Bændablaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 15

Bændablaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 15. maí 2001 BÆNDABLAÐIÐ 15 Aðalfundur Sambands garðyrkjubænda Fundurinn tiurmur nui- kvæOu umræOu um islensha grænmefisframleiOsiu Aðalfundur Sambands garð- yrkjubænda var haldinn fyrir skömmu á Hótel Geysi í Hauka- dal. I samþykkt fundarins kem- ur fram að hann „harmar þá neikvæðu umræðu sem skapast hefur um íslenska grænmetis- framleiðslu í kjölfar úrskurðar samkeppnisráðs. Fundurinn beinir því til starfshóps land- búnaðarráðherra að standa vörð um starfsskilyrði garðyrkju. Komi til þess að lækkun tolla þyki óumflvanleg er það ein- dregin krafa garðyrkjubænda að tekjutap sem slík tollalækkun veldur verði bætt með öðrum hætti.“ í greinargerð segir: „Garð- yrkjubændur lýsa ánægju sinni með skipan starfshóps landbúnað- arráðherra sem ætlað er að fara í saumana á verðmyndun grænmetis og finna leiðir til að lækka verð á grænmeti til neytenda um leið og staða garðyrkju verði tryggð. Garðyrkjubændur fagna þeim ummælum landbúnaðarráðherra og fleiri málsmetandi aðila að ekki megi stofna í hættu rekstrargrund- velli íslenskra garðyrkjubænda. Tillaga sem nú er til umfjöllunar í umræddum starfshópi um lækkun tolla nú þegar gengur hinsvegar þvert á áður nefndar yfirlýsingar. Islenskir garðyrkjubændur hefðu heldur kosið að málin yrðu skoðuð ofan í kjölinn áður en gripið yrði til róttækra aðgerða. Áðumefnd umræða hefur varpað ljósi á verðmyndun ávaxta og grænmetis og greinilegt er að verndartollar og skilaverð til fram- leiðenda skýra ekki nema að lillu leyti smásöluverð á þessum vörum. íslenskir garðyrkjubændur vilja í samstarfi við hlutaðeigandi leita leiða til að lækka verð á af- urðum sínum en sætta sig ekki við að rekstartekjur verði lækkaðar einhliða með handafli nánast án nokkurs fyrirvara. Augljóst er að íslenskir garðyrkjubændur geta engan veginn keppt óstuddir við niðurgreidda erlenda framleiðslu. Það er vilji og markmið íslenskra garðyrkjubænda að framleiða holla og góða vöru á eðlilegu verði fyrir íslenska neytendur." Lágmúli 7 Reykjavík Sími: 588 2600 • Akureyri Sími 461 4007 www.velaver.is 1000 lítra tankur, 12 mtr. vinnslubreidd. Froðumerkibúnaður. Rétti dreifarinn fyrir fjölkomaáburð. Verð aðeins kr. 430.000 ánVSK ELHO áburð ardreifarar eru til afgreiðslu strax VÉIAVERf ELHO áburðardreifarar em nákvæmir og auðveldir í notkun með 95 cm hlcðsluhæð. ELHO dreifibúnaðurinn er úr ryðfríu stáli. ELHO áburðardreifaramir em með kögglasigti og kapalstýringu frá ökumann-húsi sem auðveldar áburðardreifingu. Verðfrá kr. 115.000 án VSK ELHO MATIC 1000 Loftknúinn áburðardreifari ELHO áburðardreifarar em eins og tveggja skífu með 700 eða 900 kg áburðartrektir á lömum sem auðveldar þrif. Vorið er lcomið! G. SKAPTASON Gi CO Tunguháls 5 • sími 577 2770

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.