framkvæmdastjóri BÍ. Læhhun þungaskatts ætti líka að ná til smæm díselbifreiöa Stjórn Bændasamtaka íslands ræddi fyrir skömmu urn frumvarp vegna fjáröflunar til vegagerðar. í greinargerð með frumvarpinu er með réttu vfsað til mikillar hækk- unar olíuverðs á sl. ári sem leitt hefur til mikils kostnaðarauka fyrir fyrirtæki sem gera út dísel- bifreiðar. „Það er álit stjómar Bændasamtaka Islands, að lækkun þungaskattsins nú eigi einnig að ná til smærri díselbifreiða, einkum þeirra, sem notaðar eru í atvinnurekstri,“ segir í bréfi sem stjórn BI sendi efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis. Hér má sjá hana Olgu Þórunni Gútafsdóttur, níu ára smalastúlku, sem býr á Reykhólum í Reykhólasveit. Olga var að koma úr göngum þegar Friðgeir Snæbjörnsson smellti af henni mynd. Þess má geta að það er Staðarkirkja sem er í bakgrunni. Kjötframleiðendur ehf Meginverkefnið útflutningur hrossahjðts fil ftaliu - Áform um að auka Hutning og ðrvinnslu hrossakjöts Aðalfundur Kjötframleiðenda ehf fyrir árið 1999 var haldinn nýlega og kom þar fram að velta félagsins á því ári nam 80,1 milljón og hagnaður af rekstri 1,6 rnillj. Félagið er í eigu Lands- sambands kúabænda, Lands- samtaka sauð-fjárbænda og Félags hrossa-bænda, auk starfsmanna. Meginverkefni félagsins var útflútningur hrossakjöts til Ítalíu, sem flutt er ferskt og með flugi til Evrópu. Þangað fóru afurðir af 2613 hrossum eða tæp 280 tonn. Þar er þetta kjöt selt í samkeppni við hrossakjöt víðs vegar úr heim- inum og verður að sæta því markaðsverði sem býðst á hverjum tíma. Ennfremur kom fram að starf- semi félagsins hefur aukist nokkuð á yfirstandandi ári. Slátrun hrossa fer yfir 3000 stk. og útflutningur til Ítalíu nálgast að líkindum 310 tonn. Aform eru uppi um að auka útflutning og úrvinnslu enn frekar. Það mun þó ráðast af viðbrögðum markaðsins, eins og annað sem að þessu starfi lýtur. Gerð var grein fyrir því að síðustu mánuði hefði aigengt verð til bænda verið á bilinu 8000-9000 krónur fyrir hrossið. Að frádregnu flutningsgjaldi hefðu jreir sam- kvæmt því fengið 6000-7000 krónur nettó án virðisaukaskatts. Þannig væru fjarri öllurn sanni ummæli þess efnis að ekki svaraði kostnaði að færa hross til slátrunar fyrir útflutningsmarkað. Auk hins ofangreinda skilaverðs sparaðist fyrirhöfn, fóður og beit. Sá ávinn- ingur væri í mörgum tilfellum miklu meiri en sjálft innleggs- verðið. Þá er rétt að geta þess að þessi útflutningur léttir mjög á þrýstingi á innanlandsmarkaði. Verkþekk- ing á slátrun/vinnslu til útflutnings hefur vaxið verulega, sem vonandi ■nýtist fleiri kjötgreinum til hagsbóta samtímis því að störfum hefur fjölgað nokkuð. Formaður hrossabænda Krist- inn Guðnason lýsti ánægju með þann árangur sem náðst hefur og hvatti lil frekari umsvifa. Stjórn Kjötframleiðenda skipa nú þeir Guðmundur Lárusson, Aðalsteinn Jónsson og Kristinn Guðnason. Framkvæmdastjóri er Hreiðar Karlsson. Að síðustu skal þess getið, að frá 1. janúar 2001 verður innleggsverð til bænda kr. 56 pr. kg fyrir hross I, en kr. 34 pr. kg fyrir Hross II. Mæðup fústurvísanna prúfaðar gagnvart kúariðu „Ákveðið hefur verið, þrátt fyrir að kúariða berist ekki með fósturvísum, að prófa mæður fósturvísanna fyrir þessum sjúkdónfi," sagði Snorri Sigurðs- sonar, Iramkvæmdastjóri LK og umsjónarmaður innflutningsins, „en þetta er fyrst og fremst gert til að tryggja enn frekar alla sjúkdómaskrá foreldragripanna. • Eins og öllum er orðið kunnugt verður ekki kastað til höndunum við þessa samanburðartilraun. Þrátt fyrir að þær aðferðir sem við notum vjð innflutninginn á erfðaefninu séu þær öruggustu í Evrópu og vitað sé að kúariða berist ekki með fósturvísum, ætlum við að ganga cnn lengra með því að taka sýni úr ÖlÍum norsku kúnum þegar þeim verður slátrað og senda í greiningu. í leyfisveitingunni var ekki gerð krafa um þetta, en við töldum rétt að gánga þetta skref til viðbótar”. Nú hafa gengið fréttir í Evrópu um þá stefnu sem við höfum varðandi innflutning á eifðaefni, hvað segir þú um það? „Við hljótum að vera ánægð með þá athygli sem þessi stefna vekur en hún staðfestir enn og aftur að sú leið sefn við völdum til að flytja inn erfðaefni er einfaldlega sú öruggasta sem þekkist í heiminum í dag. Það er því eðlilegt að þær þjóðir scm flutt hafa erfðaefni milli Ianda með lifandi dýrum horfi nú öfundaraugum hingað”, sagði Snorri að lokum. Bændablaðið kemur út hálísmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjölmargra annarra er tengjast landbúnaði. Alls fóru 6.495 eintök í dreifingu hjá íslandspósti í lok nóvember. Bændablaðinu er dreift frítt til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst . áskrifgndiJr að blgðjnp., , .... Argangurinn kostar kr. 3.800 en sjötugir og eldri greiða kr. 1.800. Sími: 563 0300 - Fax: 552 3855 - Kt: 631294-2279 - Ritstjóri: Áskell Þórisson (ábm.) - Beinn sími ritstjóra: 563 0375 - Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason - Beinn . . . sími auglýsingastjóra:563.Q303.r.,. Blaðamaður: Hallgrímur Indriðason. - Blaðstjórn: Sigurgeir Þorgeirsson, Hörður Harðarson, Þórólfur Sveinsson. - Netfang: bbl@bondi.is - Umbrot: Þrentsnið - Rrentun: ísafoldarprentsmiöja - Nr. 126-ISSN 1025-5621 ÍSMttH níli Netið í Þing Bóndi í Suður-Þingeyjarsýslu hringdi í Bbl. í síðustu viku. Hann sat þá við tölvu sína og stundi þungan en þrátt fyrir margítrekaðar tilraunir tókst honum ekki að komast inn á netið en hann hafði hugsað sér að borga nokkra reikninga. Bóndinn sagði Bbl. að þetta væri ekkert einsdæmi - oft tæki það mjög langan tima að ná sambandi og hitt væri ekki óþekkt að það tækist alls ekki. Bbl hefur rætt við nokkra bændur og virðist ástandið vera best hjá þeim sem eiga þess kost að fá ISDN tengingu. Ljóst má vera að enn skortir mikið á að bændur landsins búi við nógu gott ástand hvað nettengingu varðar. Nýtt um hrossarækt á bondi.is Búið er að hressa upp á heim- asíður hrossaræktarinnar á bondi.is en þar er nú að finna m.a. allar upplýsingar sem birst hafa í ritunum Hrossaræktin I og II. Útgáfu þeirra á hefðbundnu pappírsformi hefur verið hætt enda of lítill áhugi fyrir að kaupa þessi rit til að gefa þau út með óbreyttu sniði. Það má segja að tölvuvæðing hrossaræktar á und- anförnum árum hafi leitt þetta af sér, allar upplýsingar eru aðgengilegar um netið um leið og þær verða til. Sömu sögu verður að öllum líkindum hægt að segja um allan þann pappír sem er á ferðinni í skýrsluhaldi hjá okkur - hann mun hverfa að miklu leyti þegar rafræn skráning í World- Feng fer af stað fyrir alvöru hérlendis. Auðvitað eru þó alltaf einhverjir sem ekki hafa aðgang að tölvu og interneti en þá verðum við í sameiningu að aðstoða þá við að nálgast upplýsingar og prenta út það sem þeir leita eftir. AS Vefsíða um stóðhesta og ræktunarstarf Hrossaræktarsamband Vesturlands hefur opnað vefsíðu með upplýsingum um stóðhestana sína og annað sem máli skiptir í ræktunarstarfinu. Slóðin: http://www.hrossvest.is Aðstandendur síðunnar segja að hún komi fljótt upp og gefi ýmsar upplýsingar. Af hrossaskýrslum Mikil bylting á sér nú stað í gagnamálum hrossaræktarinnar þar sem verið er að taka í notkun nýtt alþjóðlegt skráningarkerfi fyrir íslensk hross. Allt sl. ár hefur staðið yfir forritunarvinna við að skapa hið nýja umhverfi en einnig gríðarleg vinna við að færa öll gögn úr mörgum áttum úr gamla umhverfinu yfir í hina netvæddu upprunaættbók íslenska hestsins - WorldFengur. Eins og búast má við þegar ráðist er í slík verkefni standast tímaáætlanir ekki alltaf og það varð raunin hvað varðar vinnslu skýrsluhalds í hrossarækt sem þessa dagana er að berast hrossaræktendum. Vegna seink- unar á útsendingu gilda aðrir ein- dagar á skýrsluskilum vegna gæðaskýrsluhalds í þetta sinn. Allar skýrslur sem skila skal fyrir árið 2000 þurfa því nú að hafa borist til Bændasamtaka íslands fyrir 1. mars 2001. Þetta á við um stóðhestaskýrslur, fangvottorð, fang- og folaldaskýrslur og vott- orð um einstaklingsmerkingu. AS

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.