Bændablaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 14
14 BÆNDABLAÐIÐ Þríðjudagur 15. maí 2001 hagstæð fyrir bændur. „Hestarnir sem ég er með eru allir níu vetra og eldri þar sem að þeir þurfa að vera orðnir vel andlega þroskaðir til að skilja sitt hlutverk og gæta barnanna. Bændur vita af mér þegar þeir eru kannski með gamla hesta sem eru ekki leng- ur nothæfir í smala- mennsku og erfiðari ferðum en eru að öðru leyti heilbrigðir. Þá fá börnin að njóta þeirra. Þessi kynni hafa breytt viðhorfi mínu til hesta- mennsku. Það var í tísku fyrir nokkrum árum að fella 14-16 vetra gamla hesta því að þeir voru orðnir of gamlir. En þarna hafa þeir hlutverk jafnvel langt fram yfir tvítugt. Þetta er hagstætt bæði fyrir mig og bændurna.“ Þegar Bændablaðið leit inn í reiðskólann var þar hópur krakka úr Fellaskóla sem var að leggja af stað í reiðtúr. Reiðmennskan var hluti af þemaviku í skólanum og greinilegt að börnun- um fannst ekki ónýtt að eyða deginum á hestbaki úti í náttúrunni í stað þess að liggja yfir skólabókunum. „Skólabörnin koma tölu- vert til mín en auk þess eru ferðirnar vinsælar í gæsa- og steggjaveislum, óvissuferðum, reiðtúrum með starfsmannahópa o.fl. Það hefur töluvert aukist að íslendingar nýti sér hestaleiguna,“ segir Bjarni að lokum. Reiðskólinn Þyrill í Víðidal hefur um árabil kennt bæði ungum og öldnum listir reiðmennsku. Það er Bjarni Eiríkur Sig- urðsson sem rekur skólann en hann keypti hann fyrir fjórum árum af Reykjavíkurborg og Fáki. Reiðskólinn starfar allan ársins hring. Hann byrjaði með fimm hesta hús en hefur nú aðstöðu fyrir 30 hross. „Þetta hefur gengið mjög vel og það er nánast alltaf fullt. Það eina sem mig í raun vantar er meira land- rými í Víðidalnum því að ég þarf að hafa svo mörg hross í húsi.“ Alls eru 500-600 nemendur hjá Bjarna yfir árið. Kennt er í barna- fiokki fyrir byrjendur og lengra komna, full- orðinsfiokki fýrir byrj- cndur og lengra komna og sérstökum fiokki fyrir óörugga og hrædda. Hvert vetrarnámskeið stendur yfir í þrjár vik- ur en sumarnámskeið standa í tvær vikur. Skólinn býður einnig upp á þjálfun fyrir fatlaða á hestum en þá verður einn hjálparmaður að fylgja hverjum þátttakanda. Þessi þjálfun var upp- haflega í samstarfi við Öryrkjahandalagið og íþrótta- og tómstunda- ráð en skólinn sér nú al- farið um rekstur á þes- sum námskeiðum með styrk frá ÍTR og fleiri félagasamtökum og fyr- irtækjum. 65 einstak- lingar stunduðu nám á síðustu haustönn með alls 226 heimsóknum. Þá er boðið upp á hestaferðir úr Víðidal. Ferðirnar eru þrenns konar: Klukkustundar- löng ferð um Rauðhóla, tveggja klukkustunda ferð í kringum Elliðav- atn og þriggja klukku- stunda ferð um Rauðav- atn, Rauðhóla og Elliðavatn. Bjarni leggur áherslu á að starfsemi hans sé Bændur Rúlluplast. Net og bindigarn fyrirliggjandi. Baldur s/f Stokkseyri. Sími 483-1310. Abendingar um meOterO æOardúns Inngangur Enn á ný er komið vor, eftir mildan og góðan vetur í flestum landshlutum. Æðarfuglinn er nú óðum að setjast upp og full ástæða til bjartsýni varðandi gott varpár. Það sem einkum vekur bjartsýni, auk hins góða tíðarfars, er að loðnugöngur voru nteð allra besta móti. Sérstaklega var ánægjulegt að sjá að auk hefðbundinnar loðnukomu að landinu austan- verðu gekk loðna eftir langt hlé, vestur fyrir Vestfirði og inn á Breiðafjörð og Faxaflóa. Víða ætti æðarfugl því að vera vel undir varp búinn. Þekkt er að ef æti vantar síðari hluta vetrar skilar fugl sér illa í varp því að fugl.sem nær ekki að fita sig nægjanlega sleppir varpi það árið. Þótt tíðarfar og loðnugöngur hafi verið fugli hagstætt til þessa má ekki gleyma því að rniklu veldur hvernig tíðar- far verður það sem eftir er af varptímanum og hvernig tekst að verjast vargi. Skyldur sveitarstjórna varðandi rej'a- og ininkaveiðar Auk venjubundins undir- búnings í varplöndum æðarfugls er nauðsynlegt að takmarka eða hindra aðgang búpenings og koma í veg fyrir utanaðkomandi og óviðkomandi umferð. Grund- vallaratriði er þó að tryggja að minkur og tófa séu ekki á svæðinu. Auk reglubundinná veiða á vegum sveitarstjórna, þurfa æðarbændur sjálfir að fylgjast vel með. Það færist í vöxt-nð-kvartað sé- undan því að sum sveitarfélög sinni illa eða alls ekki lögboðinni leit að ref og mink. Þar sem ástæða er lil ættu æðarbændur að sameinast um að minna á þessi mál, en í lögum (nr.64/1994) og reglugerð (Stj.t.B, nr. 437/1995) um refa- og minka- veiðar eru skýr ákvæði um þessi atriði. I 4. gr. reglugerðar um refa- og minkaveiðar eru m.a. eftirfar- andi ákvæði: „Þar sent umhverf- isráðherra ákveður. að fengnum tillögum veiðistjóra, að veiðar séu nauðsynlegar lil þess að koma í veg fyrir tjón af völdum refa og minka er sveitarstjóm skylt að ráða skotmenn til grenjavinnslu og minkaveiða árlega“... „Eftirlit með því að sveitarfélög sjái um refa- og minkaveiðar er í höndum veiðistjóra." Minnið sveitarstjórnir á þessar skyldur. Ef nauðsyn kref- ur, komið þá kvörtunum til veiðistjóra. Á liðnu vori herjuðu flokkar hrafna á æðarvarp hjá allnokkrum bændum. Þrátt fyrir vöktun og varnir var hrafninn svo illskeyttur á þessurn stöðum að æðarvarp spilltist verulega og á einum stað gjöreyddi hrafn miðlungs æðar- varpi. I tilvikum sem þessum er mikilvægt að bregðast fljótt og skipulega við og leita aðstoðar sérfróðra manna ef með þarf. Víða telja bændur að það fari vaxandi að hrafn herji á æðarvarp í stórum og skipulegum flokkum. Forhreinsun œðardúns Enn skal minnt á mikilvægi þess að þurrka dúninn vel strax eft- ir að hann er tekinn úr hreiðri. Um leið og hann er þurrkaður er sjálfsagt að hrista hann upp. Við það fer grófasta ruslið úr og loft nær að leika um allan dúninn þar sem áður voru klessur. Um leið þarf að greiða úr hreiðurbotnum og klessum og helst að halda þeirn sér til frekari meðferðar. Þá þarf að fjarlægja gróft rusl eins og steinvölur, tuskur, spotta, ullar- lagða, plasthluti, stærstu fjaðrir og eggjaleifar. Flestir hrista upp með höndum þótt forhreinsun í sérsmíðuðum vélum sé einnig kostur. Þegar grófasta ruslið hefur verið fjarlægt og dúnninn er farinn að þorna er best að taka hælilega stóra visk og hrista hana vel á milli handanna með því að slá þeim sundur og saman. Þótt gott sé að hafa dúninn á grind eða neti við upphristingu þad' að gæta þess vandlega að fara gætilega við að nugga eða þvæla honum við grind- ina/netið og best er áð grindin sé þá með mjúka strengi en ekki hvassar eða harðar brúnir. Ef dúnninn er þurrkaður í ofni eða einhvers konar hitara er best að greiða úr mestu flækjum og kless- um fyrir þurrkun og fara svo aftur í gegnum hann og hrista grófasta ruslið úr að þurrkun lokinni. Til þess að einhver árangur náist við upphristingu þarf dúnn að vera skarpþurr. Nokkur dæmi eru til um það að dúnn skemmist við forhreinsun heirna fyrir. Upphristing eða for- hreinsun hefur þá verið ofnotuð þannig að dúnninn kemur að vísu vel hreinn til hreinsunar en er slit- inn og hefur þegar misst hluta af upphaflegri samloðun. Hann rýrnar því allt of mikið við vélhreinsunina sem á eftir kemur. Þetta virðist koma fyrir þegar dúnn er forhreinsaður á vírneti eða járngrind þar sem honum er nuggað og þvælt af kröftum, allt of harkalega, við harðar eða jafnvel bcittar brúnir netsins. Svo virðist sem sumir noti spýtu eða hræl til að merja ruslið úr á móti hörðum og hvössum brúnum undirlagsins. Of harkaleg hreinsun með þessum hætti getur skemmt dúninn, þ.e. slitið þræði hans eða rnarið og við frekari hreinsun í vélum slitnar hann enn frekar. Þá hefur stundum komið fyrir að dúnn skemmist við forhreinsun í vélum, þegar þeirn er beitt harkalega á óhreinan dún án hitunar. Dæmi um skemmdir á dún við forhreinsun eru fá, en þó nógu mörg til þess að vekja þurfi athygli á þeint. Að lokum Æðarræktin á Islandi á sér vart hliðstæðu í öðrunt löndum. Hún skapar drjúgar tekjur í dreifðum byggðum og leggur þjóðarbúinu til nokkurn gjaldeyri. Það álit sem íslenskur æðardúnn nýtur víða um heim byggir á náttúrlegum gæðum hans, ásamt því að tekist hefur að vanda mjög til vinnslu hans. Að frantleiða fyrsta flokks æðardún byggist m.a. á fyllstu vandvirkni við meðferð hans frá tínslu til af- hendingar. Árni Snœbjörnsson, hlunnindaráðunautur BI Enn skal minnt á nokkur atriði varðandi meðferð æðardúns því að þrátt fyrir umræðu og skriflegar ábending- ar á undaniörnum árunt vantar enn tals- vert á að meðferð hans sé alls staðar nægjan- lega góð. Þótt flestir hirði og verki dún sinn eins og best verður á kosið, kvarta þeir sent taka á móti dún til hreinsunar undan því að sumir sendi inn mjög siæman dún. Hér verða því rifjuð upp helstu atriði varðandi meðferð dúns: 1. Sctjið þurrt undir í Meúferí úúns hreiður og fylgist vel með því að sem best fari um dúninn á meðan kollan liggur á. 2. Fjarlægið blautan dún úr hreiðrum, setjið þurrt hey í hreiðurbotn en skiljið nægjanlega mikið eftir af dún til þess að dúnlag sé undir og í kringum cggin. 3. Dúnn sent liggur blautur í hreiðri eða geymslu skemmist. 4. Flokkið allan dún sem fyrst, jafnvel um leið og leitað er. 5. Blandið aldrei saman góðum og lélegum dún. 6. Allan dún skal þurrka strax eftir að hann er tekinn úr hreiðri. 7. Greiðið vel úr hreiðurbotnum og öllum klessum um leið og dúnn er þun kaður. 8. Hristið eða tínið úr allt grófasta ruslið um leið og dúnn er þurrkaður. 9. Að þurrkun lokinni er best'að geynta dúninn í pokum, en ekki má troða of fast í þá. Nota má plastpoka ef öruggt er að dúnn sé fullþurr, annars striga- eða léreftspoka sem geyma þarf á þurr- um og svölum stað. 10. Aldrei rná geyma dún þar sem hætta er á að hann taki í sig lykt, eða þar sem srnáar lífverur komast í hann. 11. Athugið að hreinsun dúns getur aldrei bætt upp lélega meðferð hans. Slæmur dúnn get- ur verið illhreinsanlegur. 12. Dúnn sem kemur vel þurr og hristur til hreinsunar slitnar mun minna við vélhreinsun og verður á allan hátt betri vara.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.