Bændablaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 10
10 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 15. maí 2001 MciKiSol Núerlag UTSÖLUSTAÐIR: ÖLL HELSTU MJÓLKURBÚ LANDSINS L E O INNFLUTNINGUR: PHARMACO HF. Handbók bænda Ómissandi uppsláttarrit! Skeifukeppni Hólaskóla Oruggur vorboöi Skeifukeppni ncmenda Hóla- skóla hefur í áratugi verið jafn öruggur vorboði og koma far- fuglanna hingað til lands. í þetta sinn var hún haldin á frídegi verkafólks 1. maí á skeiðvelli staðarins. Keppnin hefur fengið á sig nýjan blæ með árunum og er skeifudagurinn sjálfur aðeins æfing í keppnisreið og verð- launaafhending þar sem loka- einkunn nemenda er kunn Bertha Elise Kristiansen með Eiðfaxabikarinn situr Frumu frá Stangarholti sem talin var hesta best hirt. Hjá henni stendur Sig- urður Sigmundsson í Syðra Lang- holti sem tengdur er tímaritinu Eiðfaxa órjúfanlegum böndum. nokkrum dögum áður. Hver hreppir Morgunblaðsskeifuna eftirsóttu ræðst því ekki á dags- forminu eins og áður tíðkaðist heldur er hér um að ræða sam- eiginlega einkunn margra hesta- tengdra námsgreina yfir allan námstímann. Morgunblaðsskeifan hefur löngum þótt gott veganesti fyrir unga tamningamenn og nægir að nefna nöfn eins og Eyjólf Isólfs- son, Anton Níelsson og Þórarin Eymundsson sem allir hafa hampað gripnum. Að þessu sinni kepptu 22 nemendur hrossabraut- ar, níu piltar og þrettán stúlkur. Keppnin var hörð og greinilegt að nemendur leggja sífellt meiri metnað í að verða sér úti um góða hesta fyrir námið. Hópurinn sem nú þreytti próf er sá fyrsti síðan hrossaræktarnám var lengt og nú gefst nemendunum kostur á áfram- haldandi námi í haust og reiðkenn- aranámi árið þar á eftir. Kjósi þeir hinsvegar að láta hér staðar numið útskrifast þeir með titilinn hest- afræðingur og leiðbeinandi. Þótt keppnin væri spennandi skar Hinrik Þór Sigurðsson, sigur- vegarinn að þessu sinni, sig nokkuð úr hópnum og lauk áfang- anum með hærri einkunn en áður hefur sést eða 9.17 sem vegið meðaltal sjö verklegra og tveggja bóklegra prófa í reiðmennsku. Hinrik lét ekki þar við sitja og fékk einnig ásetuverðlaun Félags tamn- ingamanna. Það var hinsvegar Bertha Elise Kristiansen frá Nor- egi sem hlaut Eiðfaxabikarinn sem er veittur af tímaritinu Eiðfaxa. Sá bikar er viðurkenning handa þeim nemanda sem þykir taka öðrum fram í hirðingu á hesti sínum yfir veturinn. Valið getur oft á tíðum verið erfitt og því fer það fram með leynilegri kosningu nemenda og starfsmanna. Þrír efstu nemendur í Skeifu- keppni Hólaskóla urðu sem hér segir Einkunn: IHinrik Þór Sigurðsson. 9,17 IHeimir Gunnarsson. 8,54 IRagnheiður Þorvaldsdóttir 8,19 Efstu knapar í fjórgangskeppni skeifudagsins á Hólum F.v. Skeifuhafinn Hinrik Þór Sigurðsson á Glæsi frá Stóra Dal, Ævar Örn Guðjónsson á Þristi frá Hemlu, Heimir Gunnarsson á Trausta frá Akureyri, Jakob Lárusson á Donna frá Sperðli, Ólafur Magnússon á Loga frá Hofsstöðum og loks Ragnheiður Þorvaldsdóttir á Sörla frá Dalbæ. Færum heiminn heim í hlaó Nehnefiing lerílapjönustu í dreiýli - ný tækífæri lyrir (erðapjónustuhændur Ný tœkifœri og hagrceðing í ferðfiþjónustu með lijálp Netsins Nú í byrjun 21. aldarinnar sér ekki fyrir endann á vexti Netsins, en fullyrða má að það hafi verið stærsta skref í tæknilegri fram- þróun síðasta áratugar. Netið hefur gefið þeim smærri tækifæri til að standa jafnfætis eða framar mörgum hinna stærri í nýtingu tækifæra. Ferðaþjónusta bænda ætlar að bæta stöðu sina og sinna umbjóðendum á markaðnum með aðstoð Netsins. Það verður notað til að bæta kynningu, einfalda og auka samskipti, auka nýtingu og hagræða í rekstri. Upphygging markaðssamskipta Með uppbyggingu öflugrar veflausnar hyggst Ferðaþjónusta bænda koma á fót greiðari leið hugsanlegra ferðalanga að upp- lýsingum um þá miklu þjónustu sem stendur til boða á landsbyggð- inni og tengja þá betur við einstaka (krðaþjónustuaðila en gert hefur verið fram til þessa. Ferðaþjónusta bænda mun með stuðningi ferða- þjónustu á landsbyggðinni koma þessum vef á framfæri. Þessi leið gefur tækifæri til beinna tengsla en þó áframhaldandi samstarfs við ferðasaia erlendis. Þannig er reynt að ná því besta á báðum stöðum án þess að útiloka nokkuð fyrst um sinn. Bókað á netinu Internetið auðveldar allt upp- lýsingaflæði og nú færast upp- lýsingagagnagrunnar í auknum mæli frá því að vera staðbundnir yfir í að liggja á Netinu. Flóknar og dýrar lausnir eru á undanhaldi og nú hafa skapast tækifæri til uppsetningar öflugra bókana- grunna sem geta breytt miklu um þjónustu við erlenda viðskiptavini og gefið nýja möguleika á nýtingu. Avinningur fyrir ferðaþjónustu á landsbyggðinni felst í betri nýt- ingu, fleiri sóknarfærum með meiri kynningu á þjónustu þeirra í kerf- inu, möguleika á ýmsum tilboðum og yfirsýn yfir gang mála í rekstr- inum á hverjum tíma. Upplýsinga- flæði til viðskiptavina verður hrað- ara sem aftur skilar sér í meiri sölu og betri þjónustu. Þá verður FB með raunstöðu á gistirými klára strax í upphafi dags sem eykur vinnuhagræði og bætir þjónustu. Uppbygging samskiptakerfis Kerftð gerir ferðaþjónustuaðil- um á landsbyggðinni mögulegt að eiga samskipti sín á milli og við ferðaheildsala. Þessi samskipti leiða til betri tengsla við markað- inn, markvissari vöruþróunar og byggja upp traust á milli manna. Fjarkennsla er eitt af því sem tók kipp með tilkomu vefsins og Ferðaþjónusta bænda gerir sér góða grein fyrir því að í þekkingu felst máttur. Því er mikilvægt að stuðla að áframhaldandi uppbygg- ingu ferðaþjónustuaðila á lands- byggðinni með góðu námsfram- boði og símenntun. í gegnum hina nýju veflausn mun Ferðaþjónusta bænda, í samstarfi við Hólaskóla og erlenda aðila, geta boðið námskeið sem færu að mestu fram á Neþnu. Hér er horft til nám- skeiða í tungumálum, ferðamálum, þjónustu, markaðsmálum og at- vinnurekstri. Innkaupakerfi Hugmyndir eru um að setja upp sameiginlegt innkaupakerfi, þ.e. rafrænt markaðstorg, þannig að kraftur stærðarinnar nýtist til lækkunar á aðföngum. Dæmi um þetta er viðamikið rafrænt markaðstorg sem ríkisstofnanir eru að setja upp til að hagræða í sínum rekstri. Bæði innlendir og erlendir aðilar gætu átt hlut að máli. Hvað er búið að gera? Félag ferðaþjónustubænda hef- ur komið í notkun upplýsingaveíj- um undir slóðunum www.sveit.is ,0g www.farinþolidays.i^ Ferða- þjónusta bænda hefur komið í gagnið á skrifstofu sinni innan- hússbókunarkerfi sem er skrifað í viðskiptahugbúnaðinum Navision Finiancials. I febrúar nk. verður sett upp ný útfærsla af vefnum www.farmholi- days.is þar sem vægi upplýsinga verður aukið verulega. Einnig er áætlað að setja upp nýja útfærslu af vefnum www.sveit.is í maí. Góð reynsla er komin á bókunarkerfi Ferðaþjónustu bænda þannig að nú er ekkert að vanbúnaði að halda áfram með þróun verkefnisins. Nœstu skref 1. Ætlunin er að koma upp tölvupóstsambandi og aðgangi að Netinu fyrir bændur sem ekki eru tengdir (samkvæmt könnun Félags ferðaþjónustubænda eru 40 af 120 bændum með aðgang að Netinu og tölvupósti). 2. Verið er að vinna að því að setja upp útgáfu af Navision Finiancials bókunarkeifi hjá tíu bændum fyrir sumarið og öðrum fimm bændum í haust. Samtímis er verið að halda námskeið fyrir þá bændur til að læra á kerfið. 3. í sumar verða gerðar fyrstu prófanir á vefaðgang bænda að miðlægum bókunargrunni. Vef- aðgangurinn er leið minni bænda að miðlæga grunninum. Mikilvægast er þó að bændur komist í samband við Netið og nái leikni í meðferð þess. Þegar því er náð geta þeir farið að vinna með miðlæga bókunargrunninn. Áætlanir miða við að hann verði kominn í gagnið að fullu fyrir sumarið 2002. Þessi áætlun mun þó miðast við fjármagn sem fæst til verkefnisins. Sœvar Skaptason, framkvœmdastjóri Ferðaþjónustu bœnda hf. VH M • fí'ý, k V •> 4 4 * 4 *< A ý V » * „Ætlunin er að koma upp tölvupóstsambandi og aðgangi að Netinu fyrir bændur,“ segir í greininni. Frá tölvunámskeiði fyrir ferðaþjónustubændur.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.