Bændablaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 11

Bændablaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 15. maí 2001 BÆNDABLAÐIÐ 11 Klaustursel á Jökuldal um dýrin allt árið um kring, halda við girðingum og vistarverum þeirra. Það er því ómæld vinna sem fer í þessa starfsemi. Spennandi áœtlanir í ferðaþjónustu Þessu til viðbótar má geta þess að nú eru uppi áform hjá þeim hjónum í Kiausturseli og fleiri aðilum í ferðaþjónustu um að handsama fleiri hreindýr og temja með það fyrir augum að beita þcim fyrir sleða. Er þá hugmyndin að gefa ferðafólki kost á sleðaferðum m.a. um öræfin austanlands. Vegna þessara áforma voru fengnir tveir Samar frá Norður-Svíþjóð á dögun- um. Þeir eru vanir að temja hreindýr í sínu heimalandi og voru hér m.a. að líta á ýmsar aðstæður. Þar sem þessi áform eru enn að mestu á frumstigi verður ekki farið nánar út í þau hér en blaðið mun fylgjast með þessu ef og þegar til framkvæmda kemur enda er tvímælalaust um forvitnilega nýjung í ferðaþjónustu að ræða. / ÖÞ „Ég var búin að vinna vörur úr hreindýraskinni í nokkur ár. Byijaði á þessu til að auka tekjumar með sauðfjárbúskapnum. Þetta gekk bærilega, þ.e. varan seldist, en ég var með þetta nánast á eldhúsborðinu í íbúðarhúsinu og þurfti því oft að pakka öllu saman og byrja aftur þegar betur stóð á. Því varð úr árið 1994 að við réðumst í að byggja þetta hús“ sagði Olavía Sigmarsdóttir húsfreyja í Klausturseli þegar hún sýndi blaðamanni vinnustofu sína þegar hann var þar á ferð sl. sumar. Vinnustofan er hið ágætasta hús og gerbreytti aðstöðu Olavíu til að sinna framleiðslunni. Hún hefur sérhæft sig í að vinna ýmsan smærri vaming, s.s. hatta, húfur, veski, töskur, buddur og ýmsa smáhluti úr hreindýraskinni. Þama fer einnig fram sala á meirihluta fram- leiðslunnar. Hagleikskona á ull og skinn Ólavía gerir meira en að vinna úr skinni. Hún vinnur einnig úr ull og vinnur hana alveg frá byrjun l£kt og formæður okkar gerðu, þ.e. kembir, spinnur og vefur. Þessa framleiðslu selur hún ýmist sem gam eða flíkur sem hún býr til, einkum sjöl. I þetta er best að nota ull sem tekin er af á haustin, þá er hún mýkst og yfirleitt laus við óhreinindi. Meðan angórakanínur vom á búinu í Klausturseli fyrir nokkmm árum vann Ólavía úr ull- inni (fiðunni) af þeim og gerði þá m.a. sokka sem voru mjög eft- irsóttir. Segja má að vinnsla á ull og skinni leiki í höndum Ólavíu, en hún á heldur ekki langt að sækja handlagni og smekkvísi. Foreldrar hennar em hjónin Sigríður Pétursdóttir og Sigmar Sigfússon í Laugarási í Biskupstungum. Þar hefur faðir hennar um árabil rekið járnsmíðaverkstæði og oft verið kallaður til þar sem sérstaklega þarf að vanda til verka við smíðar. Um tvö þúsund manns leggja árlega leið sína til Ólavíu og manns hennar Aðalsteins Jónssonar til að versla og einnig til að skoða dýrin sem þau hafa verið með til sýnis síðustu ár. Ólavía segist ekki hafa verið með vöm sína í verslunum en dálítið sótt útimarkaði. Nú fari salan nánast öll fram heima til ferðafólks og einnig er talsvert um að fólk sem einu sinni hefur komið hringi og panti hluti. Hún segist hafa á tilfinn- ingunni að vömr hennar séu talsvert notaðar til gjafa við ýmis tilefni. Byrjuðu með lireindýr Viltu segja okkur svolítið frá dýrunum sem þið eruð með? „Við hjónin vomm búin að ræða það okkar á milli að gaman væri fyrir ferðafólk að eiga þess kost að koma og skoða hreindýr í návígi í stað þess að sjá þau hlaupa í kflómetra fjarlægð og þá jafnvel aðeins stutta stund í einu. Því var það árið 1996 að við létum verða af þessu. Vomm þá búin að koma upp talsvert stórri girðingu héma skammt frá bænum til að hafa dýrin í. Það tókst að ná tveimur vet- urgömlum dýmm og því næst hófst vinna við að gera þau spök og hænd að manninum. Þessi dýr vom orðin of görnul því að okkur tókst aldrei að gera þau almennilega gæf. A endanum strauk karldýrið og þar sem okkur fannst talsverðar líkur á að hitt færi sömu leið létum við húsdýragarðinn í Laugardal fá það. Næst tókum við tvo nýboma hreinkálfa, báða kvenkyns, og það gekk betur. Það var að vísu mikil vinna því að það þurfti að sinna þeim nánast eins og bömum til að byrja með, til dæmis gefa þeim mjólk úr pela en þeir urðu líka hændir að mönnum og virðast una sér vel héma í girðingunni sinni. Dýrin vöktu strax talsverða athygli en við fundum það samt á ýmsum sem komu að þeim fannst vanta ágengur en vekur engu að síður mikla athygli yngstu kynslóðarinnar sem hingað leggur leið sína" sagði Ólavía.. Dýrin í Klausturseli eru í girðingum örskammt frá bænum. Hver tegund hefur eigin girðingu og hús og auðvelt er að skoða dýrin jafnvel þótt þau haldi sig inni. En enginn skyldi vanmeta þá vinnu sem felst í því að hafa dýr til sýnis. Tíminn sem ferðamenn koma er stuttur á hverju ári en hugsa þarf fleiri dýr til að skoða. Því höfum við bætt við okkur öndum, íslensk- um hænsnum, kanínum og tófum. Svo em hér oftast einn til tveir heimalingar á hverju sumri. Þá er ótalinn svanurinn Heiðar sem krakkar hér úr sveitinni fundu uppi í heiði illa á sig kominn og færðu okkur. Hann er bæði frekur og Marteinn Óli Aðalsteinsson í Klausturseli með hreindýrið Sóley. í baksýn er hús hlaðið úr torfi og grjóti sem hreindýrin hafa aðgang að. T.v. er Ólavía Sigmarsdóttir. uýr og lollegor vúnir árogo lólk oS í vor flytur fyrirtækið Vildar- kjör að Hellu á Rangárvöllum. í frétt frá fyrirtækinu segir að „nieð því viljuni við leggja lítið lóð á vogarskálarnar í upp- byggingu atvinnustarfsemi á landsbyggðinni. Fyrirtæki af þessu tagi getur starfað víðs vegar um land. Það sem einkum þarf til er öflugur tölvubúnaður með góðri Internettengingu - ásamt þekkingu og færni starfsmanna.“ Vildarkjör ehf. tóku til starfa um áramótin 1996/1997 í Reykja- vík. Meginstarfsemin hefur verið að semja við góð og vönduð fyrirtæki um sérkjör fyrir félaga í Vildarkjörum. Fyrirtækið beinir viðskiptum félaga sinna til sam- starfsfyrirtækjanna með kynning- um á Vildarkjaravefnum, í tölvu- pósti og með fréttabréfum. Fyrirtækið er fjölskyldufyrirtæki. Samfara ílutningnum til Hellu ætla Vildarkjör að bjóða vefsíðu- gerð, hönnun og viðhald vefja. Fram kemur að Vildarkjör bjóða nú margvíslega aðra tölvu- vinnslu, þ.á.m. fjarvinnslu, skráningu í gagnagrunna o.fl. Einnig annast fyrirtækið gerð kynningarefnis fyrir framleiðslu- og þjónustufyrirtæki, félög, sam- tök og stofnanir. Vildarkjör annasl líka ritun skýrslna, samninga og getur séð um greinaskrif, prófarkalestur, þýðingar úr ensku, dönsku, norsku, sænsku og færeysku. Það annast markaðssetningu/kynningu á vörum og/eða þjónustu í síma og umboðssölu á vörum og þjónustu, einkum á Suðurlandi. Sími Vildar- kjara verður óbreyttur 553 5300 og netfangið einnig sem er veldu@vildarkjor.is Náttúruleg loftræsting Náttúruleg lýsing Trekknet og gardínur Meiri birta og ferskt loft VÉLAVAL-Varmahlíð hf S: 453 8888 fax: 453 8828 vefur: www.velaval.is netpóstur: velaval@velaval.is WECKMAN STURTUVAGNAR Verðdæmi: 8,5 tonn Verð kr. 498.000 með virðisaukaskatti 11 tonn Verð kr. 597.000 með virðisaukaskatti (Athugið! Fleiri gerðir í boði: 1,5 -17 tonn) H. Hauksson ehf. Suðurlandsbraut 48 Sími 588 1130 Fax 588 1131 Heimasími 567 1880

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.