Bændablaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 22

Bændablaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 22
22 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 15. maí 2001 Fríl aðallnli BSIIH Aðalfundur Búnaðarsambands Vestur Húnvetninga var haldinn í liðnum mánuði. Fundurinn beindi „þeim ein- dregnu tilmælum til yfirdýralæknis að hann tryggi að bestu hugsan- legu varnir séu viðhafðar gegn smitleiðum búfjársjúkdóma.“. Og fundurinn samþykkti að mæla með því að sveitarfélagið Húnaþing vestra gerði samning við Vegagerð ríkisins um að taka að sér viðhald girðinga meðfram þjóðvegi 1 í V- Hún. eins og heimild er fyrir í lögum. Þá beindi aðalfundur BSVH beinir því til Bændasamtaka ís- lands „að vegir heim að lögbýlum þar sem ekki er föst búseta en bú- skapur er stundaður fari á vega- áætlun í staðinn fyrir að vera án viðhalds eins og nú er.“ Aðalfundur BSVH, haldinn í Vesturhópsskóla 22. apríl 2001, leggur til að ó.grein sambandsins hljóði svo: „Aðalfundur sam- bandsins skal haldinn eigi síðar en í júnímánuði ár hvert en til auka- fundar kveður stjórnin er henni þykir þörf á eða 1/3 fulltrúa æskir þess með skriflegu erindi til stjóm- ar. A fundum sambandsins eiga sæti og atkvæðisrétt: Frá hverju búnaðarfélagi, formaður og einn fulltrúi fyrir hverja byrjaða 25 félaga og einn fulltrúi frá hverju sérgreinafélagi. Búnaðarsam- bandsfundi sitja ennfremur án atkvæðisréttar stjórnarmenn þess, skoðunarmenn, starfsmenn og búnaðarþingsfulltrúi. Þá hafa allir félagsmenn aðildarfélaga málfrelsi og tillögurétt. Fundir eru lögmætir ef þeir eru boðaðir með viku fyrir- vara og meirihluti fulltrúa er mætt- ur.“ Vökvaopnum á topplúgu. VEIAVER Lágmúli 7 Reykjavík Sími: 588 2600 • Akureyri Sími 461 4007 • www.veiaver.ts DeLavalTP 360 VS skádælur til nota í grunna sem djúpa kjallara. Tengd á þrítengibeisli og vökvastrokk ofan á burðarramma. Afköst 13.000 ltr/mín í upphræringu og 7.000 ltr/mín við dælingu í tank, auðvelt að beina hrærustútnum upp og niður og til beggja hliða. Byggð á áratuga reynslu DeLaval við smíði á haughrærun. DeLaval skádælan hefur verið prófuð af Bútæknideildinni á Hvanneyri. DeLaval TP 250 brunndælur Fyrir mismunandi dýpt á haughúsum ffá 1,60 - 4,0 mtr. Abbey haugsugur. Abbey haugsugur og mykjudreifarar eru fáanleg í eftirtöldum stærðum: 5000 ltr - 5900 ltr - 7000 ltr - 9100 ltr Staðalbúnaður: • Afkastamikil vacumdæla. • Vökvabremsur og vökvastýring á dreifistút. • Vökvaopnum á topplúgu, sjónglas á tank og ljósabúnaður. • Flotmiklir hjólbarðar 6” barki, 5 mtr langur með harðtengi. Ui um ðxl tíl ársins 2000 í félagi sauðfjárbænda í Austur-Húnavatnssýslu eru 140 félagsmenn. Starfsemi stjómar var með nokkuð eðlilegu móti allt árið 2000. Störfin voru þó mótuð af sauðfjársamningi og lyfjareglu- gerð. Aðalfundur var haldinn þann 29. mars. Þangað mætti Guðbjart- ur Guðmundsson ráðunautur og gerði grein fyrir flokkun hold- fyllingar og skýrsluhaldi, einnig ómmælingum. Gísli Garðarsson sláturhússtjóri gerði grein fyrir sölumálum Sölufélags A-Hún. í upphafi (skal endinn skoða) árs var farin FERÐIN, þ.e. stjórn FSAH ákvað að fara í fræðslu- og skemmtiferð. A dögum samdráttar og áhyggna vegna afkomu stéttar- innar telur stjórnin nauðsynlegt að bændur hittist og geri eitthvað skemmtilegt og fræðandi saman. Það eykur skilning að hittast á jafnréttisgrundvelli. Ákveðið var að fara í Dalina og skoða gjafagrindur. Heimsóttir voru þrír bæir; Lambeyrar, Breiða- bólsstaður á Fellsströnd og Hrúts- staðir. Er skemmst frá því að segja að bændur tóku okkur með kostum og kynjum. Þeir héldu fyrirlestra um kosti og galla gjafagrindanna ásamt því að svara öllum spumingum sem félagar þeirra úr austri létu sér detta í hug. Veitingar voru í hámarki. Þrátt fyrir að veður gerðust vá- lynd og Hekla færi að gjósa dreif hópurinn sig á Staðarflöt við Stað- arskála. Þar var að sjálfsögðu borðað lambalæri með ölluog ferðin breyttist í árshátíð. Var mál manna að þetta hefði tekist mjög vel. Stefnt er að því að fara fleiri slíkar ferðir. Stjórnin vill fyrir hönd allra þeirra sem fóru koma þakklæti til Dalamanna fyrir frábærar móttökur. Gerum lífið skemmtilegra, Fyrir haugsuguna L/mín. 2“-6“ Einnia vara- hlutir í dælur og loka. Barkar _ Lokar VELARs PJÉNUSTA hf Járnhálsi 2,110 Reykjavík, S. 5 800 200. Óseyri 1a, 603 Akureyri, S. 461-4040.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.