Bændablaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 16
16 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 15. maí 2001 „Eftir |iví sem maður lærir meira, þess betur þekkir maður takmörk sín" Frá byrjun hefur verið góð aðsókn í deildina og útskrifaðir nemendur getið sér gott orð hérlendis sem erlendis. Nú um áramót hófu sjö nemendur nám, fjórir karlmenn og þrjár konur. Tvær þessara kvenna, Helga Thor- oddsen frá Þingeyrum í Austur Húnavatssýslu og Ragnheiður Samúelsdóttir frá Utnyrðings- stöðum á Héraði eru umsvifamiklir hrossabændur og ferðaþjónustu- aðilar í sínum heimahéruðum. Þær þurftu því að taka sig upp frá búskap og tjölskyldu til að setjast á skólabekk. Helga á tvo uppkomna syni en Ragnheiður lætur sig ekki muna um að hafa tæplega tveggja ára dóttur sína hjá sér í vetur. Eig- inntenn þeirra sitja að búi heima fyrir og bíða vorsins ineð óþreyju. Blaðamanni Bændablaðsins lék forvitni á að vita hvað það var sem dró þær stöllur alla leið í Hólaskóla. Helga varð fyrst fyrir svörum. „Það var fyrst og fremst áhugi á að læra meira unt tamningu og þjálfun hrossa og forðast þá stöðnun sem okkur hættir oft að lenda í ef við bætum ekki við þekkinguna á lífsleiðinni. Einnig hvatti mig sú staða sem ég er kom- in í varðandi hestatengda ferðaþjónustu, en sífellt fleiri koma til okkar og þá lendir maður ósjálfrátt í kennsluhlutverkinu. Því var sjálfsagt mál að stíga skrefið til fulls og fá sér réttindi.“ Ragnheiður: „Aðalmarkmiðið hjá mér er að auka þekkingu og fá kennararéttindi eftir að hafa starfað í hestamennsku í mörg ár. Einnig er í vinnu minni þörf fyrir fólk sem kann að kenna á hesta. Ég hef farið á reiðnámskeið hjá Eyjólfi ísólfssyni og vildi því fræðast enn meira af honum, en hann er einstakur í að miðla þekk- ingu sinni.“ Hvernig er ykkar búskap og starfsemi háttað? Ragnheiður: „Við erurn með um 50 hross í ræktun og temjum að auki fyrir aðra. Undanfarin sex ár höfum við verið að byggja upp hestaferðafyrirtæki sem heitir Gæðingaferðir ehf. og þar kemur sér vel sú frábæra náttúra sem AusturJandið býr yfir. Raunar er starfsemin fjölbreytt í kringum hrossin en svo má ekki gleyma 30 kindum í öllum sauðalitunum.“ Helga: „Við sinnum mest hrossarækt og tamningum og starfsemi sem fléttast þar inn í, s.s. námskeiðum og hestatengdri ferðaþjónustu á sumrin. Okkar eig- in hross ganga fyrir í tamningu, en við erum með sex hryssur í fol- aldseignum. Reyndar stundum við bæði hjónin einhverja vinnu með hluta úr árinu og eins höfum við lagt metnað í að sinna þeim hlunn- indum sem Þingeyrajörðin býr yfir.“ En hvernig gengur aö leggja svo mikla áherslu á hestatengda ferðaþjónustu í rekstrinum ? Ragnheiður: „Það gengur nokkuð vel en kostar jafnframt rnikinn tíma, útsjónarsemi, ómælda vinnu og svo náttúrulega peninga að byrja svona rekstur. Við erum í mjög góðu samstarfi við ferðaskrifstofuna Terra Nova og það hefur hjálpað okkur mikið hvað markaðssetningu varðar. Ég tel mikla möguleika vera fyrir hendi ef vel er að sölumálum staðið og ekki hvað síst með traustum persónulegum tengslum við viðskiptavinina.“ Helga: „Við erum með sérhæfða þjónustu, sem mest tengda staðnum, þ.e. gerunt út frá Þingeyrum þar sem er góð gist- iaðstaða og frábærar útreiðaleiðir sem hentar vel þegar fólk kenuir til þess að leita sér að hestum til kaups. Eins fáum við töluvert af fólki sem notar aðstöðuna sem áfangastað í hestaferðalagi og það nýjasta er að hestamenn koma með hross á kerru, dvelja í nokkra daga og ríða út í nágrenninu. Ég tek undir það með Röggu að svona þjónusta er tímafrek og krefjandi en gefandi um leið og viðkomandi þarf að hafa áhuga á að sinna gestum í fullri einlægni og af sama krafti allan tímann.“ Ragnheiður: „J,á það er einmitt það sem útlendingar kunna svo vel að meta, þetta persónulega viðmót sem umfangið gefur okkur mögu- leika á að sýna hverjum og einum. Hólaskóli hóf kennslu á reiðkennara og þjálfarabraut veturinn 1996 sem yfirbygg- ingu á hið hefðbundna hesta- mennskunám sem verið hefur við skólann um árabil. Markmið námsins var að útskrifa reiðkennara með fyrstu gráðu reiðkcnnsl- unámsins svokallaða c-gráðu og um leið bæta enn frekar fagmennsku og menntun inn- an hestamennskunnar. Námið sjálft hefst um áramót og stendur fram í júnímánuð. Á tímabilinu þjálfa nemendur hross, stunda æfíngakennslu og sitja marvíslega kennsluáfanga. ekki vélræna framkomu sem ekk- ert skilur eftir.“ Helga: „Hestakosturinn skiptir einnig verulegu máli. Við eigum 12-15 góða reiðhesta sem við get- urn látið gesti njóta og þannig aukið skilning á því hvað sé góður hestur og byggt upp áhuga á íslenska hestinum, áhuga sem skil- ar einhverjum framförum. Þetta finnst okkur vera mikilvægur þáttur því að oft hel'ur maður séð töluvert af hestum ætlaða ferðafólki sem eru ágæt farartæki en kannski ekki vel lil þess fallnir að efla áhuga á hestamennsku." Ragnheiður. „Okkar starfssemi miðast við að þeir hestar sem við bjóðum gestum séu hestar sem við gætum hugsað okkur að nota sjálf. Annað er móðgun við gestina.“ Haldið þið að þetta reiðkenn- ara- og þjálfaranám muni koma að gagni t starfsemi ykkar? Ragnheiður: „Það er ekki spurning. Á mínu svæði fyrir aust- Á myndinni t.h. er Ragnheiður en það er Heiga sem situr á á stóðhestinum Fjalari frá Bjargshóli. Hópmyndin sýnir reiðkennanemendur við æfingakennslu, Helga og Ragnheiður lengst til hægri. an vantar fólk sem vill kenna og þar þarf að fjölga fólki í hesta- mennsku. Einnig tel ég vera mik- inn skort á menntuðum reiðkenn- urum erlendis til að fylgja eftir sölu og markaðsöflun. Fyrir mig persónulega gefur þessi tími hér mér aukið sjálfstraust ásamt betri vinnubrögðum sem svo skila sér í markvissari markaðssetningu á því sem ég er að gera.“ Helga: „Svona nám gerir mann vonandi að betri reiðmanni og tamningamanni og gefur um leið dýpri skilning á því hvað þarf til að byggja upp gæðing á sanngjörnum forsendum. Við sjáum lfka greinilega eftir- spurn eftir fagmennsku í frístund- areiðmennsku og það gefur forskot að hafa farið þessa leið í námi og náð sér í réttindi. Erlendis er mikið spurt um hvaða menntun maður hafi og Hólar eru orðið þekkt nafn hjá þeim sem lifa og hrærast með íslenska hestinum.“ Ragnheiður: „Þeim ntun fleiri kennarar sem verða til og eru færir urn að kenna á íslenska hestinn og breiða orðspor hans út. því sterkara vopn fáum við í baráttunni um hylli kaupanda gagnvart öðrum hestakynjum." Nú er þetta stutt nám, aðeins jhnm mánuðir, er það nóg ? Báðar: ,.Að ósekju mætti lengja námið í eitt ár því að við höfum fundið og séð að við getum gert betur með meiri tíma.“ Helga: „I framtíðinni verður þetta samt ugglaust þannig að ungt fólk velji sér þessa grein á fyrri námsstigum og taki lið fyrir lið. Samt má ekki loka á þann mögu- leika að fólk með mikla reynslu geti komið inn í námið á einhverj- um stigum. Það hefur af mörgu að taka og getur gert gott nám betra. Er ekki sagt að eftir því sem maður læri meira þess betur þekki maður takmörk sín?“ Ragnheiður. „Sem reiðkennari vinnur maður með fólki og hjálpar því að sitja hesta sína betur. Hesta- menn eru oft gífurlega tilfinning- aríkir og því er ekki nóg að vera frábær reiðmaður, mannlegi þátturinn og skilningur á samvinnu og samspili manna og hesta sem og manna á meðal þarf að vera í lagi svo að ekki fer alltaf saman góður reiðmaður og góður leið- beinandi. Slfkt kallar á mikla æfingu sem þessi stutti tími hér veitir okkur að sjálfsögðu ekki þó við fáum góða undirbúnings- þjálfun. Ég hefði einnig kosið að fá meiri kennslu á fleiri hesta og fá þannig æfingu í þeim atriðum sem verið er að kenna okkur hér.“ En hvernig hefur ykkur svo gengið í vetur? Báðar: „Þetta hefur gengið svona upp og ofan en þó frekar vel. Þetta er flókin samsetning þar sem við erum að læra að verða betri reiðmenn á sarna tíma og við vinnurn hieð hestana í ákveðnu þjálfunarferli og þurfum einnig að kenna öðru fólki að vinna með sína hesta. Samskiptin innan hópsins hafa líka gengið mjög vel og það hefur hjálpað mikið til að gera námið skemmtilegt. Öll okkar hafa unnið við hross í mörg ár á einn eða ann- an hátt og allir hafa viss markmið með náminu. Allir í hópnum hafa líka mik- inn áhuga á að miðla og það ríkir samheldni okkar á milli þó að hver og einn hafi sínar skoðanir og komi þeim á framfæri, oft í eld- heitum umræðum." Hvernig eru aðstœður hér að ykkar mati? Ragnheiður: „Aðstæður eru frábærar og ég vil sjá hér mark- vissa uppbyggingu á öllu því sem tengist íslenska hestinum. Staður- inn hefur sterka sögu og ég vil sjá kraftana beinast sameinaða að ein- um stað. Hér eru nú þegar mann- virki, stöðug starfsemi og mikil þekking sem myndar góðan grunn til að byggja á mjög öflugan skóla íslenska hestsins." Helga: „Ég tel skort á reiðhallar- plássi hamla náminu þar sem hrossum og nemendum íjölgart stöðugt og krafa um inniaðstöðu er forsenda margra þeirra hluta sem áhersla er lögð á.“ Þar með voiu þær stöllur famar út í góða veðrið en hver stund er nýtt til hins ýtrasta. Hross biðu þjálfunar, námskeiði sem haldið var á Sauðárkróki var nýlokið og fram- undan námsferð til Ohio í Band- aríkjunum á viðamikla hestasýningu sem ber nafnið Equine Affair. Bændablaðið þakkar fyrir spjallið og óskar þessum knáu kon- um velfamaðar á þeirri braut sem þær hafa valið sér, að bera hróður íslenska hestsins sem víðast. / GR Landbúnaðarvörur - Varahlutir Drifsköft Drifskaftsvarahlutir Hringdu og fáðu sendan nýja vörulistann okkar I Kárason Viðarhöfða 2 -110 Reykjavík Sími: 567-8400

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.