Bændablaðið - 16.01.2001, Side 16
16
BÆNDABLAÐIÐ
Þriðjudagur ló.janúar 2001
Kúafárið breiðist
út um Evrúpu
- FapsóUn er í rénun á BreHandseyjum en ekki séð fyrir endann á áhrifum hennar á mannfálkið
Kúafárið sem herjaði á Breta er
nú í rénun þar í landi en þá
bregður svo við að það skýtur
upp kollinum hér og þar á meg-
inlandinu. Franskir bændur
urðu fyrstir til að greina kúariðu
í hjörðum sínum en á und-
anförnum vikum og mánuðum
hefur veikin greinst í Dan-
mörku, Hollandi, Belgíu, Sviss, á
Spáni, í Portúgal og í Þýska-
landi. Enn hafa Ítalía og Aust-
urríki sloppið en ekki er vitað
hversu lengi sú dýrð varir.
Miklar umræður eru um þessa
skæðu pest og hvernig best sé að
bregðast við henni og sum
viðbrögðin einkennast af drjúgum
skammti af örvæntingu. Sú ör-
vænting er skiljanleg í Ijósi þeirra
áhrifa sem veikin hafði á breskan
landbúnað eins og fram kemur hér
á eftir. Vegna kúafársins dróst sala
á nautakjöti saman um 47% á einu
ári í Frakklandi og eftir að greint
var frá því að tveir Frakkar hefðu
dáið úr því afbrigði af Creuzfeldt-
Jacobs veikinni sem rakin er til
nautakjöts herti enn á samdrættin-
um. I byrjun nóvember var
markaðshlutdeild nautakjöts í
Frakklandi 25% af allri kjötsölu en
þremur vikum síðar var hún komin
niður í 13%. Skólar og mötuneyti
um allt land tóku nautakjöt af
matseðlum sínum og slátrarar segj-
ast selja miklu minna af kjötinu en
áður. A sama tíma tilkynnti
talsmaður samtaka franskra strúta-
bænda að salan á strútakjöti hefði
aukist um 40 af hundraði.
Því fer þó fjarri að veikin hafi
náð viðlíka hæðum og hún gerði í
Bretlandi. Til þessa hafa tæplega
1.600 tilfelli greinst í kúm á meg-
inlandinu en alls hafa 177.465 lil-
vik greinst í Bretlandi.
Viðamikil líttekt í Bretlandi
Það er athyglisvert að skoða
viðbrögð við nautafárinu á megin-
landinu í Ijósi skýrslu sem gefin
var út í Bretlandi nú í haust. Þar
var að verki opinber rannsóknar-
nefnd sem stjómvöld skipuðu fyrir
tveimur árum til að kafa til botns í
orsökum og afleiðingum nauta-
fársins í Bretlandi.
Skýrslan er geysilega viðamik-
il og vandlega unnin og vakti
mikla athygli. Breskir fjölmiðlar
voru að sjálfsögðu uppteknir af því
hverjum væri helst hægt að kenna
um það hversu seint og illa
brugðist var við nautafárinu.
Skýrsluhöfundar nafngreina á
þriðja tug stjórnmála- og
embættismanna sem hafí brugðist
rangt við og tafið fyrir því að
gripið væri til viðeigandi ráðstaf-
ana til að hefta útbreiðslu farsóttar-
innar. Stærsta ástæðan er þó sögð
innbyggð í stjómkerfið; í ráðu-
neytum landbúnaðar- og heil-
brigðismála sem og hjá embætti
yfirdýralæknis ríkir sterk hefð fyrir
því að halda hlutunum leyndum,
auk þess sem togstreita milli
ráðuneyta og samkeppni um völd
þvældist líka fyrir ráðamönnum.
Skýrsluhöfundar vilja ekki
ganga svo langt að halda því fram
að stjórnvöld og embættismenn
hafi beinlínis reynt að blekkja fólk
og telja því trú um að almenningi
stafaði engin hætta af kúafárinu.
Hins vegar hafi áðurnefnd leyndar-
hefð valdið því að niðurstöður úr
rannsóknum vísindamanna hafi
ekki skilað sér til stjórnvalda og al-
mennings. Fyrir vikið hafi ráðam-
enn haldið því fram að breskt naut-
akjöt væri fyllilega heilbrigt og
neysluhæft löngu eftir að vísinda-
menn vissu að svo var ekki.
í því sambandi voru rifjuð upp
fræg ummæli ráðamanna, ekki síst
sagan af því þegar John Gummer
landbúnaðarráðherra birtist ásamt
sex ára gamalli dóttur sinni í
sjónvarpi og gaf henni hamborgara
því til sönnunar að hann teldi
nautakjötið hið besta fæði.
Ástæðan fyrir því hversu ákafir
breskir ráðherrar voru í að standa
vörð um nautakjötið er sögð sú að
þeir hafi ekki treyst almenningi
fyrir því að meðtaka sannleikann í
málinu, auk þess sem þeir hafi
verið að vernda hagsmuni bænda
og þó einkum kjötiðnaðarins.
Ferill farsóttar
í skýrslunni er ferill sjúkdómsins
rakinn allt frá því á áttunda ára-
tugnum þegar einhver óþekkt kýr í
suðvestanverðu Englandi fær
sjúkdóminn og er felld. Skrokkur-
inn af henni er notaður í beinamjöl
sem síðan er gefið öðrum nautgrip-
um. Þessi siður er raunar gamall í
Bretlandi og hefur verið við lýði
frá árinu 1926. Með þessu móti
næst hámarksnýting á próteini í
kjötinu.
Það er hins vegar ekki fyxr en
árið 1984 sem dýralæknar greina
fyrstu kúna með kúariðu. Tveimur
árum síðar komast vísindamenn að
þeirri niðurstöðu að hér sé um far-
aldur að ræða en bíða þó í hálft ár
með að tilkynna landbúnaðar-
ráðherra um hann. Árið 1988 er
lagt bann við því að fóðra sauðfé
og nautgripi á fóðri sem unnið er
úr beinum eða innyflum þessara
dýrategunda og ári síðar er bannað
að nota innyfli þessara dýra í
matvæli handa fólki. Hins vegar er
ekki bannað að flytja kjöt- og bein-
amjöl úr landi og næstu árin eykst
útflutningur þess mjög, ekki síst til
Evrópuríkja.
Farsóttin í dýrunum nær
hámarki árið 1992 þegar tæplega
37.000 dýr veikjast. Eftir þetta
hægir á sóttinni og á þessu ári hafa
einungis greinst um og yfir 100 til-
felli í hverjum mánuði.
En þegar sóttin í dýrunum tók
að réna tók við önnur martröð.
Vorið 1995 deyr ungur piltur úr
nýju afbrigði af svonefndri Creuz-
feldt-Jacobs veiki sem á máli
fræðimanna er skammstafað
vCJD. í fyrstu sáu menn engin
tengsl á milli þess og nautafársins
en í mars 1996 telja vísindamenn
sig hafa rökstuddan grun um að
þau séu til staðar, að nautafárið
geti farið milli tegunda og smitað
önnur dýr og fólk. Þá er brugðist
hart við. Evrópusambandið bannar
allan útflutning á bresku nautakjöti
og bresk stjómvöld leggja bann
við því að kjöt af dýrum eldri en
30 mánaða sé notað til manneldis.
Nú hafa yfir 80 manns látist úr
vCJD í Bretlandi, einn á Irlandi og
tveir í Frakklandi. Þótt stjórnvöld
telji sig hafa komist fyrir
útbreiðslu nautafársins er ekki
vitað hversu margir eiga eftir að
deyja úr vCJD því að með-
göngutími veikinnar getur verið
mjög langur. í versta falli gætu
þeir skipt þúsundum en um það
veit enginn.
Sauðkindin sýknuð
I skýrslunni er athyglisverður kafli
um orsakir kúariðunnar. Eins og
mörgum er kunnugt var því haldið
fram að hún ætti sér rætur í riðu-
veiku sauðfé sem hefði verið
slátrað og notað í fóður fyrir naut-
gripi. Þessar kenningu er hafnað í
skýrslunni. Þar er því haldið fram
að BSE (Bovine spongiform enc-
ephalopathies) sé sjálfstæður
sjúkdómur og miklu öflugri en
sauðfjárriða. Talið er að hann hafi
orðið til við stökkbreytingu í litn-
ingum eins dýrs en ástæður
stökkbreytingarinnar eru ekki
kunnar.
Margt er óljóst um eðli og eig-
inleika sjúkdómsins en flestir hall-
ast núorðið að þeirri kenningu að
hann megi rekja til svonefndra
príóna sem eru hlutar úr prótein-
um. Við stökkbreytinguna koma
fram gallar í príónunum sem valda
truflunum á heilastarfsemi
dýranna. Raunar er sama kenning-
in vinsælust meðal þeirra sem
rannsaka sauðfjárriðu um þessar
mundir.
Helsta ástæðan fyrir því að
menn hallast að þessari kenningu
er sú að við vinnslu á kjöt- og
beinamjöli er notaður svo hár hiti
að hann ætti að ganga af öllum
þekktum veirum, sýklum og bakt-
eríum dauðum. Auk þess eru þess-
ir sjúkdómsvaldar háðir litningum
lífverunnar sem þeir lifa í sem
kemur í veg fyrir að þeir berist
milli tegunda. Það geta príónin
hins vegar þar sem þau eru ekki
háð litningum. Þess vegna er talið
rökrétt að sjúkdómurinn hafi orðið
til í nautgripunum sjálfum en ekki
borist í þá úr öðrum dýrum.
Enn er þó ýmsum spurningum
ósvarað um feril veikinnar frá upp-
hafi og yfir í mannfólkið. Ein
þeirra er sú af hverju vCJD virðist
fyrst og fremst leggjast á ungt fólk.
Rótin liggur í ofurrœktun
Hins vegar er ljóst að ástæðuna
fyrir því að stökkbreyting í einu
dýri varð að mannskæðum faraldri
má rekja til þess hversu langt
menn hafa gengið í gernýtingu af-
urða, vélavæðingu landbúnaðar,
kynbótum og ræktun sérstakra eig-
inleika hjá dýrum. Þannig er því
haldið fram að mjólkurkýr
nútímans sé eingöngu beinagrind
með stórt júgur. Hún gefur af sér
50 lítra mjólkur á dag sem er tífalt
það magn sem kálfur torgar.
Til þess að ná þessum eigin-
leikum fram er nauðsynlegt að
gefa kúnum kraftfóður og lyf sem
halda niðri bakteríuflórunni í þeim
og auka vaxtarhraðann. Kraftinn í
fóðrið var hægt að framleiða á
ódýran hátt með því að endurvinna
dýrin.
Það sama er uppi á teningnum í
öðrum greinum hins iðnvædda
landbúnaðar, svo sem í hænsna-
ræktinni þar sem búið er að fram-
kalla með kynbótum tegundir sem
vaxa svo hratt að kjúklingarnir eru
tilbúnir til slátrunar á 39 dögum.
Fyrir vikið þurfa þeir 40% minna
fóður en áður. Á hinn bóginn eru
þeir svo veikburða að fæturnir
halda þeim ekki uppi og margir
deyja úr hjartaslagi áður en þeir ná
æskilegri sláturstærð.
Þessi meðferð á dýrum hefur
vakið upp hörð viðbrögð neytenda
sem krefjast þess að l'arið sé betur
með þau. Það birtist í því að eftir-
spurn eftir lífrænum afurðum eykst
um 40% á ári þessi misserin í Bret-
landi. Þarna ættu íslenskir bændur
því að eygja góða möguleika fyrir
framleiðslu sína, vel að merkja ef
þeir halda áfram að framleiða
lífrænar afurðir.
Afneitun
Eg sagði að það væri athyglisvert
að fylgjast með viðbrögðum
bænda og stjórnvalda á meginlandi
Evrópu í ljósi þessarar bresku
skýrslu. Fyrstu viðbrögðin eru
nefnilega að verulegu leyti þau
sömu og í Bretlandi. Svo gripið sé
til sálfræðimáls þá bregða menn
fyrir sig afneitun og forðast að
horfast í augu við vandann.
Bændur og slátrarar kenna Bretum
og blaðamönnum helst um
sjúkdóminn og reyna að gera sem
minnst úr vandanum. Það er í
sjálfu sér skiljanlegt því að enginn
vill lenda í þeim hremmingum
sem breskur landbúnaður hefur
gengið í gegnum á síðustu árum.
Þar hefur mjólkurframleiðendum
fækkað um tæpan helming og
nautakjötsframleiðendum um
12.000 á tuttugu árum. Auk þess
hafa tekjur þeirra bænda sem enn
búa hríðlækkað. Nautakjötsneysla
sem var ríflega 1,1 milljón tonn
fyrir kúafárið fór niður í 740.000
tonn en er nú komin aftur upp í
900.000 tonn á ári.
Kúafárið hefur reynst bresku
þjóðinni dýrkeypt en í skýrslunni
er talið að beint fjárhagslegt tap sé
um sex milljarðar sterlingspunda
eða hátt í 700 milljarða króna. Eru
þá ótaldir allir mannlegu harmleik-
irnir sem veikin hefur haft í för
með sér fyrir bændur sem flosnað
hafa upp og þá sem orðið hafa fyr-
ir ástvinamissi af völdum vCJD.
-ÞH
Grein þessi barst blaðinu í
nóvember en vegna plássleysis
var útilokað að birta hana fyrr en
nú. Þetta rýrir þó ekki gildi
‘ ‘ •• •greínarinnar.