Bændablaðið - 16.04.2002, Síða 20

Bændablaðið - 16.04.2002, Síða 20
20 BÆNDABLAÐIÐ Þríðjudagur 16. apríl 2002 Jón Kornelíus Magnússon, kjötmeistari hjá Nóatúni: Sala ii lambap eykst þegar boðið er Sú staðreynd blasir við að sala á lambakjöti hefur dregist umtals- vert saman hin síðari ár. Þannig varð 5,7% samdráttur í sölu kindakjöts milli áranna 2000 og 2001. Sala á svínakjöti hefur hins vegar aukist Jafnt og þétt síðastliðin 20 ár. Arið 1982 var neysla á mann hér á landi af svínakjöti 4,35 kg á ári. I fyrra var hún komin í 18,26 kg á mann á ári. Neysla á kjúklingakjöti var 1982 4,3 kg en í fyrra var hún komin upp í 13,0 kg á mann. Neysla á kindakjöti var 46,7 kg á mann árið 1982 en var komin niður í 23,8 kg árið 2001. Margar kenningar eru uppi um ástæður þessara miklu breytinga. Jón Komelíus Magnússon, kjöt- meistari hjá Nóatúni, segir að ástæðumar séu eflaust nokkrar. Hann segir Islendinga ferðast mikið um heiminn og þá sjái fólk breyttar matarvenjur, þar sem neysla hvíta kjötsins er mun meiri en rauða kjötsins. Önnur skýring á aukinni sölu á svina- og ali- fuglakjöti er að það hefur lækkað umtalsvert í verði. Nýtt kjöt „Og svo skiptir miklu máli að hvíta kjötið er alltaf nýslátrað þegar það kemur á markaðinn, en sauðfé er slátrað á haustin og kjötið geymt frosið allt árið. Þetta er þó aðeins að breytast. Okkur í Nóatúni hefur tekist að fá bændur til að dreifa slátmninni frá réttum og fram undir jól. Og nokkrir em komnir með nýslátrað lambakjöt eftir áramótin. Þá höfum við hér unnið rnikið úr lambakjöti og það hefúr likað vel og selst grimmt yfir grilltímann. Við höfum tekið alla vöðva úr lærinu, snyrt þá til og hanterað með ýmsu móti. Sömu- leiðis höfum við tekið bestu bitana úr ffampartinum og hanterað þá til fýrir grill. Þetta hefur gengið vel en sala á heilum hryggjum og læmm hefur dregist saman. Senni- legasta ástæðan fyrir því er of hátt verð, þótt það sé ekki of hátt miðað við hvað ffamleiðendur þurfa að fá fyrir það,“ segir Jón Komelíus. Hann segist taka eftir því að sala á lambakjöti aukist þegar boðið er upp á kjöt af nýslátruðu. „Það er alveg ljóst að nýslátrað lambakjöt er að vinna á í sölu og þess vegna væri það rétt stefna hjá bændum að reyna að dreifa slátmninni yfir allt árið. Nýtt kjöt er mun betra en frosið kjöt og miklu skemmtilegra að vinna með það,“ segir Jón Komelíus kjöt- meistari. Lambsjarmur er nokkuö sem sauðfjárbændur eiga alla jafnan ekki von á að heyra þegar komið er í fjárhús á páskadagsmorgni. Það var eigi að síður raunin í Miðhúsum þegar Móra, ein af eldri kindunum á bænum hafði þá um nóttina borið tveimur mógolsóttum gimbrum. Alllangt er þangað til sauðburður hefst fyrir alvöru, eða einn til einn og hálfur mánuður, en lömbin hafa ásamt farfuglunum ætíð verið fyrsti vorboði sveitafólks. Guðbjörg Júlia Magnúsdóttir 8 ára á nágrannabænum Felli heldur á mógolsóttu gimbrunum. Bændablaðið/Guðfinnur Flnnbogason. Olíur og ryðvarnarefni Ifáfva/Sfoe Traktors olínr Smurfeítí Fro$t%ur CAumí Tectnl Undirsagflsefni Holrúmsefni Bætkfní Fátð sendan bækllng ORKA SNORRI 6 GUÐMUNDSSON Sími 535-SðOO fax ! www.orka.is Þ GIS Alhliða verkfæri PROÐUCT Fáið sendan bækling Loftverkfæri W'

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.