Bændablaðið - 03.09.2002, Page 13
Þriðjudagur 3. september 2002
BÆNDABLAÐIÐ
13
Nýr áfangi í
tiáskúla-
deild LBH
I vetur verður nýr áfangi
kenndur í háskóladeild LBH.
Áfanginn heitir Byggð og bú-
skapur og er honum ætlað að
kynna í mjög víðu samhengi þá
atvinnuhætti sem tengjast
námsframboði Landbúnaðarhá-
skólans á Hvanneyri. Nemendur
allra brauta fá tækifæri til að
kynnast ofurlítið viðfangsefnum
hinna námsbrautanna, svo og
nemendum sem þar ætla að
stunda nám.
Kennsla í þessum áfanga er
með nokkuð óhefðbundnu sniði.
Margir kennarar koma að
kennslunni og mikil áhersla er
lögð á skoðunarferðir, bæði á
Hvanneyri og um Borgarfjarðar-
hérað. Fyrirlestrar og aðalaðsetur
verður í Ársal á efstu hæð Nýja
skóla. Kennt er í lotu fyrstu 3
vikur haustannar. Áfanginn er
próflaus en námsárangur metinn í
ljósi verkefna og dagbókar hvers
nemanda. Ábyrgðarmenn áfangans
eru Sveinn Hallgrímsson og Ámi
B. Bragason, en aðrir kennarar
eru: Auður Sveinsdóttir, Ásdís
Helga Bjarnadóttir, Bjami Guð-
mundsson, Friðrik Aspelund,
Helena Guttormsdóttir, Ragn-
hildur Sigurðardóttir, Susanne
Greef, Sverrir Heiðar Júlíusson,
Stefán Gíslason og Þorsteinn
Guðmundsson.
FjórhjóJ
Fjórhjól
Polaris Sportsman 500 HÖ
4x4 árg.2001 og 1998
Polaris Sportsman 335
4x4 árg.1999
Góð hjól á góðu
verði með vsk.
Sími: 690 3726
FÆ\
dmma
Amerísk gæða
framleidsla
30-450
lítrar
Umboðs-
menn um
land allt
RAFVORUR
ARMULI 5 • RVK • SIMI 568 6411
Olga í lofti yfir Hamarsheiði
Svona var himinninn yfir
Hamarsheiði, skammt norðan
Mývatns, hinn 21. ágúst.
Guðmundur Hafsteinsson,
veðurfræðingur, sagði
Bændablaðinu að þessi ský væru
oftast nefnd skúraský en svipuð
orð, eins og skúraflóki,
skúraklakkur eða þrumuklakkur
sæjust einnig. Aiþjóðlegt heiti (á
latínu) er cumulonimbus,
skammstafað CB. Skýin eru merki
um mikla ólgu í andrúmsloftinu, þar
sem hlýtt loft við yfirborð jarðar
streymir af miklum krafti upp í köld
háloftin. Efsti hluti skýsins,
svonefndur steðji, virðist trefjóttur
og er gerður úr fskristöllum. Hann
hefur líklega náð upp í rúmlega 9
km hæð, en þar var frostið nálægt
50 stigum þennan dag. Ofarlega í
skýinu má greina svonefnda keppi
en þeir eru merki um sterka lóðrétta
strauma í skýinu og oft vísbending
um þrumuveður. í veðurathugun frá
Grimsstöðum var reyndar getið um
þrumuveður kl. 18 þennan dag.
A' DeLaval
Harmony Plus
Nýr mjaltakross, hannaður fyrir kýmar þtnar!
A júgrum flestra kúa er meira bil milli framspena en aftari og þeir ofar á júgrinu. Við
hönnun Harmony Plus mjaltakrossins var lögun hans miðuð við þessa júgurbyggingu.
Harmony Plus er léttur tengikross gerður úr nútímalegum efnum sem ásamt þessari
einstöku lögun léttir miklu álagi af spenum við mjaltir. Spenagúmmíið fylgir spenanum
eins og tunga kálfsins.
Vegna lögunar Harmony spenagúmmía er loftleki með spenunum mjög lítill, en við
hönnun þeirra var leitast við að líkja eftir sogi kálfsins og sambandi hans við kúna.
Línuritið hér til hliðar sýnir
skiptingu spena milli
mismunandi kúastofna. Á
því sést greinilega að
fjarlægð milli fremri og
aftari spena er mjög
breytileg. Harmony Plus
hefur þá eiginleika sem þarf
til að mæta þessum mun.
VÉIAVERf
Reykjavfk:
Lagmúli 7
Sími 588 2600
Akureyri:
Dalsbraut 1e
Sími 461 4007
www.velaver.is
r