Bændablaðið - 03.09.2002, Side 8

Bændablaðið - 03.09.2002, Side 8
8 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 3. september 2002 Guðni Agústsson landbúnaðarráðherra: Endupskoða þarf Nokkur stórmál sem snerta bændur koma til kasta Alþingis á komandi vetri, svo sem ný landgræðslulög, jarða- og ábúðarlög og jafnvel nýr mjólkursamningur. En það hafa líka tvö stórmál verið í gangi í sumar. Annars vegar skýrslan um salmonellu og campylobakter sem vart hefur orðið víða á Suðurlandi, og minnkandi sala á lambakjöti. Guðni Agústsson landbúnaðarráðherra var fenginn til að ræða þessi mál og fleiri við tíðindamann Bændablaðsins. Ráðherra var fyrst spurður um minnkandi lambakjötssölu í ár og hvaða ráð hann sæi fyrir sauðfjárbændur í þeim efnum. Sauðfjárbœndur í vanda „Það er augljóst að sauðfjárbændur standa frammi fyrir vanda vegna minnkandi sölu á lambakjöti. Þó er minnkunin milli ára minni en áætlað var, eða um 3%. í mínum huga er það alveg ljóst að sauðfjárbændur og afurðastöðvar verða að taka mjög vel á í þessu máli ef ekki á að fara illa. Auðvitað var það mikið áfall fyrir bændur þegar Goði féll. Menn eru ekki enn búnir að rétta úr kútnum eftir það áfall og minnkandi lambakjötsneyslu sem fylgdi í kjölfarið. Ég hef velt því fyrir mér hvort útflutningsskyldan eigi sinn þátt í því að afurðastöðvar séu værukærar við sölu á lambakjöti hvað sumarslátrunina varðar. Ég velti því fyrir mér hvort lambakjötið sé að verða einhver afgangsstærð og útflutnings- skyldan sé notuð sem útfall af markaði. Þess vegna minni ég sláturleyfishafana á að útflutningsskyldan er sú sama og í ágúst í fyrra, en vissulega geta afurðastöðvamar flutt út allt það kjöt sem þær viija. Það er útúrsnúningur að ekki sé hægt að fara með kjötið út, en þá er verðið mun lægra en á innanlandsmarkaði. Hlutur bænda er því þeim mun stærri sem útflutningsskyldan er minni. Endurskoða verður sölumálin Við þessar aðstæður finnst mér liggja ljóst fyrir að endurskoða verði sölumálin frá grunni ef ekki á að missa lambakjöts- neysiuna niður úr öllu valdi. Menn verða að setjast niður, fara yfir málið og setja sér ný markmið. I skýrslu sem Landssamband sauðfjárbænda lét gera í vor kemur fram að mikill áhugi er fyrir neyslu á lambakjöti í landinu og raunar mun meiri en menn höfðu haldið fram, því yfir 60% landsmanna vill eiga lambakjöt í frystikistum sínum. í ljósi þessa finnst mér að menn eigi að taka sig saman í andlitinu og knýja á sölumálin með nýjum hætti. Það verður að segjast eins og er að margt í sölumennskunni nú er úr takti við það sem á að sjást í verslunum." -Getur það verið að meira seljist af hvíta kjötinu en lamhakjöti vegna þess að smá, verða að ganga til liðs við einstaklingana og sveitarfélögin og ríkisvaldið verða að gera sameiginlegt átak í þessum málum sem eru mjög íjölþætt. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að þessi plága, salmonellan, lifir hér og er komin til að vera. Mannfólkið hefur borið hana með sér inn í landið og það virðist afar erfitt að útrýma henni. Það er svo margt sem þarf að vera í lagi, en er það ekki. Þar má nefna rotþrær, skolpfrárennsli og vatnsból. Gleymum heldur ekki fuglinum sem liggur í frárennslisskolpinu og flýgur svo inn á lönd bænda og mengar vatnsból dýranna. Þannig verður til hringrás. Vissulega er verið að vinna í frárennslismálum um allt land og frágangi á þeim á að vera lokið árið 2005. En skýrslan segir okkur að ríki og sveitar- kjúklingum og svínum er slátrað reglulega allt árið um kring, en lambakjöt fœst ekki ferskt nemafáa mánuði á árinu og er auk þess dýrara ? „Það er enginn vafi á því að þetta atriði á hér hlut að máli og því hafa kjúklinga- og svínabændur fylgt eftir með mjög öflugri markaðssetningu. Það þarf að leggja mun meiri áherslu á sölu á fersku lambakjöti og þess vegna er sumarslátrunin skref í rétta átt. Og varðandi hollustuna þá er fátt hollara en gott lambakjöt, og ef einhverjir mega ekki eða vilja ekki borða fítuna þá er bara að skera hana burtu. Eitt langar mig að nefna varðandi sölu á lambakjöti. Það hefur orðið mikil breyting á verslun í landinu og það snýr ekki síst að stóru verslanakeðjunum. Þær krefja kjötframleiðendur um eins mikinn afslátt og þær mögulega geta. Þar er mikill munur á milli kjöttegunda og þess vegna er lambakjöt ef til vill að víkja úr hillum þessara verslana. Ég heyri fólk kvarta yfir því á höfuðborgarsvæðinu að það fái ekki lambakjöt að vild. Því sé fyrst og fremst haldið frosnu í pokum upp á gamla móðinn. Þess vegna segi ég að bændur og afurðastöðvarnar verði að endurskoða sölumálin í samráði við verslanirnar. Ef menn taka sig ekki á í sölumennskunni þá fer illa og hallar undan fæti áfram. Átak í sölunni getur ef til vill snúið þróuninni við." Stóra félagslega vandamálið -Hún var œði dökk skýrslan um útbreiðslu salmonellu og campylobakter á Suðurlandi sem birt var á dögunum. Búast má við að ástandið sé víðar slœmt á landinu. Hvað er til ráða að þínum dómi, því Ijóst má vera að það kostar óhemju mikið fé að kippa þessum málum ífullkomið lag? „Þetta mál er hið stóra félagslega verkefni í landinu um þessar mundir. Sveitarfélög, hvort heldur þau eru stór eða félög verða að fara yfir málin og sjá hvort hægt sé að hraða þeim. Varðandi rotþrærnar þá eru það ekki bara sveitabæimir sem nota þær. Menn mega ekki gleyma mikilli ijölgun sumar- bústaða um allt land. Og til þess að rotþróa- málin séu í lagi verður að halda þeim vel við, þær þurfa að vera af réttri stærð og það þarf að tæma þær reglulega. Sveitarfélögin verða greinilega að taka framkvæmdina að sér. Ég veit að það er fullur vilji hjá sveitar- stjómarmönnum að koma þessum málum í viðunandi horf, en þetta er gríðarlega dýrt verkefni þó ríkið greiði 20% af kostnaðinum við að koma frárennslismálunum í lag." Mjólkurkvótinn of dýr Frumvarp að nýjum landgrœðslulögum var lagtfram á Alþingi ífyrra og fékk umfjöllun þingsins en var ekki afgreitt. Verður það lagt aftur fram á Alþingi í vetur? „Ég mun leggja það aftur fram í vetur og jafnframt skoða hvort gerðar verða einhverjar breytingar á frumvarpinu, en það mætti nokkurri andstöðu á síðasta þingi. Ég legg mikla áherslu á að frumvarpið verði afgreitt í vetur. Landgræðslulögin eru orðin gömul og það er nauðsynlegt að lagfæra þau og skerpa." -Áttu von á því að mjólkursamningurinn verði endurskoðaður? „Forystumenn kúabænda hafa skrifað mér bréf og óskað eftir viðræðum um endurskoðun gildandi mjólkursamnings enda þótt þrjú ár séu eftir af samnings- tímanum. Það hefur orðið mikil þróun í kúabúskapnum frá því að samningurinn var gerður. Þegar kemur fram á seinni hluta samningstímans hægir á því ferli nema menn viti hvað framundan er. Þess vegna skil ég bænduma vel að vilja ræða fram- tíðina. Hins vegar eru í gangi viðræður um WTO samninginn sem áætlað er að ljúki árið 2005 og hvort sem okkur líkar það vel eða illa þá verða okkar samningar að standast þá. " -Hvað sérð þú fyrir þér í þessum málum? „Það er auðvitað mest um vert fyrir hverja grein að sjá langt fram í tímann. Við verðum að velta því fyrir okkur hvort það sem við erum að gera standist alþjóða- samninga. Hvort stuðningur ríkisins standist WTO samninginn o.fl. Mesti ágallinn í mjólkurframleiðslunni, að mínum dómi, er hvað kvótinn hefur verið seldur dýrt. Hagsmunir afurðastöðva og sveitarfélaga vega þar að vísu þungt, þannig að verðið er búið til af öðrum aðilum en bændum. Ég vildi sjá breytingar sem lækkuðu kvóta- verðið. Ég hef áhyggjur af framtíðinni hjá skuldugri ungri bændastétt og það er enginn vafí að viðskipti með kvóta hafa orðið til þess að margir ungir bændur eru skuldsettir. Einnig hefur verið mikil uppbygging í greininni. Bændur hafa verið að endumýja fjós eða byggja ný og taka upp nýja mjalta- tækni. Síðustu ár eru einhver mesti framfaratími í mjólkurframleiðslu sem dæmi eru um. Þess vegna er það eðlilegt að menn vilji sjá nýjan mjólkursamning. Ég tek undir það og hef þegar nefnt það í ríkisstjórn hvort það komi ekki til greina. Yfir þetta mál verður sest á næstunni." Niðursveiflan í laxinum -Fjölmargir bœndur hafa umtalsverðar tekjur aflaxveiði. Undanfarin árhefur laxagengd minnkað mjögfrá því sem áður var og í ár gekk laxinn víðast hvar svo seint að þess eru ekki dœmi áður. Nánast engar rannsóknir hafa farið fram á því hvað er að gerast íþessum málum. Hefur þú hug á að bœta þar úr? „Niðursveiflan sem verið hefur í laxveiðiánum undanfarin ár er vissulega áhyggjuefni því það eru miklar tekjur sem þjóðarbúið hefur af laxveiðinni. Hins vegar má ekki gleyma því að það hafa áður orðið sveiflur í laxagengd og mér sýnist sumarið í heild ætla að koma ágætlega út. Ég get tekið undir það að menn vita of lítið um hvað þama er að gerast, sérstaklega hvað varðar vist laxins í hafinu. Sumir segja að einhverjar breytingar hafi átt sér stað í hafinu. Aðrir nefna minkinn og mávinn sem liggja í seiðunum, og fleiri kenningar eru á lofti. Ég hef fullan hug á að leita allra leiða til að setja rannsóknir í gang þar sem leitað yrði orsaka þessarar niðursveiflu. Hér er að mínum dómi um stórt og brýnt verkefni að ræða." Svona í lokin, áttu von á því að ný jarða- og ábúðarlög verði sett í vetur? „Fmmvörp um ný jarða- og ábúðarlög hafa lengi verið í vinnslu hér í ráðuneytinu. Ég geri mér vonir um að geta iagt þau frumvörp fram á Alþingi strax í haust," sagði Guðni Ágústsson.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.