Bændablaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 15. maí 2001 BÆNDABLAÐIÐ 7 „Ég hef í þessari skýrslu minni drepið á helstu mál sem verið hafa í gangi síðastliðið starfsár, en þó er það ævinlega svo að ekki verður allt tíundað sem gert er. Þau sex ár sem ég hef starfað sem formaður BSSÞ hafa verið mér á margan hátt mjög lærdómsrík og ánægjuleg og ég hef reynt að sinna þessu verkefni eins vel og nokkur kostur hefur verið. Segja má að nokkuð hafi komið á óvart hversu umfangsmikið starfið hef- ur verið og hve tímafrekur hinn ósýnilegi þáttur er, þ.e. lestur ýmissa gagna og að kynna sér mál sem eru efst á baugi á hverjum tíma. Allnokkrar breytingar hafa orðið á starfseminni þessi ár og verið bryddað uppá ýmsum nýjungum sem sumar hafa fest sig í sessi en aðrar ekki. Reynt hefur verið af fremsta megni að sýna gætni í fjármálum sambandsins og eins og fram kemur í reikningum þess stendur það allvel fjárhags- lega. Ráðunautaþjónustan skilar okkur talsvert hærri upphæð til baka en við lögðum til hennar í upphafi. Þau ár sem ég hef verið formaður hafa þeir tveir meg- inþættir sem búnaðarsamböndum er ætlað að sinna, þ.e.a.s. félags- legi þátturinn og fagþjónusta sem ráðunautar inna af hendi, verið aðskildir og þess vegna fleiri verkefni komið inná borð til stjórnar sem ráðunautar sinntu áður. Víða er það nú svo að báðir þessir þættir eru nánast alveg í höndum ráðunauta og bændur vilja lítið af þeirn vita sem er óskiljanlegt því að bændur eiga þessa starfsemi, ráða henni, bera ábyrgð á henni og mega því ekki sitja hjá og ætla öðrum að sjá um sín mál.“ (Úr ræðu fráfarandi for- manns Búnaðarsambands S.- Þing, Ragnars Þorsteinssonar í Sýrnesi, sem hann flutti á aðal- fundi BSSÞ). Úr húsasafni Þjóðminjasafnsins u Stóru-Akrar í SkagafirQi Hann Guðmundur Jón Jónsson, Berjanesi í V.-Landeyjum, var að plægja þegar Bændablaðið átti leið hjá á dögunum. Þess má geta að það hellirigndi og sunnan- strekkingurinn lét öllum illum látum þegar myndin var tekin. Guðmundur sagði að túnið hefði kalið illilega fyrir nokkrum árum. Á staðnum standa leifar bæjar sem Skúli Magnússon fógeti lét byggja á árunum 1743-45 er hann var sýslumaður í Skagafirði. Það sem eftir stendur eru bæjardyr og stofa sem notuð var sem þingstofa en milli húsanna liggja leifar ganga. Timburgrind húsanna er af stafverki og þilgerð er þar forn. í húsunum er einnig að finna merka viði úr eldri húsum, marga hverja prýdda skreytistrikum. Þjóðminjasafn tók bæjarleifarnar í sína vörslu árið 1954. Álfliildur Ólafsdóttir var fyrir nokkru fyrir vestan og stóð fyrir námskeiði um gæðastýringu í sauðfjárrækt. Hún ræddi um eftirlit og vottun og kom fram hugmynd um að búfjáreftirlitsmenn fletti gæðahandbókinni í vorheimsókn sinni og fari yflr gátlista. Stuttu síðar fæddist þessi: Flestum bændum mun gera gott að gæðum sé stýrt fyrir utan sút en rétt er að eiga vætu vott er vottarnir koma að taka út. Höfundur er Jóhannes Gíslason Skáleyjum. Orö í tíma töluð Brímip hefur opílt Af samkeppni, bensíni, sendiherrafrú Það væri synd að segja að ekki sé nóg um að vera á íslandi. Samkeppnisstofnun tuktaði smásölukeðjurnar á dögunum og ein fylltist samviskubiti og játaði að hafa smurt dálítið hraustlega ofan á prísana en forsvars- maður annarrar keðju var hinn hortugasti og neitaði öllu. Bensín hækkaði uppúr öilu valdi og verðbólgan læðist um og skilur eftir slóð sem allir sjá og skilja - nema ríkisstjórnin. Páfinn fór til Grikklands og sendiherra Sviss í Þýskaiandi lenti í vanda vegna konu sinnar sem iét taka af sér rnyndir í eidrauðu stuttpilsi á þaki og páfanum sendiráðsins með svissneska fánann í baksýn. Á annarri mynd er hún með kúrekahatt og bandaríska fánann sem hálskút, með dollaramerki fest á brjóstið yfir mjög fleginni múnderingunni. Þess má geta að myndatakan fór fram með samþykki eigin- mannsins. Þessi síðasta frétt gladdi Grím því að hann hafði haldið að íslenskir em- bættis- og stjórnmálamenn og makar þeirra ættu vart sína líka í uppátækjum. Grímur orðinn dapur á sunnudaginn og var raunar svo langt leiddur að hann hafði boðist tii að stinga upp kartöflugarðinn þegar hann las betur fréttina um páfann. Það er ekki á hverjum degi sem æðsti maður í trúar- hreyfingu sem telur hundruð milijóna biður aðra, náskylda hreyfingu um fyrirgefningu. Að vísu voru syndirnar orðnar fast að þúsund ára gamlar en í sjálfu sér skiptir það ekki máli. Fátt er fólki eins erfitt og að biðjast afsökunar og raunar aðdáunarvert að páfinn skuli hafa lagt á sig erfiða ferð til Grikklands í þessum tilgangi. Nú skyldi maður halda að félagar í grísku rétttrúnaðar- kirkjunni hafi tekið páfa fagnandi - en svo var ekki. Mbl. greinir nefniiega frá því að prestar, nunnur og munk- ar hafi safnast saman á göt- um Aþenu og mótmælt komu páfa; kallað hann erkitrú- villinginn. Meira að segja komu svartklæddir prestar saman á götum Aþcnu með spjöld sem á stóð: Páfi, farðu heim. Þetta minnti Grím einna helst á það þegar herstöðvarandstæðingar hímdu í gamla daga í norðangarra með spjöldin „ísland úr Nató, herinn burt.“ Þegar Grímur les fréttir eins og þessa stendur honum ekki alveg á sama. Hann hélt í barnaskap sínum að geistlegir menn fögnuðu þeim sem kæmu iðrandi til þeirra og það er eins og hann minni að í helgri bók sé mikið fjallað um fyrirgefningu, gildi hennar og mikilvægi. Ef til vill er enginn munur á sendiherrafrúm í flegnuin skyrtum, prestum sem vita ekkert um fyrirgefningu og forsvarsmönnum verslanakeðja sem sjá ekkert rangt í sínum ranni. Það er líklega hinn bitri sannleikur sem Grímur verður að kyngja, en hann tekur ofan fyrir keðjumanninum sem viðurkenndi út um annað munnvikið að hafa hækkað - af því að hann hefði ekki hagnast alveg nógu mikið. ■uinpiayi b jm>)æ|BJÁp ‘uosjepjnhjs jnpjnBis uueq ja euacj ‘np puÁui issacj jba npæjuinesjAjnjsoj 6o -s6umin|)uu! buijj juáj-

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.