Bændablaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 8
8 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 15. maí 2001 Alltaf skrefi framar ttt rin • O miiip Fullkomin og ótrúlega lipur dráttarvél SEM KOSTAR AÐEINS KR: 4.350.OOO- ÁN VSK. Lýsing á Case IH CS iio .Togmikill 4 strokka 4,4 lítra SISU mótor með túrbínu, 113 hestöfl. »6 gíra gírkassi með 4 rafstírðum miligírum í hverjum gír. •Alagsstýrt vökvakerfi. •Vökvavendigir. >40 gíra kassi með skriðgír. • 50km/klst. ökuhraði. • 120 lítra vökvadæla. .9000 kg. lyftigeta á beisli. • Fjaðrandi framö.vull með hæðarstillingu. • Loftpúðasæti með snúningi. • Hæðarstillt veltistýri. •Tímastilltur sjálfvirkur forhitari. • 3 tvívirk vökvasúttök. •Afturrúðuþurrka. •Afturrúðuhitari. • 2 vinnuljós að framan, 2 tvöföld vinnuljós að aftan. • Brettabreikkanir að aftan. • 220 lítra hráolíutankur. • 4 hraðaaflúttak, 540/750/100/1400 sn/mín • Dekk: 600/65R38 aftan, 540/65R24 framan. IB ■ • Opnir beislisendar. • Pústurrör til hliðar. • Fullkomið rafstýrt beisli, „P.T.O management". • Rafstýring á fjórhjóladrifi og driflæsingu, má tengja undir fullu álagi. • Utskjótanlegur lyftukrókur með sveifludráttarbeisli. •Vagnbremsúttak. • Baksýnisspegill í ökumannshúsi. •Vélarhlíf opnast í heilu lagi. „Mótoröryggi sern drepur á vélinni við hættuástand. Beislis og aflúttaks stýring á afturbrettun. •Þyngd 5370 kg. sölumenn okkar og láiö nánari upplvsingar. iðasi við gcngi Isl. kr. 10 maí 2001. VELAF& ÞJÓNUSTAhf_______________________ Þekktir fyrir þjónustu JÁRNHÁLSI 2 a 110 REYKJAVIk SÍMI: 5-80O-2OO ,M FaX: 5-800-220 Óseyri 1a a 603 Akureyri a Sími: 461-4040 a Fax: 461-4044 Hella, pakkhús b 850 Hella b Sími: 487-5886 OG 487-5887 a Fax: 487-5833 www.velar.is Áttu mynd frá Kljáströnd í Höfða- hverfi? Afkomendur Önnu og Ólafs á Kljáströnd í Höfðahverfi eru að safna Ijósmyndum sem teknar voru á Kljáströnd á síðustu öld. Líklegt er að fjöldi mynda hafi verið tekinn á Kljáströnd þegar útgerð var rekin þar en fjöldi fólks bjó á sínum tíma á staðnum. Ætlunin er að taka eftir þessum myndum og safna á einn stað. Vinsamlega hafið samband við Áskel í síma 563 0375 (gsm 893 6741), netfang ath@bondi.is Riðuveiki á Suðurlandi: Bændur fylgist vel mefi fénu í framhaldi af því að riðuveiki kom upp í sauðfé á Hrafn- kelsstöðum í Hrunamanna- hreppi í Árnessýslu í mars var ákvcðið að dýralæknar skoðuðu allt fé í hreppnum. Þeirri skoðun er nú lokið og nokkrar kindur fundust sem rétt þótti að rann- saka nánar m.t.t. riðuveiki. Því er nú að ljúka. Að sögn Halldórs Runólfssonar yfirdýralæknis er einnig verið að athuga heilasýni úr sauðfé sem slátrað var síðastliðið haust. Halldór segir ekkert hafa komið í Ijós ennþá sem bendi til fleiri riðutilfella þó að of snemmt sé að fella lok- adóm um það. Halldór ráðleggur sauðfjár- bændum að fylgjast með fé hjá sér, tilkynna strax viðkomandi héraðs- dýralækni ef þeir verða varir við gripi sem hugsanlega eru smitaðir og biðja um rannsókn á þeim. Hana fá þeir sér að kostnaðar- lausu. „Næstu árin verður að hætta við alla leyfislausa verslun og flutninga á lifandi fé á milli bæja. Biðja þarf um sérstakt leyfi frá embætti yfirdýralæknis og fá mat á því hvort það sé óhætt“ segir hann. Hann segir einnig að rannsaka ætti allar sjálfdauðar kindur og sleppa engum mögulega smituðum kindum á fjall. Ekki ætti að flytja til fjalls eða sleppa neinni kind án eymamerkja með áletruðu bæjarnúmeri, hvorki fullorðinni né lambi. Halldór bendir bændum einnig á að fylgjast með fé sem kemur af fjalli í réttum í haust. „Menn þurfa að gæta þess að taka ekki heim til sín neinar vanmeta kindur heldur taka þær frá strax í réttum, halda þeim frá öðru fé og koma þeim sem fyrst í rannsókn. Þá er ítrekað að engin verslun eða flutningur með líffé eigi sér stað milli bæja á næstunni, ekki séu aðkomukindur hýstar yfir nótt og að menn sæki strax fé sitt sem kemur fram á öðrum bæjum.“ Halldór segir þessi varúðarorð í raun eiga við á öllum riðu- svæðum landsins. „i — i^k,tamláðaa OrPVC-u émi vtiöhaUdJsH JjJiJiJiJjJ/ UiJ ilJJ/Óif J -jJJJJJ1 AfíilugíU'iiyniiUi fiérlendiu Kjarnagluggar Dalvegur 28 • 200 Kópavogi • Sími 564 4714 • Fax 564 4713 H ER UMTALSVERÐUR HLUTIFÚÐURS Sævar Einarsson bóndi á Hamri í Hegranesi er einn þeirra bænda sem ræktað liefur korn í nokkur ár. Hann byrjaði árið 1995 með þrjá hektara undir korn, í fyrra sáði hann í tíu hektara og verður með fjórtán í sumar. Frétta- maður blaðsins heimsótti Sævar á dögunum en þá var hann ein- mitt nýbúinn að sá í tíu ha. sem hann er með á leigu. „Eins og fleiri bændur í Skaga- firði hef ég verið að fikra rnig áfram við þetta ár frá ári og einnig notið aðstoðar Eiríks Loftssonar ráðunauts. Eg byrjaði fremur smátt og þá hérna heima. Þá var engin vél í héraðinu til að þreskja kornið þannig að við fengum menn úr Eyjafirði til þess. Árið eftir stofnuðu flestir okkar sem eru í kornrækt hlutafélagið Þreski ehf. og keyptum strax vél sem við höfum notað síðan og höfum nú reyndar keypt aðra og aíkasta- meiri. Þetta jókst svo verulega árið 2000 þegar ég tók á leigu tíu hekt- ara í landi Vindheima hér framar í héraðinu. Talsvert er um að menn leigi sér land fyrir korn.á þessu svæði þarna í Hólminum. Það hef- vel fyrir korn. það er snemma til á ur sýnt sig að land þar hentar afar vorin og uppskera bregst ekki. Eiríkur Loftsson (t.v.) ráðunautur í Skagaíirði og Sævar Einarsson bóndi. í gömlu súrheysgryfjunni er loftþétt dúksíló (undir korn og það fellur saman við tæmingu). Loftþéttur snigiil færir kornið úr sílóinu og í korn- vals. Úr valsinum fer kornið í hjólbörur,/ÖÞ.________________ Uppskera þar er talsvert meiri en hér heima. Munurinn liggur að líkindum aðallega í því að Hamar er um 15 km norðar en Vindheim- ar.“ Hvemig verkarðu kornið ? „Fyrstu árin fór það nánast eingöngu í stórsekki og var súrsað. Síðar fjárfesti Þreskir í þurrksílói sem er staðsett þar sem ræktunin er mest. í fyrra keypti ég stóran poka (úr plastdúk) sem tekur um 70 rúmm. Hann setti ég í gamla vot- heysgryfju og í hann mest af korn- framleiðslu síðasta árs. Þetta hefur komið ágætlega út og verkast vel. Kornið er tekið úr pokanum með snigli, aðeins þarf að ýta á takka og þá kemur það. Nú eru allar tilfæringar með stórsekki úr sögunni. Eg held að þetta sé fram- líðargeymsluaðferð á korni. Þetta kostar að vísu talsvert í upphafi en pokinn á að geta enst í nokkur ár." Á Hamri eru um 30 mjólkurkýr og yfirleitt 60-70 gripir í uppeldi. Sævar segist gela öllum gripum korn og þeir séu sólgnir í það. Hann segist spara fóðurbætiskaup verulega með korngjöf, jafnvel upp undir helming á hámjólka kúm, en hann gefi nú fóðurbæti með öðru efnainnihaldi en áður. Aðspurður um kornræktina heima á Hamri segir Sævar að hún sé ekki síst liður í endurræktun túna. Hann segist nota sama land í tvö til þrjú ár undir kom, loka því þá og rækta á nýju landi. Túnin séu því í stöðugri endurræktun sem sé nauðsynlegt ef fóðurgildi heysins eigi aðwera í hámarki. ÖÞ Landbúnaðarvörur - Varahlutir Öflug varahlutaþjónusta Opnunartími Virka daga : 8 -18 Laugardaga: 10 -14 Sími eftir lokun: 863 - 3226 Erum alltaf á vaktinni! / Kárason Viðarhöfða 2 - Við Stórhöfða 110 Reykjavík Sími: 567-8400 - Fax: 567-8401 E-mail: pk@binet.isf'_y_ _

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.