Bændablaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 1
9. tölublað 7. árgangur Þriðjudagur 15. maí 2001 ISSN 1025-5621 Kornrœktarbóndi bíður eftir þurrki bænda 2001 er komfn út Ut er komin handbók bænda fyrir árið 2001 sem er 51. ár- gangur ritsins. Handbók bænda er að þessu sinni í helmingi stærra broti en áður. Tilgangur- inn með þeirri breytingu er einkum sá að auðvelda birtingu á hvers konar skýringarmynd- um og töflum. Efni ritsins er að mestu leyti nýtt eða uppfært með nýjum upp- lýsingum sem varða alla helstu þætti íslensks landbúnaðar, svo sem jarðrækt, byggingar, búfjár- rækt, fóður og fóðrun og hagfræði. Þá eru sem fyrr í ritinu upp- lýsingar um félagskerfi landbún- aðarins. Handbók bænda er alls 304 bls. að stærð og verð hennar er óbreytt frá sl. ári, kl. 2.600, en kr. 2.800 með sendingarkostnaði. Verð til áskrifenda er kr. 2.600 með sendingarkostnaði. Bókin fæst hjá Bændasamtökum Islands, sími 563 0300, bréfsími 562 3058, netfang sth@bondi.is Búnaðarsambard Borgar- fjarðar styður grænmeðsframlejðendur Á aðalfundi Búnaðarsam- bands Borgarfjarðar, sem haldinn var á Hvanneyri fyrir skömmu, var samþykkt ályktun þar sem segir að fundurinn styðji heilshugar „þann sam- takamátt sem græmetisfram- leiðendur hafa náð með sér og sínum afurðafyrirtækjum. Fundurinn harmar þá niðurbrotsstefnu sem ýmis fé- lagasamtök og stofnanir, ekki síst verkalýðsfélög og einstakir alþingismenn beita í ræðu og riti gegn þessum bændum.“ Bylting í pökkun á fersku lambakjöti til útflutnings Hutningskostnafiup Isekkar sama skapi Markaðsráð kindakjöts hefur fest kaup á gaspökkunarvél frá Nýja-Sjálandi. Urn er að ræða vél af gerðinni Securefresh og mun hún auka geymsluþol á fersku lambakjöti í allt að 16 vikur eftir að því er pakkað. Um er að ræða tækni sem Nýsjálendingar hafa ráðið yfir í nokkur ár og nota til að flytja sitt kjöt ferskt á crlcnda markaði. „Ef áætlanir ganga eftir á þessi pökkun- araðferð eftir að gjörbreyta útfiutnings- möguleikum okkar á fersku kjöti til útlanda og að sama skapi hækka skilaverð til bænda,“ sagði Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Markaðsráðs kind- akjöts. í haust verður lagður 3% innflutn- ingstollur á íslenskt kjöt en var 6% í fyrra. Enginn tollur verður lagður á dilkakjöt haustið 2002. Özur sagði að með pökkunarvélinni yrði hægt að fiytja ferskt kjöt á markað í Bandaríkjunum með skipi í haust. Hingað til hefur ferskt kjöt verið flutt á markað í Bandaríkjnum með flugi, en Özur sagði slíkt dýrt og óáreiðanlegt. Með gaspökkun- arvélinni er hægt að pakka kjöti í gám og senda hann með skipi og spara umtalsverða fjármuni, en kostnaður á kíló í flugi er um kr. 80. Verð fyrir hvert kíló sem fiutt er með skipi er í kringum 25 kr. Á liðnu ári fóru 50 tonn af íslensku dilkakjöti til Bandaríkjanna en ætlunin er að í ár fari rösk 100 tonn. Kjötið verður fáanlegt í nokkrum tugum verslana í tveim- ur fylkjum í Bandaríkjunum og sagði Özur að sölutíminn væri frá því í byrjun septemb- er og fram í nóvember. „Bandaríkjamönn- um líkar vel við kjötið og óhætt er að segja að mótttökur hafi farið fram úr björtustu vonum. Sífellt fleiri verslanir vilja geta boðið upp á íslenskt dilkakjöt,“ sagði Özur og bætti því við að vonir stæðu til að geta komið kjötinu fyrr í verslanir og að það yrði fáanlegt fram í desember. „Ef fram heldur sem horfir með gengi dollars er Ijóst að bændur fá mun fieiri krónur fyrir kílóið en gert var ráð fyrir í upphaflegum áætlunum og ekki mun af veita því að allt er að hækka um þessar mundir.“ „Gaspökkunarvélin verður á Húsavík, en þar er mesta reynslan enn sem komið er í verkun á kjöti fyrir Bandaríkjamarkað. Ef eftirspurn eftir íslensku lambakjöti held- ur áfram að aukast í Bandaríkjunum eins og allt bendir til og verð fvrir kjötið heldur áfram að vera gott, eru uppi áætlanir um kaup á annarri vél, en það fer allt eftir því hvernig til tekst nú í haust,“ sagði Özur. „Ég er búinn að rækta korn í þrjú ár. I upphafi var ég með kom í 18 hekturum en síðustu tvö árin hafa þetta verið tíu hektarar,“ segir Haraldur Konráðsson á Búðarhóli í Austur-Landeyjum. Kornið er þurrkað en Haraldur segir að fyrsta haustið hafi hann súrsað það. „Ég hætti því þar sem mér fannst afföllin of mikil." Á síðasta ári fékk Haraldur 32 tonn upp, og tók heim 28 tonn en notaði ekki alveg allt. Þess má geta að hann hefur í hyggju að sá eingöngu íslenska afbrigðinu. Nú hafa ýmsir haldið því fram að noti menn þetta afbrigði megi þeir búast við minni uppskeru, en Har- aldur segist vilja láta reyna á það. „Nú bíð ég eftir því að það hætti að rigna en ef það dregst mikið framyfir 15. maí þá sái ég ekki,“ sagði Haraldur. Á Búðarhóli eru um 40 mjólkandi kýr og kornið gefur Haraldur eingöngu sem kjarnfóður ásamt byggbæti. Aðspurður segir hann að kýrnar séu afar ánægðar með kornið og heilsufar þeirra með ágætum. Samkvæmt búreikn- ingum er afkoman af kornræktinni ágæt. „Fyrsta árið sem ég var með kornrækt spöruðust 700 þúsund krónur í kjarnfóðurkaupum og það munar um rninna." Þá er þess að geta að Haraldur blandar kornið heima á bænum. Frumvarp til girfiingarlaga lagt fram á Alpingi Nýtt frumvarp til girðingar- laga hefur verið lagt fram á Alþingi. Frumvarp þetta er í samræmi við tillögur nefndar sem skipuð var þann 26. apríl í fyrra og átti að endurskoða girðingarlög sem voru frá árinu 1965 og því tímabært að fara yfir þau. I þeirri nefnd sátu Ingibjörg Ólöf Vil- hjálmsdóttir lögfræðingur í landbúnaðarráðuneytinu sem jafnframt var formaður, Grét- ar Einarsson sviðsstjóri Bú- tæknisviðs RALA, Ólafur R. Dýrmundsson landnýtingar- ráðunautur hjá BÍ, Stefán Er- lendsson lögfræðingur hjá Vegagerðinni og Valgarður Hilmarsson oddviti Engi- hlíðarhrepps. Nefndin skilaði af sér tillögum í febrúar sl. og voru þær samþykktar óbreytt- ar á síðasta búnaðarþingi. Helstu nýmæli í frumvarpinu eru ákvæði um rafgirðingar en slíkar girðingar voru ekki til hér á landi þegar gömlu lögin tóku gildi. Þá er skipting girðinga- kostnaðar á landamerkjum alltaf til helminga en í gömlu lögunum voru ákvæði þess efnis að hægt væri að meta kostnaðarhlutfall eftir því hvor hefði meira gagn af girðingunni. Einnig eru ákvæði í lögum um að girðingar sem hætt er að nota verði teknar upp til að þær valdi ekki tjóni. Að lokum verða ákvæði urn veggirðingar tjarlægð úr girðingalögum þar sem þau eru nú komin í vegalög. Frumvarpið er nú til meðferðar á Alþingi en óvíst er hvort að það nái að verða að lögum áður en þingi lýkur í vor.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.