Bændablaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 4
4 Dýralæknafélag Islands BÆNOABLAÐIÐ Abyrg stefna stjórn- valda í lyfjamálum Undanfarið hefur töluverð umræða verið um reglugerð nr. 539/2000, um heimildir dýralækna til að ávísa lyfjum. Þann 30/4 síðastliðinn var frétt í DV þar sem skilja má að dýra- læknar séu almennt ósáttir við reglugerðina. í ljósi þessa vill Dýralæknafélag íslands koma eft- irfarandi á framfæri. Um langan tíma hefur stefna Dýralæknafélags íslands verið sú að sýna beri ítrustu aðgæslu við notkun sýklalyfja, þar sem sýnt hefur verið að samhengi er á milli notkunar sýklalyfja og sýklalyfja- Voríundur BGÍ á Hólum Vorfundur Búnaðar- og garðyrkjukennarafélags íslands (BGI) verður haldinn á Hólum í Hjaltadal 17. maí. Yfirskrift fundarins er; Hlutverk mcnntastofnana landbúnaðar- ins í byggðaþrúun á íslandi. Nokkrir fyrirlesarar hafa verið fengnir til að fjalla um þetta áhugaverða efni. Fundurinn er ölluni opinn og áhugafúlk því hvatt til að mæta. BGÍ eru samtök kennara og starfs- manna mcnntastofnana land- búnaðarins - Garðyrkjuskúlans að Reykjum, Landhúnaðar- háskúlans á Hvanneyri og Húla- skúla en tilgangur félagsins er að efla samstöðu og faglegt sam- starf stjúrnenda og kennara þessara stofnana. ónæmis. Dýralæknafélag íslands setti fram stefnu árið 1997, um notkun sýklalyfja við meðhöndlun á júgurbólgu, en þar er notkun mest í landbúnaði og var tilgang- urinn sá að bæta umgengni um sýklalyf og draga úr notkun þeirra. Umrædd stefna félagsins var rædd á félagsfundum, borin upp til atkvæða og samþykkt af félags- mönnum með öllum greiddum at- kvæðum. A fundi félagsins í mars síðastliðnum þar sem fjallað var sérstaklega um lyfjaónæmi var samþykkt, með öllum greiddum atkvæðum, að stefnu þessa skyldi endurskoða í ljósi nýjustu þekk- ingar. Það er því ekki rétt sem fram kemur í ofangreindri frétt DV að margir dýralæknar séu ósáttir við reglugerðina. Mikill meginhluti ís- lenskra dýralækna hefur fylgst með og tekið þátt í þeirri umræðu sem verið hefur meðal fagfólks í heilbrigðisgeira undanfarin ár, um lyfjaónæmi og hættur því samfara. Dýralæknar fagna því að íslensk stjórnvöld bregðist við á ábyrgan hátt, með setningu reglugerðar sem stuðlar að bættri umgengni um lyf og minni lyfjanotkun. Ljóst er að ákvæði reglugerðarinnar valda meira vinnuálagi á dýra- lækna sem víða er óhóllegt fyrir, en vart þarf þó að taka fram að þeir fara almennt eftir þessari reglu- gerð eins og öðrum sem þeim er skylt að vinna eftir. Akureyri 7.5.2001 F.h. Dýralæknafélags Islands Ólafur Valsson formaður Dýralœknafélags Islands Sigurður Oddur bóndi og kynbótadómari á Oddstöðum sposkur á svip að vanda í verklegu prófi á kynbótadómaranámskeiði á Hólum í byrjun apríl. Mynd Bbl/GR. Svanhildur Sigurðardóttir og Herdís Erna Matthíasdóttir stofnuðu saumastofu í Reykhólasveit: Fjarlægðin háir okkur ekki Þær Svanhildur Sigurðardúttir og Herdís Erna Matthíasdúttir keyptu nýverið saumastofu í Reykjavík, fluttu hana í heima- byggð sína Reykhúlasveit og hafa síðan starfrækt þar sauma- stofuna Nytjasaumar ehf. sem sérhælir sig í að gera þvotta- skjúður. Svanhildur, sem er búndi, segir þetta hafa byrjað þannig að hún hafi farið til Reykjavíkur að vinna í vetur þar sem at- vinnutækifæri í byggðarlagi hennar væru fremur einhæf. ,Þegar líða túk á veturinn fúr ég að svipast um eftir einhverri starfsemi sem hægt væri að flytja út á land og rakst þá á þetta litla fyrirtæki sem fram- leiddi þvottaskjúður. Ég fékk til liðs við mig kunningjakonu niína, Hcrdísi Ernu Matthíasdúttur sem býr í bvggðarkjarnanum á Reykhúlum, og við keyptum fyr- irtækið saman og erum nú byrjaðar að framleiða og selja þvottaskjúður.“ Þvottaskjúðan verndar viðkvæman þvott gegn núningi og úþarfa sliti þegar hann er þveginn í þvottavél. Hún er til í þremur stærðum. Sú minnsta, 30x35 cm, er fyrir nærfatnað og minnkar til dæmis líkur á að þvottavélin skemmist ef spöng losnar úr brjústahaldara. Hún er einnig hentug fyrir litlar barnapeysur og ungbarnaiöt. Miðstærðin, 45x55 cm, er fyrir viðkvæmar blússur og skyrtur og sú stærsta, 60x80 cm, er fyrir stúrar peysur, til dæmis úr ull, búmull og flísefni. Þvottaskjúður má einnig nota til vörslu ýmissa hluta, svo sem undir fatnað í ferðatösku svo betur fari um hann. Svanhildur segir þessar skjúður hafa verið á markaðnum í nokkur ár og að salan hafl gengið þokkalega. Þær tvær eru sem stendur einu starfsmenn saumastofunnar og í raun eru þær einungis í hálfu starfi eins og er. „Við höfum hingað til liugsað okkur að hafa þetta með öðru þannig að við getum stjúrnað vinnutímanum að einhverju leyti. Svo vildum við cinnig sjá hvernig gengi og hvort við gætum jafnvel skapað fleiri störf,“ segir hún. Saumastofan leigir húsnæði nálægt heimilum þeirra. Þaðan er skjúðunum dreift í verslanir, einkum í stúrmarkaði og undir- fataverslanir í Reykjavík og víðar. „Við stefnum svo að því að stækka markaðinn þegar við erum komnar á skrið.“ Fjarlægðin frá aðal- markaðnum hcfur ekki skipt miklu máli. „Við erum að vísu nýbyrjaðar en þessi fjarlægð hefur ekki háð okkur. Við ætlum að koma okkur upp gúðum lager og hafa hluta af honum fyrir sunnan, þar sem við höfum aðila til að dreifa fyr- ir okkur í verslanir þar.“ Að mati Svanhildar er þetta kærkomið tækifæri því að at- vinnuframboð á landsbyggðinni vill oft vera cinhæft þannig að erfitt getur orðið að breyta til og finna atvinnu sem hentar. „Við erum hins vegar bjartsýnar á að geta þrúað fleiri hliðstæðar vörur, aukið söluna og haft þetta að aðalstarfi síðar og jafn- vel skapað öðrum atvinnutæki- færi. I það minnsta eru mögu- leikar fyrir hendi á að auka starfsemina,“ segir hún að lok- um. Formaður Verkalýðsfélagsins á Reykhólum, Kristín Svavarsdóttir, af- hendir Svanhildi Sigurðardóttur og Herdísi Ernu Matthíasdóttur hjá saumastofunni Nytjasaumar ávísun upp á 100 þúsund krónur í tilefni af opnun saumastofunnar og þar með fjölgun atvinnutækifæra i sveitinni. Þriðjudagur 15. maí 2001 Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda haldinn fyrr en venjulega Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda verður haldinn 28. og 29. júní nk. á Hótel Sel- fossi. Oftast hefur aðalfundur samtakanna verið haldinn um miðjan ágúst en ákveðið var að kanna möguleika á því að hafa hann fyrr með þaðí huga að fá hagstæðari verð í gistingu og fundaraðstöðu. „Hótel Selfoss gerði okkur mjög gott tilboð sem ekki var hægt að hafna. Þá skiptir það líka máli að á þess- um tíma er gott að fjalla um mál- efni komandi sláturtiðar svo sem útflutningsskyldu og við- miðunarverð," sagði Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda. Guðmundur til Vesturlandsskóga Guðmundur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Búnaðar- samtaka Vesturlands, hefur verið ráðinn til Vestur- landsskóga sem ráðunautur. í upphafi mun hann annast ráðgjöf og aðstoð við skjólbeltarækt og síðar við val og mat á landi sem tekið verður undir bændaskógrækt ásamt fleiri störfum. Guð- mundur hefur fengið launalaust leyfi í eitt ár frá BV. Þegar þetta er ritað er ekki Ijóst hver tekur við af Guðmundi hjá BV. Meiri mjólk Meinleg villa læddist inn í frétt um innvigtun mjóikur sem birtist í síðasta blaði. Þar var meðalinnvigtun mjólkur á hvert samlag tekin sem heildar- | innvigtun. Hið rétta er að heildarinnvigtun mjólkur árið 1999 var rúmlega 107 milljón lítrar en árið 2000 var hún rúmlega 104 milljónir lítra. Bændablaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum. Kjötmatsnámskeið um nautgripa- og svínakjöt Hinn 29. maí kl. 15 hefst nám- skeið á Hótel KEA, Akureyri, fyrir verðandi og starfandi kjötmatsmenn. Námskeið heldur áfram næsta dag kl. 9 í sláturhúsi Norðlenska á Oddeyrartanga og því lýkur um kl. 15:30. Námskeiðið er ætlað til þjálfunar, endurhæfingar og samræmingar. Ekki er um reglugerðarbreytingar að ræða. Námskeiðsgjald er kr. 5.000. Þátttaka tilkynnist Stefáni Vilhjálmssyni, kjötmats- formanni, í síma í 462 4464 eða 898 4475, fax 462 7144. Þátttaka tilkynnist fyrir 22. maí. Netfang er stefan@bugardur.is Leiguhúsnæði fyrir bændur Eins og fram kom í síðasta Bændablaði hafa Bændasamtökin gert samning um leigu á húsnæði í Reykjavík til afnota fyrir bændur. Nú er verið að vinna í því að stand- setja íbúðina og gera hana klára til útleigu. Stefnt er að því að ú- tleiga hefjist eigi síðar en 1. júní nk., en nánari upplýsingar um fyrirkomulag útleigunnar munu liggja fyrir hjá Jóhanni Ólafs- syni á skrifstofu Bænda- samtakanna eftir 24, maí nk.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.