Bændablaðið - 15.05.2001, Side 18

Bændablaðið - 15.05.2001, Side 18
18 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 15. maí 2001 VMiptí og afí/iuiiiilíí Umsjón Erna Bjarnadóttir Stœrsta smásöluverslun landsins rís í Kópavogi Stærsta smásöluverslun landsins verður í Smáralind í Kopavogi. en húsið er rúmir 63 þúsund fermetrar að stærð. Það er Istak sem annast verkið. Starfsemi hefst f verslunarmiðstöðinni í haust. Skýrsla Samkeppnisstofnunar Matvörumapkaðurinn - Verfllagspróun f smásölu 1996-2000 Á fundi ríkisstjórnarinnar þann 30. maí 2000, var samþykkt tillaga viðskiptaraðherra þess efnis að fela Samkeppnisstofnun að kanna orsakir óhagstæðrar þróunar a verði matvöm hér á landi m.a. í ljósi breyt- inga sem orðið höfðu á gengi erlendra gjaldmiðla misserin þar á undan. Skýrsla Samkeppnisstofnunar liggur nú fyrir og er að finna á slóðinni www.sam- keppni.is. Niðurstöðumar eru um margt athyglis- verðar og verður aðeins fátt eitt tíundað hér. Að mati Samkeppnisstofnunar hafa aðstæður á matvörumarkaði gjörbreyst þegar litið er einn til tvo áratugi aftur í tímann. Áður en stórmarkaðir tóku til starfa höfðu birgjar, þ.e. innflytjendur og fram- leiðendur. tögl og hagldir á markaðnum. Þegar viðskiptafrelsi jókst og matvöruverslunum óx fiskur um hrygg jókst samkeppni á markaðnum og bera tölfræðileg gögn með sér að samkeppni á matvöru- markaðnum var á tímabili, a.m.k. fram á síðasta ára- tug, mjög virk og neytendur nutu góðs af hlutfalls- lega lækkuðu verði. „Eftir þann tíma hefur samþjöppun aukist mjög á smásölustiginu sem hefur styrkt samningsstöðu verslunarkeðja enn frekar gágnvart birgjum eins og nánar verður rakið. Er nú svo komið, að mati Samkeppnisstofnunar, að matvörumarkaðurinn einkennist af kaupendastyrk verslunarkeðja sem hefur leitt til viðskiptahátta sem kunna í sumum tilvikum að vera andstæðir sam- keppnislögum.“ Síðar segir að „vísbending sé um að samnings- styrkur verslunarkeðjanna hafi í mörgum tilvikum skapað þeim yfirburðastöðu gagnvart birgjum.... Það er álit Samkeppnisstofnunar að ástæða sé til að rannsaka frekar hvort hugsanlegur kaupendastyrkur verslunarkeðja hafi á síðustu árum haft áhrif á sam- keppnishæfni birgja á markaðnum." Áfram segir: „Þegar jafnræði ríkir með kaupendum og seljendum á markaði þar sem virkiar samkeppni gætir leiðir lækkun á innkaupsverði smásöluverslana til lækkun- ar þeirra á smásöluverði sem neytendur njóta góðs af. Þegar dregur úr samkeppni á smásölumarkaðnum leiðir kaupendastyrkur smásöluverslana til lækkunar á innkaupsverði þeirra án þess að vissa sé fyrir því að sú lækkun skili sér í lækkuðu smásöluverði til neytenda. Hækkun á smásöluverði á síðustu árum í matvöruverslun umfram verðhækkun frá birgjum gefur ástæðu til að ætla að dregið hafi úr samkeppni í smásölunni." MÉ í byrjun september 2000 gerði Sam- keppnisstofnun samanburðarkönnun á verði nokkur hundruð tegunda af dagvöium í Reykjavík og nokkrum borgum á Norðurlöndunum. I skýrslu Samkeppnisstofnunar eru niðurstöður bornar saman við verðlag í Reykjavík. Athuguð er þróun verðlags frá byrjun árs 1996 til ársloka 2000. Á [ressum tíma hækkaði vísitala dagvöni um u.þ.b. 15%. * Verð á brauði hækkaði í matvöruverslunum um 17-18% samkvæmt vísitölu neysluverðs. Á sama tíma stóð verð frá birgjum nánast í stað. Smásöluálagning hef- ur því hækkað allnokkuð. Meðalálagning matvöruverslana á brauði er allhá eða 50-70%. Verð á brauði er 80-90% hærra í Reykjavík en í samanburðarborgunum sem eru Kaupmannahöfn, Osló og Gauta- borg. * Smásöluverð á kjöti hefur samkvæmt vísitölu neysluverðs breyst með mjög misjöfnum hætti eftir tegundum kjöts. Verð á kjöti sem tengist ákvörðunum verðlags- nefndar búvara (nautakjöt og lamb- akjöt) hefur hækkað til jafns við eða meira en vísitala dagvöru á sama tíma og verð á svína- og kjúklinga- kjöti hefur lækkað. Nautakjöt hefur hækkað í smásölu um 13-14%, en um 7-8% hjá helstu kjötvinnslum. Það verð sem bændur frá greitt fyrir nautgripakjöt hækkaði aðeins um 1- 2% á viðmiðunartímanum. Hlut- deild smásöluverslunar og kjötvinnslustöðva í verði nautakjöts hefur því hækkað. Nautakjöt var 40- 50% dýrara í Reykjavík en í viðmiðunarborgunum. Lambakjöt í smásölu hefur hækkað í verði um 30-35% samkvæmt vísitölu frá byij- un árs 1996 til loka ársins 2000, þar af um 20% á árinu 1996. Verð til bændahækkaði um 15-16%. Verð frá kjötvinnslum hefur hins vegar ekki hækkað nema um 13-15%. Smásöluálagning á lambakjöti virðist þannig hafa hækkað talsvert á milli áðumefndra tímapunkta. Svínakjöt lækkaði í verði um 5-6% í smásölu samkvæmt vísitölu neyslu- verðs. Ætla má að svipuð lækkun hafi orðið hjá kjötvinnslum en verð til bænda lækkaði mun meira eða um 27%. Verð á svínakjöti var að jafnaði 30-70% hærra í Reykjavík en í viðrniðunarborgunum. Kjúklingakjöt lækkaði í verði um rúmlega 20% frá upphati árs 1996 til loka ársins 2000. Var verðlækkunin svipuð hjá matvöm- verslunum og birgjum. Þrátt l'yrir verðlækkun á kjúklingakjöti á síðustu árum var það að jafnaði 70- 130% dýrara í Reykjavík en í viðmiðunarborgunum. Aðrar kjötvörur, sem einkum em unnar kjötvömr, hækkuðu í smásölu samkvæmt vísitölu neysluverðs um 10-12%. Verð frá kjötvinnslum Þróun á verði svínakjöts 1.1.1998 til 1.4.2001 120,0 110,0 100,0 90,0 80,0 70,0 60,0 Vísitala neysluverðs *T~/ » » Svfnakjöt - nýtt"eða frosið . yi .. ..¥ Gris IA jan Júl Feb ág. rnar Okt Apr Nóv 98 98 99 99 00 00 01 01 Þróun á verði nautakjöts 1.1.1998 til 1.4.2001 hækkaði á sama tíma um 4-5% þannig að smásöluálagning á þess- um vörum hefur hækkað nokkuð. Meðaltalsálagning á algengustu vömtegundum er 20-40%. * Smásöluverð á mjólkurvömm hefur hækkaði um 23-24% á viðmiðunartímabilinu. Verð frá mjólkursamlögum hækkaði álíka mikið. Smásöluálagning á mjólkui-vömm hefur þannig haldist lítt breytt frá því að hún var gefin fijáls 1. október 1997. Smásöluálagning á mjólk og mjólkurvömm er að meðaltali 10- 15%. I Reykjavík reyndist verð á mjólk vera 10-30% hærraen í viðmiðunarborgunum en 10-100% hærra á rjóma. * Ostur, smjör og annað viðbit hefur hækkað í verði í matvöm- verslunum urn 20-23% á því tíma- bili sem er til viðmiðunar. Hækkun heildsöluverðs á osti og smjöri er svipuð en hækkun birgja á smjörlíki var minni. Þannig hefur smásöluálagning hækkað lítillega. Brauðostur reyndist að jafnaði rúmlega 50% dýrari í Reykjavík en í viðmiðunarborgunum, smjör var álíka dýrt, en smjörlíki 15-20% dýrara. * Verð á eggjum var svipað í lok viðmiðunartímabilsins og í upp- hafi þess. Þrátt fyrir það hækkaði smásöluálagning allnokkuð á milli tímapunktanna þar eð verðlækkun fráeggjabúum nam 10-15%. Smásöluálagning á eggjum er allhá eða 50-70%. Smásöluverð á eggjum í Reykjavík er 20-30% hærra en í viðmiðunarborgunum. * I skýrslunni er fjallað um verð á fjölmörgum öðrum mat- og heim- ilisvörum. Athygli vekur verðmunur milli Reykjavíkur og viðmiðunar- borganna í nokkrum vöruflokkum auk brauðs sem áður er nefnt. Þann- ig er morgunkorn 40-50% dýrara hér, tilbúnir frystir réttir 60% dýrari, kaffi 15-25% dýrara, kaffipokafilt- erar 70% dýrari og bleiur 55% dýrari. Hins vegar er verð á kexi og hrökkbrauði svipað hér og í saman- burðarborgunum og pasta er ódýrara, svo dæmi séu tekin. Minnkandi hlutup bænda í neyiendakrnnunni Búvöruframleiðendum er nokkur fengur aö úttekt Samkeppnisstofn- unar. Hún staðfestir þaö sem samtök bænda hafa haldið fram á undanförnum misserum og rökstutt með upplýsingum um þróun fram- leiöendaverös, að hlutur bænda í neytendakrónunni hefur fariö minnkandi að undanförnu. Með- fylgjandi myndir af þróun verös á svína- og nautgripakjöti undirstrika þetta. Þessi þróun er ekki sér- íslenskt fyrirbrigði. Forystumenn bænda innan alþjóöasamtaka búvöruframleiöenda eins og Hans Jonson form. sænsku bændasam- takanna hafa haldið þvf fram aö eina vöm framleiöenda í þessari stööu sé aö standa saman aö af- uröasölumálum í gegnum fram- leiöendasamvinnufélög. Túlkun Samkeppnisstofnunar á sam- keppnislögum bendir hins vegar til þess aö möguleikar framleiöenda í þessu efni veröi ekki tryggðir ööruvfsi en meö lagabreytingum. Aöeins þannig veröi komiö f veg fyrir aö mörgum og smáum fram- leiöendum sé stillt upp f Innbyröis samkeppni f viðskiptum viö smásöluverslunina sem Samkeppn- isstofnun dregur ekki fjöður yfir aö viðhafi í sumum tilvikum viöskiptahætti sem eru andstæöir samkeppnislögum.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.