Bændablaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 23

Bændablaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 23
Þriðjudagur 15. maí 2001 BÆNDABLAÐIÐ 23 Smáauglýsingar Til sölu Geymsluvandamál?? Gámur er ódýr lausn á hverskyns geymslu- vandamálum. Hjá okkurfærðu flestar gerðir af gámum. Af- greiðsla um land allt. Hafnarbakki hf., sími 565-2733._______________ Rafstöð - djúpdæla. Til sölu 18 kW traktorsdrifin Visa-rafstöð, nýupptekin. Einnig Floway djúpdæla fyrir heitt vatn ásamt riðbreyti. Tilbúin til notkunar. Uppl. í síma 864-6119. Mjólkurkvóti. Tilboð óskast í 42000 I greiðslumark til notkunar frá 1. sept nk. Tilboð óskast send (tölvupósti á arnsig@simnet.is eða með pósti til: Hlíðarenda, 760 Breiðdalsvík. Til sölu tíu hjóla Volvo F-89 vörubíll, árg. ‘72. Bíllinn er með 11 tonna krana og er í góðu lagi. Nánari uppl. veitir Jóhann Lárus- son í síma 894-8257. Til sölu Zetor 7245 árg. '89. Til greina koma skipti á minni vél. Uppl. í síma 892-2411. Til sölu hestaflutningabíll, Volvo F610, árg. ’84, 12 hesta. Sumar- dekk og ný nagladekk. Skoðaður 2001. Skráður undir 5 tonnum, eigin þyngd. Uppl. í símum 587- 0858, 897-9208 og 897-2286. Til sölu Wild heydreifikerfi, 25 m langt; Wild Heyblásari GB 55; Wild súgþurrkunarblásari WL 180 með 15.hö. mótor; Triolet heymatari; Kemper fjölhnífavagn, 32 rúmmetrar, þarfnast lagfæringar. Uppl. í símum 487-5204 og 898- 1430______________________________ Til sölu jeppar og varahlutir. Landcruiser GL árg. '88 langur, 38” og Landcrusier LX stuttur árg, '86, 35”. Báðir diesel turbo. Á sama stað eru til sölu notaðir varahlutir í eldri dráttarvélar. Uppl. í síma 893-3962. Tilboð óskast í Toyota Hilux pick- up árg. '84, ekinn 230.000 km, ný 35" dekk og Subaru Justy árg. ‘86, ekinn 120.000 km. Einnig til sölu MF-135 árg 65, (verðhugmynd kr. 80.000) og MF-35X árg. ‘63 (bilaðar bremsur, verðhugmynd kr. 40.000) Uppl. í síma 464-2110. Til sölu Case 4240 árg. '95 (vökvavendigír), 4600 vst. Same Aster 70 turbo árg. ‘92, 1900 vst. Krone 125 árg. '97 (notuð 2-3 rúllur). NHK pökkunarvél árg. '97 ( tölvustýrð). Slam sláttuvél árg. ‘00 2,7 m. Slam stjörnumúgavél árg. ‘99 3,85 m. Fransgard tætla árg. ‘00 5,1 m. Fransgard hefill árg 00 með hjólum 2,5 m. Pólskur sturtu- vagn 11 tonna árg. '99. Kia Sport- age jeppi árg. ‘99 ekinn 20.000 km. Uppl. í síma 453-7430. Til sölu Sac fimm kúta mjaltakerfi fyrir 2x5 mjaltabás. Tekið í notkun í des. '96. Einnig ryðfríar innréttingar í 2x5 mjaltabás frá sama tíma. Verð samkomulag. Uppl. í símum 694-8608 og 557- 6097._________________________ Til sölu Alfa-Laval haugdæla árg. ‘99. Skipti hugsanleg fyrir minni dráttarvél með tækjum. Uppl. í símum 897-6049 eða 463-1170 Valdemar. Til sölu tveir MF-35 sem þarfnast lagfæringa. Einnig ýmsir varahlutir í Ferguson bensín. Á sama stað óskast olíuverk í David Brown 880 árg. ‘72. Uppl. í síma 866-0318 eftir kl. 16. SPENAÁSTIGSVÖRN og margt fleira. Pantið tímanlega. Opið milli kl. 11.30 og 13.30 virka daga. Sími 555-4631, NORDPOST SKJALDA PÓSTVERSLUN. Til sölu Fiat 88-94, 85 hö., árg. ‘94, notuð 2.200 vst. Ný kúpling. Með Alö 640 ámoksturstækjum + þriðja svið. Verð kr. 1.500.000 án VSK. Uppl. í síma 555-0543 eftir kl. 19. Til sölu grind í bogaskemmu. Einnig varahlutir í Toyota og Paj- ero. Uppl. í símum 478-1768 eða 853-0698._______________________ Til sölu lyftaramastur aftan á traktor, loftdæla Alfa-Laval á aflúrtak, Lister kúa (hrossa) klipp- ur og klaufnaklippur. Uppl. í símum 566-7217 eða 691 -6117. Til sölu ársgamalt ávinnsluherfi (slóði). Uppl. í síma 434-1273. Til sölu Ursus 1204 árg. '85, 4x4, 6 cyl með Alö 560 tækjum. Notuð 3.600 vst. Ný dekk. Vél í góðu lagi. Uppl í síma 478-1068 eftir kl 20. Árni. Óska eftir jörð eða íbúðarhúsi til leigu. Vinnuframlag sem hluti af leigu kemur til greina. Vanur öllum búrekstri. Uppl. í síma 867-7602. Óska eftir startara í MF-185 árg. ‘77 eða vél í varahluti. Uppl. í síma 434-7729.________________________ Óska eftir ódýrri rúlluvél. Helst Krone. Má þarfnast viðgerðar. Uppl. í síma 898-6265. Óska eftir að kaupa íslenska (ekki hvíta) hænuunga. Uppl. í síma 452-2654 og 865-5653, Maríanna. Tætari óskast. Howard tætari, E- týpa, árg. ‘79, 80", óskast til niðurrifs. Gírkassi þarf að vera í lagi. Uppl. ísíma 894-1106. Óska eftir lítilli haugsugu. Uppl. í síma 486-8710 og 898-1594. Atvinna Óska eftir að ráða starfsmann á bóndabæ. Á bænum er aðallega mjólkurframleiðsla og fáeinir hest- ar. Á sama stað eru til sölu nokkrir notaöir rafmagnsofnar. Uppl. í símum 486-1189 eða 892-9082. Fjórtán ára drengur óskar eftir starfi í sveit í sumar. Uppl. í síma 862-2261, Gunnar. 16 ára Reykjavíkurmær óskar eftir sumarstarfi í sveit. Áhuga- söm, dugleg, dýravinur og náttúruunnandi. Uppl. í síma 568- 7939 eða 892-7073._______________ Óska eftir að ráða starfskraft í sumar. Búskapur kýr og hross. Uppl. í síma 452-4473 eða 895- 4473.____________________________ Drengur á þrettánda ári óskar eftir plássi í sveit í sumar. Uppl. gefur Gunnar í síma 862-2261. Fjórtán ára stelpa óskar eftir að komast í sveit í sumar. Helst þar sem eru kýr og hestar. Er hrifin af öllum dýrum. Uppl, í síma 565-8806. Óskar eftir að komast í vist í sveit, ég er á tólfta ári, hef gaman af börnum og elska hesta. Ég er dug- leg og vön sveitastörfum. Linda, María (móðir), sími 861-9467_____ Þjóðverji á fertugsaldri, fjölskyldu- maður með tvö börn, óskar eftir vinnu við landbúnaö. Framtíðar- vinna. Lærður lásasmiður en hefur unnið við landbúnað í áratug. Vin- samlega hafið samband við Nils Kernbach, Hauptstr. 127, 57587 Birken-Honigsessen, Þýskaland. Sími: 0049 2742-969494, fax 0049 2742-969488. Veffang: webmaster@4csa-net.com___________ Þrettán ára drengur óskar eftir starfi í sveit í sumar. Á sama stað er tíu ára drengur sem vill komast í sveit, getur passað barn eða aðstoðað við létt störf. Uppl. í síma 692-2076.___________________ Þýskur háSkólastúdent, 26 ára, óskar efir atvinnu í einn mánuð. Enskumælandi. Getur byrjað í lok júlí og verið til mánaðamóta ág/sept. Brigitte Braun: Netfang: bbraun@rhrk.uni-kl.de; Sími: 07733 7110. Kur-Schumacher-Str. 28, 67663 Kaiserslautern, Germany. Fjórtán ára drengur óskar eftir starfi i sveit, helst á blandað bú. Laus í byrjun júní. Býr á ísafirði. Uppl. í síma 456-4269. Til sölu eftirtaldar vélar o.fl.: Verð án VSK. * Case 785 XL 4X4 árg.'89 notuð 4300 vinnustundir Verð kr. 700.000 'Krone 130 rúllubindivél árg. '97 Verð kr. 650.000 *McHale pökkunarvél árg. '97 Verð kr. 600.000 ‘Krone sláttuvél, vinnslubr. 2,4 m með knosara, árg. '99 Verð kr. 400.000 ‘Krone tætla vinnslubr. 6,4 m árg. '95 yer4kr,.250.QQQ ‘Deutz Fhar sláttuþyrla m. knosara vbr. 1,65 m Verð kr. 60.000 ‘Duun baggafæriband Verð kr. 30.000 ‘Alfa-Laval rörmjaltakerfi fyrir 28 bása Verð kr. 100.000 ‘Básamottur Verð kr. 1.500 pr. stk. ‘Lyftaragrind, tvöföld með göfflum, á þrítengi Verð kr. 50.000 ‘H-12 súgþurrkunarblásari ásamt 13 ha. einfasa mótor Verð kr. 50.000 ‘Tvöfaldur súgþurrkunarr blásari, ónotaður Verð kr. 30.000 ‘Stórsekkir, 4ra hanka, henta til súrsunar á korni Verð kr. 500 pr. stk. ‘Vel verkað rúlluhey Verð kr. 2.000 pr. rúllu ‘Súrsað bygg í stórsekkjum Verð semkomMlag ‘23 stk. vel ættaðar kvígur og kálfar, aldur frá 5 - 20 mán. Verð samkomulaq Einnig leitar 4 ára myndarlegur hundur eftir góðu sveitaheimili (Border collie/lrish setter). Er vel liðtækur við kúarekstur. Fæst gefins. Upplýsingar gefur Björgvin í símum 487-8925 og 862-7514. Ný byggfiabrú Min ðt í júní Rekstur byggðabrúarinnar, þ.e. fjarfundabúnaðar Byggða- stofnunar, verður boðinn út í næsta mánuði. Byggðastofnun er í samvinnu við menntamála- ráðuneytið að láta vinna útboðs- gögn og er ætlunin að ljúka því í maí þannig að hægt sé að bjóða verkið út í júní. Stefnt er að því að brúin verði brúkleg í haust áður en skólar byrja. Þórarinn Sólmundarson hjá þróunarsviði Byggðastofnunar segir að stofnunin hafi fyrir um þremur árum gert kaupleigu- samning við Landssímann um kaup á byggðabrúnni. Þessi samningur rennur út l. júlí nk. og fyrir þann tíma þarf framhaldið að vera ákveðið. Staðsetning brúarinnar muni því fara eftir því hvaða fyrirtæki fái reksturinn. „Það er ekki mark- mið Byggðastofnunar að reka brú heldur að tryggja að það verði brú til afnota. Hún getur verið hvar sem er á meðan nauðsynleg tækni er fyrir hendi." Þórarinn segir að fyrirtæki sem geta tekið þetta að sér séu þó ekki mörg, líklega komi þrjú - fjögur til greina. „Brúin rekur sig töluvert sjálf því að fundir eru bókaðir sjálfvirkt í gegnum vefinn. Reksturinn felst fyrst og fremst í tæknilegri umsjón með búnaðinum ásamt því að veita nauðsynlega að- stoð. Þetta gæti því verið ágæt hliðarbúgrein fyrir þessi tækni- fyrirtæki." Þórarinn segir þörf fyrir byggðabrú vaxandi. „Skólar nota brúna áfar mikið í allri fjarkennslú og einnig símenntunarmiðstöðvar; Ljóst er að brúin hefur stórbætt að-' gengi fólks á landsbyggðinni að menntun og ekki síður aukið þátt- töku þess í lýðræðinu með því ad auðvelda þátttöku í nefndarstörf- um. Eftir að hún kom til sögunnar þurfa menn ekki að fara lands- homa á milli til að sitja nefnd- arfundi og það skiptir miklu rnáli." Jörð til sölu Jörðin Hólar í Eyjafjarðarsveit er til sölu. Á jörðinni er 200m2 íbúðarhús á tveimur hæðum. Fjós var byggt árið 1973 fyrir 32 kýr og 150 kinda fjárhús er á jörðinni. Ræktað land er um 50 ha. auk mikils afréttarlands. Jörðin selst án framleiðsluréttar. Upplýsingar í símum 897-6049 eða 463-1170. Valdemar. Skinpa Saga sútunar á íslandi Eiguleg bók sem hefur hlotið afar góða dóma gagnrýnenda. Bókinfœst í öllum betri bókaverslunum. Verkun skinna hefur verið stunduð frá ómunatíð og er eitt elsta handverkið. Skinnaverkun hefur verið stunduð frá upphafi íslandsbyggðar og ein afurð hennar eru íslensk skinnahandrit. Nú er komin út Skinna, saga sútunar á íslandi, en í bókinni er lýst í máli og myndum helstu aðferðum við sútun og verkun skinna. Fjallað er um skinnaverkun fyrr á öldum, hvernig sútaraiðn festi rætur hérlendis með fyrstu faglærðu súturunum og hvernig sútun var verksmiðjuvædd um miðja öldina. Sútun og skinnaverkun með verksmiðjusniði var ein umfangsmesta grein iðnaðar í landinu um áratugaskeið og þjónaði fyrst heimamarkaði en varð síðar útflutningsgrein. Greinin hefur gengið í gegnum skeið vaxtar og samdráttar og saga sútunar er um margt lýsandi fyrir þróun verksmiðjuframleiðslu úr íslenskum hráefnum. Bókin er prýdd fjölda mynda og skýringargreina og byggir bæði á munnlegum og skriflegum heimildum. Höfundur er Þórarinn Hjartarson. Ritstjóri Safns til iðnsögu íslendinga er Ásgeir Ásgeirsson. Safn til iðnsögu íslendinga

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.