Bændablaðið - 16.04.2002, Qupperneq 14
14
/ r i j 'i t * t1 oprp 7M2
BÆNOABLAÐIÐ
Þridjudagur 16. april 2002
Landssamband
kúabænda
Fundur um málefni
nautakjötsframleiðslunnar
Fimmtudaginn 18. apríl verður
haldin ráðstefna í Rúgbrauðs-
gerðinni um málefni nautakjöts-
framleiðslunnar. Bændur,
ráðunautar og aðrir áhugasamir
um nautakjötsframleiðslu eru
hvattir til að mæta. Nánari
upplýsingar um dagskrá
ráðstefnunnar er að finna hér á
síðum blaðsins.
Mjólkurframleiðslan
Eins og fram hefur komið hefúr
sala á mjólkurafurðum gengið
vel á þessu verðlagsári og Ijóst
að iðnaðurinn mun greiða fyrir
a.m.k. 3 milljónir lítra umfram
greiðslumark. I lok mars var
innvigtun mjólkur nokkuð minni
en á sama tíma í fyrra, þrátt fyrir
að greiðslumarkið liafi verið
aukið urn eina milljón lítra
síðasta haust. Af þessu má vera
ljóst að ef ekki er hugað mjög vel
að framleiðslunni í sumar getur
orðið erfitt að ná inn því magni
af mjólk sem að er stefnt. Brýnt
er í þessu sambandi að huga vel
að áburðargjöf, sem og vor- og
sumarbeit og er bændum bent á
að gera áætlanir um þetta í
samráði við ráðunautana. Minnt
er enn á að nú í sumár verður C-
greiðsluálag á innvegna mjólk í
júlí og ágúst.
Kvótasala
Verð á greiðsluntarki hefur
lækkað talsvert frá fyrra ári, en
þó tæpast eins mikiö og aðstæður
bjóða upp á. Full ástæða er til að
hvetja bændur og aðra sem koma
að greiðslumarksviðskiptum, til
að skoða vandlega á hvaða verði
er skynsamlegt að kaupa
greiðslumark við núverandi
framleiðsluaðstæður.
Árshátíó kúabænda
Minnt er á að árshátíðin verður
haldin föstudagskvöldið 26. april
nk. Miðapantanir fara fram i
síma 563 0300 og hótelherbergi
er hægt að panta hjá Hótel Sögu í
síma 525 9932. Árshátíðin er
auglýst annarsstaðar í blaðinu.
Síðasti skráningarfrestur er
föstudagurinn 19. apríl nk.
Sala NLK ehf í Hrísey
I vikunni var gengiö frá sölu á
öllum eigum NLK ehf. í Hrísey
til fyrirtækisins Hríseyjamauta
ehf., en seldur var allur bústofn,
vélar og tæki, ásamt véla-
skemmu. Eins og frant hefur
komið hér á síðum blaðsins var
bústofninn auglýstur til sölu fyrr
í vetur og bárust mörg tilboð í
hann, en hinsvegar var ákveðið
að taka tilboði Hríseyjarnauta
ehf., þar sem það reyndist
hagkvæmast. Öllurn þeim sem
sendu inn tilboð er þakkað fyrir
sýndan áhuga.
MR
FÓÐUR
Fóöur-
afgreiðsla
MR
540 1111
AHRIF FOflRUNAR A PRO-
IÐNINNIHAUI i MJÚLK
Ef skoðaðar eru tölur um
samsetningu innveginnar mjólkur
á landsvísu síðustu 15 ár sést að
próteinhlutfall hefur lækkað jafnt
og þétt úr 3,44 í 3,26. Árstíða-
sveiflur eru þó miklar, en prótein-
hlutfall er hæst á haustin, í
september og október, og fer síðan
lækkandi fram í maí er það fer að
hækka aftur. Þessi lækkun prótein-
hlutfalls er andstæð þróun
markaðarins, en sala próteinríkra
mjólkurafurða hefur aukist veru-
lega á kostnað fituríkra afurða.
Ymsar ástæður hafa verið
nefhdar fyrir framangreindri þróun.
T.d. hafa orðið róttækar breytingar
á heyskapartækni þar sem rúlluhey
(80%) er orðin uppstaðan í
heyskap í stað súgþurrkaðs þurr-
heys áður. Þá sýna skýrslur að
kynbótastarfið hefur hækkað nyt á
kostnað próteinhlutfalls í mjólk.
Þessari þróun hefur þó verið snúið
við núna með hinum öfluga nauta-
árgangi frá 1994.
I ljósi þessara upplýsinga var
ákveðið að rannsaka og skilgreina
þá þætti sem hafa hvað mest áhrif
á efnainnihald mjólkur við
íslenskar aðstæður.
Meginviðfangsefni verkefnisins
eru:
a. Söfnun upplýsinga hjá
bændum;
b. Erfðafræðilegar rann-
sóknir, þ.e. samanburður dætra-
hópa m.t.t. mjólkurefna;
c. Fóður- og lífeðlisfræðilegar
rannsóknir, þ.m.t. tilraunir með
mjólkurkýrnar á Stóra Ármóti
og rannsókn á vinnslueigin-
leikum mjólkur.
í nóventber árið 2000 hófst
fyrsta fóðrunartilraunin i þessu
verkefni á Stóra Ármóti þar sem
rannsökuð voru áhrif fóðrunar á
efnainnihald mjólkur. í því til-
raunaskipulagi sem notað var voru
prófaðar 7 mismunandi fóðursam-
setningar og komu 21 kýr til upp-
gjörs. Valdar voru fóðursam-
setningar sem þóttu líklegar til að
valda útslagi í efnasamsetningu
mjólkur. Þar var lagður til grund-
vallar próteinstyrkur, gerð og
niðurbrot próteina, gerð kolvetna í
fóðrinu og orkustyrkleiki. Hlutfalli
þurrefnis í kjamfóðri á móti þurr-
efni í gróffóðri var haldið fostu
allan tilraunatímann, 44:56 fyrir
fullorðnar kýr og 42:58 fyrir
kvígur að fyrsta kálfi. Fjórar gerðir
gróffóðurs voru notaðar í tilrauninni.
Um var að ræða vallarfoxgras sent
var slegið á tveimur mismunandi
tímum og rúllað og pakkað við tvö
mismunandi þurrkstig. Blandaðar
vom fjórar mismunandi kjam-
fóðurblöndur. I þær var notað
fiskimjöl, bygg og maís ásamt
nauðsynlegum steinefnum og
melassa til bragðbætingar og til að
auðvelda kögglun. I gmnn-
skipulaginu em borin saman tvö
stig orkufóðmnar og tvö stig
próteinfóðmnar. Orkustigin vom
annars vegar full fóðmn fyrir
viðhaldi og mjólk og hins vegar
10% undir þörfum. Próteinstigin
vom annars vegar full fóðmn á
AAT fyrir viðhaldi og mjólk og
hins vegar 15% undir þörfúm.
Bæði prótein- og orkustyrkur í
fóðri höfðu marktæk áhrif á
nythæð. Munur í próteinstyrk i
fóðri, um 15%, hafði afgerandi
áhrif á próteinhlutfall í ntjólk og
var útslagið 0,13 prósentustig.
Munur í orkustyrk sem var til
kominn vegna sláttutímaáhrifa á
meltanleika og orkugildi heyja
nægði ekki til að hafa marktæk
áhrif á próteinhlutfall í mjólk.
Samanburður á maís og byggi
sýnir tölfræðilega marktækan mun
á prótein-fitu hlutfalli maísnum í
vil (0,82 á móti 0,79). Þetta stafar
af því að maísfóðrunin leiðir til
hærra próteinhlutfalls og lægra
fituhlutfalls í rnjólk. Niðurstöður
þessarar tilraunar sýna að prótein-
styrkur í fóðri fyrir mjólkurkýr
getur haft umtalsverð áhrif á
próteinhlutfall í mjólk og þar af
leiðandi verðmæti hennar bæði
fyrir bóndann og afurðastöðina.
í vetur er rannsóknum haldið
áfram. Helsti munurinn á upp-
setningu í ár frá því í fyrra er að nú
eru mun fleiri þættir rannsakaðir.
Auk áframhaldandi rannsókna á
áhrifum prótein- og orkustyrk
fóðurs á efnainnihald í mjólk eru
könnuð áhrif mismunandi kjam-
fóðurhlutfalls því nú er orku-
munurinn einnig fenginn með mis-
mikilli kjamfóðurgjöf. Þá er nú
verið að rannsaka gerðir mjólkur-
próteinanna og gefa þær rann-
sóknir mjög áhugaverðar niður-
stöður, m.a. kernur i ljós að
íslenska kynið er með hátt hlutfall
próteinarfgerða sem em taldar
tengjast afurðasenti og hagstæðum
vinnslueiginleikum mjólkur. Það
má því segja að þessar rannsóknir
séu gott og nauðsynlegt innlegg í
umræðuna um innflutning fóstur-
vísa.
Grétar Hrafn Harðarson
tilraunastjóri Stóra Ármóti.
Samþykkt búnaðar-
þings um byggðamúl
Á búnaðarþingi var samþykkt
ályktun um byggðamál. Ályktunin
var svohljóðandi:
Ytri skilyrði hafa á undan-
fomum ámm verið landsbyggðinni
óhagstæð. 1 stjómarsáttmála nú-
verandi ríkisstjómarflokka kemur
fram eindreginn vilji til úrbóta. Þá
virðast allir stjómmálaflokkar hafa
úrbætur í byggðamálum á stefnu-
skrá sinni. Þrátt fyrir þetta dregst
atvinna saman á landsbyggðinni,
fólki fækkar og byggðin gisnar.
Búnaðarþing 2002 vill þessu til
áréttingar benda á eftirtalin atriði
sem koma þarf í framkvæmd til
jöfnunar lífskjara í landinu.
Lagasetning og byggóaþróun:
* Við lagasetningu á Alþingi
og aðra meiri háttar ákvarðanatöku
stjómvalda fari ætíð frarn sérstakt
mat á áhrifum ákvörðunarinnar á
byggðaþróun.
Nýsköpun og þróunarverkefni:
* Byggðastofnun fái stóraukið
árlegt ráðstöfunarfé sem tryggt
verði til næstu ára. Vemlega auknu
fjármagni verði varið til nýsköpunar
og þróunarverkefna og stofnunin
þannig efld til aukinnar þátttöku í
aðgerðum til eflingar lands-
byggðinni.
* Samvinna stofnana sem
vinna að atvinnuráðgjöf á lands-
byggðinni verði aukin og efld
tengsl þeirra sem að ráðgjöfinni
starfa.
Aukin völd sveitarstjórna:
* Áfram verði unnið að
stækkun sveitarfélaga, þeim
tryggðir tekjustofnar og sveitar-
stjómarstigið þannig eflt og því
fengin aukin völd og ábyrgð.
Fiskveiðar og byggóaþróun:
* Fiskveiðiheimildir færist í
auknum mæli til sveitarfélaga sem
fái þar með tímabundinn ráð-
stöfunarrétt á þessum heimildum
innan sinnar byggðar. Jafnframt er
ítrekuð ályktun Búnaðarþings frá
1999 um að útræðisréttur strand-
jarða verði virtur á ný og staðfestur
í fiskveiðilögum.
Samgöngur:
* Hraðað verði uppbyggingu
og endurbótum á vegakerfinu.
Tryggja verður góðar samgöngur
innan hvers atvinnusvæðis, svo og
heilsárstengingu við aðalvegakerfi
landsins.
* Lækka verður flutnings-
kostnað milli Reykjavíkursvæðis
og landsbyggðar þannig að verð
vöm og þjónustu og möguleikar
framleiðslufyrirtækja verði sam-
bærilegir um land allt. Ríkissjóður
noti ekki þennan kostnað sem
tekjustofn, svo sem í formi
virðisaukaskatts.
* Leitað verði leiða til lækkunar
flugfargjalda og eflingar flugsam-
gangna innanlands.
* Hugað verði sérstaklega að
skipulagi og möguleikum skipa-
flutninga varðandi þungaflutninga
milli fjarlægra landshluta.
Skattamál:
* Leitað verði leiða til að beita
skattkerfinu þannig að það hvetji
einstaklinga og fyrirtæki til
aðseturs í dreifbýlinu.
Menntun:
* Möguleikar á hvers konar
ljamámi verði efldir og þá hugað
að öllum aldurshópum. Jafna þarf
enn frekar námskostnað við fram-
haldsskóla með hækkun dreifbýlis-
styrkja. Starfsnám verði ekki
undanskilið dreifbýlisstyrkjum.
* Lánasjóði íslenskra náms-
manna verði gert kleift að lækka
endurgreiðsluhlutfall lána hjá því
fólki sem hefur störf að námi
loknu utan Stór - Reykjavíkur-
svæðisins.
Orkuntái:
* Upphitunarkostnaður hús-
næðis verði jafnaður enn frekar
eins og stefnt hefur verið að. í því
sambandi verði sérstaklega hugað
að raforkuverði.
* Hraðað verði þrífosun á raf-
línum á landsbyggðinni, ekki síst
með þarfir tæknibúnaðar atvinnu-
rekstrar í huga.
Fjarskipti:
* Unnið verði markvisst eftir
þegar gerðri áætlun um úrbætur á
gagnaflutningskerfi Landssímans,
þannig að möguleikar og kostnað-
ur varðandi gagnaflutninga verði
með sambærilegum hætti um allt
land.
Samféiagsþjónusta:
* Tryggja þarf sem jafnast að-
gengi allra landsmanna að samfé-
lagsþjónustu.