Bændablaðið - 16.04.2002, Page 6
6
BÆNDABLAÐIÐ
Þriðjudagur 16. apríl 2002
Bændablaðið er málgagn
íslenskra bænda
Þróun matvælaverðs
Að undanfomu hefur nokkuð verið fjallað um
þróun matvælaverðs hérlendis í samanburði við
verðþróun í nágrannalöndunum. Umræðan hefur síðan
verið tengd stuðningi við íslenskan landbúnað og hann
talinn einhver sá mesti sem fyrirfinnst.
OECD gerir árlega samanburð á stuðningi þjóða
við eigin landbúnað mælt í PSE gildum. Sá
samanburður sýnir að stuðningur við íslenskan
landbúnað er mikill og aðeins fáar þjóðir m.a. Sviss,
Japan og Noregur eru með hlutfallslega hærri
stuðning. Þetta þarf ekki að koma á óvart. Lífskjör og
framfærslukostnaður allur er hér sambærilegur við
ofangreind lönd og þar við bætist að norðlæg lega
landsins og gisin byggð eykur kostnað við
landbúnaðarframleiðslu. Jafnt bændur sem neytendur
gera miklar kröfur til öryggis búvaranna og er
skemmst að minnast viðbragða við írskum
nautalundum sem hér voru boðnar til sölu um
næstliðin jól. Hafa verður í huga í þessu sambandi að
öll gæði kosta.
Varðandi þróun matvælaverðs á Norðurlöndunum
er ekki allt sem sýnist og sé grannt skoðað svo sem
gert er hér í blaðinu kemur i ljós að sé tekið tillit til
verðlagsþróunar hafa landbúnaðarafurðir hérlendis
lækkað að raunverði um nálægt 14% frá 1990-2000 og
því í raun lækkað mun meira en búvörur í Danmörku
og Noregi.
Sambærileg niðurstaða fæst ef borin er saman
verðþróun innlendra búvara og helstu þátta
neysluvísitölunnar síðustu 24 mánuði sem einnig er
gert hér í blaðinu. Þar kemur í ljós að margir helstu
þættir neysluvísitölunnar hafa hækkað mun meira en
búvörur og sérstaka athygli vekur yfír 40% hækkun
trygginga og 25% hækkun greiddrar húsaleigu.
Hlutfallslega lítil hækkun búvöruverðs er sérlega
athyglisverð í því ljósi að fram hefur komið hjá
Samkeppnistofnun að álagning matvara fer hækkandi
og á sama tima er búvaran æ meira unnin með
1 L r»*n Ai
UHIVj IU1IU1 IVV/HUIUUI .
Allt her hví nrS «ama hrnnni Rnnrlin fapr <sífpllt
minna af endanlegu útsöluverði búvaranna í sinn hlut.
Þetta er ekki séríslenskt fyrirbrigði heldur eitt helsta
vandamál bænda um allan heim eins og greint er frá
hér í blaðinu. Eigi að síður er ljóst að íslenska
bóndanum verður hvorki kennt um óhagstæða
verðþróun hérlendis né hættu á að stigið sé að rauðu
línuna.
Hljóta ekki bæði bændur og forsvarsmenn
þjóðfélagsin að spyrja hve lant sé hægt að ganga í
þessa átt. Gæðin kosta, sporin hræða og þjóðin hvorki
vill né getur neytt íslenska bóndann út í þær
framleiðsluaðferðir sem eru orsakavaldar
díoxinmengunar, kúariðu og fleiri áfalla sem rýrt hafa
traust á þeirri alþjóðavæðingu landbúnaðar og
forgangsröðun við mótun landbúnaðarstefnu sem
boðuð var í lok síðustu aldar.
Steingrímur staðfesti
stóra sannleik
Steingrímur J. Sigfússon
skrifaöi langa grein í síðasta
Bændablað, og er greinilega sár og
beygður. Hann staðfesti margt af
því sem ég hef sagt og enn skal ég
ítreka þau orð mín að ég er þeirrar
skoðunar að útflutningsuppbætur
þær sem ríkið greiddi í áratugi
voru skomar af alltof snöggt. Eg
hefði ekki viljað vera sá land-
búnaðarráðherra sem það gerði,
ekki síst í ljósi þess að enn keyra
Evrópubændur á útflutnings-
bótum. Landbúnaðurinn, og ekki
síst sauðfjárræktin, þurfti á því að
halda að fá lengri aðlögunartíma.
Mesti og nánast eini spamaður á
fjárlögum ríkisins á síðasta áratug
eru lækkuð fjárframlög til land-
búnaðarins.
Steingrímur J. Sigfússon er
fúrðu viðkvæmur stjómmálamaður,
en stríðnir menn em oft þannig að
þeir þola lítinn andblástur.
Steingrímur flytur 450 ræður úr
ræðustól Alþingis hvem vetur
og tekur það fulla vinnuviku
verkamanns. Maðurinn er ágætur
ræðumaður, en ég giska á að
helmingurinn af þessurn 450
ræðurn snúist um að gagnrýna aðra
og gera lítið úr verkunt þeirra.
Auðvitað má finna margar perlur í
þessu niasi þingmannsins, en smátt
og smátt hætta allir að heyra unt
hvað málæðið snýst. Eg met Stein-
grím mikils sem mann og veit að
hann er einlægur stuðningsmaður
íslenskra bænda og landbúnaðar,
og þar erum við jafnan ágætir
samherjar. Ég ætla heldur ekki að
gera lítið úr þeim störfum sem
hann vann í ágætri ríkisstjóm sem
ég studdi frá
1988-91, en samt
er það skoðun
mín að blóðöxi
hafi verið beitt
með alkunnum
afleiðingum þegar
útflutnings-
bætumar vom
felldar niður. Til
fróðleiks vom út-
flutningsbætur á
verðlagi hvers árs
kr. 894,942 þús.
verðlagsárið
1988/1989, kr.
960,712 þús. verð-
lagsárið
1989/1990 og kr.
860,490 þús.
verðlagsárið
1990/1991, þar
sent langstærstur hluti fór til að
bæta verð á útfluttum sauðfjáraf-
urðurn. Talnaglöeeir menn eeta
svo reiknað út hverjar þessar upp-
hæðir væm í dag miðað við verð-
lagsbreytingar. En þessi tími er
hins vegar að baki og þýðir hvorki
fyrir mig né aðra að rífast um
löngu teknar ákvarðanir - en það
hlýtur að mega ntinna á þessar
breytingar.
Steingrímur leggst hins vegar í
sinni vondu vöm í að reyna að sá
efasemdum um mín störf og mína
framgöngu í landbúnaðannálum.
Mín verk em auðvitað umdeild
einsog annarra, en ég þori vel í
rökræður unt störf mín og bið
hvem þann sem þessa grein les að
íhuga í rólegheitum nokkur atriði
sem ég hef beitt mér fyrir í
landbúnaðannálum.
1. Ég hef talað af bjartsýni og
trú um bœndur og landbúnaðinn
þrátt fyrir að staða bœnda sé mis-
jöfn. Menn segja mér að þetta
ásamt mörgu öðru geri það að
verkum að nú sé meiri samstaða
og skilningur í landinu i garð
bœnda. Ég er fyrsti landbúnaðar-
ráðherrann um langa hríð sem hef
ekki þurft að standa í vörn og
eilífum deilum í fjölmiðlum til að
verja bænditr. Þetta er ný staða -
og égfagna henni.
2. Ég hef með ágœtum árangri
getað eflt hliðarbúgreinar, s.s. ís-
lenska hestinn og að bœndurnir
grœði landið skógi, og hefur
Guðni Agústsson
landbúnaðarráðherra
svarar Steingrími J.
Sigfússyni, formanni
Vinstri-Grænna.
stuðningur rikisins í þessi verkefni
vaxið verulega.
3. Ég hef lagt mikla áherslu á
að ejla skólana á Hvanneyri,
Hólum og Reykjum og í dag er að-
sókn i hámarki. Fegurri sveitir
vitna um nýjan og markvissan
metnað til aó bœta umhverftð i
sveitum. Bœndurnir eru mikilvœgir
i ferðaþjónustu og reka í vaxandi
mœli ferðaþjónustu i örum vexti.
4. Nýr sauðfjársamningur var
gerður árið 2000 og stuðningur
tryggður til ársins 2007.
Samningurinn gefur fœri á nýjum
metnaði í sauðjjárrœktinni og
hefur þegar skilað umtalsverðum
peningum til bœnda. Engir þekkja
í dag þennan samning betur en
sveitungar og sýslungar Steingrims,
þannig að liœg eru heimatökin að
spyrja um viðhorf N-Þingeyinga.
5. Garðyrkjan hefur fengió
samning sem á að skila garðyrkju-
bœndum aukinni sölu á hollustu-
vöru og friði um atvinnugreinina.
Langtímasamningur er um
stuðning til ársins 2010.
6. Mikill kraftur hefur verió í
kúabændum á síðustu árum.
miklar framkvœmdir í fjós-
byggingum og framfarir örar i
kúastofninum.
7. Svína- og alifuglarœkt í
miklum uppgangi og loðdýra-
bœndur sœkja i sig veðrið.
Hér lýk ég minni upptalningu í
bili. Mér hefúr liðið vel í starfi
landbúnaðarráðherra og vonandi
kunna einhveijir að sjá að ég hef
orðið að liði og hátíðarræðumar í stíl
Jóhannesar eftirhermu náð nokkmm
árangri. En þá dettur mér í hug að
Jóhannes hermir ekki eftir Stein-
grími, það er nefnilega hápunktur
stjómmálamannsins að komast á
það stig að einhveijir hafi gaman af
að herma eftir þingmanninum. Ég
fúllvissa Steingrím um að Jóhannes
hefúr ekki skaðað okkur Halldór
Blöndal, nema síður sé.
Að lokum þetta; mér þykir
erfiðast að þurfa að standa í átökum
við bænduma og mér finnst því
miður að dálítill hópur þeirra fari
nokkm offari bæði meðal sauð-
fjárbænda og kúabænda. Öll átök
innan starfsgreina valda skaða á
markaði. Þess vegna er nú mikil-
vægast að menn slíðri sverð sín og
allir fari undir árar og rói í takt.
Bændur og landbúnaðurinn eiga
góðan byr hjá þjóðinni. Mjólkur-
iðnaðurinn hefur aukið sölu um
milljónir litra með ýmsum fram-
leiðslunýjungum, s.s. skyr.is.
Sauðfjárþændur þurfa nú að efla
sín markaðsmál, og i því ætla ég
að vinna með þeim.
Ég þakka Steingrími fyrir grein
hans og ber ekki kala til hans, öðm
nær. Eg öfunda hann þó ekki af
öllum þessum
ræðum þar sem
hann iðulega
semur við sjálfan
sig um hin
flóknustu mál.
Vinstri-Grænir
em ekki minir
höfúðandstæðingar
í pólitík, mér
þykir heldur vænt
um þetta fólk og
það verður ekki
sagt að þingmenn
Vinstri-Grænna
hafi beitt sér gegn
mínum störfum í
þinginu sem land-
búnaðarráðherra,
heldur oft verið
samherjar mínir i
leit að nýjum
sóknarfæmm. Hins vegar dettur
ntér ekki í hug að Vinstri-Grænir
verði kosnir til ábvreðar eða
tbrystu. Hokkurinn er hetðbundinn
stjómarandstöðuflokkur, eins og
Kvennalistinn var. Þessari gerð af
stjómmálamönnum líður best i
stjórnarandstöðu. Ég á t.d. mjög
gott samstarf við formann BSRB
og hans fólk um ýmis málefni. Enn
fremur hefur ASl og forystumenn
þeirra samtaka komið á ný að mál-
efnum landbúnaðarins með þátt-
töku í nefndastarfi og tillögugerð.
Ég held ótrauður áfram að tala
fyrir málstað bænda og landbún-
aðarins og legg mín verk í dóm
kjósenda eftir rúmt ár.
Framsóknarflokkurinn hefur
komið miklu í verk í stjóm
landsins sl. sjö ár. Lífskjör á
Islandi hafa batnað verulega og at-
vinnuleysið er að mestu horfið. í
landinu ríkir bjartsýni og trú á
framtíðina. Verkefnin eru ærin og
verða það um alla framtíð.
í apríl 2002,
Guðni Ágústsson,
landbúnaðarráðherra.