Bændablaðið - 16.04.2002, Síða 4

Bændablaðið - 16.04.2002, Síða 4
c p 4 WJOJF BÆNDABLAÐIÐ Þriójudagur 16. apríl 2002 Margir framsýnir spámenn sjá fyrir sér að ísland verði í fararbroddi vestrænna þjóóa þegar kemur að nýtingu tölvu- tækninnar í menntun og upplýsingaöflun, Þökk sé framsýni fjarskiptafyrirtækja á íslandi þá munu íslendingar bráðum eiga enn eitt heims- metið í aðgangi að háhraða intemetstengingum. Þegar ég hringdi í símvirkjann minn um daginn þá tjáði hann mér að í ffamtíðinni gæti ég því miður aðeins fengið bandvídd upp á 128kbita því ég er meira en 5 km frá næstu símstöð. Hvað þetta þýðir fyrir mig, venjulegan dreifbýlisbúann veit ég núna, eftir þó nokkra gagnasöfiiun á intemetinu. Ég er jú tengdur með venjulegu mótaldi sem gefur mér 44kbita bandvídd og get komist yfir flestallar upplýsingar sem á vefnum fínnast, þó hægt gangi. Ég veit nú að 128kbita bandvídd var álitin breiðband fyrir nokkmm ámm síðan. Ég veit nú að nútímabreiðband í þéttbýli, t.d. á höfúðborgar- svæðinu, hefur bandvídd upp á lOO.OOOkbita. Þama er því unt 780faldan mun að ræða. Það er u.þ.b. jafnmikill munur og á gönguhraða og liraóa hljóðfráustu þotu samtímans. Eftir þessa gagnasöfnun veit ég að í framtíðinni mun ég ekki eiga kost á sítengingu líkt og ADSL tæknin sem um 70-80% heimila í þéttbýli munu eiga kost á að fá. Já vel á minnst, sítenging þýðir aó maður þarf aldrei að hringja inn til að tengjast. Þar af leiðir að ekki þarf að greiða kr. 3.45 fyrir hvert byrjað símtal og kr. 1.56 fyrir hverja mínútu sem maður er tengdur hvort sem gagna- flutningur er í gangi eða ekki. Sítenging þýðir að þú hefur alla möguleika netsins til reiðu án tafar og það besta er að þú greiðir aðeins fast mánaðargjald og ekkert aukalega fyrir gagnaflutning innanlands en af því sem þú sækir erlendis frá greiðir þú kr. 2.50 fyrir hvert MB. Til fróðleiks er eitt MB u.þ.b. 20 ljósmyndir í skjáupplausn, og urn 150 A4 síður af texta. Tækniþróun í gagnaflutningalausnum hefúr verið geysihröð á síðustu árum og flestallir þéttbýlisbúar munu eiga kost á ódýrum háhraða- tengingum við veraldarvefinn í framtíðinni. En því miður hefur þessi þróun aðeins orðið í þéttbýli. Dreifbýlið er jaðar- markaður hjá stóru fjarskipta- fyrirtækjunum sem dýrt er að þjóna og alls ekki hagkvæmt. I drögum viðskiptaráðuneytisins að nýrri byggðaáætlun sem kynnt var nú fyrir skömmu var lagt til að kannaður yrði ntöguleiki á að leggja ljósleiðara inn á hvert heimili á Islandi. Því miður er það mjög dýr draumsýn að mati undirritaðs og algjörlega óþarff. Af hverju? Jú, þökk sé þróun á tækni sem notar venjulegar símalínur sem tengingu milli ljósleiðara og notanda þá verður aðeins nauðsynlegt að ljósleiðari sé í um lOkm fjarlægð frá notanda. Þessi tækni er til staóar í dag en ég spyr, hver vill greiða veg slíkrar tækni? Varla fjarskiptafyrirtækin því það er ekki þeirra að jafna aðstöðu landsmanna til gagnaflutninga. Er þetta ekki byggðapólitískt mál? Er hægt að meta hvers virði það er fyrir atvinnulífið og almenning úti á landsbyggðinni að vera hluti af upplýsingasamfélaginu? Á það hefur verið bent að í öðrum Evrópulöndum sé sítengt háhraðaintemet aðeins í boði í stærri borgum. Nú þegar eru íslendingar mun fremri í þessum málum en flestar þjóðir. Eru þetta í alvöru skynsamleg rök fyrir því að láta staðar nurnið í uppbyggingu upplýsingasamfélagsins Islands? Murteinn Njálsson feróaþjónustubóndi í Suður- Bár á Snœfellsnesi. Ljósleiðari úr háspennumastri opnaður í Gnúpverjahreppi PRESTURINEU GREIÐIR ÚTLAGÐAN KOSTNAÐ Laugardaginn 6. apríl sl. opnaði fyrirtækið Ábótinn ehf. fyrir Ijósleiðarasamband. Ábótinn ehf. er fyrirtæki sem séra Axel Árnason, sóknarprestur í Tröð, og bróðir hans, Árni Árnason eiga. Hefur fyrirtækið lagt út í tæplega 10 milljóna króna framkvæmd með Ijósleiðara- væðingunni án þess að fá til þess nokkurn styrk nema 700 þúsund krónur frá sveitarfélaginu. Axel segist ekki eiga von á því að ná upp í stofnkostnað með tengingum annarra notenda, enda önnur hugmyndafræði í gangi en hag- kvæmni stofnkostnaðar. Séra Axel sagði í samtali við Bændablaðið að Síminn virtist ekkert gera í því að færa dreif- býlinu háhraðatengingar enda er það alveg ljóst að stofnkostnaður næst ekki til baka. Það væri hins vegar arðbært fyrir fólkið í sveitinni og skólabömin að komast í háhraðatengingu. Hann sagði að þótt þetta væri dýr framkvæmd fyrir hann væri það spuming hvort hann hefði efni á að gera þetta ekki. „Þar á ég við að ég vil að bömin mín hafi aðgang að námskerfum á intemetinu og upplýsingaheiminum í heild sinni. Ljósleiðarinn býður upp á nær ótæmandi möguleika á tölvusviðinu og þá möguleika viljum við hafa við höndina,“ sagði Axel. „Og enda þótt þau séu bara 7 og 11 ára em þau komin það vel af stað að ég met menntun þeirra í framtíðinni til margra milljóna króna. Konan mín er héraðsfúlltrúi Landgræðslu ríkisins í Ámessýslu með aðsetur í félags- heimilinu Ámesi í Gnúpverja- hreppi og hefur núna háhraða- tölvutengingu við Gunnarsholt. Þótt Landgræðslan greiði tengi- gjald væri það stofnuninni ofaukið að greiða milljónir, sem teknar væm frá uppgræðslunni, í að tengja héraðssetrið. Ég mun ef vel tekst til kannski ná í heild 2 til 3 milljónum króna upp í kostnaðinn en hitt borgar Ábótinn sjálfúr. Reyndar ætlum við að kanna hvað Byggðastofnun vill gera, enda eru hér á ferðinni umtalsverð nýmæli til atvinnutækifæra í Gnúpverja- hreppi. Ljósleiðaratengin raskar ekki samkeppnisstöðu annarra fyrirtækja á landsbyggðinni því atvinnurekstur sem nýtir sér ljósleiðara er hreint ekki að finna á landsbyggðinni. Eða er það? Eins og kunnugt er er landbyggðinni ekki gefinn kostur á ljósleiðara- tengingu hjá Símanum. Ljós- leiðarinn styrkir búsetu og atvinnu- tækifæri íbúa Gnúpverjahrepps og veitir þeim sömu tengimöguleika og í Reykjavík eða Akureyri, án þess að þeir fari á hausinn af háum tengikostnaði. í móunum við Ámes gefst því tækifæri að stað- setja sig í samkeppni við þéttbýli Reykjavíkur en njótandi sveitarinnar. Svo á líka eftir að koma í ljós hvemig presturinn geti nýtt sér há- hraðatenginguna." Þann 12. júní sl. skrifúðu Ábótinn ehf. í Tröð og Lína.Net ehf. undir samning um ljós- leiðaratengingu í gegnum Lands- net Línu.Nets. Síðan var lagt í það að leggja ljósleiðara um 2 km leið að mastri 67 í Búrfellslínu 3. Fjarski ehf. yfirtók samninginn við Linu.net og nýr samningur var gerður í febrúar 2002. Þann 23. febrúar var síðan sambandinu komið á. „Áður en þessi nýja ljósleiðaratenging kom hafði ég lagt ljósleiðara rnilli prests- setursins, skólans og félags- heimilisins Ámess og eins húss til viðbótar hér í Gnúpverjahreppi. En ef bændur í sveitinni vilja komast í háhraðatengingu þarf annað tveggja að koma til. Að leggja ljósleiðara heim á bæina, sem ég vildi sjá gerast og láta sveitarsjóð greiða þann kostnað rétt eins og hitaveituna eða rafmagnið. Eða þá að setja upp örbylgjuloftnet og þannig gætu menn fengið geislann til sín og Ábótinn er að skoða það verk. En þá er burðargetan bara einn 1/20 burðargetu ljósleiðarans en samt upp undir hundraðfalt meira en ISDN,“ sagði séra Axel Ámason. Hér er verið að leggja Ijósleiðarann að mastri 67 í Búrfellslínu 2 en hann var lagður í jörð um tveggja kílómetra leið. Það kostaði tæpar 10 milljónir króna að leggja Ijósleiðarann. Ný kynslóð háhraflatenginga gehir komifl landsbyggflinni vel Stöðugt breytist sú tækni sem gerir bændum kleift að tengjast internetinu. Nú er verið að þróa næstu kynslóð DSL tenginga og að sögn er hún hraðvirkari og langdrægari en sú eldri. Ef notandi býr í innan við 10 km fjarlægð frá símstöð er hægt að tengja hann með þessari tækni til að koma honum í háhraðasítengingu við Internetið. Guðmundur Kr. Unnsteinsson hjá fyrirtækinu Hringiðunni segir að þessi nýja tækni geti breytt miklu fyrir íbúa í dreifbýli. „Með þessari tækni ætti það að geta orðið einfalt mál fyrir flesta að fá bandbreiða sítengingu heim til sín - svo lengi sem fólk býr ekki lengra en 10 km frá símstöð,“ sagði Guðmundur sem er að vinna að því að koma kerfinu upp. -Um hvaða gagnaflutningshraða er verið að tala - og breytist hann með fjarlægð frá símstöð? „Eins og staðan er nú þá eru þetta allt að tíu megabæti, en við eigum von á að geta boðið allt að 100 megabæta tengingar innan árs - en það dregur úr hraða með aukinni fjarlægð,“ sagöi Guðmundur. Aðspurður um kostnað við slíka sítengingu, t.d. í samanburði við 128kbita ISDN, sagði Guðmundur að hann vonaðist til að geta boðið tengingar á betra verði, eða frá sex þúsund krónum á mánuði. Hringiðan hefur veitt Internetþjónustu frá 1995 þegar fyrirtækið var stofnað og er líklega ein elsta internetþjónusta á íslandi. Fyrr í mánuðinum var gengið frá samningi um hýsingu í símastöðvum Landssímans og vonast Hringiðan ehf. eftir því að geta veitt háhraðatengingar um allt land. Aðspurður um það hvort hann teldi þörf á opinberum stuðningi, t.d. frá sveitarfélögum, við innleiðingu tækninnar sagði Guðmundur að slíkur stuðningur myndi vissulega flýta fyrir því þeir geti boðið þessa þjónustu. „Aðallega snýst þetta um fjármögnun búnaðar og tenginga til notenda. Ef bæjar- og sveitarfélög myndu hjálpa fyrirtækjum og heimilum til að koma sér upp bandbreiðum sítengingum gæti það haft mikið að segja. Einnig má fullyrða að hér sé á ferðinni verkefni sem ætti að hljóta fyrirgreiðslu frá frá Nýsköpunarsjóði eða áþekkum sjóðum. í stuttu máii má segja að þetta sé rakið byggðamál,“ sagði Guðmundur.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.