Bændablaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 2
2 BÆNDABLAÐIÐ Þríðjudagur 15. maí 2001 Björn Lárus Örvar hjá RALA hefur gert athuganir á viðbrögðum plöntu við streitu: Plönhinni hjálpað til al bregQast fyrr viö álagi Fyrir skömmu flutti Björn L. Örvar erindi hjá Rannsókna- stofnun landbúnaðarins sem bar heitið Oxunarálag - radíkal varn- ir í plöntum. í erindinu fjallaði Björn um rannsóknir sem hafa verið gerðar á varnarkerfi plantna og hvernig hægt sé að efla þau þannig að plönturnar bregðist fyrr við auknu álagi. Bjöm segir að hlutverk svo- kallaðra súrefnisradíkala hafi mikið verið skoðað í dýrafrumum. f plönt- um er vitað að þeir myndast við aukið álag, t.d. hita og kulda og við ásókn sýkla. Þessi myndun veldur svokölluðu oxunarálagi en verið er að athuga hvort sams konar ferli og þekkt er í dýrum, og oxunarálag veldur, megi líka finna í plöntum. „Þessir súrefnisradíkalar er valda oxunarálagi eru hættulegir fmmun- um en þeir geta á sama tíma nýst þeim á ákveðinn hátt. Súrefnis- radíkalar aukast mjög þegar plantan verður fyrir streitu og þessi efni geta verið stórhættuleg. Þau ráðast til að mynda á stórsameindir eins og prótín, DNA, fitu o.fl. og eyði- leggja þær. Þá koma streituein- kennin í ljós.“ Björn segir að þegar plantan „uppgötvar“ þetta ástand reyni hún að stemma stigu við þessu og hafi sitt eigið vamarkerfi gegn eyðilegg- ingarmætti radíkalanna þar sem m.a. er notast við C-vítamín og margskonar ensím. „Það hefur hins vegar líka komið í ljós að plantan notar myndun á þessum súrefnis- radíkölum til að vara nágrannana við ef svo má að orði komast, þ.e. nágrannafrumur og frumur annars staðar í plöntunni, eins og í öðrum laufblöðum. Þetta þýðir að það get- ur verið hættulegt að koma í veg fyrir myndun þessara radíkala þannig að þeir eru nokkuð tví- eggjaðir." Bjöm segir að þessar rannsókn- ir verði hægt að nota til að auka streituþol plantna undir vissu álagi. „Það er t.d. hægt að styrkja þetta vamarkerfi plöntunnar og það er verið að prófa erlendis með erfða- tækni. Þá er hægt að flýta fyrir aukningunni á þessum radíkölum þannig að plantan uppgötvar fyrr að t.d. sýkill er að ráðast á hana. Þann- ig hefur plantan meiri tíma til að verja sig. Annað sem hægt er að gera er að „stressa“ plöntuna með smá álagi í þeim tilgangi að verja hana gegn öðm álagi. Það er t.d. hægt að verja plöntuna gegn loft- mengun með því að veita henni lítinn áverka sem veldur oxunar- álagi og kveikir á vamarkerfinu, skömmu áður en hún verður fyrir menguninni," segir Bjöm að lok- um. Þess má geta að ítarlegri grein um þessi mál verður birt í Frey á næstunni. Finnska nppboðshusiO mnii nýja skinnavenkunarstOO Finnska uppboðshúsið (FFS) hefur ákveðið að setja á laggirnar nú í haust stóra skinnaverkunar- stöð (fláning og verkun) í Kaustby í Finnlandi. Aætluð afkastageta stöðvarinnar er 250.000 skinn. Markmiðið með stofnun hennar er að tryggja finnskum bændum lág- markskostnað við að flá og verka skinn ásamt því að gera kaup á stórum og afkasta- miklum tækjum möguleg. Að sögn finnska upp- boðshússins er meðalbústærð finnskra minkabúa um 500 læður sem þýðir að fjárhagslega erfitt er að standa straum af fjár- festingum við nýjustu tækni í fláningu og verkun. Þar að auki eru bændur dreifðir yfir stórt ’V, svæði sem þýðir að erfitt getur verið fyrir þá að vera með sameigin- legar verkunarstöðv- ar. I þessari verkun- arstöð verður að- eins tekið á móti minkum en tækni við pelsun refa er ekki komin á það stig að hægt sé að gera eins við þá að svo komnu máli. Það verður því eitt af verkefnum stöðvarinnar að þróa tæknibúnað til að flá og verka ref á sem auðveldastan og ódýrastan hátt. Aðalfundur Búnaðarsamtaka Vesturlands var haldinn að Árhliki í Dölum 4. maí sl. Þar var samþykkt að búnaðarsam- böndin þrjú á Vesturlandi verði sameinuð Búnaðarsamtökum Vesturlands 1. janúar 2002. Búnaðarsamböndin höfðu sam- þykkt það á tveimur síðustu aðalfundum sínum. Hér er verið Aðalfundur Búnaðarsamtaka Vesturlands mótmœlti harðlega 17. gr. reglugerðar um heimildir dýralœkna til að ávísa lyfjum. „Skorar fundurinn á heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, Jón Kristjánsson, að breyta 17. gr. reglugerðarinnar um heimildir dýralœkna til að ávísa lyfjum á þann veg að bœndum verði gert kleift að eiga lyf til notkunar í bráðatilfellum. Notkun þeirra verði skráningarskyld og í samráði við dýralcekni, “ segir f samþykkt fundarins. ígreinargerð segir: „ Vegna landfrœðilegra aðstœðna, vetrarveðra og ófœrðar og mikilla vegalengda með tilheyrandi aksturskostnaði, erfyrirsjáanlegt að dýralœknar geta ekki alltaf brugðist tafarlaust við bráðatilfellum, eins og nauðsynlegt er þegar upp koma sjúkdómar eins og Hvanneyrarveiki, fóstureitrun og júgurbólga o.fl. o.fl. Því er brýnt að bœndur og allirþeir sem hafa búfe' undir höndum geti haft aðgang að þeim lyfjum sem við eiga í hvert skipti og hafið meðhöndlun strax í samráði við sinn dýralœkni þegar bráðasjúkdómar koma upp. Allir framantaldir sjúkdómar og margir fleiri sem ekki eru taldir hér, geta valdið og valda viðkomandi dýrum miklum þjáningum og oft dauða með tillieyrandi afurðatjóni fyrir bœndur ef dregst að hejja meðhöndlun og lyfjagjöf. Þessa vanlíðan dýra og afurðatjón bœnda má lágmarka með heimild til þeirra að hafa viðeigandi lyf undir liöndum, enda gangast bœndur undir að halda tœmandi skrá um lyf og lyjjagjöf. “ að stíga til fulls skref sem tekið var í lok árs 1996 með því að sameina rekstur búnaðarsam- banda á Vesturlandi 1. janúar 1997. Þá tóku Búnaðarsamtök Vesturlands við nær allri starf- semi búnaðarsambandanna þriggja. Búnaðarfélög á svæðinu verða nú grunneiningar að BV, en bún- aðarsamböndin voru það áður og búnaðarfélögin að þeim. Við þetta fyrirkomulag sparast rekstur búnaðarsambanda og búnaðarfélög verða beinn aðili að BV. Rekstur BV var erfiður á árinu og kont þar aðallega til hár fjár- magnskostnaður og halli á rekstri nautgripasæðinga. Tap á sameigin- legum rekstri BV var 521.856 kr og tap vegna nautgripasæðinganna nam 2.010.783 kr. Heildartap var því 2.532.639 kr. Hluta af rekstrar- halla sæðinganna má rekja til þess að þær voru færri í lok árs en áætlað hafði verið en jukust hins vegar verulega í byrjun árs 2001. Gjaldskránni var breytt árið 2000 þannig að innheimt er heim- sóknargjald og gjald fyrir allar sæðingar. Þá hefur kostnaður við akstur aukist verulega milli ára. Af öðrum störfum á vettvangi BV má nefna að sífellt eykst vinna við lambaval og hrútasýningar á haustin. Ráðunautar BV stiguðu og dæmdu 11.530 lömb og 422 hrúta á árinu 2000 og bændum sem taka þátt í starfi sauð- fjárræktarfélaganna hefur fjölgað. Hvers konar rekstrarráðgjöf hefur aukist hjá BV. Á árinu tóku 25 bændur þátt í verkefni í búrekstrargreiningu sem boðið var upp á og gerð fóður- og áburðaráætlana eykst stöðugt. Breyting varð á stjóm BV. Bjarni Ásgeirsson, Ásgarði í Dala- byggð, gaf ekki kost á sér áfram í stjóm og var Sigurður Björgvin Hansson á Lyngbrekku í Dala- byggð kosinn í hans stað. Guð- bjartur Gunnarsson á Hjarðarfelli var endurkjörinn formaður og aðrir stjórnarmenn vom einnig endur- kjömir en þeir eru Eiríkur Blöndal á Jaðri í Borgarfjarðarsveit, Har- aldur Benediktssson á Vestri- Reyni í Innri-Akraneshreppi og Steinar Guðbrandsson á Tröð í Kolbeinsstaðarhreppi./GS. Þessar ágætu konur sáu um kaffiveitingar á aðalfundi Búnaðarsamtaka Vesturlands. F.v. Kristín Ágústsdóttlr og Snæbjörg Bjartmarsdóttir. A aðalfundinum. Upptiítun í hreiOurkössum hjá mink á goö og mjúlknrskeiði Nú um sumarmál er að fara af stað tilraun við loðdýrabú Landbúnaðarháskólans á Hvanneyi á upphitun hreiðurkassa hjá mink. I loðdýrarækt eins .og annarri búfjárrækt skiptir aðbúnaður ungviðis við fæðingu miklu um lokavöxt og þroska þeirra. Yrðlingamir fæðast pínulitlir, 7 til 10 g að þyngd, hárlausir og blindir og eiga því allt sitt undir móðurinni og þeim aðstæðum sem hún býr við í búri og hreiðurkassa. Hver dagur á þessu tímabili er mikilvægur en því betri skilyrði sem hvolparn- ir fá í upphafi, því fallegri verða þeir að hausti og að jafnaði stærri þegar horft er á búið í heild. í tilrauninni eru 158 danskir hreiðurkassar notaðir og helmingurinn hitaður upp með heitu vatni. Lögð er hálfs tommu slanga (bræðslukerfislögn) fram og til baka undir netkörfuna í hreiðurkössunum. Boruð eru tvö göt á hliðar kassanna og slangan þrædd þar í gegn, fram og til baka. Undir og í kringum slöngurnar er stoppað með hálmi eins og allt- af er gert. Undir stoppið er sett texplata til að varna hitanum að leita niður úr kassanum. Nú þegar eru hafnar skráningar á hitastigi í hreiðurkössunum en 24 hitanemar eru tengdir við tölvu og skrá hitastig á klukkustundar fresti. Tvennt greinir sérstöðu íslenskra minka- bænda í þessu máli. Annars vegar þeir vor- kuldar sem oft eru hér og þá gjarnan með miklunt hitasveiflum dags og nætur. Hins vegar er það heita vatnið sem flestir bændur hafa aðgang að og kostar lítið. Ef hægt væri að nota heitt vatn til að tryggja betra upphaf hjá yrðlingum, minnka áhrif vorkulda og þar með bæta gæði framleiðslu væri það mikill kostur fyrir íslenska bændur. Sótt hefur verið um styrk til Framleiðnisjóðs Landbúnaðarins til þessara rannsókna en tilrauninni lýkur í júli og fyrirhugað er að birta niðurstöður úr henni strax í haust. /Álfheiður Marinósdóttir. Bændablaöið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjölmargra annarra er tengjast landbúnaði. Alls fóru 6.472 eintök í dreifingu hjá Islandspósti í lok mars. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þóttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Argangurinn kostar kr. 4.200 en sjötugir og eldri greiða kr. 2.000. Sími: 563 0300 - Fax: 552 3855 - Kt: 631294-2279 - Ritstjóri: Áskell Þórisson (ábm.) - 563 0375 - Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason - 563 0303. Blaðamaður: Hallgrímur Indriðason - 563 0315. Netfang blaðsins er bbl@bondi.is - Umbrot: Prentsnið - Prentun: ísafoldarprentsmiðja - Nr. 134- ISSN 1025-5621 Samþykkt að búnaQarsamböndin á Vesturlandi verði sameinuð

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.