Bændablaðið - 16.01.2001, Síða 13

Bændablaðið - 16.01.2001, Síða 13
Þriðjudagur ló.janúar 2001 BÆNDABLAÐIÐ 13 3 Nýjung í áburðarkaupum Mikil söluaukning hefur orðið hjá Áburðarverksmiðjunni miðað við sama tíma í fyrra. Fjölkornaáburðinum Fjölgræði og Fjölmóða hefur verið afar vel tekið. Þegar er Ijóst að mikill fjöldi bænda hyggst kaupa nýja áburðinn ásamt einkorna áburði og þannig lækka verulega kostnað sinn við áburðarkaup. Á tímum þegar sjúkdómar og mengun herja á landbúnað á meginlandi Evrópu leggja íslenskir bændur allt kapp á að tryggja hollustu og hreinleika íslenskra afurða. Það hafa þeir m.a. gert með því að nota hreinan og vistvænan áburð Áburðarverksmiðjunnar. Neytendur þurfa því ekki að óttast um heilbrigði sitt við neyslu íslenskra landbúnaðarafurða. íslenskir bændur eiga hrós skilið. Kaupir fjölkorna áburð til helminga við einkorna „Þegar örla fer á grænum gróðri og vora tekur eru oft þungatakmarkanir á vegum. Þá er það mikill skaði að géta ekki nálgast áburðinn. Það er því gott að fá hann snemma heim. Væntanlega verður það á næstu vikum en venjulega ber maður á fyrripartinn í maí. Árið sem er að líða hefur verið gott hvað varðar veðurfar en maður getur ekki treyst á það. Með góðum áburði get ég hins vegar verið viss um góða uppskeru," segir Sigurgeir Pálsson, bóndi á Sigtúnum í austanverðri Eyjafjarðarsveit. Sigurgeir, sem er 44 ára gamall, hefur stundað búskap í tvo áratugi. Búið rekur hann með konu sinni, Jórunni Agnarsdóttur. Þau eru með vel á fjórða tug kúa en í mjólk hafa þau framleiðslurétt upp á 175 þúsund lítra. Þá stunda þau umtals- verða nautakjötsframleiðslu. Berið saman verð og gæði! Ný verðskrá 29. janúar nk. Hagstætt verð Sigurgeir hefur þegar gengið frá áburðar- kaupum við Áburðarverksmiðjuna í Gufu- nesi. Hann gerir ráð fyrir að þurfa allt að 40 tonn af áburði til að bera á tún sín sem eru alls um 75 hektarar. Sigurgeir ætlar að kaupa nýja fjölkorna áburðinn til helminga á móts við einkorna áburð enda sé hann verulega ódýrari. „Það eru blikur á lofti og áburðarverð gæti hækkað á næstu mánuðum. Því er alla vega spáð varðandi innfluttan áburð. Með því að kaupa áburð frá Áburðarverksmiðjunni núna er ég að tryggja mér áburð á góðu verði." „Áburðurinn er hreinn og vistvænn og hefur verið þróaður að íslenskum aðstæðum en sumpart vitum við ekki hvað við erum að kaupa þegar um erlendan áburð er að ræða." Eykur gæði afurðanna „Bændur ættu að vera sér meðvitaðir um að ef þeir kaupa ekki áburð frá Áburðarverksmiðjunni þá eru þeir í raun að grafa undan sinni eigin framleiðslu. Ef bændum finnst í lagi að kaupa innflutt- an áburð þá vænti ég þess að neytendur muni í auknum mæli kalla á innflutning á landbúnaðarvörum. Bændur verja markaðinn best með því að kaupa sjálfir innlendan áburð." Eins og aðrir bændur í nútímabúskap lætur Sigurgeir efnagreina heyið hjá sér árlega með tilliti til næringar- og stein- efnainnihalds. Þá leitar hann reglulega til ráðunauta varðandi áburðarnotkun. „Allflestir bændur hér í Eyjafirðinum nota áburðinn frá Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi enda hefur hann reynst vel. Rétt notkun kemur fram í afurðunum og þá er ég ekki einungis að tala um mjólkur- magnið heldur líka gæðin, til dæmis hvað varðar efnainnihald mjólkurinnar," segir Sigurgeir. Áburðarverksmiðjan hf. Gufunesi - 128 Reykjavík - Slmi 580 3200 - Fax 580 3209 - www.aburdur.is - Farsœl þjónusta við bœndur / 45 ár.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.