Bændablaðið - 16.04.2002, Side 25

Bændablaðið - 16.04.2002, Side 25
f>P.C Vr.a\' /'' Vi/t Þrídjudagur 16. apríl 2002 vatnsheiði dæmi um það að lönd eða hluti lands einstab-a jarða hafi veríð lögð til afréttar, sbr. H 1971 1137 og H 1975 55. Óbyggða- nefnd telur ekki hægt að útiloka að landsvæði sem samkvæmt fyrirliggjandi heimildum eru samnotaafréttir hafi verið numin eða á annan hátt orðið undir- orpin beinum eignarrétti. Að því er varðar afrétti einstakra jarða og stofnana, virðist munurinn sá að réttindi einstakra jarða til landsvæðisins og tilheyrsla þess í því sambandi eru meiri en varð- andi samnotaafréttina. Jafnframt hefur löggjafmn ekki ráðstafað eignarréttindum á slíkum svæðum á sama hátt og á samnotaafréttum. Hvort tiltekinn afréttur einstakrar jarðar eða stofhunar er undirorpinn beinum eða óbeinum eignarrétti heimajarðar er hins vegar ekki einhlítt og verður að meta i hveiju tilviki fyrir sig. Kröfur dómstóla til sönnunar að því er varðar annars vegar afrétti einstakra jarða og stofnana og hins vegar samnotaafrétti virðast þó sam- bærilegar. Um lönd eða hluta lands einstakra jarða sem lagt hefur verið til afféttar vísast til kafla 10.4.2. um hugtakið jörð, sbr. einnig H 1971 1137 (Reyðarvatn) og H 1975 55 (Amarvatnsheiði)." Hvers er að vœnta í nœstu úrskuröum óbyggðanefndar? 1. Óbyggðanefnd hefrr þannig samkvæmt framansögðu lagt til grundvallar sem aðalreglu að iörð. svo sem hún er affnörkuð með landamerkjabréfi, sé beinum eignar- rétti háð og ekki þjóðlenda. Þessi aðalregla eigi við þótt hluti lands jarðarinnar sé eingöngu notað til sumarbeitar. Ekki ráði úrslitum þótt hluti lands jarðar hafi verið kallað afféttur í máli manna, enda telur óbyggðanefnd það ekki hlutverk sitt að skera úr því hvaða landsvæði séu afféttir eða mörk affétta. Hlutverk óbyggðanefndar sé að skera úr um mörk þjóðlendna og eignar- landa. þ.e. landssvæða sem háð eru engum eða takmörkuðum eignar- rétti og landsvæða sem háð eru beinum fúllum einkaeignarrétti þannig að eigandi landsins fer með öll venjuleg eignarráð þess innan þeirra marka sem lög segja til um á hveijum tíma. Nefndin telur, og það er mikilvægt, að jörð eða jarðarhluti sem lagður hefur verið til að- liggjandi afréttar teljist ekki þjóð- lenda, og það enda þótt afréttur- inn sem jörðin var lögð til teljist að öðru leyti þjóðlenda. Nefndin telur. að því er ég fæ best séð. að sönnunarbvrðin hvíli á ríkinu ef það vill seilast með mörk bióð- lendna inn fvrir landamerki jarða. 2. Varðandi samnotaafrétti. þ.e. affétti sem fylgja tilteknum jörðum, tveimur eða fleiri, og eru óskipt afféttarland þeirra, og þá í óskiptri sameign, venjulega í hlutfalli við hundraðatal hverrar jarðar að fomu mati, þá skilur óbyggðanefnd við málið í upp- námi. Hún "telur ekki hægt að úti- loka að landsvæði sem samkvæmt fyrirliggjandi heimildum eru sam- notaafréttir hafi verið numin eða á annan hátt orðið undirorpin bein- um eignarrétti." En þrátt fyrir þetta hefúr óbyggðanefhd sett sér svo- fellda aðalreglu, sent hún mun aug- ljóslega fara eftir þar til dómstólar hnekkja reglunni: "Með vísan til úr- lausnar dómstóla er ljóst að beinn eignarréttur verður ekki byggður á slíkum notum [innsk.: venjulegum afféttamotum]. Því er það niður- staða óbyggðanefndar að líkur séu á því að Iand sem samkvæmt fyrirliggjandi heimildum er sam- notaafréttur sé þjóðlenda. Sönnunarbvrðin hvílir á því þeim sem heldur öðru fram". Eg vil taka fram að ég tel sannfærandi rök hníga að því að þarna fari óbyggðanefnd villur vegar í mati á því hvar sönnunar- byrðin liggi. Það er ríkið sem á grundvelli þjóðlendulaganna er að krefjast grunneignarréttar á landi. Ríkið er að sækja rétt sér til handa sem það ekki hefur áður átt. Sá er krefst viðurkenningar á eignarrétti verður að sanna rétt sinn, hann ber sönnunarbyrðina. Ríkið verður að mínu mati að sanna ótvírætt, að eignarréttur þeirra, er hingað til hafa talist eiga afréttinn, standi því ekki í vegi fyrir því að það geti með lögum kastað eign sinni á af- réttinn. Með öðrum orðum: Ríkið verður að sanna að viðkomandi afréttur hafi verið eigandalaus að grunneignarrétti til þegar það kastaði eign sinni á allt eiganda- laust land með þjóðlendulögun- um í krafti valdheimilda sinna, en um þær valdheimildir er í sjálfú sér ekki deilt. Þetta tel ég að hljóti að verða ein mikilvægasta almenna málsástæða Sunnlendinga ef þeir fara með málin fyrir dóm: Óbyggðanefnd sneri ranglega sönnunarhvrðinni við. Eg ætla ekki að mótmæla því að í ljósi réttarheimilda sé sönnunar- byrðin skipt eins og hér stendur á, en það gengur ekki að telja án skýrrar lagaheimildar öfúga sönnunarbyrði aðalreglu og byggja á því, allra síst á sviði stjómarskrár- varins eignarréttar og láta ríkið, krefjanda viðurkenningar á gmnn- eignarrétti, njóta vafans. 3. Óbyggðaneffid segir: "Að því er varðar afrétti einstakra jarða og stofnana virðist munurinn sá, að réttindi einstakra jarða til landsvæðisins og tilheyrsla þess í því sambandi er meiri en varðandi samnotaafféttina.f...] Hvort tiltekinn afféttur einstakrar jarðar eða stofnunar er undirorpinn beinum eða óbeinum eignarrétti heimajarð- ar er hins vegar ekki einhlítt og verður að meta í hveiju tilviki fyrir sig. Kröfur dómstóla til sönnunar að því er varðar annars vegar affétti einstakra jarða og stofnana og hins vegar samnota affétti virðast þó sambærilegar". Eftir þessum orðurn óbyggða- nefndar að dæma, þá sýnist mér það ekki vera rétt, sem ýmsir áttu von á, m.a. með hliðsjón af Auðkúlu- heiðardómnum, að afféttir sem til- heyrt höfðu kirkjujörðum yrðu í meiri hættu með að verða taldir þjóðlendur heldur en afréttir sem fylgdu bújörðum á tilteknu svæði og óbyggðanefnd kallar samnotaaf- rétti. Þvert á móti sýnist mér óbyggðanefnd halda opinni leið til þess að fara eins að með affétti ein- staka jarða, þ.á.m. kirkjujarða sem affétturinn hefúr verið seldur frá, eins og hún fór að með affétt Ut- hlíðar, sem nefndin skilgreinir raunar hvergi sem affétt heldur sem heimaland allt til jökla. Þá mun reyna á hvort glöggar eignar- heimildir og landamerkjalýsingar verða lagðar fram, eins og raun varð á um Uthlíð. Menn geta nefnilega unnið mál þótt sönnun- arbyrðin sé lögð á þá. Unt þetta efni, og þá Úthlíðarúrskurðinn sér- staklega, vonast ég til að fjalla síðar. Ég vek athygli á því að úr- skurðir óbyggðanefndar eru á slóðinni www.obyggd.stjr.is. Ég ráðlegg mönnum að kalla upp mál nr. 7/2000, fara á bls. 111 og prenta út þaðan til og með bls. 168, þ. e. kafla 10: Almennar niðurstöður óbyggðanefidar, en hann er sam- hljóða í öllum málunum. Að lokn- urn lestri þess kafla munu menn glöggt sjá hvað er að gerast. Sunn- lendingar lesa svo sjálfsagt sumir mál síns atréttar, eftir því sem við á. Þeir dómar sem vitnað er til í grein þessari eru í dómasafni Hæstaréttar sem til er á öllum stærri bókasöfnum. Frá og með árinu 1999 eru dómar Hæstaréttar á slóð- inni www.haestirettur.is. Már Pétursson Höfundurinn er liœstare'ttaríögmaður og ráðgja/i Bœndasamtakanna um lögfrœði- leg efni og annast leiðbeininga- þjónustu við bcendur þar unt, simar 563 0318 og 898 3630, fax 562 3058, netf. mpCa bondi.is BÆNDABLAÐIÐ 25 Oflug lagleg garfl- I lok október 2000 var skrifað undir samkomulag um myndun Garðyrkjumiðstöðvar Islands við Garðyrkjuskólann að Reykjum í Ölfúsi. Auk skólans voru það Bændasamtök íslands og Samband garðyrkjubænda sem tóku þannig hönduin saman við að byggja upp enn frekar faglega miðstöð i garð- yrkju. Markmið í samstarfssamningi stofnaðila segir: „Markmið með stofnun Garð- yrkjumiðstöðvar að Reykjum er aö efla faglegt starf í garðyrkju með því að færa saman sem flesta fagaðila er sinna rannsóknum, kennslu og ráð- gjöf í garðyrkju auk annarrar fag- legrar starfsemi er viðkemur ís- lenskri garðyrkju. Garðyrkjumiðstöð íslands er nafri á samstarfi ofan- greindra aðila en er ekki sjálfstæður lögaðili. Þessu markmiði hyggjast aðilar ná með því að -auka upplýsingaflæði til grein- arinnar -efla tilrauna- og rannsókna- starfsemi til hagsbóta fyrir greinina -efla upplýsinga- og leið- beiningastarf um rekstur garðyrkju- fyrirtækja -styrkja endurmenntun og al- menna garðyrkjumenntun í landinu -efla annað samstarf sem eykur hag garðyrkjunnar sem atvinnu- greinar" I ffamhaldi af undirritun samn- ingsins fluttust landsráðunautar Bændasamtakanna í garðyrkju, Magnús Á. Ágústsson og Garðar R. Ámason, í húsnæði skólans auk þá- verandi framkvæmdastjóra Sam- bands garðyrkjubænda, Unnsteins Eggertssonar. Núverandi fram- kvæmdastjóri er Haukur Sigurðsson. Allir þessir aðilar hafa skrifstofú- aðstöðu við skólann og í opnu skrif- stofúrými Garðyrkjumiðstöðvarinnar hefúr tilraunastjóri skólans, Bjöm Gunnlaugsson, einnig aðstöðu. Aðstaða Bráðabirgðaaðstaða við skólann var byggð árið 2000, alls 125 ffn og þar af um 50 frn til að hýsa sjálfa skrifstofústarfsemina. Fjármagn var fengið með 10 m.kr. ffamlagi úr ríkissjóði, auk þess sem Garðyrkju- skólinn seldi fasteign í eigu skólans til að koma þessari starfsemi á fót. Síðan hafa fengist 20 m.kr. á fjár- lögum auk þess sent Samband garð- yrkjubænda hefúr lofað allt að 20 m.kr. til viðbótar. Þetta fé bíður ný- byggingarffamkvæmda. Enn vantar um 50 m.kr. til að gera aðstöðuna boðlega m.a. meó góðri bókasafhs- aðstöðu og fyrirlestrasal auk rýmis fyrir skrifstofúr og fundarherbergi. Gert er ráö fyrir um 425 fm aðstöðu til viðbótar þeirri aðstöðu sem nú er komin. Skilyrði fyrir góðri vinnu í þekkingaröflun og -miðlun í garð- yrkju er gott samband við um- heiminn. Garðyrkjuskólinn hefúr tekið myndarlega á þessum málum enda einnig lífsspursmál fyrir skóla- starfsemina. Ljósleiðarasambandi og nýju tölvukerfi var kornið á fót við skólann og nýtt skiptiborð, það fyrsta í sögu skólans, var sett upp. Þetta, ásamt öflugri uppbyggingu innra starfs skólans, endurskoðun náms- skrár, öflugri endurmenntun o.fl. er hluti af almennri uppbyggingu skólans sem hófst af krafti í ársbyijun 1999 eftir skeið kyrrstöðu í málefúum skólans. Það er hins vegar ekkert launungannál að knöpp aðstaða Garðyrkjumiðstöðvarinnar hefúr tafið uppbyggingarstarf og tekið á kraftana. Vonir standa til að nægilegt fé fáist á næstu fjárlögum og hefúr landbúnaðarráðherra beitt sér fyrir ntálinu. Hvað hefúr áunnist? Aðstandendur Garðyrkjumið- stöðvarinnar hafa fylgt þeirri stefnu að láta grasrótarsamstarfið vera í öndvegi þannig að praktísk stefna og árangur sé affakstur beins samstarfs í sérstökum, skilgreindum verkefhum. Nú, þegar rúmt ár er liðið frá undir- skrift samnings er hins vegar rétt að líta yfir farinn veg og einnig að horfa til ffamtíðar. Hér er ekki rými til að greina ffá öllu sem aðstendur og starfsmenn Garðyrkjumiðstöðvar- innar (GM) hafa tekið sér fyrir hendur en nefha má nokkur atriði til upplýsingar. • Samráðsfúndir ráðunauta, til- raunastjóra, skólameistara Garð- yrkjuskólans og ffamkvæmdastjóra Sambands garðyrkjubænda hafa verið haldnir reglulega, að jafnaði um einu sinni í mánuði nema yfir sumartimann. Fundargerðir eru færðar og eru öllum opnar á heima- síðu Garðyrkjuskólans, www.- Sveinn Aðalsteinsson. sem er samhæft átak á sviði ffæðslu, endurmenntunar, ráðgjafar og til- rauna í ræktun gúrkna, tómata, papriku og rósa. I því felst upp- lýsingasöfnun, sameiginleg tilrauna- verkefni, útgáfa ffæðsluefnis og skipulagning endunnenntunamám- skeiða. Á vegum aðila GM eru nú í prentun bækur um ræktun, hingað hafa komið erlendir fyrirlesarar og ráðunautar o.fl. • GM hefúr beitt sér fyrir mál- stofúm í málefhum ylræktar og er að jafnaði haldin um ein málstofa á mánuði og oft í samstarfi við þjónustufyrirtæki garðyrkjunnar. Þessar málstofúr em kynntar í Bændablaðinu, á heimasíðu Garð- yrkjuskólans og með beinum aug- lýsingum (tölvupósti til garðyrkju- bænda og annarra). • GM, ásamt fagráði garð- yrkjunnar, hefúr fengið það hlutverk að móta tillögur um hvemig veija eigi þróunarfé garðyrkjunnar sem samið var um nýlega í tengslum við samning ríkisvaldsins við garðyrkju- bændur um afhám tollvemdar og innleiðingu beingreiðslna. Garð- yrkjan býr nú ekki lengur við inn- flutningsvemd, ein greina land- búnaðarins. Af nógu er að taka. Hafa verður einnig í huga að Garðyrkjumiðstöðin er ekki sjálfstæður lögaðili og nýtur engra sérstakra fjárffamlaga ffá rík- inu eða landbúnaðinum, annarra en vinnuffamlags aðstandenda GM. Hvernig höldum við áfram? Frant undan er ffekari stefhu- mótun um starfsemi GM. Áffam verður lögð áhersla á grasrótarstarf, enda fæst aðeins þannig raun- vemlegur gmndvöllur fyrir áffarn- haldandi árangursríku starfi. Áhersla verður væntanlega lögð á ffekari kynningu á verkum GM, t.d. með sérstakri heimasíðu, auknum skrifúm í t.d. Bændablaðið, ýrnis konar útgáfústarfsemi, opnu húsi, sam- eiginlegum tilraunum, þjónustu- verkefhum, heimsóknum o.fl. Stefiit er að útgáfú “viðburðadagatals” í því skyni að auka heimsóknir garð- yrkjubænda og starfsmanna græna geirans til miðstöðvarinnar. Aukið starf fagráðs garðyrkjunnar boðar einnig gott. Rætt er um aukna skrif- stofúþjónustu til að tími sérffæðinga nýtist sem best. p i. mgm ^pi wm wpu Starfsmenn Garðyrkjumiðstöðvarinnar að" Reykjum i Olfusi i aðstöðu miðstöðvarinnar. Frá vinstri: Garðar R. Ámason, Magnús Á. Ágústsson, Björn Gunniaugsson, Haukur Sigurðsson. Mynd: Sveinn Aðalsteinsson reykir.is. Þar em tekin fyrir skil- greind verkefhi, árangur metinn og öðmm sameiginlegum málum sinnt. • GM hefúr tekið þátt í ráð- stefhum og fúndum og kynnt árang- ur verkefna. T.d. tóku starfsmenn GM þátt í orkuþingi í október sl. þar sem kynnt var spá um orkunotkun garðyrkjunnar næstu tíu árin. Þessi spá vakti mikla athygli innan sem utan greinarinnar. • GM hefur tekið að sér þjónustu- verkefhi, t.d. um notkun koltví- sýrings í garðyrkju, valkosti í frant- leiðslu hans o.fl. • GM hefúr tekið virkan þátt í skipulagningu og ffamkvæmd endurmenntunamámskeiða fyrir greinina auk þess sem einstakir starfsmenn hafa komið að reglulegri kennslu við Garðyrkjuskólann. • GM hefúr sótt um tilrauna- verkefni, m.a. til Framleiðnisjóðs landbúnaðarins. Má þar nefha verk- efnið “Framleiðniaukning í ylrækt” Barátta fyrir fjármagni í ffekari aðstöðu og byggingar hefúr öneitan- lega verið áberandi í starfi GM og oft ekki auðvelt að sjá beinan árangur þeirrar vinnu. Sem fyrr segir eru ýrnis teikn á lofti um að sjá ntegi fyrir endann á þeirri baráttu. Eitt ár er stuttur tími í samstarfi þriggja jafnrétthárra aðila sem reyna að samræma stefhu sína. Mestu ntáli skiptir að aðilar GM, Bændasam- tökin, Garðyrkjuskólinn og Samband garðyrkjubænda, em staðráðnir í að auka og styrkja samstarlið ffekar og geraþað enn skilvirkara. Ég er sannfærður unt að stofhun Garðyrkjumiðstöðvar tslands var mikið heillaspor fyrir íslenska garðyrkju og spennandi tilraun sem vakið hefúr verðskuldaða athygli á Norðurlöndum og víðar þar sem ég hef kynnt starfsemina. Þessi tilraun er rétt að byija. Sveinn Aðalsteinsson skólameistari Garðyrkjuskólans

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.