Bændablaðið - 16.04.2002, Síða 15

Bændablaðið - 16.04.2002, Síða 15
Þriðjudagun 16. april 2002 BÆNDABLAÐIÐi 15 FóSurgangiir í miðju Hjónin Kjartan Jónsson og Kristín Kristjánsdóttir búa á bænum Dunki í Hörðudal. Þau hafa búið á Dunki í rétt rösk 20 ár. Kristín er Reykvíkingur en Kjartan er frá Hraðastöðum í Mosfellssveit. í fjárhúsunum í Dunki eru rúmlega 600 fjár. Athygli vekur að þau hjón hafa gert ýmislegt til að létta sér störfin í fjárhúsinu, sem er gamalt, en fyrir tveimur árum settu þau upp búnað sem auðveldar þeim gjafir til muna. í stað hefðbundinna garða er nú “fóðurgangur“ í miðju húsi. Sitt hvoru megin við hann eru heimasmíðaðar jötugrindur, sem hanga á lömum í þaksperrunum en ganga saman að neðan eftir því sem kindurnar éta af heyinu. Ofan á heyið eru lagðar slæðigrindur þegar búið er að gefa. I loftinu er hlaupaköttur og með honum eru rúllur fluttar inn á fóðurganginn. Þær eru skornar í sundur í miðju - og nú er fullorðnu fé gefið á þriggja daga fresti. Líkamlegt erfiði minnkaði til muna og einn maður á auðvelt með að sinna gjöf. Sautján tófur og tveir minkar í vetur Hér má sjá Pál Benediktsson bónda og refaskyttu á Hákonarstööum á Jökuldal, en Páll er iöinn við aö veiða tófur. I vetur er hann búinn að vinna 17 tófur og 2 minka. Annar minkurinn kom á æti upp við skothús sem Páll útbjó, en veiðimenn segja að ekki sé algengt að minkur láti blekkjast af æti sem lagt hefur verið út. Hinn mink- urinn náðist á mun þekktari stað, nefnilega í hænsnahúsinu þar sem hann hafði drepið fjórar hænur. Minkurinn hræddi eftirlifandi hænur svo rækilega að góður mánuður leið þar til sú fyrsta hóf varp að nýju. Leikhæna bjargaði málum Meðan hænurnar voru að jafna sig þurftu heimamenn að reiða sig á “leikhænu" sem ekki var heima þegar minkurinn gerði usla i húsinu. Og hvað er leikhæna? Að sjálfsögðu er það hæna sem leikur í leikritum. Umrædd hæna hafði tekiö þátt i leikritinu Gauragangi sem leikfélag Menntaskólans á Egils- stööum setti upp í Valaskjálf. Bændablaðsmynd/Sólrún. BÆNDUR! Ódýr vöktunarkerfi í gripahús. Hitalampar og mottur fyrir fyrirburöi. Kjötsagir, hakkavélar, vakúmvélar, og kjöthnífar. Gripamerki NORDPOST /SKJALDA PÓSTVERSLUN Arnarberg ehf sími 555 - 4631 & 568 -1515 Dugguvogi 6-104 Reykjavík Nýtt púströr til hliðar upp með húsi. Aukið vökvaflæði og þrýstingur - meira afl. Nýjar Perkins vélar - 53-116 hestöfl. Aukið tog - stoppar aldrei. Einstakur vendigír með stiglausum átaksstilli. 4WD - raunverulegt fjórhjóladrif - ekki þríhjóladrif! Gírkassi - Fleiri gírar miðað við vinnuhraða - meiri afköst. Innifalið í staðalbúnaði er m. a. nýtt að/frá stýri, ný miðstöð, rafstart á PTO, 250% stærri verkfæra- kassi og fleira og fleira. ENGIN VENJULEG HÖNNUN - ENGIN VENJULEG FRAMLEIÐSLA ENGINN VENJULEGUR TRAKTOR _ —

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.